Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Kiri Te Kanawa.

náðst geti sú samstilling sem á hálffrönsku

fagmáli er kölluð „gott ensemble" og felur

það í sér meðal annars, að heildin er sett

ofar einstökum þáttum hennar, — enginn

„glansar" á kostnað annarra. Sumir meta

þetta meira en stjörnuleikinn, hversu glæsi-

legur sem hann kann að vera, ogmá styðja

það ýmsum rökum. Sumar þær óperusýning-

ar sem mér hefur fundist mest til koma hef

ég séð í meðalstórum óperuhúsum í Þýska-

landi, þar sem engir heímsfrægir gestir

hafa prýtt hlutverkaskrána, og svo ef til vill

í Stokkhólmsóperunni hér fyrr á árum. Það

sem þar gerði gæfumuhinn var þessi sam-

stilling margra listamanna, áunnin í löngu

samstarfí.

BORGARÓPERAN

Borgaróperan í New York á ef til vill

meira sameiginlegt með slíkum óperuhúsum

heldur en Metropolitan-óperunni. Hún stær-

ir sig ekki af sama stórstjörnuvali, en hún

hefur á að skipa miklum fjölda ágætra

söngvara sem margir eru ungir og flestir

Bandaríkjamenn. Sjálfsagt eru sumir þeirra

á leið skáhallt yfir torgið. Hún er röskum

sextíu árum yngri en Metropolitan og ekki

nándar nærri eins ráðsett og hefðbundin í

verkefnavali. Stofninn í verkefhaskránni er

að vísu sá sami og í öllum öðrum óperuhús-

um í heimi, nokkrir tugir verka sem eru

endurtekin í sífellu. En hér hefur verið leit-

að á fleiri mið. Sýndar hafa verið amerískar

óperur, nýjar af nálinni, meiri háttar sýning-

ar sem áður hafa gengið á Broadway-leik-

húsum hafa verið settar á svið að nýju, og

talsvert hefur verið gert að því draga fram

evrópsk verk, sem virðast hafa fallið í

gleymsku austan hafsins, og gæða þau hér

nýju lífi. Á þessari haustvertíð voru á sýn-

ingarskrá óperunnar ekki færri en 19 verk-

efni af ýmsu tagi og sýningar 7—8 á viku

í 10 vikur.

Segja má að Borgaróperan sé eins konar

alþýðuleikhús, samanborið við Metropolitan,

verkefhaval fjölbreyttara og að hluta létt-

ara, og verð aðgöngumiða, að minnsta kosti

í bestu sætin, miklu lægra en þar. Engu

að síður er stórvel vandað til sýninga í

Borgaróperunni og íburður í leiktjöldum og

búningum ekki skorinn við nögl. Mér er

sagt að klæðaburður leikhúsgesta sé óform-

legri en í Metropolitan og meðalaldur þeirra

lægri.

Ég held, ef ég byggi í New York, að mér

þætti ekki síður áhugavert að fylgjast með

því unga hstafólki sem starfar í Borgaróper-

unni og þeim nýjungum sem þar er brotið

upp á heldur en að fleyta rjómann af heims-

listinni í Metropolitan-óperunni, þó að sjálf-

sagt sé þetta best hvað með öðru.

Þaulsætnir óperugestir

Við hjónin sáum fimm sýningar í Borgar-

óperunni þessa viku sem við vorum í New

York í haust, auk sjónvarpssýningarinnar á

„Rigoletto" sem fyrr var nefnd. Fjórar þeirra

voru nokkuð hefðbundnar, af því tagi sem

sjá má í flestum góðum óperuhúsum: „Luc-

ia di Lammermoor", „Tosca", „La traviata"

og „Töfraflautan", allt ágætar sýningar,

frísklegar og sumar glæsilegar þótt ékki sé

ástæða til að hafa mörg orð um þær hér.

Ekki sá ég betur en hvert sæti væri skipað

á þessum sýningum öllum.

Sviðsbúnaður í „Luciu" var mjög íburðar-

mikill og Sheryl Woods sem fór með titil-

hlutverkið gerði því frábær skil. Um „Toscu"

má segja að óvenjuléttur blær var yfir fyrsta

þættinum, djákninn mjög kímilegur, galsa-

fengnir kórdrengir og margt kirkjufólk.

Þeim mun skuggalegri urðu síðari þættirn-

ir, og aldrei hef ég séð Scarpia veginn jafn-

Luciano Pavarotti.

vandlega og með öðrum eins tilþrifum. Linda

Roark-Strummer (Tosca) og Robert Gray-

son (Cavaradossi) eru stÓrglæsilegir söngv-

arar. Sýningarnar á „La traviata" og

„Töfraflautunni" voru hefðbundnar, en einn-

ig þar komu fram frábærir söngvarar: m.a.

Frances Ginsberg (Violetta), Stehen O'Mara

(Alfredo), Paul Austin Kelly (Tamino), Virg-

ina Sublett (Næturdrottningin) og Elizabeth

Hynes (Pamina). Allar þessar óperur voru

sungnar á frummáli (talaði textinn í „Töfra-

flautunni" var líka á þýsku) en enskum

þýðingum brugðið upp á tjald, líkt og hér

hefur verið gert bæði í íslensku óperunni

og Þjóðleikhúsinu. Þetta er tækni sem leik-

húsin hafa lært af sjónvarpinu. Á þessu var

sá einn galli í þessu leikhúsi að textinn birt-

ist yfir miðju sviði svo hátt að sjónarhorn

varð mjög óþægilegt frá bestu sætunum.

RASPUTIN

Fimmta verkið sem ég sá þarna er glæný

bandarísk ópera sem hafði verið frumsýnd

17. september, „Rasputin" eftir Jay Reise,

38 ára gamlan kennara við Pennsylvaníu-

háskóla sem áður hefur samið þrjár sinfón-

íur og fjölda annarra tónverka. I sýningar-

skrám Borgaróperunnar á þessu hausti var

mikið skrifað um þetta nýja verk og söguna

James Levine, tónlistarstióri í Metro-

politan óperunni.

sem að baki liggur. „Ef nokkur maður lifði

lífi sínu í óperustíl," segir þar á einum stað,

„var það Grigori Rasputin, þessi umdeildi

sveitamaður frá Síberíu sem gerðist helgur

maður, ráðgjafi rússnesku keisarahjónanna,

Alexöndru og Nikulásar II, og örlagavaldur

Rómanoff-ættarinnar." Þetta er saga um

losta og valdagræðgi, kraftaverk og mann-

dráp, sem sé „það efhi sem óperur eru gerð-

ar úr," — nema það vantar músíkina.

Það kom í ljós, þegar Beverly Sills fól

Jay Reise að semja nýtt verk fyrir Borgar-

óperuna, að hann hafði í smíðum óperu um

Rasputin. Hún kannaði drög að verkinu sem

fyrir lágu, féllst á efnisvalið og fékk Frank

Corsaro, einn af aðalleikstjórum óperunnar,

til liðs við höfundinn og höfðu þeir sam-

starf um textagerðina. Corsaro setti síðan

verkið á svið.

Sviðsetningin er mjög stílfærð, búnaður

allur í lágmarki og mjög óíkur íburðinum í

„Toscu" og „La traviata" sem Corsaro héf-

ur einnig sviðsett, líkt og hér sé tjaldað til

einnar nætur og ekki gert ráð fyrir langlífi

sýningarinnar. Ef til vill er þar rétt til get-

ið. Samt er sýningin alls ekki leiðinleg. Það

er mikið að gerast þarna á þessum byltinga-

tímum og síðustu árum keisaraveldisins í

Rússlandi og ýmislegt af því sést og heyrist

á sviðinu. En illkvittinn maður gæti sagt,

að enn vanti músíkina í þessa óperu.

Langtímum saman er það beinlínis stað-

reynd. T.d. setur Lenín á langar tölur í

æsingaræðustíl án allrar tónlistar. Sú yfir-

lýsta tilætlun höfundar að einkenna keisara-

fólkið annars vegar með ómþýðri róman-

tískri tónlist en byltingaröflin hins vegar

með stríðari tónum í stíl tuttugustu aldar

virtist mér renna út í sandinn og ekki ná

þeim tilgangi sínum að undirstrika þessar

andstæður eins og til var ætlast.

BERNSTEIN-TÓNLEIKAR

FÍLHARMONÍUSVEITARINNAR

Fflharmoníuhljómsveit New York-borgar

var nýlega komin úr Evrópuför þegar hún

hóf vetrarstarfið í haust og hún heldur

140—150 tónleika á þessu starfsári í Avery

Fisher Hall í Lincoln-miðstöðinni. En efnis-

skrárnar eru miklu færri, því að reglan er

að sama efhisskráin sé flutt á þrennum og

allt upp í átta tónleikum í röð. Auk þess

er seldur við vægu verði aðgangur að 23

opnum aðalæfíngum sem haldnar eru að

morgni fyrsta tónleikadags. Svo að hér er

ekki slegið slöku við, markaðurinn líka stór

og fjöldamargar áksriftarraðir í gangi.

Nú í vetur eru 45 ár liðin síðan Leonard

Bernstein stóð fyrst á stjórnandapalli

Fílharmoníusveitarinnar og hann varð líka

sjötugur í ágústmánuði í sumar. Þessa er

minnst 5 efnisvali Fílharmoníusveitarinnar í

vetur með því að flytja mörg verka hans,

bæði á tvennum sérstökum tónleikum sem

helgaðir eru honum og á víð og dreif í efnis-

skrám annarra tónleika.

Við lentum á fyrri Bernstein-tónleikunum

þegar þeir voru fluttir í annað sinn (af fjór-

um) og fór sá flutningur fram á föstudegi

kl. 2 síðdegis. Tímasetningin hefur sjálfsagt

ráðið því að áheyrendur voru nær eingöngu

gamalt fólk og líklega um 80 af hundraði

konur. Zubin Mehta stjórnaði hljómsveitinni

og tveimur kórum sem þarna komu fram,

einsöngvari var Wendy White og kom í stað

Montserrat Caballé sem hafði forfallast.

Flutt voru tvö verk eftir Bernstein: „Chich-

ester-sálmarnir" og Sinfónía nr. 3 (Kadd-

ish). Bæði verkin eru nokkuð „sláandi" og

furðulega óhátíðleg, þrátt fyrir trúarlega

texta. Þannig hefur tónskáldinu tekist að

gera þau aðgengileg og jafnvel áhrifamikil,

einkum fyrrnefnda verkið. Bernstein hefur

löngum kunnað að ná sambandi við áheyr-

endur sína, bæði sem höfundur og hljóm-

sveitarstjóri.

í fyrri grein var minnst á þær breytingar

sem gerðar voru á Avery Fisher Hall 1976.

Ég kom þangað einu sinni áður og rámar í

að mér hafi þótt salurinn glæsilegri þá, en

hljómburðurinn var ekki góður og talinn

með öllu óviðunandi af þeim sem við áttu

að búa. Því var ráðist í breytingar og urðu

þær mjög gagngerar. Eftir stendur fremur

hversdagslegur en þó notalegur tónleikasal-

ur með góðum hljómburði, um það bil helm-

ingi stærri en sá sem við ráðgerum að verði

í væntánlegu Tónlistarhúsi í Reykjavík. Ef

til vill verður þessi salur svipminni en ella

vegna þess að gólfið er mjög lítið upphækk-

að, og hljómsveitin situr öll á einum fleti,

en ekki þremur eða fjórum þrepum eins og

víða tíðkast. Þrennar svalir á þrjá vegu setja

á salinn svoHtið „gamaldags" svip, en draga

úr fjarlægðum milli flytjenda og áheyrenda,

þótt sjónarhornið sé ekki alls staðar ákjósan-

legt.

Eg tók eftir að í New York hafa verið

„seldir" stólar, eins og byrjað er að gera

hér, langflestir til minningar um einstakl-

inga sem sjálfsagt hafa verið tryggir tón-

leikagestir og eftirlifendurnir vilja láta

minnast á þessum stað. I fordyri tónleika-

hússins eru liðsmenn Fflharmoníusveitarinn-

ar kynntir með myndum, allt frá starfandi

aðalstjórnanda og „lárviðarstjórnanda" til

hljóðfæraleikara á aftasta púlti. í efnis-

skrám er líka verið að kynna hljóðfæraleik-

ara sveitarinnar, tvo í senn, með myndum

og stuttum greinum. Þetta er til marks um

þá virðingu sem þessir listamenn njóta og

mætti vera til fyrirmyndar.

Höfundurinn er tónskáld í Reykjavik.

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS    7. JANÚAR 1989     7

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20