Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Bæjarstæðið á Stóra Núpi hefur Iðngum verið rómað fyrir fegurð og bárujárnsklætt timburhús frá tíð séra Valdemars fer

vel við hlið kirkjunnar og vonandi að því verði við haldið og að það fái að standa þarna áfram. Á neðri myndinni sést

hvernig minnisvarðanum er komið fyrir í brekkunni neðan við bæinn.

að samstilla hugi manna um meginstef sam-

eiginlegrar trúar. Kirkjusálmur er sunginn

árétting heilags boðskapar, lofgjörð fyrir

þann boðskap, um innra andsvar við honum.

Og það sker úr um gildi sálms og lífshæfni,

hversu næmur hann er á grunntóninn í

musteri trúarinnar og hversu hann nær að

skila þeim grunntóni með hinum ýmsu blæ-

brigðum hans. En til þess að það takist,

þarf höfundur einnig að vera næmur á

strengi mannlegrar sákir. Það er mín skoð-

un, að út frá þessum forsendum sé Valdi-

mar Briem eitt mesta sálmaskáld sem heim-

' urinn hefur eignast."

Það er ekki að efa að Hreppamenn hafa

fyllst stolti er þeir fundu hvert stórmenni

var risið upp þeirra á meðal. Þegar Hrepp-

hólar og Stóri-Núpur voru sameinaðir í eitt

prestakall með lögum 1880 þjónaði sr.

Valdimar Stóra-Núpsbrauðinu en bjó í

Hrepphólum. Eystri-Hreppsbúar gengust þó

ríkt eftir því að hann flyttist yfir að Stóra-

Núpi og svo fór að hann lét undan.

Eitt af sóknarbörnum sr. Valdimars, Þor-

steinn Bjarnason í Háholti, hefur ritað ýms-

ar endurminningar sínar sem geymdar eru

í handriti í Landsbókasafni (Lb. 2866 8vo).

Þar segir hann: „Með komu hans að Stóra-

Núpi var sem roðaði fyrir degi. Ekki var

hann fús að flytja frá Hrepphólum. Þar

undi hann sér vel. Efni hans jukust þar svo

að hann átti gott og gagnsamt bú eftir þau

átta ár sem hann hafði búið þar. Hann sá

jafnframt að á Stóra-Núpi varð hann að

leggja í kostnað, því bærinn þar var afar

hrörlegur. Var það líka hans fyrsta verk

að láta rifa allan bæinn niður til grunna.

Sóknarbændur Stóra-Núpssóknar gengu

rösklega fram í að hjálpa honum. Unnu

þeir að öllu moldarverki fyrir ekkert og

margir fæddu sig sjálfir. ... Var vandað

mjög til bæjarins. En bærinn stóð ekki

lengi. Féll hann til grunna í jarðskjálftunum

1896. Árið 1897 reisti hann stórt og vandað

timburhús á staðnum."

Þetta hús mun hafa verið reist af Tryggva

Gunnarssyni.

„BÚINN  AÐ  MISSA  BÁÐAR

KIRKJURNAR M ÍNAR"

A meðan húsið var í smíðum sumarið

1897 bar þar að garði dag einn gest sem

var langt að kominn. Það var Daniel Bruun,

hinn merki danski rannsóknarmaður á

menningarminjum á íslandi. Hann ritar í

dagbók sína frásögn af því hvernig fjöl-

skylda sr. Valdimars hafði búið um sig í

kirkjunni á staðnum, en það var eina húsið

sem ekki féll, nýleg timburkirkja reist 1877.

Þar segir m.a.: „Hægindastóll prestsins stóð

fyrir framan altarið. Rúmstæðin voru til

beggja hliða í kórnum, og þar var einnig

komið fyrir legubekk, bókaskápum, stólum

og öðrum húsgögnum. Það hefur því ekki

verið messað þar yfir sumarið." Er óhætt

að fullyrða að fáir prestar á síðari tímum

hafa með jafn áþreifanlegum hætti notið

kirkju sinnar og leitað þar skjóls.

En eins og sr. Valdimar þurfti að reisa

við prestssetrið á Stóra-Núpi þá lá það einn-

ig fyrir honum að þurfa að reisa nýja kirkju

á staðnum.

Árið 1908, milli jóla og nýárs, gerði af-

taka veður á Suðurlandi sem olli ómældu

tjóni á húsum og mannvirkjum. Á gamlárs-

dag ritar sr. Valdimar í Nýtt kirkjublað frétt

með þessum hætti: „Ég er búinn að missa

báðar kirkjurnar mínar. Þær fuku báðar í

fellibylnum mikla sem kom yfir þessa byggð

nóttina milli þess 28. og 29. þ.m., og báðar

brotnuðu þær í spón, með flestu sem í þeim

var og brotnað gat."

„Kirkjan hérna stóð á. brekkukorni og

kastaðist — líklega í hieilu lagi — niður

brekkuna. Núpskirkja vaf 32 ára, en hafði

fyrir nokkru fengið mikla viðgerð, og var

nú að mestu sem nýtt hús, mjög lagleg,

bæði að utan og innan."

Á nýársmorgun ritar hann áfram: „Veðr-

ið er gott og freistandi til messu. Frostlaust

og logn ... I góða veðrinu heyrast hingað

hamarshöggin frá næsta bæ og taka undir

hér í klettunum ... Þar er verið að endur-

byggja stóra hlöðu sem fauk. Af kirkjunni

leiðir ennþá gott. Hún leggur til járnplötur

handa náunganum á hlöðurnar... Best er

að vera vongóður og minnast hins forn-

kveðna: „Nú skalefna í annan bát og ala

upp nýja sauði."

KIRKJA   RÖGNVALDAR   OG

ALTARISTAFLA ÁSGRÍMS

Kirkjan, sem var reist á grunni hinnar

sem fauk, var allnokkuð meira hús. Það er

sú kirkja sem nú prýðir staðinn. Hún var

teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni og er ekki

að efa að þar hefur sr. Valdimar haft hönd

' bagga með alla tilhögun. Ásgrímur Jóns-

son, listmálari, var fenginn til að ráða litum

í kirkjunni og mála altaristöflu. Hún sýnir

fjallræðuna og eru fjöllin í Þjórsárdal í bak-

sýn en í mannfjöldanum sem næst stendur

frelsaranum má greina andlit sr. Valdimars

Briem.

Þessi kirkja er mjög sniðin að mynd að

gömlu torfkirkjunnar "sem rifin var árið

1876 og var í útbrotastíl, síðasta kirkja

sinnar tegundar í landipu. Líkan af henni

er nú í Þjóðminjasafni íslands.

Hin nýja kirkja var vígð um haustið 1909.

Henni þjónaði séra Valdimar í 9 ár eða til

1918 er hannjét af embætti í hendur syni

sínum, séra Ólafí, sem þjónað hafði með

honum um langt árabil. Kona séra Valdi-

		

mmmí'w?""''1''' ¦ iin-;	'	§B^!K-2^BI

	H0K. --^-Hraf"• th £k     ií	fB s , >¦ Jf

~*  .     ¦		

Jf     JH		

Frá athöfhinni við afhjúpun minnisvarðans i sumar. Næst á myndinni, fyrir

miðju, stendur greinarhöfundurinn, séra Flóki Kristinsson og til hægri Katrin

Bríem, langa&barn séra Valdemars og afhjúpaði hún minnisvarðann.

Áletrunin á minnisvarðann. Þar á með-

' al eru sex Ijóðlínur eftir séra Valde-

mar, svohljóðandi:

Einn geisli lýst upp getur myrkan klcfn,

einn gneisti kveikt í heilum birkilundi,

einn dropi vatns sér dreift um víðan

geiminn.

Ein hugsun getur burt rýmt öllum eta,

eitt orð í tíma vakið sál af blundi,

einn dropi líknar drottins frelsað heim-

inn.

Minnisvarði Helga Gíslasonar mynd-

höggvara er gerður af stuðlabergs-

drangi úr Hreppunum ogmálmi. Mynd-

höggvarinn er sjálfur Hreppamaður að

uppruna.

mars var Ólöf Briem, dóttir Jóhanns prests

í Hruna. Þeim varð tveggja sona auðið:

Jóhann dó ungur að árum á meðan hann

var í skóla og Ólafur sem fyrr er nefndur.

Þeir feðgar létust með fárra daga millibili

1930 og jarðarför þeirra var atburður sem

eldri Gnúpverjum var mjög minnisstæður.

Eins og kirkjustaðurinn að Stóra-Núpi

er mótaður af séra Valdimar, sem reisti þar

bæði kirkju og prestssetur og baðaði hvort

tveggja í þeim ljóma sem frá honum staf-

aði, þannig átti staðurinn einnig sinn þátt

í að móta hann sjálfan. í handriti Þorsteins

í Háholti er að finna frásögn sem mörgum

kann að þykja forvitnileg. Þar segir hann:

„Þó séra Valdimar ynni ekki líkamlega

vinnu þá var hann samt iðjumaður. Var það

venja hans að setjast við skrifborð sitt

snemma dags. Var hann oftast annað hvort

lesandi eða skrifandi. Við þurrhey vann

hann framan af ævinni. Einu sinni var hann

að snúa þurrheyi upp í brekkunni fyrir ofan

bæinn á Stóra-Núpi. Þá orti hann sálminn

Guð allur heimur eins í lágu og háu. Fólk-

ið, sem var þarna í vinnu með honum, undr-

aðist hve oft hann stóð kyrr í sömu sporum.

Hvort hann sneri öllum flekknum er mér

ókunnugt. En hann fór heim og settist við

skrifborð sitt og skrifaði upp sálminn."

Þessi sálmur sem þarna er greint frá er

nr. 20 í sálmabókinni. Hann er gott dæmi

um þá barnslegu einlægni og lífsgleði sem

einkennir marga sálma sr. Valdimars. Og

i

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  7. JANÚAR 1989  11

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20