Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						fyrir þá sem þekkja staðhætti á Núpi er

auðvelt að setja sig í spor hans og taka

undir með honum þegar hann tjáir þökk

sína til þess Guðs sem allt hefur skapað og

öllu gefið líf sem andardrátt hefur.

Guð allur heimur eins í lágu og háu,

er opin bók, um þig er fræðir mig,

já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu

er blað, sem margt er skrifað á um þig.

Þá morgunsólin upp í austri stígur,

á æðra himinljós hún bendir mér,

og þá er sólin hægt í vestri hnígur,

á hvild og frið hún bendir mér hjá þér.

Og í næst síðasta erindi þessa sálms sér

hann náttúruna sjálfa lofa hinn mikla meist-

ara sköpunarverksins í atferli fuglanna. Þar

segir á svo áhrifamikinn hátt:

Þá heyri ég glaða himinfugla syngja

þeir hrósa þinni dýrð, sem öllum skín,

og andvörp þau, er einatt hjörtun þyngja,

þó upp um síðir leita, Guð til þín.

Það skyldi engan undra þótt skáld sem

svo gat kveðið ynni hug og hjörtu sóknar-

barna sinna. Og það skyldi heldur engan

undra þótt kveðskapur hans nyti hylli langt

út fyrir þau mörk sem hann kaus sér að

starfa innan. Enda var honum sýndur ýmis

virðingarvottur í þakklætisskyni fyrir ljóð

sín. Hann var sæmdur Dannebrogsorðunni

af konungi, riddarakrossi Fálkaorðunnar og

stórriddarakrossi, og á 75 ára afmæli hans

sæmdi guðfræðideild Háskóla íslands hann

doktorsnafnbót í heiðursskyni fyrir allan

þann dýra fjársjóð sálma og andlegra ljóða

sem hann eftirlét þjóð sinni og það gagn

sem hann vann kirkju sinni.

Stóri-Núpur   Er   Ekki

lengur prestssetur

Við fráfall sr. Valdimars hvarf af sjónar-

sviðinu einhver mesti og glæsilegasti höfð-

ingi íslenskrar kirkju. En þó hann sé nú

allur hafa ljóðin hans og sálmarnir reynst

sá óbrotgjarni bautasteinn sem standa mun

á meðan kristni lifir í landinu og Guði er

sungið til dýrðar. Áhrifa hans gætir enn í

sveitinni enda getur ekki farið hjá slíku jafn

dáður yfírburðamaður og hann var í sínu

samfélagi. Og minningin um hann er furðu

lifandi þótt hálf öld sé hú iiðin frá því að

hann var borinn til grafar að Stóra-Núpi

og orpinn moldu framan við kirkjudyrnar

þar.

Prestsseturshúsið hans stendur reist og

fallegt við hlið kirkjunnar og setur svip á

staðninn og umhverfí allt, minning þess

ljóma sem hann brá yfir sveitina forðum.

En nú er það hús autt og hljótt mestan

hluta ársins, hluti þess afdrep sumargesta

úr höfuðborginni, niðja hans sem reyna þó

eftir getu að varðveita þar á einum stað

það sem til er af persónulegum munum

skáldsins. Þeir fáu sem eiga þess kost að

ganga þar inn um gættir geta séð skrifstof-

una þar sem hann sat löngum við borð sitt

og ritaði þær Ijóðaperlur sem hann af ör-

læti færði þjóð sinni. En húsið er í hættu.

Tíminn og afskiptaleysið hafa unnið þar

sitt verk og veitist það léttara eftir því sem

fram líða stundir. Það vantar einhug um

að yarðveita húsið.

Árið 1914 var prestssetrið og jörðin

Stóri-Núpur seld, kirkjan á þar ekkert leng-

ur, hefur þar engin ftök, situr eins og ómagi

á þeirri jörð sem hún átti fyrrum og hóf til

vegs. Prestarnir sem þjónað hafa eftir sr.

Valdimar hafa hrökklast um sveitina, stund-

um hér, stundum þar, eins og ístöðulausir

þurrabúðarmenn. Mikið gæfuspor væri það

ef tækist að efla samstöðu um þetta fyrrum

prestsseturshús að Stóra-Núpi og varðveita

það í minningu skáldsins. Að þar yrði minja-

safh um þetta ástkærasta sálmaskáld sem

íslendingar hafa átt síðan Hallgrímur Pét-

ursson leið. Að þar yrði tekist á af myndug-

leik við þau tortímingaröfl náttúru og manns

sem hægt og sígandi vinna því mein, óbæt-

anlegar skemmdir uns það að lokum hlýtur

að jafnast við jörðu. Við það mundi hvoru

tveggja gerast í senn, að hinn tígulegi svip-

ur þessa staðar, sem enn má sjá, myndi

hverfa og minningu sr. Valdimars yrði

svívirðing gerð. Slíkt má ekki koma fyrir.

Kirkjan hans íslenska, sem hann var for-

söngvari í, og hefur þegið af auðlindum

hjarta hans, má ekki láta slíkt koma fyrir.

En geigur um þessi örlög kemur upp í hug-

ann þegar gengið er um hlöðin á Stóra-

Núpi til kirkju. Með þessu húsi er minningu

hans skipaður sess á þessum ákveðna stað

sem hann unni og kaus sér að búa á og

þar sem til urðu þau Ijóð sem hafa sungið

sig inn í hjörtu allra íslendinga og sem

kirkju landsins og kristni eru kærust.

M   I   IMI  N   I i  S    P   U   N    K    T

Að átta sig á Vínlandi

rægasta ritsafn sem skráð var að fornu í Húna-

vatnsþingi og enn er varðveitt mun nú vera

rösklega sex alda gamalt; fróðir menn telja að

það hafi verið skrifað í Víðidalstungu á árunum

1282—1287. Fyrsti eigandi þess og frumkveð-

Undarlegt má það heita

ef Guðríður kona

Karlsefnis hefur engan

þátt átt í varðveizlu

þessara sagna. Hún

virðist hafa náð háum

aldri og lifði bónda sinn

langa hríð, að því er

sennilegt má teljast. Hún

gekk suður til Rómar

eftir að Snorri sonur

hennar kvongaðist og er

síðan í hqrninu hjá

honum. Öldruð nunna

og einsetukona í

Glaumbæ hefur hún

kunnað frá mörgu að

segja.

Eftir HERMANN PÁLSSON

Stytta Einars Jóassonar af ÞorSnni

Karlseáii.

ill var Jón Hákonarson stórbóndi þar, en bók-

fell skrifuðu tveir prestar, Magnús Þórhalls-

son og Jón Þórðarson. Þótt enginn vafí leiki

á um uppruna þess, þá er þetta mikla ritverk

nú kennt við Flatey á Breiðafirði og gengur

því undir nafninu Flateyjarbók. Þess verður

stundum vart að þeir sem vitna í þetta safn-

rit gleyma uppruna þess, enda þykir Flatey

skipta meira máli en höfuðból í Víðidal. Eng-

inn þarf að efast um bókakost Jóns í Víði-

dalstungu; auk þess var ekki langt að fara í

annað bókasafn: Þingeyraklaustur í næstu

sveit. í þessum mikla doðranti sem klerkar

skrifa fyrir Tungubónda eru margar sögur

og þættir; sumt af því er hvergi annars stað-

ar að finna á fornum skrám þjóðarinnar, svo

sem Grænlendinga saga sem Jón Þórðarson

setti á bókfell með styrkri hendi. Með því að

þessi saga er ein helsta heimildin 'um Vínland

að fornu, mun óhætt að gera ráð fyrir því

að Jón prestur hafí verið fróðari flestum lær-

dómsmönnum annars staðar í álfunni um

þetta leyti; en nokkrum árum eftir að klerkur

lauk þeirri þrifnaðarskýrslu að koma Græn-

lendinga sbgu á skinn siglir Kólumbus prúð-

lega vestur yfir Atlantsála, og síðan tekur

að þróast suður við Miðjarðarsjó haldbetri

þekking á Vesturálfu en íslendingar öðluðust

að fornu. '

Óvíst er hvenær Grænlendinga saga var

sköpuð og þó þykir sennilegt að hún hafi

orðið til um aldamótin 1200. Hið nýjasta sem

skrifað hefur verið um aldur sögunnar er

formáli Ólafs Halldórssonar að Eiríks sögu

rauða (1985) en þar rekur hann þá snjöllu

tilgátu að Grænlendinga saga kunni að hafa

verið rituð í sérstöku tilefni á fyrstu misserum

tólftu aldar; þá kom fram sú hugmynd að

láta taka Björn biskup Gilsson (1147—1162)

í heilagra manna tölu, þótt Norðlendingar

létu sér síðar nægja J6n helga einan. Nú var

Björn biskup niðji þeirra hjóna Þorfmns Karls-

efnis og Guðríðar í Glaumbæ, sem bæði höfðu

dvalist um hríð á Grænlandi og Vínlandi;

Björn var sonar-dóttur-sonur þeirra. Og sá

Hólabiskup sem lét þvo bein Bjarnar Gilsson-

ar árið 1197 eða 1198, að því er best verður

séð, var Brandur Sæmundarson (1163—

1208), annar niðji þeirra Karlsefnis og Guðríð-

ar; Snorri Karlsefnisson sem forðum fæddist

á Vínlandi var afi Þórunnar, móður Brands

biskups. Það eru því ærnar ástæður til að

ætla að Hólamenn og aðrir skagfírskir niðjar

Vínlandsfara hafi ekki látið sér fyrnast það

sem forðum gerðist vestan hafs og síðar varð

höfundi Grænlendinga s#gu að yrkisefni.

Sögunni lýkur með svofelldri málsgrein:

„Fjöldi manna er frá Karlsefni kominn, og

er hann kynsæll maður orðinn. Og hefir Karls-

efni gerst sagt allra manna atburði um farar

þessar allar, er nú er nokkuð orði á komið."

Enginn þarf að efast um þessa staðhæfingu,

enda er ekki um marga ættliði að ræða milli

Karlsefnis og ritunartíma sögunnar. Á hinn

bóginn má það undarlegt heita ef Guðríður

kona Karlsefnis hefur engran þátt átt í varð-

Einn af þeim stöðum A susturstrSnd Bandaríkjanna, þar sem Lei&báðir hefðu

getað verið eftir lýsingu á staðhAttum.

veislu þessara sagna. Hún virðist hafa náð

háum aldri og lifði bónda sinn langa hríð,

að því er sennilegt má teljast. Hún gekk suð-

ur til Rómar eftir að Snorri sonur hennar

kvongaðistpg er síðan í horninu hjá honum.

Öldruð nunna og einsetukona í Glaumbæ

hefur hún kunnað frá mörgu að segja.

í Landnámu og víðar bregður fyrir fróð-

leikskornum sem komust ef til vill á bókfell

einhvern tíma á tólftu öld og voru upphaflega

sjálfstæðar greinar til minnis. Ari fróði mun

ekki hafa verið eini fræðimaðurinn þá sem

fékkst við slíka hluti. Vel mætti hugsa sér

að einhver nákominn niðji Karisefnis hafi

skráð fróðleik um þennan forföður sinn, þótt

slíkur hugarburður verði seint sannaður svo

að ugglaust sé. En í þessu sambandi mætti

minnast á sonarson Karlsefnis, Árna Bjarnar-

son, sem kemur við sögu árið 1133 og er

kallaður „fróður og göfugur prestur". Á tólftu

öld voru uppi ýmsir „fróðir" menn sem voru

prestar og fengust við ritstörf. Þó skal þess

getið að Arni Bjarnarson er ekki talinn með

kynbornum prestum sem nefndir eru í skrá

frá 1143, enda má vel vera að hann hafí þá

verið látinn. Ekki er vitað hvar.hann þjónaði

til prests, nema að það var víslega einhvers

staðar fyrir norðan. Eftirfarandi glefsa gæti

vel verið komin úr fróðleiksriti frá tólftu öld:

„Þar var svo góður landskostur... að þar

mundi engi fénaður fóður þurfa á vetrum.

Þar komu engi frost á vetrum og lítt rénuðu

þar grös. Meira var þar jafndægri en á Grænl-

andi eða íslandi. Sól hafði þar eyktarstað og

dagmálastað um skammdegi." Slík vitneskja

á öllu fremur heima í landafræði en í frásögn

af atburðum og er rétt að hyggja að þessari

klausu áður en lengra sé haldið.

Lýsing sú sem nú var greind veit að stöðu

Leifsbúða á Vínlandi og eftir þessum fróðleik

hafa menn reynt að fínna þverbauga staðar-

ins; ekkert verður af lýsingunni ráðið um lang-

bauginn, en slíkt skiptir minna máli þar sem

um er að ræða austurströnd Vesturálfu. Hvar

á meginlandi Ameríku austanverðu hagar svo

til að þar er frostlaust um vetur og grös réna

lítt? Og hvað merkir setningin: „Sól hafði þar

eyktarstað og dagmálastað um skammdegi"?

Um fyrra atriðið er það að athuga að nokkr-

ar breytingar á veðráttu kunnu að hafa átt

sér stað; má vera að hlýrra hafi verið á aust-

urströnd Vínlands á elleftu öld en nú. En

eftir því sem nú hagar til ættu Leifsbúðir að

hafa staðið töluvert sunnar en New York, sem

þolir hörkufrost og þar kyngir niður snjó á

köldum vetrum.- Um gróðurfar í grennd við

Leifsbúðir er þess sérstaklega getið að vínvið-

ur óx þar, og gefur það nokkra hugmynd um

legu Vínlands, þar sem vínber munu ekki

hafa þekkst fyrir norðan Nýja England, en á

hinn bóginn þreifst vínviður langt suðureftir.

Mun því sanni nær að Vínlands sé að leita á

svæðinu frá Maine og suður í New Jersey.

Höfundur Konungs skuggsjár sem var

alls ófróður um Vínland, eins og fyrr var

drepið á í þessum púnktum, kveður svo að

orði að menn telji víst, „að Grænland liggi á

ystu síðu heimsins til norðurs. Og ætla eg

ekki land út úr kringlu heimsins frá Grænl-

andi nema hafið mikla, það er umhverfis renn-

ur heiminn." Síðan víkur hinn norski meist-

ari að veðurlagi og sólargangi á Grænlandi:

„En þar skiptist stórum sólargangur, því að

þegar sem vetur er, þá er þar nálega allt ein

nótt. En þegar er sumar er, þá er nálega sem

allt sé einn dagur. Og meðan er sól gengur

hæst, þá hefir hún ærið afl til skins og bjart-

leiks, en lítið afl til yljar og hita. En hefir

hún þó svo mikið afl að þar sem jörðin er

þíð, þá vermir hún svo landið að jörðin gefur

af sér góð grös og vel ilmandi. Og má fólkið

fyrir því vel byggja landið, þar sem það er

þítt, en það er afar lítið." Hér er sem sagt

gert ráð fyrir því að grænlenskar byggðir liggi

langt fyrir norðan heimskautsbaug, og sýnir

þessi undarlega fáfræði að höfundur Kon-

ungs skuggsjár hafði aldrei komið til Græn-

lands, en hins vegar gerðu íslendingar sér

ljósa grein fyrir því að Eystribyggð var sunn-

ar en ísland, eins og sjá má af Landnámu

og öðrum ritum: „Eiríkur rauði sigldi undan

Snæfellsjökli. En hann kom utan að Mið-

jökli, þar sem Bláserkur heitir. Hann fór það-

an suður með landi að leita þess ef þannig

væri byggjanda." Enn skýrar kemur lega

Grænlands í ljós annars staðar í Landnámu:

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20