Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ímiií?innmmJíTiTtinintTíninnitniíiTíiiTnif

i -

Carl Linné rannsakaði ungur gróðurfar

fjallanna í Lapplandi og birii árið 1737

Flora lapponica, Fióru Lappiands. Hér

er málverk af honum í þjóðbúningi

Sama.

meðal hvalveiðimanna sem kenndu hrefhuna

við varðbergsmanninn fljótfæra og kölluðu

minkhval. Það varð síðan viðtekið heiti á

tegundinni á mörgum málum (mink whale,

minkval).

„.. .Hafði Þó Svo Hlálegt

Heljarstórt Nef

! Suðaustur-Asíu lifir nefapi, Nasalis

larvatus. Karlaparnir hafa, eins og jóla-

sveinninn Gáttaþefur, „hlálegt og heljar-

stórt nef". Konurnar eru minni og hóflegar

nefjaðar og apabörnin eru uppnefjuð.

Heimamenn þar eru fremur sléttir í framan

miðað við Evrópumenn og kalla nefapann

orang blanda, sem mun þýða Hollendingur.

Annar api á sömu slóðum heitir á malaj-

ísku, og raunar á flestum málum öðrum,

orang utan, sem útleggst „skógarmaður".

Stundum má á ensku og fleiri málum sjá

heitið orang utang, en það þýðir víst

„skuldugur maður".

En það eru fleiri en malajar sem velta

fyrir sér mismuni kynþátta. Víkur nú sögu

að Jæknisfræðinni.

Á síðari hluta 19. aldar, þegar þróunar-

kenning Darwins var að ryðja sér til rúms,

var hinn hvíti Vesturlandabúi talinn standa

á efsta þrepi þróunarstigans. Þrepi neðar

stóðu slavar og aðrir slakari menn hvítir,

þá mongólar, þar niður af aðrir „óæðri"

kynþættir með blámenn í neðsta þrepi,

skammt ofan við górillu og simpansa. Væri

betur ef nú væri hægt að tala um þessi sjón-

armið í þátíð.1

Kynþáttaflokkun Fávita

Dr. John Langdon Haydon Down var

yfirlæknir á stóru hæli fyrir þroskahefta

(Earlswood Asylum for Idiots) í Surrey á

Englandi. Árið 1866 birti hann „Athuganir

á kynþáttaflokkun fávita", Observations

on an ethnic classifícation of idiots. Þar

greindi yfirlæknirinn frá því að sjúklingar

hans hefðu tekið á sig mynd og þroskastig

miður þróaðra manna — snúið við niður

stiga þróunarinnar og hafnað á mismunandi

þrepum. Sumir voru mongólalegir, aðrir

líktust indíánum, malajum eða negrum.

Af þessum flokkum hefur. aðeins einn

haidið velli, „mongólítarnir".

Um eitt af 600 til 1.000 nýfæddra barna

hefur f frumum sínum aukalitning sem tölu-

settur er 21. Þau verða flest mjög þroska-

heft, með stuttar, breiðar hendur og sér-

kennilegt andlit þar sem stundum má greina

vísi að húðfellingu er einkennir augu mong-

óla. Stundum er líka gulleit slikja á húðinni.

Það voru þessir einstaklingar sem Down

yfirlæknir gaf fræðiheitið „mongolian

idiots", mongólskir fávitar. Forsendur hans

hrundu þegar upp komst um „mongólíta"

meðal Austurlandabúa af mongólskum

stofni — og nýlega hafa þeir einnig fundist

meðal simpansa. Breskir og austurlenskir

fræðimenn lögðu fyrir nokkru til að litn-

ingafrávikið „þrístæða-21" yrði kennt við

doktorinn og kallað Downs-heilkenni (Dow-

ns-syndróm). Það heiti er að ryðja sér til

rúms.

SIGLINGAR OG LANDKÖNNUN

Siglingarhraði er mældur í hnútum

(sjómílum (1852 m) á klukkustund.) Löngu

fyrir daga rafmagnaðra hraðamæla var

skriður á skipi áætlaður með því að fleygt

var fyrir borð trédrumbi eða dufli með

áfastri línu. Á línuna voru hnýttir hnútar

með 47 feta bili, eða um 14 m. Sjómaður

lét svo línuna renna um greip sína og taldi

hnútana sem fóru hjá meðan stundaglas

tæmdist.

Mörg landfræðiheiti eiga sér að vonum

sögu. Hinn 27. nóvember 1520 sigldi Mag-

ellan skipum sínum vestur sundið sem nú

er við hann kennt og kom að opnu hafi. I

sundinu var versta öldurót en við tók lygn

sjór. Vegna þess nefndi Magellan hafsvæðið

Mar Pacifico, Kyrrahaf, og lét að sögn þau

orð falla við þetta tilefni að hann gæfi nafn-

ið í þeirri von að útsærinn mætti „ávallt

vera jafnkyrr og velviljaður og hann er

nú". Það mun ekki hafa gengið eftir.

Þegar menn Kólumbusar voru síðla árs

1492 að kanna eyjarnar austur af Mið-

Ameríku, rákust þeir á Antillaeyjum á menn

sem kaníbar eða karíbar nefndust. Við þá

er strandhafið Karíbahaf síðan kennt. Indí-

ánar þessir voru ójafnaðarmenn og tróðu

illsakir við granna sina og menn Kólumbus-

ar. Það orð fór af þeim — með réttu eða

röngu — að þeir ætu stríðsfanga, og af-

bökuð mynd af nafni þeirra, kanníbalar, er

í mörgum málum notuð um mannætur.

Meira af mannætum. Frumbyggjar Nýja-

Sjálands, maoríarnir, voru taldir drýgja kost

sinn með mannáti. Þegar James Cook kapt-

einn tók land á Nýja-Sjálandi árið 1769

réðust maoríar á menn hans í fjörunni,

felldu einn þeirra og fóru umsvifalaust að

gera að skrokknum.

Þarna finnst mér íslenska orðið ferða-

mannaiðnaður sé við hæfi, þegar matvara

er unnin úr líkömum aðkomumanna. í öðrum

tilvikum fer oftast betur að tala um þjón-

ustu eða fyrirgreiðslu við ferðamann. Orðið

industry á ensku og fleiri málum tekur

nefnilega ekki aðeins til framleiðsu eða úr-

vinnslu, heldur líka til hvers kyns atvinnu

annarrar.

Hæsti foss í heimi er talinn vera í Chur-

ún-á f Venezuela, 979 m. Fossinn nefnist

þar í landi Salto Ángel en Angel Falls á

ensku. Fossinn er ekki kenndur við engla

guðs heldur við bandariskan flugmann og

angurgapa, James Angel, sem nauðlenti

skammt frá honum 1937.

Hansasamtökin voru öflugt verslunarfé-

lag i Norður-Evrópu á 13. til 15. öld, með

bækistöðvar í Norður-Þýskalandi. Þau

tryggðu sér viðskiptasambönd — og stund-

um einokun — með því að herja á sjóræn-

ingja, reisa vita, þjálfa skipstjornarmenn og

renna á annan hátt stoðum undir öryggi

kaupskipa. Þegar annað hrökk ekki til

tryggðu Hansamenn sér viðskiptarétt með

hervaldi. Seint á 14. öld höfðu þeir t.d. veru-

leg ítök í stjórn Danmerkur.

Einn þáttur í uppgangi Hansasamtak-

anna var að þau kröfðust óskoraðrar holl-

ustu kaupmanna og bönnuðu þeim — eins

og rómverska kirkjan þjónum sínum — að

ganga í hjónaband. Þar sem krydd var

gróðavænlegur þáttur í verslun þá á tímum

voru Hansakaupmenn stundum kallaðir pip-

arsveinar. Síðar festist heitið við aðra karla

ókvænta.

HEIMILDIR

Sagan um Linné og paradlsarfugliiin fótalausa

er liður i kjarnanámi dýrafi-æðinga við alla sænska

háskóla. Stephen Jay Gould rifjaði upp fávita-

flokkuu dr. Downs i grein gem upphafiega birtist

i Natural llistory Magaxine og var endurprentuð

i New Scientist 86/1205 (12. júni 1980.) Tengsl

formóðuriiinar Lucy og krossbera breska heims-

veldisins voru lika rakin i New Scíentíst Um óláu

hvalfangarans Minkes las ég i Whales eftir liol-

ienskan dýrafræðing, E. J. SUjper. Malajanamið

á nefapanum er sótt f On the track ofunknown

animals eftir Bernard Heuvelmans, belgiskan

dýrafi-æðing sem sérhæft hefur sig i að rekja sloð

ókunnra dýra. Um namgift Kyrrahafs og Karfba-

liafs má iesa f Magellan cftir Ian Cameron og

Kólumbus cft ir Felipe Fernindez-Armesto (From-

uðir landfunda; örn og örlygur.) Kennari minn

f menntaskðla og síðar samkennari, Ólafur Hans-

son, greíndi mér frá hugtakavenslununi milli hass-

ista og faunmorðingja. Olafur er einnig heimildar-

maður minn um piparsveina Hansasamtakanna.

1 H. H. Goddard, bandarfskur sálfrœðingur,

taldi að greind manna fieri verulega eftir

kynþáttum. Hann lagði snemma á öldinni

greindarprof fyrir innflytjendur sem biðu

landvistarleyfis á EUiseyju útí fyrir New

York-borg. Flestir komu þessir menn frá Aust-

ur- og Suður-Evrópu. Goddard taldi að yfir

80% þeirra vœru treggáfaðir („feeble-

minded") og lagði til að þeim yrði synjað um

landvist.

Höfundur er rektor Menntaskólans í Hamrahlið

H IO  N

E&t: Barocco, sem í

raun er ðskabúr á

hjólum. ímiðju:

Tomoe, bíll á beltum

og úr linu, gagnsæu

efni. Neðst: Cricket,

fiarskyldur ættingi

tunglbílsins, tqr-

færutröllmeð hjólin

á örmum.

Japonsk

framtíðarsýn

Asíðasta ári var haldin

austur í Japan dálítið

sérstæð bílasýning und-

ir nafninu Framtíðarsýn

- Future Watch-. Það

sem vakti einna mesta

athygli voru þrjú farar-

tæki frá Toyota, sem

hreinlega lfkjast ekki neinu, sem nú ber

fyrir augu í umferðinni. ímynd Toyota í

Japan þykir dálítið „grá" eins og segir í

brezka bflablaðinu Autocar, þar sem getið

var um þessa sýningu. Toyota hefur verið

vel rekinn auðhringur, sem skilað hefur

vænuní hagnaði af bílum, sem þykja mjög

traustir, lausir við bilanir, en flestir afar

ófrumlegir.

Nújæja, þeir eru orðnir eitthvað leiðir á

þessu sjálfir og finnst kominn tími til að

sýna meiri dirfsku og hugmyndaflug.

Framtíðarspámönnum hjá Toyota var því

gefinn frjáls taumurinn og sagt við þá: Við

viljum sjá eitthvað alveg nýtt; eitthvað sem

gæti komið til greina að framleiða eftir svo

sem 30 ár. Þeim var sagt að taka ekkert

tillit til núverandi framleiðsluhátta eða

ríkjandi tækni. Því villtari draumur, þeim

mun betra. Eftir 30 ár - þ.e. árið 2018-

verður í miklu ríkari mæli en nú litið á bfla

sem listmuni; einskonar skúlptúra á hjólum,

sögðu framtíðarspámenn. Eftir margskonar

tilraunir á pappírnum fór svo að þrjár gerð-

ir voru smíðaðar fyrir sýninguna. Sú gerð

sem sést þó að minnsta kosti að hafi hjól,

var nefnd Cricket og virðist náskyld því

farartæki, sem hannað var vegna geimferða

og nefnt Moon.Bug - tungltík. Þetta er

tveggja sæta farartæki með glerhjálmi yfir

og stýringu og drif á öllum hjólum, - og

eins og sést á myndinni eru hjólin á vökvaknú-

num örmum, sem gera þetta farartæki að

hinu mesta torfærutrölli og hækka bílinn

eða lækka að vild.

Sá I miðið var nefndur Tomoe og hefur

víst einhverskonar beltadrif í stað hjóla.

Þetta er bíll þar sem ökumaðurinn slappar

af og lætur fara vel um sig, því bfllinn ekur

sjálfur og hefur til þess skynjara og merkja-

sendingar að komast leiðar sinnar. Yfir-

byggingin eða skelin eru úr gagnsæu efni,

sem einnig er mjúkt, en ekki fylgir sögunni

hvað áhrif sú mýkt hefur á ökumann og

farþega, ef bfllinn lendir í árekstri.

Þriðja farartækið heitir Barocco og er

afar sérhæft. Við vitum að Japanir borða

gjarnan fisk og fiskkaupmenn þurfa á því

að halda að geta boðið fískinn ferskan. Hér

er lausnin: Bíll fiskkaupmannsins, sem situr

í kúlunni aftast og þar undir er vélin, en

farartækið er mestanpart vatnstankur með

lifandi fiski, sumsé fiskabúr á hjólum.

wmmKmkwmmmKammmmmammmm

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS    7. JANÚAR 1989     15

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20