Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						

¦HRTI.....••---¦ - = ¦---•

r*»ft •&> «1 ínetaEw «éa bbt

Ferðafréttir

Útsölur í Frankfurt

Frankfurt er stöðugt að verða

vinsælli borg hjá íslendingum,

sem flestir\koma þangað til að

njóta lífsins\eða í verslunarerind-

um. Vetrarútsölur hefjast form-

lega í Frankfurt síðasta mánudag

í janúar og standa f tvær vikur.

Algengt er að verð lækki þá frá

30% og allt niður í 50-60%. Aðal-

verslanahverfið er við Hauptwac-

he-torg og á göngugötunni Zeil.

Algengustu spurningar hjá

íslensku ferðamönnunum eru:

Hvaða verslanir taki greiðslukort

— hvaða bankar láti af hendi

reiðufé út á kort og hvernig á að

fá söluskatt endurgreiddan? Stór-

verslanirnar        KAUFHOF,

HERTIE, OTT UND HEINEM-

ANN við Zeil viðurkenna bæði

Euro og Visa. Flestir bankar og

öll pósthús láta af hendi reiðufé

út á Euro-kort, en aðeins tveir

bankar í miðbænum, CC-Bank og

KKB-Bank taka við Visa-kortum.

Banki á aðaljárnbrautarstöð (op-

inn til kl. 22 á kvöldin) tekur við

báðum kortum. Leíðbeiningar um

endurgreiðslu söluskatts eru í

dálkinum „Hinn hagsýni ferða-

maður". Til fróðleiks fyrir ferða-

menn til Bretlands, þá hefjast

útsölur þar yfirleitt síðustu dag-

ana í desember, rétt eftir jól og

standa fram eftir janúar.

Árleg víkingahátíð

Jórvikur

Hin árlega víkingahátfð í enska

bænum York hefst 27. janúar og

stendur til 25. febrúar. Þar verður

margt á dagskrá að venju, allt frá

víkingabardaga til hefðbundinnar

bálfarar á langbát. Jórvík er nafn-

ið á hinni gömlu víkingabyggð í

sögubænum og Jórvíkur-víkinga-

safhið hefur dregið til sín fjórar

milljónir ferðamanna, sfðan það

var opnað í apríl 1984. Bærinn

York, sem liggur 193 mílur norð-

ur af London, var eitt aðalaðsetur

vfkinga og hluti af víkingabyggð-

inni í Jórvík endurfæddist, þegar

ferðamönnum var gefinn kostur á

að ferðast 1000 ár aftur í tímann

með rafknúnum „tímabflum"!

Að geta eldað sjálfur

í skoskum stíl

Hús á friðsælli eyju; íbúðir í

gömlum, sögulegum húsum; end-

urnýjuð lítil mylluhús eru á meðal

Frá vikingasafninu f Jórvík.

meira en 30 friðaðra húseigna,

sem „National Trust for Scotland"

hefur látið útbúa sem orlofshús

með eldunaraðstöðu fyrir ferða-

menn, frá mars til októberloka.

íbúðir eru í Leith Hall og Haddo

House í Aberdeen-skíri; orlofshús

í Ross-skíri og Dumfries-skíri og

stórt íbúðarhús á eyjunni Canna,

suður af Skye. Nánari upplýsingar

hjá Alison Rankin, Dept. HS,

National Trust for Skotland, 5

Charlotte Square, Edinburgh EH2

4DU.

Á skíðum í Skotlandi

Eitt af tilboðunum í bæklingn-

um„Ski Holidays Scotland" hljóð-

ar upp 50 pund á mann fyrir fímm

gistinátta orlofsdvöl á skíðasvæði

í hjarta Skotlands. Boðið er upp

á gistingu í lúxushótelum, gisti-

heimilum og litlum húsum með

eldunaraðstöðu í bæjunum Ca-

irngorm, Glenshee, Lecht ogGlen-

coe. Fjöldi skfðafólks í Skotlandi

hefur tvöfaldast síðustu 10 árin

og gistinætur voru um 670.000 í

fyrra. 19 skíðaskólar eru til-

greindir í bæklingnum. Nánari

upplýsingar hjá Scottish Tourist

Board eða í síma (0349) 63434.

„Travelodge" við

breska þjóðveginn

Gistiheimili meðfram þjóðveg-

um í Bretlandi hafa hingað til

verið undir nafninu „Little Chef

Lodge", en heita nú „Trave-

lodge". Gistihúsakeðjan „Trustho-

use Forte" var áður með 29 slík

gistiheimili við veginn, en frá árs-

byrjun eru þau komin upp í 40.

Travelodge er með ódýra gistingu

og sama verð hefur gilt sfðustu

þrjú ár; eins manns herbergi 1400

krónur, tveggja manna herbergi

1750 krónur. Öll herbergin eru

með sérsnyrtiherbergi, litasjón-

varpi og aðstöðu til að hita sér

kaffi eða te.

Yfir Eyrarsund með

„þotuhraða"

Milli Kaupmannahafnar og

Helsingjaborgar þjóta nú nýtísku

þotubátar á 80 km hraða á

klukkustund. Ferðin frá Kaup-

mannahöfn til Helsingjaborgar

tekur um 40 mínútur. Brottför í

báðar áttir er níu sinnum á sólar-

hring. Bátarnir eru með lúxus-

farrými fyrir þá sem óska, veiting-

ar og sölu á tollfrjálsum varningi.

Risaeðlur til sýnis

í Kaupmannahöfh

Fyrsta desember var opnuð

sýning á risaeðlum og öðrum forn-

aldardýrum í Tívolí í Kaupmanna-

Vinalegt gistiheimili í Bretlandi.

höfn. Sýningargripirnir koma frá

Bandaríkjunum. Risadýrin eru

mótuð í eðlilegri stærð, hreyfa

sig, gefa frá sér óhugnanleg hljóð

og líta mjög ógnvekjandi út! Sýn-

ingargestir ganga í gegnum aðal-

inngang, en í miðjum garði er

búið að koma fyrir stóru tjaldi er

hýsir dýrin. Sýningin stendur

fram yfir páska.

Einkunnir fyrir Kastrup-

og Kennedy-flugvöll

Það er ekki eins erfitt og áður

að fara um Kennedy-flugvöll í

New York að sögn erlends ferða-

blaðs. Núna eru það aðeins um

45 mínútur frá því að þú yfirgef-

ur flugvélina þangað ti] þú ert

kominn í rútu eða bíl. Áður gat

það tekið um 2-3 klukkutíma!

Ameríska tímaritið Titne gengst

fyrir árlegum rannsóknum, hvaða

alþjóðlegu flugvallaverslanir eru

bestar. Að þessu sinni fær danski

flugvöllurinn \ á Kastrup hæstu

einkunn.

I

Hinn hagsýni

ferðamaður

Margs þarf að gæta á ferðalögum og oft er hægt að spara

sér ótaldar upphæðir, ef rétt er að málum staðið. íslending-

ar eru kaupglaðir erlendis, enda vöruverð oft freistandi lægra

en vðruverð hér heima. Mörgum vex í auguni að fá söluskatt

í viðkomandi landi endurgreiddan vegna útfyllingar á eyðu-

blöðum og fleira, en við skulum líta á hvað það er í rauninni

einfalt.

Atriði til athugunar:

1. Söluskattur fæst ektó endur-

greiddur nema keypt se fyrir

ákveðna lágmarksupphæð, þess

vegna er oft betra að gera inn-

kaup í stórverslunum.

2. Farið að upplýsingaborði við-

komandi verslunar og spyrjið hvar

„service center" sé.

3. Takið eyðublað vegna sölu-

skatts í hverri deild um leið og

þið borgið.

4. Þegar þið eruð búin að kaupa

allt sem þið ætlið ykkur í viðkom-

andi stórverslun, þá farið þið með

öll eyðublöðin að „service center"

— takið númer þar, látið stimpla

á eyðublöðin og hjálpa ykkur til

að fylla þau út.

5. Hafíð með ykkur vegabréf,

oftast er beðið um vegabréfsnúm-

er.

6. Oft getur verið upp í klukk-

utíma biðröð við „service center",

sérstaklega síðdegis — betra að

Það getur munað um minna en að fá endurgreiddan söluskatt af dýrum varningi.

vera á ferð snemma dags.

7. Hafið allan varning, sem þið

ætlið að fá endurgreiddan sölu-

skatt á, í sérstakri, handhægri

tösku, þegar þið komið á flugvöll-

inn, en þið þurfið að vera viðbúin

að sýna hann, eftir að komið er

í gegnum innritun.

8. Flestar flughafnir endur-

greiða söluskattinn í beinhörðum

peningum — aðrar senda ávísun

seinna.

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  7. JANÚAR 1989   19

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20