Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 3
N lesbok ®[l[a!ö][u![M]l]lL]®®[l][i]@[8] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraidur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Bílar Helmingur bíla á íslandi er 10 ára eða yngri. Þetta og margt fleira kemur fram í ýmsum bílafréttum, sem Jóhannes Tómasson hefur tekið saman og verður ásamt reynsluakstri fastur liður í Lesbók. Forsíöan heyrir til Ferðablaði Lesbókar að þessu sinni og er frá framandi slóðum: Kenya, sem er eftirsótt ferðamanna-. land. Þangað er farið í svonefndar safari-ferðir, sem byggjast nú sem betur fer á því, að ljósmyndavélin er notuð í stað byssunnar. Bergþóra Eiríksdóttir fór í Kenya-ferð og segir frá henni í samtali í Ferðablaðinu, en sjálf tók hún myndina á forsíðunni af innfasddum hárgreiðslukonum, sem eru að flétta hárið á Lándu, ferðafélaga Bergþóru, svo sem tíðkast í Kenya. Hverfisgatan á sér litríka sögu, sem Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur hefur gluggað í og birtist nú fyrsta grein hans um brennivínsberserki og kotafólk úr þessari götu, sem kennd var við Skuggahverfíð. Hjartað hefur langalengi verið sérstakt viðfangsefni í myndlist, enda tengdara tilfinningalífi mannsins en önnur líffæri. Guðrún Þórarinsdóttir hefur athugað málið og hún bregður upp ýmsum dæmum úr fortíð og nútíð. STEPHAN G. STEPHANSON Þorsteinn Erlingsson Hann kom í söngdísa sal, samferða kauphyggjumönnum, öllum í heimsfrægðar önnum! Verkfærið velja sér skal — hljóðfærin lágu þar hrönnum. Strenghvell og stormrödduð, öll stórveldi af blundandi hljómum stóðu þar, glúpin og gjöll: Hlekkjaðir andar í höll. — Drengurinn drap við þau gómum. Losnuðu liðugt og snjallt leiftrandi raddir að bragði, hvers konar hljóð var þar falt. — Höfuðið hristi hann og þagði, jafnfær, en ósæll, við allt. Frægðin hans biðjandi beið. Bara hann þau fjölræmdu noti! Honum af sérhveiju sveið. — Hljóðpípu heiman úr koti greip hann, og gekk sína leið. Hann fór svo hirðlofsins van — hristandi af vængjunum böndin, raddmýkri syngjandi svan, Villt út um vordrauma Iöndin leikandi á pípuna Pan. Stephan G. Stephanson (1853-1927) fæddist á Kirkjubóli í Skagafirði, en fluttist um tvítugt vestur til Kanada þar sem hann nam land og gerðist bóndi og skáld. Hann yrkir í þessu Ijóði um skáldbróöur sinn á íslandi. Eru þeir hættir að kaupa sér föt? Itímaritinu Sjónvarpsvísi gat ný- verið að líta auglýsingu með mynd af skuggalegum, ungum manni, sem gengur með sólgler- augu í skammdeginu, enda fæst hann við skrýtna iðju eftir orð- anna hljóðan í texta auglýsingar- innar: „Þar sem þeir verzla föt- in“. Þessi ungi maður, sem vill endilega líta út eins og ítalskur mafíoso, „verzlar föt“. Hann kaupir þau ekki og hann verzlar ekki með þau og hvað í ósköpunum gerir hann þá? Við skulum vona að það sé ekki eins skuggaleg iðja og myndin gefur tilefni til að halda. Trúlega er hann ekki með neitt óhreint í pokahominu. Það er hinsvegar skuggaleg ifja, sem þeir vinna í auglýsingastofunni, höfundar þessarar auglýsingar. Þeir hafa að atvinnu að stuðla að viðskiptum; hafa menntað sig til þess og era ugglaust með pottþétt próf uppá vasann frá deild graf- ískrar hönnunar við Myndlista- og handíða- skóla íslands, ef ekki eitthvað ennþá mag- naðra. En þeir kunna ekki vel móðurmálið, blessaðir mennimir. Sífellt eru þeir að semja auglýsingatexta, sem eiga að stuðla að sölu; fá menn til að kaupa eitthvað hjá þeim sem verzla með vörur. En þeir þekkja samt ekki merkingarmuninn á þessum tveimur grund- vallarsögnum i sölumennsku. Þeir kunna ekki að gera greinarmun á því annarsvegar að kaupa sér föt og hinsvegar að verzla með föt. Venjulegt fólk með óbrenglaða máltilfínningu skilur þennan mun þó mæta vel. Þessi auglýsingastofa er ekki ein um að umgangast móðurmálið með lítilli virðingu. Trúlegt er að eigandi eða framkvæmda- stjóri búðarinnar hafí einnig séð og sam- þykkt textann áður en hann var látinn ganga á þrykk. í raftækjaverzlun heyrði ég, að ung stúlka kaliaði yfír hóp fólks í búðinni: „Era einhveijir hér, sem ætla að verzla myndlykil?" Og einn af oss hér á Morgun- blaðinu, lýsti því í blaðinu sínu, að hann kom við í Leifsstöð og „verzlaði bjór“. Þetta eins og margt fleira af svipuðum toga, ber þess merki, að orðaforðinn hefur tilhneigingu til að verða æ fátæklegri. Trú- legt er að auglýsingahöfundar og plötusnúð- ar útvarpsrásanna hafí meiri áhrif á málmót- un unglinganna en móðurmálskennarar. Það er hrapallegt vegna þess, að of margir þeirra, sem sækjast eftir sviðsljósum fjöl- miðlunar og velgja nú stólana þar, eru ekki nægilega málhagir. Sumir mundu vilja taka dýpra í árinni og segja þá bögubósa. Sameiginleg er þeim málfátæktin og ber- legast kemur það í ljós, þegar þeir þurfa að grípa til þess, sem fslenzkan er auðu- gust af; nefnilega orðum yfir allskonar snjó- komu. í blaðri útvarpsrásanna og raunar miklu víðar hjá ungu fóiki, heitir allt slíkt „snjóstormur". Jafnvel logndrífa verður að heita snjóstormur og varla er tilviljun, hvað þetta er svipað enska nafnorðinu snow- storm. í orðabók fátæktarinnar er ekki til snjókoma, ofankoma, drífa, hunds- lappadrífa, fjúk, renningur, skafrenningur, hríð, blindhríð, bylur, blindbylur og öskubyl- ur. Það var reyndar dulítið átakanlegt, þeg- ar einn hinna hressu í útvarpinu ætlaði að bæta úr þessu. Hann hefur líklega ein- hvemtíma heyrt um ofankomu og hugðist grípa til þess í stað snjóstormsins illræmda, en úr varð niðurkoma. Það má heita undantekningalaus regla í viðtölum útvarpsrásanna, að spyrillinn snýr uppá enskan máta hefðbundinni og æva- fomri spumingu móðurmálsins, þegar spurt er um uppruna manns: Hvaðan ertu? Þess í stað er nú spurt: Hvaðan kemurðu? Það virðist gilda jafnt um útvarpsmenn og stjómmálamenn, að þegar einn byrjar að japla á einhverri fjólu, taka hinir óðar undir. Stórum minni ástæða er til að kvarta yfír auglýsingum í blöðum og tfmaritum en sjónvarpi til dæmis. Það er eins og ákveðin heimska sé ríkjandi í auglýsingaheiminum og hún fær fyrst og fremst útrás f sjón- varpsauglýsingum. Sumar leiðinlegar aug- lýsing;ar era fluttar svo ótt og títt, ekki sízt fyrir jólin, að þær hljóta fremur að skaða þá vöru, sem verið er að auglýsa. Mér koma í hug til dæmis plötuauglýsingar hljómsveit- arinnar Síðan skein sól; maður fær grænar bólur þegar blessaður drengurinn engist og syngur í hundraðasta sinn: Geta pabbar ekki grátið? Fyrir fáeinum áram var svo að sjá, að sumir bókaútgefendur vildu helzt láta sinn síðasta eyri og meira til í sjón- varpsauglýsingar fýrir jólin; þeir auglýstu bókstaflega allt í kaf. Árangurinn varð hins- -vegar sá, að þeir era mestan part hættir þessu og auglýsa eins og áður í blöðunum. í sjónvarpi virðast auglýsingamenn fá útrás fyrir fjarstæðukenndar hugmyndir, sem auglýsandinn borgar og er að lokum velt yfír á neytendur í hærra vöraverði. Þar er stundum boðið uppá fram úr hófí heimskulegan samsetning, sem verður ein- ungis öllum til ama og helzt vildi maður ijúka til og slökkva á tækinu, meðan leiðind- in standa yfir. Til dæmis vil ég nefna auglýs- ingu á Ljóma-smjörlíki, sem einhver veslings leikari í japönsku gervi er látinn bijóta í tvennt eftir að hafa engst jrfir því að geta ekki brotið múrsteina. Þessi ætti skilið imba- verðlaunin, ef þau væra til. Sérstakar samúðarkveðjur fá þekktir leik- arar, sem freistast til að afla sér aukatekna með flutningi á þvælu, sem ætti að vera langt fyrir neðan þeirra virðingu að koma nærri. Oneitanlega hæfír það einum af okk- ar reyndustu leikuram betur að flytja dra- matískan texta á leiksviði og fara með hlut- verk sýslumanns í þáttunum um Nonna og Manna en reyna að gera nauða hvunndags- lega kexauglýsingu dramatfska, þar sem þetta sérstaka auglýsingamannvit nær þvílíku hástigi, að brestinum í kexinu þegar það brotnar, er líkt við öskur ljónsins. Mættum við fá minna að hejrra af þvílíku. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.