Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 2
<50 JARKENNSLA Greinar fyrir Fræðsluvarp Hæggengar veirusýkingar Síðustu árin hafa vestrænir fjölmiðlar fjallað meira um eyðni en nokkum annan sjúkdóm. Eyðni er hæggeng veirasýking, og síðan eyðni- veiran fannst, árið 1983, hafa hæggengar veirasýk- ingar orðið mikið uppáhald veirafræðinga. Skilgreiningin á hæggengum veirusýkingum er þó miklu eldri. Fájr vita, að hún kom upphaflega héðan frá íslandi, árið 1954, 30 áram áður en eyðniveiran ræktaðist í fyrsta sinn. Skilgreining á Hæggeng- um Veirusýkingum Árið 1954 setti Bjöm Sigurðsson, læknir og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskól- ans í meinafræði að Keldum, fram kenning- ar um nýja tegund smitsjúkdóma, sem hann kallaði hæggengar veirasýkingar og skírði á ensku „slow infections". Kenningar Bjöms birtust fyrst í bresku dýralæknatímariti, þar sem prentaðir vora þrír fyrirlestrar, sem hann hafi þá nýlega flutt við konunglega dýralæknaháskólann í London um annar- lega, hæggenga smitsjúkdóma ( íslensku sauðfé.C) Arið 1958 kom út grein eftir Bjöm í tímaritinu Skími (2). Er það eina prentaða heimildin á íslensku um þessar kenningar skrifuð af Bimi Sigurðssyni sjálfum. Ari síðar andaðist hann, aðeins 46 ára að aldri. Eftir allt of skamma starfsævi Bjöms liggur ótrúlega mikil og vönduð vinna um margs konar sýkingar. Fyrir kenningar sínar um hæggengar veirusýkingar hlyti hann að hafa fengið Nóbelsverðlaun_ eigi síðar en árið 1976, hefði hann lifað. Árið 1976 vora þau verðlaun veitt fyrir vinnu á sviði hæg- gengra veirasýkinga. Hefði þá ekki verið hægt að ganga framhjá Bimi, enda ekki líklegt að neinum hefði dottið slíkt í hug. Greinin í Skími er sannarlega þess virði, að áhugamenn um hæggengar veirasýking- ar leiti hana uppi og lesi, þó að hún sé orð- in 30 ára gömul. Þar gerir Bjöm grein fyr- ir merkilegum rannsóknum á annarlegum smitsjúkdómum í íslensku sauðfé og skil- greinir hæggengar veirasýkingar á eftirfar- andi hátt: 1. Frá þvi að sýkingarefni bersí inn í líkamann og þar til greinilegra ein- kenna um sýkingu verður vart, líður langur tími, nokkrir mánuöir eöa nokk- ur ár. 2. Eftir aö ytri einkenni eru komin i Ijós, standa þau lengi og enda aö jafnaöi meö alvarlegum sjúkdómi eöa dauöa. 3. Hver hinna annarlega hceggengu smit- sjúkdóma tekur aÖeins eina dýrateg- und, og sjúklegar breytingar finnast venjulega aðeins í einu líffœri eöa einni tegund líkamsvefs. Tvö fyrri skilgreiningaratriðin hér að framan era fyrir löngu orðin hluti af klass- ískri sjúkdómafræði. Þriðja atriðið setti Bjöm fram með þeim fyrirvara, að því þyrfti kannske að breyta, þegar þekking á hæggengum veirasýkingum yxi. Sá fyrir- vari reyndist réttur. Nú vitum við, og höfum vitað í aldarfjórðung, að veirumar, sem valda hæggengum sýkingum, ráðast á mörg líffæri í sjúklingnum, dýri eða manni, valda skemmdum á fleiri en einum stað í líkaman- um, og geta tekið sér bólfestu í fleiri en einni dýrategund. Lengi hefur einnig verið þekkt, að þær ólíku veirutegundir, sem geta valdið hæggengum sýkingum í mönnum eða dýram, eiga allar eitt sameiginlegt: Þær taka sér allar bólfestu ( ónæmiskerfi hins EFTIR MARGRÉTI GUÐNADÓTTUR sýkta, og þar finnast þær í ýmsum framum alla ævi sjúklingsins eftir smitun. Við skilgreiningu Bjöms hefði því fyrir löngu mátt bæta fjórða atriðinu: Veirar, sem valda hæggengum sýkingum, sýkja alltaf ónæmiskerfí sjúklingins, finnast þar alla hans ævi eftir smitun og geta valdið varan- legu tjóni á starfsemi ónæmiskerfisins. (3) Þetta sannaðist rækilega, þegar eyðnin kom til sögunnar. BYLTINGARKENNDAR HUGMYNDIR Áður en Bjöm Sigurðsson skilgreindi hæggengar veirasýkingar, var litið á allar veirasýkingar sem skammtíma fyrirbæri, líkt og inflúenzu, og ekkert gert með þær fáu undantekningar, sem höfðu fundist frá þeirri reglu. Tíminn, sem líður frá smitun, þar til sjúkdómur byijar, var talinn í dögum, t.d. 2 dagar fyrir inflúenzu, 9-12 dagar fyrir mislinga og um 18 dagar fyrir hettu- sótt, svo að nokkrar algengar veirasýkingar séu nefndar. Eftir veikindin kom bati, og enginn bjóst við því að veirur byggju (sjúkl- ingnum honum til tjóns eftir að honum var batnað. Hin nýja tegund veirasýkinga, hæg- gengu sýkingamar, var allt öðravísi. Við hæggengar sýkingar smitast sjúklingurinn oftast án þess að verða var veikinda fyretu dagana eftir smitun. Margir mánuðir eða mörg ár geta liðið þar til fyretu sjúkdómsein- kenna verður vart. Oft byijar sjúkdómurinn með óljósum einkennum, er ágerast eftir því sem tíminn líður og endar með dauða sjúklingsins, ef ekkert annað verður fyrra til, t.d. slysfarir eða illkynja æxli. Allur fer- illinn getur tekið mörg ár, jafnvel áratugi, og gangurinn er mjög misjafn í einstökum sjúklingum. Sumir halda góðri heilsu ( mörg &r eftir smitun, öðram hrakar fyrr og hrað- ar. Erfðagerð og lífsmáti ráða kannski miklu um þennan gang. Því getur verið mikilvægt að greina hæggengar sýkingar fljótlega eft- ir smitun, og leiðbeina sjúklingum varðandi lífsmáta, starfsval og sjálfa sýkinguna. Enginn má líta á það sem bráðan dauða- dóm, að hann gangi með hæggenga sýk- ingu. Með réttri meðferð getur sjúklingurinn átt eftir mörg ár, þó að engin læknislyf verki á veirana, sem er orsök sjúkdómsins. Mikilvægt er, að eyðnisýktir skilji, að sjúk- dómsgreining er ekki dauðadómur, heldur nauðsynleg aðstoð við þá sjálfa, svo að hægt sé að hjálpa þeim til að halda góðri heilsu sem lengst. Aðlögun Sýkla Og Heilbrigðir SMITBERAR Skilgreining Bjöms Sigurðssonar á hæg- gengum veirasýkingum byggðist á margra ára rannsóknum, sem hann og fleiri (slensk- ir fræðimenn höfðu gert á fímm illvígum smitsjúkdómum í íslensku sauðfé. Þetta vora karakúlpestimar, votamæði, þurramæði, visna og gamaveiki, allt góð- kunningjar (slenskra bænda af eldri kynslóð- inni, og riða, lömunarsjúkdómur, landlægur í Skagafirði og Húnavatnssýslum áður en karakúlpestimar komu til sögunnar. Allt voru þetta innfluttir smitsjúkdómar, sem bárast hingað með erlendu kynbótafé, er talið var heilbrigt. fslenski sauðfjárstofninn, sem talinn er jafngamall landnáminu og hafði litlum breytingum tekið í áranna rás, reyndist mjög næmur fyrir þessum sóttum, sem annare gerðu lítinn usla f sínum upphaf- legu heimakynnum. Alkunna er, að sýklar aðlagast oft hýsli sínum og valda litlum veikindum þar, sem þeir hafa átt lengi heima. Ef þeir ná að komast í nýja hýsla, kannski sömu dýrategund með aðra erfða- gerð og aðrar lífsvenjur, eða skylda dýrateg- und, verður oft mikil breyting á hegðun sýkla. Glöggt dæmi um þetta er hegðan karakúlpestanna í (slensku sauðfé. Svipað virðist hafa átt sér stað í Banda- ríkjunum 60 áram seinna, þegar eyðniveir- una bar þar að landi í hommasamfélögum vestra. Aðaldreifíng eyðniveirannar þar varð áður en nokkur vissi, að sjúkdómurinn eyðni var til, og heilbrigðir smitberar virkasta dreifikerfið, rétt eins og gerðist með karak- úlpestimar í íslensku sauðfé hálfri öld áður. Smitsjúkdómur er afleiðing af sambýli sýk- ils við hýsil, mann eða dýr. Stundum er sambýlið skammvinnt og stormasamt, eins og sambýli inflúenzuveirannar við fólk. Stundum er langt jafnvægi í samskiptunum, mörg ár eða áratugir, þó að í lokin sígi á ógæfuhliðina fyrir hinum sýkta, eins og gerist í hæggengum veirasýkingum. Allan þennan langa tíma er líklegt að sjúklingur- inn sé smitandi, líka áður en sjúkdómsein- kenni koma fram, og kannski mest fyrstu vikumar eftir sýkingu, áður en ónæmiskerf- ið reynir að snúast af krafti til vamar. Ónæmissvöran gegn hæggengri sýkingu er þó alltaf svo veik, að veiran, sem veldur sýkingunni, lifir góðu lífi, t.d. í blóði mænu- vökva og fleiri líkamsvessum, þrátt fyrir myndun mótefna. Rétt áður en sjúkdómsein- kenni byija er liklegt, að veiran sé á ýmsum stöðum ( Kkama híns sýkta í talsverðu magni. INNFLUTNINGUR Karakúlsjúkdóma Saga karakúlpestanna ( (slensku sauðfé er mikil slysasaga, sem sýnir okkur, hve þekkingin á hveijum tíma nær raunveralega skammt. (4) við uppphaf 20. aldar var mik- ill framfarahugur með þjóðinni og búnaðar- frömuðir fóra að ræða og rita um arðinn af kynbótum til að bæta holdafar dilka. Fyrri kjmbótatilraunir höfðu þó flestar end- að með stórtjóni vegna innfluttra smitsjúk- dóma. Er þar frægastur fjárkláðinn á 18. öld. Dýralæknar vöruðu því við kynbótatil- raunum, sérstaklega Magnús Einarsson, sem varaði bæði við hættunni á nýjum bú- fjársjúkdómum og hættu af stjómlausri kynblöndun, sem gæti veikt íslenska fjár- stofninn. Árum saman var rætt og ritað um þessi mál og rök færð fram bæði með og móti innflutningi sauðfjár. Að Magnúsi Ein- aresjmi, dýralækni, látnum var framvarp samið og lagt fyrir Alþingi, árið 1931. Þetta var vandað frumvarp, og í sinni upphaflegu mynd snerist það eingöngu um innflutning á skosku fé til einbiendingsræktunar á dilk- um til frálags. Allar aðstæður í Skotlandi höfðu verið vandlega skoðaðar, séretaklega með tilliti til smitsjúkdóma, sem vora þar, en ekki hér. í framvarpinu, sem lagt var fyrir Alþingi, var gert ráð fyrir tveggja ára sóttkví, áður en kynbótafénu yrði sleppt í (slenska sauðfjáretofninn. Þannig breytt varð framvarpið að lögum árið 1931. Illu heilli gerði Alþingi tvær afdrifaríkar breytingar á framvarpinu, að því er virðist að órannsökuðu máli. Það bætti við heimild til innflutnings á þýsku karakúlfé, sem eng- inn hér vissi raunveralega neitt um þá, nema að skinn af nýfæddum karakúllömbum væru keypt dýra verði I pelsa, og það linaði ákvæðin um sóttkví þannig, að dýralæknir ákvæði í hvetju tilviki, hve löng hún skyldi vera. Heimild til innflutnings á karakúlfé var notuð árið 1933. Lá þá nærri, að þær van- hugsuðu breytingar, sem Alþingi gerði á frumvarpinu, gerðu útaf við íslenskan sauð- fjárbúskap. (4) Þó kom þetta fé, 15 hrútar og 5 kindur, frá virtri, þýskri búflárræktar- stofnun, þar sem karakúlfé hafði verið rækt- að með ágætum árangri í 30 ár. Með því fylgdu vottorð um heilbrigði hverrar kindar og hjarðarinnar, sem þær komu úr. Auðvit- að var ekki leitað að öðrum sjúkdómum en þeim, sem menn þá þekktu. Sumir sjúk- dómanna, sem þetta fé bar til fslands, fund- ust ekki í Þýskalandi fyrr en mörgum ára- tugum síðar, og þá með greiningaraðferð- um, sem (slenskir fræðimenn höfðu þróað. Þannig geta veirar aðlagast aðstæðum Björn Sigurðsson, dr.med., feeddist að Veðramóti í Skagafirði 3. mars 1913. Hann lauk stúdentsprófi 1932 og læknaprófi frá Háskóla íslands árið 1937. Björn stundaði framhalds- nám og rannsóknir í Danmörku og Bandaríkjunum árabilið 1938—1943. Björn var skipaður fyrsti forstöðu- maður Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum árið 1946. Hann hafði stundað rannsóknir við Rockefeller-stofhunina í Princeton, NJ, í Bandaríkjunum árin 1941—1943 og var rausnarlegur styrkur Rocke- feller-stofhunarinnar til byggingar Tilraunastöðvarinnar í reynd bundinn því skilyrði að hann veitti henni for- stöðu. Björn er höfimdur kenningar- innar um hæggengar veirusýkingar, og var ótrúlega afkaBtamikill vísinda- maður þrátt fyrir skamma starfeævi. Hann lézt haustið 1959,46 ára gamall. sínum í fomum heimkynnum. Um slíkt era mörg dæmi. Vonandi á eyðniveiran eftir að sýna okkur enn eitt dæmið um slíka aðlög- un, þegar hún fer að búa í mannfólkinu kynslóð eftir kynslóð. KARAKÚLAPEST: HvaðErÞað? Karakúlféð flutti hingað fjóra skæða smitsjúkdóma, votamæði, þurramæði, visnu og gamaveiki. Gamaveiki er langvinnur og skseður bakteríusjúkdómur í þörmum sauð- §ár og nautgripa. Bakterían, sem veldur gamaveiki er svipuð berklabakteríu að gerð og lífsferli. Votamæði, þurramæði og visna era hæggengar veirasýkingar. Rannsóknir á þeim, ásamt riðuveiki í sauðfé, lömunar- sjúkdómi, sem var kominn hér á undan karakúlpestunum, urðu grandvöllurinn að kenningunum, sem áður getur. Þurramæði og visnu hafði hvergi verið lýst áður en þessir sjúkdómar voru skilgreindir af fræði- mönnum hér á landi. Guðmundur Gíslason, læknir, varð fyretur til að skilgreina þurra- mæði sem séretakan sjúkdóm, og Bjöm Sig- urðsson skilgreindi og iýsti visnu fyrstur manna. (6) Votamaeði og riða vora þekktir sjúkdómar í öðram löndum. Votamæði hafði þó ekki fundist í þýsku hjörðinni, sem karakúlféð kom úr. ' Votamæði og þurramæði era lungnasjúk- dómar en visna lömunarsjúkdómur. Vota- mæði stafar af miklum æxlisvexti í lungum sýktrar kindar. Sannað hefur verið með dýratilraunum, að votamæði er smitandi veirasjúkdómur, en veiran hefur ekki rækt- ast í lifandi frumum í tilraunaglösum. Þurra- mæði stafar af bandvefsþykknun og bólgu- breytingum í sýktum lungum. í visnuheilum finnast bólgubreytingar og skemmdir á hvítum slíðram, sem eingangrar tauga- þræði. Riðusýkill veldur aftur á móti engum bólgubreytingum, heldur aðeins hrömun í miðtaugakerfí, og engri ónæmissvöran, sem hægt er að finna með hefðbundnum að- ferðum til sjúkdómsgreininga. Ónæmiskerfi sýktrar kindar virðist ekki þekkja riðusýkil frá vefjum kindarinnar sjálfrar. Riðusýkill- inn hefur mörg önnur sérkenni, sem greina hann frá þekktum veiram, og hefur ekki ræktast. Niðurlag greinarinnar birtist í næsta blaði. UmHöpundinn Margrét Guðnadóttir prófessor lauk kandf datsprófi (læknisfræði við Háskóla íslandsárið 1956 og réðst að prófí loknu til starfa hj& dr. Birni Sigurðssyni að Keldum. Framhaldsn&m i veirufræði i Bretlandi og Bandarikjunum 1957-1960. Sérfræðingur i veirufræði við Tilrauna- stttð H&skólans i meinafræði að Keldum 1960-1969. Sldpuð prófessor i sýklafræði við læknadeild Háskóla islands 1969 og hefur gegnt þvi starfi siðan. Varð for- stBðumaður Rannsóknastofti H&skóians i veirufræði við upphaf þeirrar star&emi 1974, og heftir þann starfajafhframt kennslunni. Hérlendar stoftianir, sem vinna að rann- sóknum á hæggengum veirusýkingum: Tilraunastöð Háskóians f meinafræði að Keldum. Rannsóknastob sauðQárveikivarna að Keldum. Rannsóknastofa Háskólans i veirufrœði, læknadeild Háskóla Islands. Liifræðistoftiun, verkfræði- og raunvi- sindadeildar. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.