Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Gunnar Gunnarsson orti
þetta ljóð á dönsku til
unnustu sinnar 1912.
Sonur hans, Gunnar
listmálari, gerði löngu
síðar myndirnar og
saman gáfu þeir feðgar
Franziscu, konu
skáldsins, verkið á
silfurbrúðkaupsdegi
þeirrahjóna, 20. ágúst,
1927.
Helgi Hálfdanarson
hefur gert íslenzkan texta
til fylgdar þessu ljóði,
sem ásamt myndunum   .
kemur út í bók á
aldarafmæli skáldsins
hjá bókaforlaginu
Vöku/Helgafelli.
\ •
Enda þótt flestir íslendingar skilji dönsku
til nokkurrar hlítar, þótti útgefendum æski-
legt, að ljóðabálki þessum fylgdi íslenzk
þýðing af einhverju tagi. En á því eru aug-
ljós vandkvæði. Það er alltaf hætt við því,
þegar reynt er að flytja svo dýrt kveðin ljóð
af einu máli á annað, að mál þýðandans fari
fljótt að gera aðrar kröfur en frummálið.
Ef fylgt er sama heimtufreka bragformi, er
þess vegna meira en hæpið, að þýðingin
fari svo nærri efni frumljóðsins sem æski-
legt skal teljast. Raunar hlýtur svo gagnger
breyting sem það eitt að skipta um tungu-
mál að valda því, að Ijóðþýðing verður ævin-
lega annað kvæði en frumljóðið, hvað sem
líður kröfum formsins.
Þegar þýðing er látin fylgja ljóði, er vita-
skuld æskilegt, að efni þýðingarinnar sé í
þeim námunda við efni frumtextans sem
mál og form frekast leyfa; til þess er leikur-
inn gerður. Og vitaskuld ætti lausamáls-
þýðing að komast einna næst sjálfu efninu.
Þó var hér tekinn sá kostur að haida frum-
forminu að öðru leyti en því að setja íslenzka
stuðlasetningu í staðinn fyrir endarím. Var
talið, að með þeim hætti yrði farið einna
næst því að sýna samfylgd efnis og forms,
enda þótt hvorttveggja sé þá raunar aðeins
hálfsögð saga.
HELGI HÁLFDANARSON
Græna veröld IV, 1988
Að sviðsetja firringuna
Nokkur orð um sýningu
HELGA ÞORGILS
FRIÐJÓNSSONAR á
Kjarvalsstöðum.
Kjarvalsstöðum stendur nú yfír sýning Helga
Þorgils Friðjónssonar og sætir hún sérstökum
tíðindum vegna þess að Kjarvalsstaðir hafa
boðið þessum unga málara að sýna. Þarmeð
er í rauninni verið að segja, að Helgi Þorgils
eigi sérstakt og brýnt erindi við okkur og
að það sé hlutverk Kjarvalsstaða að koma
verkum hans á framfæri. Forstöðumaður-
inn á þeim bæ dregur heldur enga dul á
þá skoðpun sína, að myndir Helga Þorgils
séu það markverðasta í íslenzkri nútíma
myndlist; fráhvarf frá áratugagömlum
formalisma í málverki og þar að auki „vits-
munalegar". En jafnvel sérfræðinga grein-
ir á um hafra og sauði og Helgi Þorgils
var einn þeira, sem ekki fann náð fyrir
augum safnstjórans frá Diisseldorf, dr.
Jiri Svestka. Kannski þarf ekki að taka
það svo mjög alvarlega, því mér skilst að
hann sé einn þeirra sem telja að málaðar
myndir séu úrelt þing í nútímalist. En það
er með málverkið eins og skáldsöguna;
hvorttveggja er dæmt til dauða annað slag-
ið - til þ.ess eins að sanna hið forn-
kveðna, að þeir lifa lengst sem með orðum
eru vegnir.
Málverkið gekk í gegnum rétt eina
kreppuna á áttunda áratugnum, þegar
konseptið - hugmyndalistin - átti að vera
það sem koma skyldi. Þegar flestir voru
orðnir dauðleiðir á því fyrirbæri, kom „nýja
málverkið" svokallaða til sögunnar, en
hafði fátt nýtt í för með sér annað en
afstöðu sem var a.m.k. stundum ættuð úr
hugmyndalistinni. í því sambandi má
benda á, að einn virtasti nútíðarmálari
heimsins, Þjóðverjinn Anselm Kiefer sem
kynntur var í Lesbók 29. apríl sl., Kðf fer-
il sinn undir merki hugmyndalistar og
hefur í rauninni aldrei sleppt af henni
hendinni.
Þegar Helgi Þorgils var við nám í Hol-
landi á áttunda tugnum, voru þessi við-
horf mjög í brennidepli, ekki sízt í skólum,
en hann valdi málverkið engu að síður sem
miðil. Þau tíðkuðust þá hin breiðu spjótin;
menn fóru mikinn og stundum var eins
og litnum hefði verið rótað á dúkinn með
skóflum, líkt og þegar bændur róta úr
haug. Helgi Þorgils tók ekki þátt í þessum
gusugangi ný-expressjónismans; trúlega
var aldrei hægt að flokka hann þar. Sam-
eiginlegt var þó, að manneskjan var við-
fangsefni númer eitt, tvö og þrjú.
En manneskjan í nútíma myndlist er
ekki lengur það sem hún var. Verkamenn
við höfnina eru ekki lengur viðfangsefni;
ekki heldur fólk að borða „frokost ude i
get grönne", eða konur að bródera. Við-
fangsefnið er oftar en ekki áhrif nútíma
+
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS     13. MAÍ 1989     9
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16