Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						í ár er þess minnst - og
með miklum
hátíðahöldum í
Frakklandi - að 200 ár
eru liðin frá frönsku
stjórnarbyltingunni, sem
markaði tímamót í
hinum vestræna heimi.
Þessum merkisatburði
verða gerð skil í Lesbók
með greinaflokki, sem
hefst hér.
Hið Ijúfa lífátti sér samastað í skjóli konungsvaldsins í Versölum, þar sem heill
her afafætum hafði lítil viðfangsefhi önnur en að leika sér. Þarna þótti skemmti-
legt að geta „horSð til náttúrunnar" og til að gera þessa tilbúnu veröld sem
eðlilegasta, voru jafhvel smalar látnir standáþar með sauðfé. En allt voru þetta
leiktiöld.
FRANSKA STJORNAR-
BYLTINGIN OG
AÐDRAGANDIHENNAR
EftirSIGLAUG
BRYNLEIFSSON
Fallöxin var kennd við höfund sinn,
Guillotin, sem hafði taiað fyrir „mann-
úðlegri" aðferð til að aflífa dauða-
dæmda. Þessu verkfæri, sem orðið hef-
ur táknmynd frönsku byltingarínnar,
var síðan komið fyrir í miðri Parísar-
borg og hafðiþann kost frá sjónarmiði
hinna blóðþyrstu, að hægt var að setia
upp áhrifamikla „sýningu", enda skorti
ekki áhorfendur.
rakkar höfðu búið við það stjórnskipulag sem
gengur oftast undir heitinu „ancien régime"
síðustu tvær aldirnar fyrir frönsku stjórnarbylt-
inguna. Þetta fyrirkomulag viðgekkst víða í
Evrópu og höfuð einkenni þess var konungs-
/----------  - A- -   __  -----    --.----.---- -   ;
franski háaðallíhn hafi hátað kbnúrigs-
veldið í því formi sem það var mótað af
Sólkonunginum.
HÁMENNING - EN NÁÐI
TlLFÁRRA
Talið er að fimmti hver Evrópubúi hafi
verið Frakki um það leyti sem Stéttaþingið
var kvatt saman vorið 1789. Frakkar voru
auðugasta þjóð Evrópu og þeir sem áttu
víðari sjóndeildarhring en hreppamörkin litu
á Frakkland sem miðstöð evrópskra lista
og menningar. Frönsk tíska og franskar
bókmenntir mótuðu smekkinn vítt um Evr-
ópu. Þótt auður og menning teldist bera af
á Frakklandi, náði það aðeins til lítils hluta
þjóðarinnar, aðalsins, embættismanna-
aðalsins, háklerka og fámenns hóps mennta-
manna og borgara. Meginhluti þjóðarinnar
voru bændur, en kjörum þeirra var mis-
skipt. Af 25—26 milljónum íbúa voru 22
milljónir bændur. Jarðeignir eru taldar hafa
skipst þannig, að bændur töldust „eiga" 35%
ræktaðs lands, 20% voru í eigu aðalsins,
30% var talið eign manna af borgarastétt
og 15% átti kirkjan. Framleiðslan nægði
þegar vel áraði, en ef harðnaði í ári mátti
búast við hungri og mannfelli. Brauðið var
aðalfæða almúgans og ef uppskeran varð
rýr, hækkaði kornverðið, sem olli oft upp-
hlaupum og ókyrrð.
Stóraukin ríkisafskipti af atvinnuvegum,
einkum iðnaði og verslun voru illa séð af
iðnaðarmönnum og kaupmönnum, sem
reyndu að halda í fornan rétt sinn gegn
ríkisvaldinu. Tollmúrar innanlands og ýmis-
konar „réttindi" héraða og borga voru hem-
ill á liðlegri verslunarhætti og „fríðindi"
vissra iðnfélaga hömluðu gegn breytingum
í iðngreinunum. Stigveldið hefti því allar
breytingar og reyrði samfélagið í kerfis-
fjötra.
Eignarhald jarða og landbúnaðarfram-
leiðslan var undirstaða fransks samfélags
eins og annarra samfélaga í Evrópu. Því
meiri framleiðsla, því skárri lífskjör. Sú
bylting sem varð á Englandi með lokun al-
menninganna og aukinni ræktun og fjölgun
búfjár var grundvöllurinn að aukinni fjár-
magnsmyndun á Englandi. Hollendingar
nýttu land sitt flestum betur í Evrópu og
þar var fyrirmyndin að ensku landbúnaðar-
byltingunni sem margir telja að hafi orðið
með girðingalögunum á Englandi á 18. öld.
Breytingarnar komu hart niður á smábænd-
um, sem höfðu bjargast við notkun almenn-
inganna og uppflosnun smábænda hófst
með þessari atvinnubyltingu. Þar með hófst
markaðsbúskapur í landbúnaði á Englandi,
hið forna miðaldaform landbúnaðar, sem
4
veldi og einkaréttindi eða sérréttindi hópa
og stétta, „hierarki" eða stigveldi. Hug-
myndirnar að stigveldinu eru taldar koma
fram í ritum Dionysiusar Aeropagite á síðari
hluta fímmtu aldar, sem var guðfræðingur
og dulspekingur. Hann taldi allt vald komið
frá Guði almáttugum. Hann reisti kenningar
sínar á kenningum nýplatónista og hell-
enskra heimspekinga og samkvæmt þeim
skyldu mannleg samfélög vera endurspeglun
stigveldis himnaríkis. Páfi, keisari, konung-
ur, aðall og klerkar gegndu hlutverki stjórn-
enda himnaríkis á jörðinni, eins og menn
þeirrar tíðar töldu það vera, fulltrúar og
umboðsmenn hins æðsta valds. Þessi kenn-
ing átti eftir að verða lífseig og þótt réttlæt-
ing hennar væri dregin í efa af síðari alda
stjórnfræðingum, þá var stigveldíð talið
sjálfsagt fram eftir öllum öldum. Jean Bod-
in (1530—1596) telur í hinu mikla ritverki
sínu „Les Six Livres de la République" að
mennskar þarfir ráði meiru um stjórnarfar
en guðleg skikkan, en þær kenningar höfðu
mikil áhrif á Thomas Hobbes og fleiri. Þótt
ýmsar kenningar um heppileg stjórnkerfi
og forsendur þeirra birtust náðu þær aðeins
til lítils brots íbúa Evrópu, hinn þögli meiri-
hluti lifði í hugarheimum stigveldisins og
undir kirkjuaga. England og Holland voru
þau ríki í Evrópu þar sem frávik urðu um
hefðbundna stjórnarhætti. Vald konungs af
Guðs náð var takmarkað á Englandi með
Réttindaskránni („Bill of Rights" 1689) þar
sem réttur -einstaklingsins gagnvart ríkis-
valdinu var tryggður.
Sá Búrbóna-konungur sem hafði eflt kon-
ungsveldið hvað mest á Frakklandi á kostn-
að erfðaaðalsins, var Lúðvík XIV. Þau átök
sem þá urðu milli konungs og aðals gleymd-
ust ekki og sumir höfundar (Simone Weil,
Skopmynd affranska þjóðfélaginu fyrir byltinguna: Sárfátæk alþýðan rogast með
yfirstéttina á bakinu, aðalinn og kirkjuvaldið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16