Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 22. tölublaš meš Feršablaši 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Júlíana Sveinsdóttir: Smali á heimleið.
Málverkið í Fredsholm
164. árgangi Lesbókar Morgunblaðsins., 18. tbl, 13.
maí 1979, bls. 4, er mynd úr stofu Gunnars Gunnars-
sonar skálds að Fredsholm í Danmörku. Aðalmálverk
stofunnar fyrir ofan sófann er eftir Júlíönu Sveins-
dóttur, Smali á heimleið, málað í Borgarfirði 1924.
í 59. árgangi Lesbókar Morgunblaðsins, 6. tbl.,
bls. 7, er grein eftir undirritaðan, sem heitir „Sjöundi
dagurinn í Paradís". Þar segir m.a.: „Skömmu eftir að Poul
Uttenreitter hafði lokið við bók sína um Mugg, hringir hann í
Júlíönu Sveinsdóttur, föðursystur mína, og segir henni, að nú
sé hann búinn að gera nóg í minningu vinar síns og nú vilji
hann selja henni Sjöunda daginn í Paradís fyrir dkr. 500.00.
Júlíana segir við Poul, að því miður eigi hún ekki dkr. 500.00,
en hún skuli spyrja Gunnar Gunnarsson skáld, hvort hann vilji
ekki kaupa myndina. Júlíana hringir í Gunnar, en hann vill
ekki kaupa mynd Muggs, en segist hafa áhuga á að kaupa
mynd eftir Júlíönu. Heimsækir hann síðan Júlíönu og kaupir
af henni olíumálverkið Smali á heimleið á dkr. 500.00. Júlíana
kaupir síðan Sjöunda daginn í Paradís fyrir þessa peninga.
Nú er að segja frá Júlíönu, að hún er í sjöunda himni vegna
þess að hafa eignast Sjöunda daginn í Paradís, en þá lítur Elof
Risebye inn hjá henni og verður svo hugfanginn af myndinni,
að hann segir: „Þessa mynd tek ég með mér heim, ég læt þig
hafa eitthvað í staðinn eftir mig."
Fékk Júlíana tvær myndir eftir Elof Risebye, sem erfingjar
hennar gáfu Listasafni Islands við andlát hennar 1966.
Það er aftur á móti að segja frá Smalanum á heimleið, að
Gunnar Gunnarsson flytur hana með sér til Skriðuklausturs
1939. Þaðan flyst hann til Reykjavíkur.
Þar er myndin svo boðin upp hjá Sigurði Benediktssyni lista-
verkasala og þar kaupir ÁrniGestsson heildsali myndina.
Júlíana fékk myndina hjá Árna á sýningu hjá sér, en hjálp-
aði síðan Árna til þess að koma myndinni í endurhæfingu hjá
viðgerðarstofu í Kaupmannahöfn. Að lokinni viðgerð sagði Þor-
valdur Skúlason um mynd þessa: „Þetta er einn af gimsteinum
íslenskrar málaralistar."
LEIFUR sveinsson
Franska stjórnarbyltingin fyrir 200 árum. II. hluti
Stigveldið hrynur
Þegar 90% tekna
erfiðismanna fóru til
brauðkaupa vegna
hækkaðs brauðverðs,
mátti vænta óeirða og
upphlaupa. Árásir voru
gerðar á birgðalestir,
korngeymslur
kaupmanna og efnaðra
bænda og aðals og
brauðgerðarhús voru
rænd. Þjófnaður og
gripdeildir stórjukust og
vergangsfólki fjölgaði.
Þannig var ástandið,
þegar hugmyndir komu
fram um stéttaþing.
EftirSIGLAUG
BRYNLEIFSSON
alið er að um 40% frönsku þjóðarinnar hafi
verið örbjarga þegar illa áraði á 18. öld, lifað
á betli, hnupli eða bónbjörgum. Þetta fólk var
að miklum hluta sveitafólk, þar sem talið var
að bændur og sveitafólk í Frakklandi hafi ta-
lið um 22 milljónir af 25-26 milljónum íbú-
anna. Þeir hópar, sem voru bjargálna og
sem töldust ekki til aðals, háklerka og efn-
aðri borgara, bjuggu við öryggisleysi um
afkomu. Harðnandi veðrátta gat skipt sköp-
um og þar réð mestu brauðverðið. Ef það
er rétt, að erfiðismenn til sveita og í borgum
hafi notað 60% tekna sinna til brauðkaupa,
þá gat uppskerubrestur og þar af leiðandi
hækkað brauðverð skipt miklu. Með hækk-
andi brauðverði dróst allur markaður fyrir
aðrar vörur saman, svo að af þessu hlaust
mikið atvinnuleysi fyrir iðnaðarmenn,
minnkandi eftirspurn eftir vefnaðarvörum,
en '/ahluti tekna smábænda og leiguliða
fékkst af heimilisiðnaði eins og svo víða í
ríkjum Evrópu. Bændur voru ekki betur
settir en verkalýður borganna, skattar voru
innheimtir af meiri hörku í hallærum en
ella og hluti afgjaldanna og skattanna
skyldi greiðast í fríðu (afurðum búanna).
Omurleg Afkoma
til sveita
Landbúnaður var grunnur fransks sam-
félags og meginhluti ríkisteknanna var það-
an runninn. Jarðirnar skiptust eins og áður
segir, en þótt bændur teldust eiga um þriðj-
ung jarðeignanna, þá voru það yfirleitt rýr-
ustu jarðirnar og smájarðir, afurðarýrir
skikar. Tilraunir til bætts ræktunarbúskap-
ar og betri nýtingar landsins voru illa séðar
af öllum þorra smábænda. Lýsingar enskra
ferðamanna á ástandi sveitaalþýðu eru
ömurlegar. Þegar ríkisvaldið hugðist lag-
færa verstu ágallana í skattakerfi og stjórn-
sýslu og auglýsti fyrirætlanirnar við sóknar-
kirkjurnar sunnudag eftir sunnudag, þá sáu
margir bjarma fyrir betri tíð, en þegar
umbæturnar létu á sér standa og brauðverð-
ið hækkaði vegna ills árferðis og skattpín-
Komnar eru í leitirnar tvær
vatnslitamyndir sem trúlega
eru elztu varðveittu málverkin
eftir Þorvald Skúlason
Ilistaverkabókinni um Þorvald Skúlason, sem
Þjóðsaga gaf út 1983, getur Björn Th.
Björnsson þess í ritgerð sinni um Þorvald,
að honum hafði á unglingsárum sínum á
Blönduósi hlqtnazt pláss sem messadrengur
á Gullfossi. Útlit var fyrir framhald á þeim
vettvangi, því drengnum hafði verið lofað
pláss á hinum nýja Goðafossi. Þá gerðist það norður
á Blönduósi, að Þorvaldur var að spreyta sig í lang-
stökki ásamt félögum sínum og líklega ekki verið
„Fæddur tilþjáninga". Ensk skopmynd affrönskum
átíándu aldar bónda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16