Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Svarthvítur hugur
Skákmeistarinn Lúsjin
berst gegn skákgoðunum
Vörnin eftir Vladimir Nabokov þýdd á íslensku
llt í einu gerðist eitthvað utan við hann sjálf-
an, nístandi sársauki — og hann hrópaði upp
yfir sig og hristi hönd sem hafði verið stung-
in af loga eldspýtu sem hann hafði kveikt í
og gleymt að bera að sígarettunni. Sársaukinn
hvarf á andartaki en í logandi ginnungagap-
inu hafði hann séð dálítið óbærilega ægilegt,
allan hrylling hinna botnlausu hyldýpa skák-
listarinnar. Hann leit á taflborðið og hugur
hans skrapp saman af áður óþekktri þreytu.
En taflmennirnir voru miskunnarlausir, þeir
heltóku hann og gleyptu með húð og hári.
Þetta var hryllingur en þetta var líka hin
eina sanna hrynjandi, því hvað annað er til
í heiminum en skák? Þoka, hið ókunna, ekk-
ert..."
Svo segir í skáldsögunni Vörnin eftir Vlad-
imir Nabokov; sögunni af skákmeistaranum
Lúsjin sem í æsku finnur lausn einsemdarinn-
ar í heillandi heimi taflborðsins en kemst að
því á fuliorðinsárum að gjald þeirrar lausnar
er hátt; getur ekki hærra verið, því hann er
gísl og leiksoppur ósýnilegra sporléttra skák-
krafta, fangi á svarthvítum reitum hugans.
Þegar honum veitist um síðir tækifæri til að
lifa eðlilegu lífi, eins og annað fólk virðist
lifa, má vera að það sé um seinan; honum
verði ekki sleppt framar úr prísundinni, hann
hljóti að falla ofan í logandi ginnungagap
brjálseminnar.
Skáldsagan Vörnin hefur nú verið þýdd á
íslensku og er lesin í Ríkisútvarptð á síðkvöld-
um þessar vikurnar. Hún er önnur bóka Na-
bokovs sem íslenskuð hefur verið; hin fyrri
var saga sem heitir á ensku Laughter in the
Dark, á rússnesku Kamera Obkcura, en kom
út fyrir allmörgum árum undir nafninu Elsku
Margot. Hvorug þessara bóka er þó í hópi
þekktustu verka Nabokovs, sem varð heims-
frægur fyrir söguna um Lolitu um miðjan
sjötta ártuginn og hefur auk þess skrifað
þekktar sögur á borð við Pale Fire, Ada, In-
vitation to af Beheading, The Real Life of
Sebastian Knight og fleiri. Nabokov var og
er umdeildur rithöfundur; sumum lesendum
segir hann ekki neitt, aðrir láta hann fara í
taugarnar á sér, en þeir eru líka ófáir sem
telja hann með mestu snillingum þessarar
aldar, og svo mikið er víst að skáldsagan
Vörnin er fjarska góð bók og til þess fallin
að halda orðstír hans á lofti þótt af einhverj-
um orsökum hafi þvert á móti brugðið svo
við að hún er hér um bil gleymd í útlðndum
þar sem aðrar bækur hans eru þó í hávegum
hafðar. Vörnin er til að mynda eina skáldsaga
Nabokovs sem ekki hefur komið út hjá því
þekkta Penguin forlagi sem annars gefur út
bækur hans af stakri elju. Helsta skýringin
er ef'til vill ótti útgefenda við söguefnið, fer-
ill skákmeistara, en slíkt ætti ekki að trufla
íslendinga þar sem manngangurinn er tíður,
auk þess sem það er fráleitt nauðsynlegt að
kunna nokkur skil á skák til að njóta sögunn-
ar.
Nabokov var Rússi, fæddist í St. Péturs-
Eftir Illuga Jökulsson
Margir frægir
listamenn   hafa
heillast  af veröld
manntaflsms. Auk Na-
bokovs  má  til  dæmis
nefha dadaistann Marcel
Duchamp  sem  gaf listina
raunar upp á bátinn til að helga
sig skáklistinni og náði dágóðum
árangri. Hann gerði mörg listaverk
þar sem skák kom við s'ógu, þar á með-
alþetta: Vasatafl með gúmmíhanska frá
árinu 1944.
borg árið 1899 og var af auðugu forréttinda-
fólki kominn þó ekki hafi ættingjar hans ver-
ið í hópi valdsmanna. Bernsku sína og æsku
í Rússlandi sá hann síðar í hillingum, enda
vafalaust að hann naut hamingjuríks uppeld-
is, og skrifaði um það ljúfsára endurminninga-
bók sem í endurskoðaðri útgáfu hlaut nafnið
Speak, Memory. Þar að auki studdist hann
gjarnan við bernskuminningar sínar í skáld-
verkum sínum, til dæmis í Vörninni, þó að
vísu sé þar allt með öfugum formerkjum og
Lúsjin litla sé það allt saman hrein kvöl sem
Nabokov sjálfum var dýpsta sæla, að minnsta
kosti eftir á. Yfirstéttin í St. -Pétursborg var
víðsýn í menningarlegum efnum og leit að
hætti nafngjafa borgarinnar fyrst og fremst
til Evrópu að fyrirmyndum í lífsstíl; Nabokov
hlaut góða menntun á evrópska vísu og lærði
til dæmis frá blautu barnsbeini þær menning-
artungur sem helstar voru í Evrópu og átti
eftir að koma honum vel. Á hinn bóginn náði
víðsýni yfírstéttarinnar ekki til óbreyttrar al-
þýðu heimalandsins og augljóst er af bókum
Nabokovs að honum fannst lítil nauðsyn bera
til að losa sig við sjónarmið og lífsafstöðu
forréttindamannsins, enda þótt bylting yrði í
Rússlandi og alþýðan kæmist þar til valda, í
orði kveðnu. Ekki svo að skilja að hann hafi
orðið eins konar hirðskáld eða málpípa gagn-
byltingarmanna og hvítliða, því vitaskuld var
hann sem listamaður langt yfir slíkt hafinn,
en hins vegar eldaði hann alla ævi grátt silf-
ur við bolsévíka og sér þess víða stað í bókum
hans, þar á meðal Vörninni, en bolsévíkar
svöruðu með þeim ráðum sem þeim voru helst
tiltæk: að banna verk hans innan sinna landa-
merkja, þó að sönnu hafí Nabokov alla tíð
verið með vinsælli samisdat-höfundum eystra
og einhvérjar spurnir hafi nú síðustu misserin
borist af útgáfum á verkum hans í Sovétríkj-
unum.
Eftir októberbyltingu bolsévíka í Rússlandi
árið 1917 hrökklaðist fjölskylda Nabokovs
úr landi og einmitt á þeim árum er hann var
að komast til manns varð hann að laga sig
að beisku hlutskipti útlaga úr eigin heimal-
andi. Með nokkrum rétti má segja að það
hlutskipti hafí allar götur síðan mótað list
hans og allt lífsviðhorf mjög rækilega og þó
hann bæri sig mannalega leyndi sér ekki sökn-
uðurinn eftir Rússlandi, því Rússlandi sem
hann þekkti í uppvextinum, sem var fyrst og
fremst St. Pétursborg yfirstéttarinnar; og í
Vörninni lætur einn útlaginn svo um mælt
að söknuður útlaganna sé umfram allt eftir-
sjá eftir glataðri æsku. Á hinn bóginn naut
Nabokov þess hversu heimsborgaralegt upp-
eldi hann hafði hlotið og hann átti ekki {tiltak-
anlegum erfiðleikum með að koma sér fyrir
á Vesturlöndum. Hann lagði stund á nám við
háskólann í Cambridge og settist síðan að í
Berlín þar sem var stór nýlenda rússneskra
útlaga; nýlenda sem hann lýsir reyndar eftir-
minnilega í Vörnini og er grunnt á kald-
hæðninni eða altént hálfkæringnum eins og
endranær hjá Nabokov. Snemma fór hann
að fást við skriftir; 1923 kom út ljóðasafn
eftir hann og þó hann helgaði sig einkum
óbundnu máli upp frá því orti hann alltaf
dálítið af h'óðum og þýddi sömuleiðis rússnesk
ljóð á ensku, til dæmis bálk Púsjkins um
Evgení Ónegín sem út kom á fjórum bindum
á árunum 1964-76, auk þess sem ein skáld-
saga hans er í raun og veru ljóðabálkur eftir
galið skáld og fylgja með skýringar eftir álíka
galinn útgefanda. Fyrstu skáldsögur Na-
bokovs voru María, ennfremur Kóngur,
drottning, gosi, sem kom út 1928, og svo
Vörnin árið 1930.
Vörnin heitir á rússnesku Lúsjin-vörn rétt
eins og ýmis byrjanakerfi í skák bera nöfn
þeirra skákmeistara sem ýmist hafa þróað
þau eða teflt með óvenjugóðum árangri. Bók-
in hefst á lýsingu á æsku og uppvexti Lúsj-
ins, frá því hann byrjar skólagöngu og þar
til hann heldur til útlanda þar sem hann slær
í gegn sem skákmaður, þá nýskriðinn á tán-
ingsár. Slær í gegn er annars varla viðeig-
andi orðalag um söguhe^'una Lúsjin því eng-
inn maður sækist síður eftir sviðsljósinu en
hann; hann lifir í sínum eigin heimi, einangr-
aður og afskiptur; þekkir ekki leiðina til ann-
ars fólks og vísar á bug öllum tilraunum for-
eldra sinna til að nálgast hann. Skólinn er
honum martröð og vini á hann enga; helsta
	mp		'mz  '¦&		¦ItRíí
			W/    if	p	\\V/#
	éh		m  'Jm	Wr/	fSíwl
b	1	éSMA   n. M l	Íjjj	i	11
i	ÉI	P	m%		1»
B	±i	W	Hl	w	1
	^é	P	w  'w		fH|t
	¦		w  m	1	Wim
11	il		B	f	1
í	¦	;P  1		II ¦	
¦	1 W/	pí	511		M
Vladimir Nabokov. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á skák og þó einkum því
hvernig áhugamál verður árátta líkt og Gðrildasöfhun var honum sjálmm. Stöðu-
myndin er úr skák Akiba Rubenstein og Geza Maroczys frá Gautaborg 1920, um
þær mundir Lúsjin fór að láta að sér kveða. Rubenstein hafði hvítt, lék, og Maroc-
zy gafst upp.
hugsvölun hans framan af er lestur bóka á
borð við Umhverfis jörðina á áttatíu dögum
og Ævintýri Sherlock Holmes.en það er ekki
af ævintýragirni heldur heillast hann af mark-
vissri framvindu söguþráðarins, það er fyrir-
bæri sem hann skilur en að öðru leyti skilur
hann fátt. Púsluspil, töfrabrögð og stærð-
fræðiþrautir eru honum ennfremur sem félag-
ar í einsemdinni en allt hlýtur að falla í skugg-
ann undireins og hann kynnist skáklistinni.
Lúsjin veit jafnvel áður en hann lærir mann-
ganginn til hlítar að þennan leik eða þessa
list kann hann betur en nokkur annar og
skáklistin verður honum eins og sker í eyðileg-
um sjó og á þessu skeri gerist líf hans allt.
Þegar fyrri heimsstyrjöldin brýst út er
móðir Lúsjins iátin, södd lífdaga, og samband-
ið við föður hans rofnar hér um bil alveg í
kjölfar byltingar, en þá er Lúsjin á ferðalagi
um Evrópu undir ægishjálmi Valentínovs
nokkurs sem sýnir hann forvitnum almenn-
ingi eins og viðundur í sirkus. Hann er þá
kominn í hóp sterkustu skákmanna heims en
næstu árin gerist reyndar fátt; hann ferðast
um og teflir linnulaust án þess að taka í raun
og veru eftir nokkrum hlut nema mönnunum
á taflborðinu; Valentínov gefur hann upp á
bátinn þegar hann kemst á fullorðinsár og
er ekki lengur undrabarn sem hafa má fé
út úr, en hann heldur áfram stöðugri tafl-
mennsku aleinn í sínum heimi þar sem skák-
goðin ríkja, óáþreifanleg öfl sem hafa ham-
ingju hans í hendi sér og með tímanum lífið
allt. Árangur hans er samt ekki í samræmi
við sívaxandi veldi skákgoðanna; það er eins
og hann sé staðnaður á sinni hillu og upp
rísa skákmenn sem sýnast ennþá hugkvæmn-
ari, djarfari og einbeittari en hann; þar fer
Itaiinn Turati fremstur í flokki og má skjóta
því að — skákáhugamönnum til fróðleiks —
að þó Turati sé hugarsmíð Nabokovs er upp-
gangur hans í raun lýsing á framþróun hins
svokallaða „hýpermóderna" skóla í skáklist-
inni. Árangur Turatis ruglar Lúsjin í ríminu
því í raun finnst honum hann standa Turati
framar að skilningi á skák en eigi að síður
tapar hann fyrir Italanum í mikilvægri skák
því hann finnur ekki rétta svarið við djarf-
legri byrjun andstæðingsins og finnst hann
umlukinn þoku, fínnst skákkraftarnir hafa
yfirgefið sig.
En það er öðru nær. Þeir hafa þvert á
móti verið að herða tak sitt á honum. Þar
kemur að Lúsjin fær aðkenningu að tauga-
áfalli eftir að faðir hans deyr og heldur þá
sér til hvíldar á heilsuhæli í Þýskalandi, þar
sem hann ætlar að liggja undir feldi og finna
vörn gegn byrjanataflmennsku Turatis; yfir-
vofandi er geysilega sterkt skákmót í Berlín
og fyrirsjáanlegt að sigurvegarinn þar verður
næsti áskorandi heimsmeistarans. Veraldleg-
ur frami er Lúsjin að sönnu einskis virði en
sigra vill hann í hverri skák; því er honum
lífsnauðsyn að sigrast á Turati. En á heilsu-
hælinu gerist óvæntur hlutur. Lúsjin hefur
að sjálfsögðu aldrei verið við kvenmann
kenndur en nú skýtur upp kollinum í lífí hans
ung stúlka, rússneskur útlagi líkt og hann
sjálfur, ágæt stúlka, forvitin, vingjarnleg og
umfram allt full samúðar með smælingjum.
Hún heillast af Lúsjin án þess að vita vel
hvers vegna, dregst að þessum þumbaralega
þungbúna manni án þess að skeyta hót um
viðvaranir móður sinnar, og Lúsjin veit ekki
hvaðan á hann stendur veðrið, nema hvað
hann uppgötvar að með þessari stúlku vill
hann vera; hún skal vera haldreipi hans í
lífinu sem verður æ köflóttara, þrengra og
einrænna. Og Lúsjin biður sér konu á fárán-
legan hátt og heldur til Berlínar þar sem
Turati btður; hann þykist hafa fundið vörn
gegn snjöllum byrjanaleikjum ítalans en hef-
ur hrjáð sálin hans jafnframt fundið vörn
gegn óaflátanlegri sókn manntaflsins? Um
það snýst sagan.
Vörnin kom sem fyrr segir fyrst út í Þýska-
landi fyrir sextíu árum og raunar undir dul-
nefni; Nabokov kallaði sig V. Sirin um þær
mundir. Hún vakti ekki óhemju athygli frem-
ur en aðrar af fyrstu bókum Nábokovs enda
var markaðurinn þröngur og þrátt fyrir and-
stöðu flestra Vesturveldanna við stjórn
bolsévíka í Rússlandi var fátt látið með út-
laga frá byltingunni. Þegar Adolf Hitler og
nasistar hans komust svo til valda í Þýska-
landi varð Nabokov enn að hrökklast á brott;
alræði hvers konar var eitur í hans beinum
og hann lét ekki ginnast af kommúnistahatri
nasistanna eins og alltof margir úr hópi rúss-
nesku útlaganna. Hann hélt fyrst sem leið lá
til Parísar en sigldi svo yfir Atlantshafið í lok
fjórða áratugarins og hóf að kenna bókmennt-
ir við ameríska háskóla. Um svipað leyti venti
hann einnig sínu kvæði í kross og fór að rita
bækur sínar á ensku, fyrst The Real Life of
Sebastian Knight, og náði fljótlega svo miklu
valdi á ensku ritmáli að undrum sætti, þar
til menn leiða hugann að uppeldi hans í St.
Pétursborg þar sem hann lærði ensku rétt á
hæla móðurmálsins. I Ameríku óx orðstír
Nabokovs smátt og smátt en þó má segja
að fáir hafí af honum vitað fyrr en Lolita kom
út og gerði hann alræmdan um allan hínn
vestræna heim, enda segir þar frá ástum
miðaldra manns og tólf ára telpu og frásögn-
in bæði berorð og litskrúðug. Svo smeykir
voru amerískir útgefendur við þetta söguefni
að enginn fékkst til að gefa bókina út fyrr
en forlag eitt í París tók það að sér, en það
var frægt fyrir að gefa út klámsögur. Lolita
er þó ekki klámbók fremur en Vörnin er skák-
fræðirit; báðar segja sögurnar frá-útlaga frá
eigin sál sem verður heltekinn af einum hlut
sem koma á í staðinn fyrir lífíð í öllum stnum
fjölbreytileik; Lúskjin finnur lausn í skáklist-
inni, Humbert Humbert, sögumaður Lolitu, í
ást sinni á smástelpum. Lolita er, hvað sem
söguefninu líður, feiknavel skrifuð bók og nú
ðlaðist Nabokov loks þá viðurkenningu sem
hann átti skilið. Hann varð bæði frægur og
ríkur og gat loks hætt kennslustörfum og
helgað sig eigin bókmenntum, og svo fiðrilda-
söfnun sem hann stundaði af mikilli þrá-
hyggju allt sitt líf. Þess má geta að fyrirlestr-
ar Nabokovs við amerísku háskólana hafa
verið gefnir út og eru bráðskemmtileg lesn-
ing, þótt þeir segi reyndar öllu meira um
Nabokov sjálfan en viðfangsefni hans hverju
sinni, og má benda áhugasömum lesendum á
harðsvíraðar árásir hans á verk Fjodors
Dostoévskís og álika stórorðar ástarjátningar
til Nikolæ Gógols. Síðasta hálfan annan ára-
tug ævinnar bjó Nabokov á hótelherbergjum
í Sviss með konu sinni og safnaði fiðrildum,
skrifaði skáldsögur og þýddi rússnesku bæk-
urnar sínar á ensku, ýmist einn eða með að-
stoð annarra. Hann lést árið 1977.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16