Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 2
Dauði embættismanns Smásaga eftir ANTON TSEKOV fögra kvöldi sat embættismaðurinn ívan Dmítritsj Tsérvjakov á öðrum svalabekk í leik- húsi og horfði á „Klukkurnar í Corneville“ gegnum leikhúskíkinn sinn. Þarna sat hann og lét sér líða vel. En allt í einu ...! í frásögnum rekst maður oft á þetta „en allt í einu“. Og rithöfundarnir hafa rétt fyr- ir sér, lífið er fullt af óvæntum atburðum. En allt í einu skældi hann sig, augun ranghvoifdust, andardrátturinn stöðvað- ist... hann tók kíkinn frá augunum, beygði sig fram og... atsjú!!! Hann hnerraði eins og þið skiljið. Það er alls staðar leyfilegt að hnerra og engum hömlum háð. Bæði bændur og bæjar- fógetar hnerra og stundum einnig háttsettir embættismenn. Allir hnerra. Það kom ekki hið minnsta fát á Tsérvjakov, hann þurrk- aði sér með vasaklútnum og eins kurteis og hann var, leit hann í kringum sig: hafði hann truflað einhvern með hnerra sínum? Og nú brá honum illa í brún. Hann tók eft- ir því að eldri herramaður sem sat fyrir framan hann á fyrsta bekk, þurrkaði vand- lega á sér skallann og hnakkann með hanska sínum, um leið og hann rumdi eitthvað. Tsérvjakov sá að þar var kominn Brizz- jalov, hershöfðingi í samgönguráðuneytinu. „Ég hef frussað á hann! — hugsaði Tsérv- jakov. — Ekki það að hann sé minn yfirmað- ur, en það er nú samt klúður. Ég verð að biðja hann afsökunar." Tsérvjakov hóstaði, beygði sig örlítið framávið og hvfslaði í eyra hershöfðingjans: — Afsakið yðar náð, ég frussaði víst á yður ... það var alveg óvart. .. — Það var ekkert... — Fyrirgefið mér í öllum bænum, ég ... það var ekki ásetningur minn! — Ah, setjist niður. Leyfið mér að hlusta! Tséryjakov varð hálf ruglaður, brosti vandræðalega og leit í átt að sviðinu. Hann horfði á sviðið en vellíðanin var nú gersam- lega horfin. Óróleikinn tók að kvelja hann. í hléinu gekk hann til Brizzjalovs, stóð við hlið hans skamma stund, bældi niður kjarkleysið og tautaði svo: — Ég frussaði víst á yður yðar náð... Fyrirgefið mér... ég... ekki svo að skilja... — Ah, nú er nóg komið ... Ég var búinn að gleyma þessu, og svo komið þér! sagði hershöfðinginn og sneri upp á sig óþolin- móður. „Þykist vera búinn að gleyma þessu en það skín út úr honum illskan, — hugsaði Tsérvjakov og horfði tortrygginn á hers- höfðingjann. Og ekki vill hann tala um það. Ég verð að skýra út fyrir honum áð það hafi alls ekki verið meiningin ... að það sé náttúruiögmálið, en hann heldur víst að ég hafi frussað viljandi. Og haldi hann það ekki núna þá mun hanri halda það síðar! Þegar hann var kominn heim, sagði Tsérvjakov konu sinni frá klaufsku sinni. Frúin tók þessu allt of létt, fannst honum; hún varð bara hrædd, en eftir á, þegar hún frétti að Brizzjalov væri ekki hans yfirmað- ur, varð henni rórra. — En samt sem áður ættir þú að fara og biðjast afsökunar, sagði hún. — Hann gæti haldið að þú kynnir ekki að hegða þér meðal fólks! — Það er einmitt það! Ég reyndi að biðj- ast afsökunar, en hann tók því eitthvað skringilega, sagði ekki orð af viti. Og það gafst heldur ekki tími til að tala saman. Næsta dag fór Tsérvjakov í nýja einkenn- isbúninginn sinn, lét klippa sig og hélt af stað til Brizzjalovs til að útskýra... Á bið- stofu hershöfðingjans sá hann margt manna, þar á meðal sjálfan hershöfðingj- ann, sem var farinn að taka á móti umsókn- um. Er hann hafði afgreitt nokkra umsækj- endur kom hershöfðinginn auga á Tsérv- jakov. — í gær í „Arkadíus“, ef þér munið yðar náð, — byijaði embættismaðurinn, — hnerr- aði ég og... frussaði ég af tilviljun . .. ég biðst afs ... — Hvers lags smámunir . . . Herra minn trúr. Hvað get ég gert fyrir yður, — sagði hershöfðinginn og sneri sér að næsta um- sækjanda. „Hann vill ekki tala um það! — hugsaði Tsérvjakov og fölnaði. Það þýðir að hann er reiður. Nei, við svo búið má ekki standa. Ég verð að skýra út fyrir honum ...“ Þegar hershöfðinginn hafði lokið samtal- inu við síðasta umsækjandann og var á leið inn til sín, tiplaði Tsérvjakov á eftir honum og tautaði: — Yðar náð! Ef ég má leyfa mér að trufla yðar náð þá verð ég að segja að ég iðrast af öllu hjarta. Það var ekki með vilja gert megið þér vita. Hershöfðinginn setti upp mæðusvip og bandaði frá sér. — En þér eruð bara að spauga herra minn! — sagði hann og hvarf inn um dymar. „Hver er að tala um spaug? — hugsaði Tsérvjakov. Þetta á að heita hershöfðingi og skilur ekkert. Ég er þá ekkert lengur að biðja þetta merkikerti afsökunar. Fjand- inn hirði hann. Ég ætla að skrifa honum bréf, en hér stíg ég ekki fæti inn framar. Nei, það veit sá sem allt veit að það geri ég ekki!“ Þannig hugsaði Tsérvjakov á leiðinni heim. Hann skrifaði ekkert bréf til hers- höfðingjans. Hann braut heilann ákaft en þó tókst honum ekki að orða slíkt bréf. Daginn eftir fór hann aftur til að útskýra. — Eg var hér í gær og truflaði yðar náð, — byijaði hann þegar hershöfðinginn leit spyijandi á hann, — ekki til að gera gys að yður eins og yður varð að orði. Ég baðst afsökunar því ég fmssaði þegar ég hnerraði, en það hefur aldrei hvarflað að mér að spauga. Myndi ég voga mér að spauga? Ef menn fara að spauga þá verður engin virðing fyrir persónum ... — Komið yður út!! — öskraði hershöfðing- inn blár í framan og titrandi. — Hvað? — spurði Tsérvjakov hvíslandi og hann svimaði næstum af skelfingu. — Komið yður út!! — endurtók hers- höfðinginn og stappaði niður fótunum. Það brast eitthvað í iðrum Tsérvjakovs. Blindur og heyrriarlaús hörfaði hann að dyrunum, gekk út á götuna og dróst heim á leið. Hann gekk heim eins og í svefni og þar lagðist hann í sófann, án þess að fara úr einkennisbúningnum ... og dó. Frumtitill:_ Smért tsjinovnika (1883). Þýðandi: Árni Þór Sigurðsson. Anton Pavlovitsj TSÉKHOV fæddist árið 1860 í Taganrog, litlum bæ í Úkraínu. Fað- ir hans var kaupmaður sem ól börn sín upp í strangri trú og vandlætingu. Um móður hans er minna vitað, en á einum stað hefur Tsékhov skrifað: „ Við fengum gáfurnar frá pabba en sálina frá mömmu. “ Strax í barnæsku sýndi Tsékhov leik- húsinu áhuga. Hann var rétt þrettán ára þegar hann tók fyrst þátt í áhugamannasýn- ingu og lék bæjarfógetann í „Eftirlits- manni“ Gogols. Nítján ára gamall lauk hann við Latínuskólann og fluttist til Moskvu og fór að lesa læknisfræði sem hann lauk við fimm árum síðar. Árið 1880 komu fyrstu smásögur hans út og 1881 leikritið „Pla- tonov“ sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu nú í haust. Þekktustu verk Tsékhovs eru leikrit- in „Mávurinn" (Tsjajka frá 1896), „Vanja frændi“ (Djadja Vanja frá 1887), „Þrjár systur“ (Tri sestryfrá 1900) og „Kirsuberja- garðurinn“ (Vísjnjovyj sad frá 1903). En þó nafn Tsékhovs beri oftast á góma í sambandi við leikrit hans sem stöðugt eru sett upp víðs vegar um heiminn, eiga hinar fjölmörgu smásögur hans ekki síður athygli skilið. „Dauði embættismanns“ sem hér birt- ist er einmitt ein þeirra. Hún kom fyrst út árið 1883 og er á margan hátt einkennandi fy'rir smásögur Tsékhovs. Aðalpersónan er hálfhátíðlegur, hálfkíminn embættismaður (Tsjínovnik) syona á miðjum virðingarstig- anum í hæsta lagi. Slíkir embættismenn voru vinsælt viðfangsefni rithöfunda í Rúss- landi á þessum tíma. Fyrirmyndin virðist sótt í „Frakkann" eftir Gogol (1842), en einnig hefur Dostoévskíj skrifað um svipaða manngerð (t.d. „Fátækt fólk“ frá 1846). í „Dauða embættismanns" virðist Tsék- hov fyrst og fremst Ieggja áherslu á hin skoplegu áhrif þegar hann segir frá því hvernig þessi litli skrifstofuþræll, Tsérv- jakov, æsir upp sér háttsettari mann með endurteknum afsökunum fyrir að hafa hnerrað á hnakka hans; að honum er fleygt á dyr og hann deyr síðan af einskærri skelf- ingu. En lesandinn (a.m.k. hinn rússneski) skildi að hin ofboðslega hræðsla við met- orðamenn var mergurinn í hinum rússneska skrifræðisveruleika. Anton Tsékhov var alla tíð fremur heilsu- lítill og sótti því oft til Jöltu á Krímskaga þar sem loftslagið var heilsusamlegra. Árið 1901 giftist hann leikkonunni Olgu Knipper sem Iék m.a. í mörgum leikrita Tsékhovs í Moskvu. Það voru svo berklarnir sem drógu hann til dauða árið 1904, aðeins 44 ára. En þrátt fyrir tiltölulega stutt líf er Tsék- hov trúlega meðal þeirra leikritaskálda og smásagnahöfunda sem mest áhrif hafa haft á evrópskan og amerískan skáldskap, í öllu falli fyrstu áratugi þessarar aldar. Þýðandi. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.