Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 3
TEgRáHT [m! @ @ 5S ÍM! ® B ® S ® lU S ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÖstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli.Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Aðalvík Aðalvík á Hornströndum er að vísu farin í eyði á vetrum en á sumrin blómstrar þar fagurt manniíf. Elísabet Jökulsdóttir skrifar grein um ævintýri tvíbu- ranna Garps og Jökuls og systkina þeirra nú í sum- ar þegar dagurinn var alla nóttina. Ferðablað Hrönn Sturlaugsdóttir kynnir Tioman, litla, ósnortna eyju úti fyrir austurströnd Malasíu. Paradís ferða- manna. „Haust á Þingvöllum“ gætum við kallað þessa mynd sem var tekin um síðustu helgi þegar litir á lyngi eru að syngja sinn kveðjusöng að sinni. Þorkell Þorkels- son tók myr.dina. Brauðgerð hefur tíðkast frá aldaöðli og í grein Hallgerðar Gísla- dóttur segir frá brauðgerðargamni hér á landi og annars staðar. NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR í minningu Jóns Haraldssonar arkitekts Pie Jesu Domine Dona eis requiem Það stendur á hafsbakka svarta tréð og greinar þess dansa löngum við brimölduna í óskammfeilnum ofsa Komirðu nær því á kyrru kvöldi heyrirðu sungið þar inni sorgarljóð um deyddar borgir _ Blóm þessa trés eru haustblóm svo hvít svo hvít í rökkrinu glitrar á þeim birtudögg Langt fram í nóvember standa hvítu blómin Á meðan flýr brimaldan tréð og söngurinn hljóðnar Þannig sé ég líf þitt og heyri þig hvísla minnstu mín þegar nóttin fellur á hár þitt. Höfundur var nýlega tilnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur í eitt ár. B B Það er alkunnugt, hvað við íslendingar reynumst miklu merkilegri en ann- að fólk; þegar merkileik- inn er einhvern veginn talinn út og svo reiknaður í hlutfalli við fólksfjölda. Það er t.d. afskaplega há tala að eiga fjögur nóbelsskáld á hveija milljón íbúa (þ.e.a.s. Halldór Laxness á þessa kvartmilljón serri við erum); við eigum ennþá stórmerkilegri fjölda af skákmeistur- um; Evrópumet af bílum; höggvum víst nærri heimsmetinu í sykuráti og kaffi- þambi; og svo mætti lengi telja. Eitt af þessum hérumbil-heimsmetum var viðfangsefni mitt í háskóla: flutningar ís- lendinga til Vesturheims. Vesturfarar frá íslandi voru afskaplega margir — miðað við fólksfjölda. Meira en fimmti hluti þjóðarinn- ar fluttist vestur um haf, og það á aðeins 30-40 árum. Það fór að vísu miklu hærra hlutfall af írum, og líklega eitthvað hærra af Norðmönnum líka, en með því að reikna bara þessa ákveðnu áratugi náum við öðru sætinu. Þessari merkilegu sérstöðu íslands hefði ég helst átt að finna einhveija skýr- ingu á. En var hún annars svo merkileg? Ef það er í frásögur færandi að fimmtungur íslend- inga hafi gerst vesturfarar, er þá ekki miklu merkilegra að athuga íbúa Norðausturlands út af fyrir sig, því að þaðan komu — miðað við fólksfjölda — langtum fleiri vesturfarar en úr öðrum landshlutum? Eða að skoða bara Norðmýlinga? Eða allra helst Vopnfirð- inga eina og sér, þvi að hvergi voru Heimsmet eftir höfðatölu Ameríkuferðir jafnákafar sem úr Vopna- firði? Með því að skoða íslensku þjóðina sem eina heild var ég að taka meðaltal, jafna út, eiginlega að hylja hvað Ameríkuferðir voru þó miklar, þar sem þær voru á annað borð miklar. Sama má enn frekar segja um aðrar þjóð- ir, fjölmennari og sundurleitari. Við getum sagt, að miðað við fólksfjöida hafi Ameríku- ferðir frá íslandi verið álíka miklar og frá Noregi og 'talsvert meiri' en frá Svíþjóð. Samt er hægt að finna, bæði í Noregi og Svíþjóð, héruð eða landshluta, jafnvel fjöl- mennari en ísland, þar sem meira var um vesturfarir en nér. Ef við teflum fram Norð- ur-Múlasýslu á móti, þá má líka finna ein- stök byggðarlög í Noregi og Svíþjóð með geysimiklar Ameríkuferðir, jafnvel einn hrepp í Svíþjóð sem jafna má við Vopnafjörð. Okkur finnst samt alltaf eðlilegast að bera saman lönd eða þjóðir, bera okkur saman við heilar þjóðir í útlöndum frekar en íbúa einhverra héraða. Þetta er eðlilegt, enda handhægast, því að hvert land sér um að safna sínum skýrslum, og þess vegna eru tölur um flesta hluti aðgengilegastar fyrir heil lönd. Engu að síður er alltaf á vissan hátt villandi og bera saman misstór- ar einingar, bera t.d. íslendinga eða Færey- inga saman við milljónaþjóðir. Tökum dæmi af einhveiju heimsmetinu okkar, svo sem bókaeign. Það er víst ábyggi- lega heimsmet hvað Islendingar eiga að jafnaði stór heimilisbókasöfn, sérstaklega ef við teljum aðeins innbundnar bækur. Hugsum okkar Islandi svo skipt í tvennt, t.d. Faxaflóasvæðið og Iandsbyggðina, og sé könnuð bókaeign fólks í hvorum lands- helmingi fyrir sig. Þá væri hún örugglega eitthvað misjöfn, þannig að annar hvor hluti landsins — ekkert veit ég hvor — slægi heimsmetið. Ef við liðum þennan bókríkari landshelming niður í sýslur og kaupstaði, þá væri það mikil tilviljun ef bókaeignin reyndist ekki eitthvað misjöfn, og þá sums staðar jafnvel meiri — miðað við fólksfjölda — en hið nýja heimsmet. Svona er þetta í flestum greinum. Hæstu tölurnar — miðað við fólksfjölda — fást með því að skoða nógu litlar einingar. Sé hins vegar litið á stærri einingar er í rauninni verið að taka meðaltal af mörgum litlum, og þá jafnast tölurnar út. Þess vegna er erfitt fyrir stórþjóð að gera, vera eða eiga mjög mikið af nokkrum sköpuðum hlut — miðað við fólksfjölda. Stórþjóðin er samsett af svo mörgum ólíkum hlutum, og alltaf eru einhveijir þeirra öðru vísi en hinir og draga meðaltalið niður. Þegar borin eru saman lönd og þjóðir heims og alls konar hlutir reiknaðir í hlutfalli við fólksfjölda, þá má vænta þess að hæstu tölurnar — og þær lægstu — falli oftar en ekki á smáþjóðir. Eg er, satt að segja, mest hissa á því hvað sjaldan ég hef séð getið um heimsmet — miðað við fólksfjölda — Grænlendinga, Færeyinga, Lichénstein-manna, Andorru- búa, San Marino-skeggja, og Mónakó-veija. Ætli þesar þjóðir séu svona miklu meiri meðalmenn en við? Eða þykja okkur heims- met þeirra alls ekki fréttnæm af því að þær eru fámennari en við? Þar við bætist raun- ar, að þessum smáþjóðum er að meira og minna leyti sleppt í ýmsum þeim handbókum sem handhægastar eru til tölfræðilegs sam- anburðar þjóða og landa. Þegar við hugsum um sjálf okkur í sam- anburði við aðrar þjóðir, þá koma okkur víst helst í hug þjóðir eins og Danir, Þjóð- veijar, Grikkir, Hollendingar, Bandaríkja- menn ... Fyrrnefnar smáþjóðir held ég að við teljum varla með, eins og þær séu í ein- hveijum skilningi ekki fullgildar, ekki „al- vöruþjóðir". Eannski vantar á að þær hafi fullt sjálfstæði, eða sérstaka menningu, eða sérstakt hagkerfi. Þó er ég hræddur um að það sé í og með fámennið sem veldur, að við tökum þær ekki fyllilega til greina. Líkt og sumir fáfróðir útlendingar leyfa sér að einfalda heimsmyndina með því að gleyma okkur, þegar svo stendur á. En þá verðum við móðguðust í heimi — miðað við fólks- íjölda. Helgi Skúli Kjartansson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. SEPTEMBER 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.