Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Blaðsíða 4
Gullið í Grundarlandi Rætt við ábúendur að Grund í Eyjafirði og sagt frá Magnúsi Sigurðssyni fyrrum bónda þar Magnús Sigurðsson á Grund. næði. Hann hafði frá bernsku átt þá hugsjón að eignast Grund og verða þar bóndi. Sú hugsjón hans varð að veruleika vegna útsjón- arsemi hans og dugnaðar. Hann var einnig sá lánsmaður að fá þá konu sem hann vildi fá. Hánn kvæntist 26 ára gamall Guðrúnu Þóreýju Jónsdóttur frá Gilsbakka sem þótti afbragð annarra kvenna þar nyrðra, talin bæði fögur og heillandi. Hún var sex árum yngri en maður hennar. Þau hjón eignuðust 8 börn en fimm þeirra dóu ung úr berklum. Aðalsteinn, elsti sonur þeirra, lést tíu ára gamall síðsumars árið 1889. Það haust var settur skóli að Grund og hafði Magnús allan veg og vanda af því skólahaldi og bar af því allan kostnað. Magnús byggði smám saman mörg stórhýsi á Grund og hafði þar töluvert umfangsmikla verslun. Hann flutti inn ýmis- konar matvörur, kaffi og tóbak, ýmsa bús- hluti, fataefni og klæði allskonar, svo eitthvað sé nefnt. Ut flutti hann eyfirskar landbúnað- arvörur í talsvert miklu magni. Magnús hafði jafnan mörg járn í eldinum. Sem dæmi um það og stórhug hans má nefna að hann keypti fyrsta bílinn til Norðurlands sem var jafnframt annar bíllinn sem fluttur var til íslands. Hann hélt einnig á sumardaginn fyrsta árið 1879 sýningu á Grund, „hina fyrstu á íslandi á fénaði, tóvinnu og öðrum heimilisiðnaði". Þriðja dæmið sem ég nefni af handahófi er útgáfa hans á bókinni „Mannamun" -eftir Jón Mýrdal. Þessi þijú dæmi sýna vel framsýni hans og menningar- áhuga. Rétt er að geta þess að Magnús og Guðrún kona hans gáfu stórfé til stofnunar berklahælis að Kristnesi. í nítján ár stóðu hjónin á Grund fyrir skóla- haldi á heimili sínu og báru af því allan kostn- að. Haustið 1906 var settur vísir að lýð- háskóla á Grund að frumkvæði Magnúsar. Við skólasetningu árið eftir sagði Magnús nokkur orð sem urðu þeim 15 nemendum og öðrum sem á hlýddu eftirminnileg: „Með þess- ari skólastofnun erum við hjónin að minnast barnanna okkar litlu, sem við misstum á unga aldri og óskuðum og vonuðum að okkur mætti auðnast að koma til þroska. En það átti ekki fyrir okkur að liggja. Ég sá þau fyrir mér og mig langaði til að sjá þau alast upp til mennta og menningar." „Ég óska þess heitast, að skólavist ykkur hér megi verða til að auka manngildi ykkar og þroska og til að beina ykkur inn á góðar brautir." Sjálfur naut Magnús mjög takmarkaðrar skólagöngu í bóklegu námi en var mjög vel sjálfmenntaður maður og eignaðist er fram liðu stundir harla góðan bókakost. Síðast en ekki síst skal sagt hér lítillega frá kirkju þeirri sem Magnús lét reisa árið 1905 á Grund. Magnús var þeirrar skoðunar að best færi á því að byggja eina veglega kirkju fyrir allan Eyjafjörð, sunnan Akur- eyrar. Og það átti að vera Grundarkirkja. Hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hann reisti kirkju „í rómönskum stíl eftir því sem við varð komið“, með bogahvelfingu, sönglofti yfir þvera kirkjuna að framan og sætum á hliðarloftum. Stærð kirkjunnar með forkirkju og kór er 35x14 álnir. Turnhæð er 38 álnir frá jörðu.“ Ég kom í þessa kirkju fyrir stuttu og varð mjög undrandi á glæsileika hennar. Ég geri því fastlega ráð fyrir að hinum 800 kirkjugestum, sem viðstaddir voru vígslu hennar, hafi þótt ekki minna til koma. Rausn þeirra Grundarhjóna var jafnan mikil, þennan Grund í Eyjafirði er sögufrægt höfuðból og rómað fyrir landgæði. Það hefur því vafalaust farið fiðringur um marga búmenn þegar frá því var sagt í blöðum fyrir skömmu að ábúend- ur að Grund II íhuguðu að selja jörð sína. Grund í Eyjafirði er sögufrægur staður og höfuðból um aldir og þar hafa rausnarmenn ráðið ríkjum. Hér segir frá Magnúsi Sigurðssyni. eftir GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR Með fréttinni birtist mynd af hinni stórglæsi- legu kirkju sem Magnús Sigurðsson lét reisa árið 1905 af miklum stórhug. Fyrir skömmu spurðist ég fyrir um hvort Grund II væri seld. Fyrir svörum varð Jófríður Traustadóttir. Hún og maður hennar, Þórður Gunnarsson, keyptu Gnmd II fyrir nokkrum árum ásamt Hannesi bróður Þórðar og kqnu hans, Hjördísi Elías- dóttur. Þau síðarnefndu eru nú flutt brott. „Við erum ekki búin að selja jörðina og von- andi komumst við hjá því að selja. Við ætlum að reyna að klóra í bakkann eins lengi og við geturn," sagði Jófríður. „Við fórum út í búskap hér af hugsjón. Það fer enginn út í slíkt af annarri ástæðu nú á tímum. Við höf- um unnið mikið og jarðgæði eru hér slík að það hefur skilað sér vel. Ástæða þess að við íhuguðum að selja er sú að andvirði þeirra 128 þúsund mjólkurlítra sem við höfum leyfi til að framleiða duga ekki til þess standa undir framfærslu okkar og afborgunum af skuldum. Okkur hafði verið sterklega gefið í skyn af ráðamönnum að mjólkurkvótinn yrði aukinn þegar við værum vel komin af stað í búskapnum en við þau fyrirheit hefur ekki verið staðið. Við teljum það mjög misráðið því Grund er mjög náiægt markaði og' er sérstaklega vel fallin til ræktunar. Við gætum hæglega haft 40 kýr til viðbótar þeim 40 sem nú eru hér á Grund II.“ Magnús Á Grund Var Stór- EFNAMAÐUR Það er hætt við því að hinum mikla fram- kvæmdarhanni Magnúsi Sigurðssyni hefði þótt sér þröngur stakkur skorinn hefði hann þurft að lúta framleiðslutakmörkunum af því tagi sem nú er af illri nauðsyn veruleiki í landbúnaðinum. Magnús fæddist árið 1847 og ólst að töluverðu leyti upp hjá afa sínum og ömmu að Öxnafelli í Éyjafirði, segir í ævisögu hans, „Dagar Magnúsar á Grund“, eftir Gunnar M. Magnúss, en við það rit er m.a. stuðst í þessari samantekt. Magnús varð snemma duglegur að bjarga sér og komst til efna af eigin rammleik. Hann' lærði trésmíði hjá Friðrik Möller á Möðruvöllum og siglinga- fræði og sjómennsku hjá Júlíusi Hallgríms- syni skipstjóra. Hann smíðaði fyrir fólk og fékk oft greitt í fénaði. Stundaði einnig lítils- háttar versiun jafnhliða smíðunum og keypti svo fiskiskipið Akurey og fór að gera út. Seinna varð hann einn af hluthöfum í Gránu- félagiftu og fór uppúr því að hyggja að jarð- Kirkjan að Grund í Eyjafírði. Guðrún Þórey Jónsdóttir. Margrét Sigurðardóttir og seinni mað- ur hennar, Ragnar Davíðsson. vígsludag þáði allur þessi íjöldi kirkjugesta veitingar á Grund að aflokinni vígslunni. Þijú börn Magnúsar og Guðrúnar komust til fullorðinsára. Þau hétu Jónína Ragnheið- ur, Aðalsteinn Júlíus og Valgerður. Aðalsteinn og kona hans, Rósa Pálsdóttir, tóku við búi á Grund árið 1916, en Magnús hélt áfram með verslun sína og hafði einhvern búskap með. Svo gerðist það að Guðrún Þórey, kona Magnúsar, andaðist í desember árið 1918 og ári seinna dó Aðalsteinn sonur hans á berkla- hæli í Danmörku. Harmur Magnúsar var sár en þrek hans var mikið. Hann tók aftur við búi á Grund eftir að hafa leigt jörðina skamm- an tíma frændum sínum. Hann réð í fyrstu til sín ráðskonur en kvæntist öðru sinni, árið 1924, Margréti Sigurðardóttur, bráðmyndar- legri konu sem verið hafði kaupakona og seinna ráðskona hjá Magnúsi á Grund. Mar- grét var röskum 40 árum yngri en maður hennar. Þau eignuðust saman eina dóttur, Aðalsteinu Helgu, sem var á fyrsta ári þegar faðir hennar andaðist 18. júní 1925. Magnús Sigurðsson rak búskap á höfuð- bólinu öllu en nú er Grund skipt í tvær jarð- ir. Á Grund I búa félagsbúi Aðalsteina dóttir Magnúsar og maður hennar, Gísli Björnsson, og fóstursonur þeirra, Bjarni Aðalsteinsson, ásamt konu sinni, Hildi Grétarsdóttur, og fjór- um börnum þeirra. Ég spjallaði við Aðalsteinu þegar ég var á ferð í Eyjafirðinum fyrir skömmu. Að sögn Aðalsteinu var Grund skipt milli erfingja árið 1925 þegar faðir hennar dó. Ekkjan, Margrét Sigurðardóttir, og Aðal- steina dóttir hennar bjuggu áfram á'öðrum helmingi jarðarinnar en hinn helminginn erfðu tvær dætur Magnúsar frá fyrra hjónabandi, Jónína Ragnheiður og Valgerður, og sonar- sonur hans, Magnús Aðalsteinsson, sem bjó seinna á Grund II þar til árið 1947 að Snæ- björn Sigurðsson bróðir Margrétar keypti 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.