Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						einnig vegur hokkra menn fyrir Geiti.
Brodd-Helgi var jafnvel svo ófyrirleitinn að
hann hélt líkum þeirra manna sem hann
hafði drepið, en þó tókst Geiti með brögðum
að ná líkunum frá Hofi. „Að engu máli fékk
Geitir jöfnuð af Helga," segir hinn forni
meistari þegar frásögn er komið hingað.
Halla Lýtingsdóttir, systir Geitis og fyrrver-
andi eiginkona Brodd-Helga, er nú langt
fram komin og deyr heima í Krossavík
meðan bróðir hennar er í burtu. Hún hafði
þá stefnt Brodd-Helga til sín; hann kom en
vildi ekki vera þar næturlangt þótt hún
bæði þess. „Get ég að fæstir munu lúka við
sínar konur svo sem þú munt við mig,"
segir hin bráðfeiga kona við eiginmanninn
sem hafði látið hana eina.
Þó er enn ótalinn einhver ískyggilegasti
þátturinn í fari Brodd-Helga. Hann kinok-
aði sér ekki við að vingast við menn í hagn-
aðarskyni og brást illa við ef hann græddi
ekki nóg á vináttunní. Hann gerir sér dælt
við Digur-Helga, og þegar þeir hafa bundið
vinfengi sitt biður Brodd-Helgi nafna sinn
að takast óvinsælt stefnumál á hendur, en
því lýkur með þeim hætti að Digur-Helgi
og sökunautur verða vinir, enda er hvor-
tveggi hinn besti drengur. Það kemur engum
á óvart hvernig Brodd-Helgi bregst við:
„Mun nú Iokið vinfengi okkru," segir ójafn-
aðarmaðurinn á Hofi þegar honum skilst
að engin fjárvon er í vináttu þeirra. Eitt
sinn á alþingi hafði Brodd-Helgi notið lið-
veislu Guðmundar ríka og vann þá sigur á
Geiti. I annað skipti bað Brodd-Helgi Guð-
mund liðs að nýju en Guðmundur er tregur
„að veita honum lið á hverju þingi og óvin-
sæla sig við aðra höfðingja, en taka af hon-
um engi gæði í móti". Nú heitir Guðmundur
honum liðveislu með því skilyrði að „Helgi
skyldi gefa honum hálft hundrað silfurs".
En þegar Helgi hefur sigrað í málum sínum
neitar hann að gefa honum neitt og „kvaðst
eigi sjá að hann þyrfti fé að gefa í milli
vinfengis þeirra". Brodd-Helgi er einn af
þessum mönnum sem eru svo nískir að þeir
tíma ekki að rækja vináttu eða félagsskap,
enda fær hann'akveðin svör frá Guðmundi
ríka: „Það er þér illa farið; þarft annarra
ávallt en geldur eigi það er þú ert heitbund-
inn. En vinfengi þitt þykir mér lítils vert.
Mun eg og eigi oftar heimta þetta, enda
vera þér aldrei áð liði síðan." Jafnan ferst
þeim mönnum illa sem láta vináttu sína
fala við fé.
Eftir að vinskap þeirra Brodd-Helga og
Guðmundar ríka er lokið til hiítar, fer Geit-
ir til fundar við Guðmund „og býður honum
að taka fé til vinfengis. Guðmundur lést
eigi vilja hafa fé hans og kvað sér lítið um
að veita þeim mönnum lið er ávallt vildu
hinn lægra hlut úr hverju máli bera fyrir
Helga." I norðurför sinni sem áður var get-
ið hittast þeir Geitir og Guðmundur, og þá
mun Guðmundur hafa gefið Geiti ákveðið
loforð um liðveislu, þótt slíks sé ekki getið
í sögunni sjálfri. En áður en Geitir ræðst í
norðurför sína báru þingmenn hans saman
'ráð sín og þóttust ekki geta þolað lengur
ójafnað Brodd-Helga svo að þeir gáfu Geiti
úrslitakosti, annaðhvort að fara aftur heim
í Krossavík og snúast af hörku gegn Brodd-
Helga, „elligar munum vér selja bústaði
vora og ráðast í brottu, sumir af landi, en
sumir úr héraði". Mun þetta vera einsdæmi
í íslendingasögum að höfðingja eru gerðir
slíkir kostir.
Þótt eyða sé í Vopnfirðinga sögu, þá leyn-
ir sér ekki að Norðlendingar hafa stappað
svo stálinu í Geiti að nú verða þáttaskil í
sögunni, enda líður ekki á löngu áður en
hann fellir ójafnaðarmanninn Brodd-Helga,
fornvin sinn og mág. Þetta gerist í bardaga
þegar þeir eru á leið til þings. Nú rifjast
upp fyrir lesanda dómur Geitis um Helga
að „hann unni mér eigi að hafa himininn
jafnan yfir höfði sér sem hann hefir sjálf-
ur". Segja má að maður sem sýnir öðrum
svo mikið óréttlæti hafi fyrirgert fjörvi sínu,
enda fær Brodd-Helgi ekki lengur að.njóta
þeirra híminsgæða sem ölium dauðlegum
mönnum eru jafn heimul, snauðum jafnt sem
auðugum. Það mun hafa verið á sandinum
hjá Sunnudalsmynni að Geitir í Krossavík
synjaði goðanum á Hofi um rétt til regns
og sólar, enda hætti náttúran sjálf að þjóna
ójafnaðarmanni lengur.
Og nú er skammt til þess að bíða að
hefndir taki við. Bjarni Brodd-Helgason á
eftirmál eftir föður sinn og þiggur fébætur
í sætt, enda var málið örðugt viðfangs þar
sem föðurbani Bjarna var móðurbróðir hans
og fóstri. Þó rýfur Bjarni sættina og vegur
fósturföður sinn. „Og jafnskjótt sem hann
hafðí höggvið Geiti, þá iðraðíst hann og
settist undir höfuð Geiti, og andaðist hann
í knjám Bjarna...
Hófundur býr í Edinborg og er fyrrum prófess
or við háskólann þar.
Sveinn Dúfa í Myrkheimum. Vatnslitir og pastel, 1975.
Olli var eins og leiftur
á finnskri vetrarnótt
Nokkur orð um OLLI
LYYTTKAINEN,
flnnskan afburða
listamann, sem drakk sig
í hel fyrir þremur árum.
Sýning á verkum hans
stendur yfir í Listasafni
Íslandstil27. mai.
ýningar hér á landi á verkum lítt kunnra, en
afburða snjallra listmanna frá Norðurlöndum,
hafa leitt í íjós að Norðurlönd eru ekki þýðingar-
laus útkjálki eins og maður gæti ímyndað sér
af lestri alþjóðlegra tímarita um list og með því
Viktoría drottning III, vatnslitir, 1972.
M
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16