Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 5
 ÁGÚSTÍNA JONSDOTTIR Flótti Frá því þú komst inn í líf mitt hefur það verið flótti um völundarhús. Frá því ég kom auga á útgöngudyr hef ég hikað að ganga samhliða þér og óttast að læsast utan dyra. í dag hef ég spurt liggur leið út eða inn frá þér eða til þín? Hvert fer ég snúir þú baki við mér eða ég þér? Þankar Einn dag ferðu án þess að kveðja það segir mér hugur eitt kvöld virði ég þig fyrir mér festi mynd þína í minni — spyr breytast myndir eða ég? eina nótt munt þú vitja mín biðja fyrir óskir og ég sendi þær með morgunblænum. Hugnumin Það voru mistök mín að sjá ekki hvert hugur þinn stefndi áður en hann hertók mig mistök þín að fylla fang þitt þrá sem þú ræður ekki við — án mín! Höfundur er háskólanemi. til náms í Danmörku. Hann hlaut klassíska menntun, sem hann kunni að nýta sér og umbreyta alla sína tíð. Hann var opinn og einlægur gagnvart ólíkum myndmálum; einfaldar hefðbundin gildi í sína frum- drætti; snýr út úr evrópskri myndlistarhefð í primitífum verkum sínum og neitar sér ekki um að vitna til kúbismans. Þó svo að hann hafi ekki í raun tileinkað sér óhlut- læga myndgerði fyrr en á 6. áratugnum Ásmundur Sveinsson: Tröll, 1948. Höfundur verksins stendur við hliðina á því. þá hafði Sigurjón nútímalegri afstöðu til höggmyndalistarinnar en samtímamenn hans á íslandi. Þrátt fyrir að myndefnið sé fígúratíft og jafnvel táknrænt þá virðist efnið og myndræn lögmál höggmyndarinn- ar fyrst og siðast stýra gjörðum hans. Má því með sanni segja að Sigurjón sé, ásamt Ásmundi Sveinssyni, upphafsmaður mod- ernismans í íslenskri höggmyndagerð. íkurapóteki frá 1917-1919, Ólympíueldinn (1950) sem prýddi forsal Ólympíusýningar- innar í Helsinki 1952 og líkneski af Skúla Magnússyni landfógeta (1953) við Aðal- stræti i Reykjavík. Nína Sæmundson er fyrsta íslenska kon- an sem leggur fyrir sig höggmyndalist. Hún þótti einkar efnileg sem nemandi og tileinkaði hún sér snemma klassísk viðhorf og sótti lítt hvorki myndefni né form í íslen- skar aðstæður. Árið 1926 var henni boðið að sýna í Art Center í New York, þetta leiddi til þess að Nína flutti vestur um haf og settist að í New York og síðar Holly- wood og var búsett vestra til 1955 er hún sneri heim til íslands. Þekktustu verk henn- ar frá þessu tímabili er Afrekshugur frá 1931 er hún gerði fyrir hótel Waldorf- Astoria í New York og Á hverfanda hveli frá 1936. Nína Sæmundson er fulltrúi fyr- ir hina klassísku hefð í íslenskri högg- myndagerð. Þö merkja megi nokkrar ólíkar formgerðir á ferli Nínu þá eru myndverk hennar akademísk í allri útfærslu þar sem afgerandi línuáhersla, virðing fyrir klassískum hlutföllum og fágað yfirborð skilgreina myndefnið. Hún vann einnig að gerð bijóstmynda af þekktu fólki þar vestra, mótaði m.a. Hedy Lamarr og Peter Preuchen. Á fjórða áratugnum eru greinilega komnir fram tveir pólar í íslenska högg- myndalist. Annars vegar Einar Jónsson, Ríkarður Jónsson, Guðmundur frá Miðdal og Magnús Á. Árnason með sínar tákn- rænu og dulúðlegu myndir og síðar Gunnf- ríður Jónsdóttir. Og hins vegar Ásmundur Sveinsson og Siguijón Ólafsson, sem vísuðu veginn í átt til modernismans. Ásmundur •tileinkar sér í fyrstu fornklassiskan stil að hætti Milles; vinnur um tima út frá forsend- um kúbismans jafnframt þvi sem hann mótar mannamyndir í anda Despiau. Um miðjan fjórða áratuginn leggur Ásmundur sig fram við að bijóta niður og snúa út úr þeim akademísku gildum sem fram að þessu höfðu vísað honum veginn og verið hans grunnsannindi. Hann teygir og um- myndar formin og samsamar þau myndefn- inu líkt og kemur fram í verkunum Vatns- berinn og Járnsmiðurinn. Þessar formrann- sóknir listamannsins áttu síðan eftir að opna honum nýjar víddir í listinni. Og á 5. áratugnum fjarlægist Ásmundur hvers- dagsleikann í verkum sínum og leggur sig eftir myndefni úr íslendingasögunum. List- ræn gildi mannslíkamans verða aðeins fjar- lægur grunnur. Ásmundur virðist í þessum verkum sækja í formheim náttúrunnar og áhorfandinn skynjar fullkomlega samsöm- un sögunnar við landið. Tröllið er fjall. Og Sonartorrek er líkt og samsett úr klettum og dröngum. Það er sem vaxi fram í þess- um verkum uppruni listamannsins, minni hans og hugar-myndun bernskúnnar. Siguijón hafði notið handleiðslu Einars Jónssonar hér á landi áður en hann hvarf Marteinn Guðmundsson: Bjarnadóttir, 1943. Kristín Ríkarður Jónsson: Óiafur liijurós, 1949. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. JÚNi 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.