Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 9
I RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter Snefílefni í fóðri grasbíta á Islandi jurtum og dýrum er örlítið af nokkrum frumefnum sem lífverurnar geta alls ekki verið án. Slík efni kallast snefilefni. Ef þau eru ekki í nægu magni í fæðu dýra og manna veldur það-vanþrifum, alvarleg- um veikindum eða dauða. Sé aftur á móti of mikið af sumum snefilefnanna geta þau valdið eitrunum sem koma fram í heilsutjóni og jafnvel dauða. Snefilefni eru lífsnauðsynleg en geta verið baneitruð, ef of mikið er af þeim. Eftir ÞORSTEIN ÞOSTEINSSON Leggur úr kind. Beinhrönglið á leggn- um nefnist áhlæði og er af völdum flúor- eitrunar. 150 Fóður SELEN I BLOÐI KINDA Á HVANNEYRI 100 50 Okt. Jan. Mai Þau snefilefni sem einkum koma við sögu í fóðri íslensks búfjár eru jám, kopar, sínk, kóbolt, selen, joð og flúor og um þau verður íjallað hér. Lífsnauðsynleg snefilefni eru þó fleiri og má þar t.d. nefna mangan, molybd- en og króm. Mjög litlar líkur em á að þau skorti í fóður grasbíta hér á landi. Á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum hafa snefilefni verið rannsökuð næstum því frá að stöðin var reist árið 1948. JÁRN Af snefilefnunum í líkamanum er mest af járni og skiptir það grömmum eða jafn- vel tug gramma í einum stórgrip. Það er í blóðrauðanum sem ber súrefnið um líkam- ann. Skortseinkenni eru blóðleysi. Járn er ekki eitrað. Mikið er af því í jarðveginum, eða um 4-10%. í jurtum er einnig tiltölulega mikið af járni. íslenska grasbíta skortir sjaldan eða aldrei járn samkvæmt rannsókn- um á Keldum. KOPAR Kopar er lífsnauðsynlegur í nokkrum mæli en getur orðið banvænt eitur ef of mikið er af honum. Víða er frekar lítið af kopar í heyi á íslandi. Fremur vandalítið er að greina koparskort. Hann lýsir sér í fullorðnum skepnum sem blóðleysi og hárið upplitast og verður úfið og ljótt. Hér áður fyrr olli sjúkdómur í lömbum við sjávarsíðuna allmiklu tjóni. Þessi sjúk- dómur nefndist fjöruskjögur. Sjúkdómurinn lagðist á unglömb ef mæður þeirra höfðu gengið í fjöru um meðgöngutímann og af því var nafnið dregið. Miðtaugakerfi, eink- um heili lambanna var vanþroskaður og þeim sjaldan lífvænt. Þau reikuðu í spori eða voru ósjálfbjarga. Á sjötta áratugnum gátu vísindamenn á Keldum sannað að þetta stafaði af koparskorti og hægt var að koma í veg fyrir sjúkdóminn með því að gefa ánum koparlyf um meðgöngutímann. Þó að koparskortur sé sjaldgæfur hefur hann auk fjöruskjögurs fundist í kúm og kindum. SÍNK Sínk er nauðsynlegt fyrir heilbrigði húð- arinnar og sár gróa illa ef of lítið er af því. Ef mjög mikið er tekið inn af sínki er það eitrað. Það hefur verið mælt á Keldum, bæði í blóði búfjár og í heyi, og virðist vera rétt um það bil nóg af því. Það má þó ekki minna vera en varla hefur sínkskortur vald- ið verulegu tjóni hér á landi. Kóbolt Ef lítið er af kóbolti í jarðvegi verður lítið af því í jurtum og þá geta skepnur veikst af kóboltskorti. Kóbolt er þáttur í B bæti- efninu sem er nauðsynlegt fyrir blóðmynd- unina. Líkaminn safnar ekki kóbolti og verð- ur því alltaf að vera nóg af því í fóðrinu. Gerlagróður myndar síðan B bætiefnið í vömb dýranna. Ef skepnu skortir kóbolt verður hún blóðlaus og grindhoruð. Kóbolt- skortur og vanfóðrun þekkjast ekki í sundur af útliti skepnunnar. Ekki er talin hætta á því að kóbolt valdi eitrunum því aldrei er mikið af því í umhverfmu. Kóbolt í íslensku grasi hefur verið mælt allnákvæmlega á Keldum og er nær alls staðar nóg af því til að fullnægja þörfum skepna. Selen Það var ekki fyrr en 1958 að menn kom- ust að því að selen er lífsnauðsynlegt fyrir menn og skepnur. Lengi hefur verið vitað hve baneitrað þetta efni er í of stórum skömmtum. Það getur sums staðar orðið allmikið af því í jarðvegi en annars staðar er það mjög lítið. Á vissum svæðum í Bandaríkjunum er mikið af seleni í jarðveginum. Ákveðnar jurtir safna síðan efninu í sig. Þegar ríðandi menn tóku sér náttból á slíkum stöðum komu þeir oft að hestum sínum steindauðum að morgni. í öðrum tilvikum misstu klauf- dýr klaufir sínar og hross hófa og máttu skríða á hnjánum. Það var því von að menn yrðu hissa á því að þetta baneitraða efni væri ómissandi í næringu hverrar skepnu. Hér á landi er selenskortur nokkuð al- gengur í lömbum að vori. Þau verða veikluð og skjögrandi þótt þau virðist vel þroskuð. Við krufningu kemur í ljós að vöðvarnir verða ljósleitir á litinn. Erlendis er þessi sjúkdómur nefndur hvítvöðvaveiki. Á Keldum hefur verið rannsakað hvernig selen dreifist um náttúru íslands og hvernig það fullnægir þörfum skepná. Allmikið er af því í íslenskum jarðvegi enda batnar lömbum fljótt þegar þau koma út á gras úr húsi. Hrein taða, vaxin upp úr tiltölulega súrum jarðvegi, er selensnauð. í nágranna- löndunum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku er jarðvegur selensnauður og þar hafa sumir áhyggjur af selennæringu sjálfr- ar mannkindarinnar. Öll næring sem fæst úr sjó er selenrík, sennileg þó ekki um of fyrir þá sem neyta sjávarfangs. Þar eð Is- lendingar hafa nægan sjávarafla er varla rétt fyrir menn hér á landi að bæta við sig seleni þótt tæplega sé hætta á seleneitrun þó að neytt sé „hollefna" með seleni í. JOÐ Joðskortur hijáir stundum menn og skepnur inni á meginlöndunum langt frá Þversneiðar úr lambaheilum. Efst úr heilbrigðu Iambi, hinar úr Iömbum með fjöruskjögur af völdum koparskorts. hafi. Hitt kemur á óvart að lömbin í Þykkva- bænum fæðast stundum með skjöldungs- auka sem þykir öruggt einkenni joðskorts. Þá er skjaldkirtillinn úttútnaður og marg- faldur að þunga á við það sem eðlilegt er. Lömbin eru vanheil og drepast oft. Brjósk og bandvefur eru vanþroska. Þessi sjúkdóm- ur hefur verið rannsakaður á Keldum. Hugs- ast getur að taðan verði joðsnauð ef hún nýtur aldrei vinda af hafi um sprettutímann því joðið er fyrst og fremst í óhreinindum á grasinu. Joð er mjög eitrað í stórum skömmtum en vanalega er ekki svo mikið af joði að hætta sé á eitrunum. Flúor Flúor virðist nauðsynlegt fyrir tanngler- unginn og ef til vill önnur bein. Aldrei hef- ur verið rætt um flúorskort í sambandi við skepnur, hvorki hér á landi né annars staðar. í of miklu magni getur flúor aftur á móti verið eitraður. Bráðar flúoreitranir koma fram sem blæðingar í líffærum, efna- skiptatruflanir og jafnvel dauði. Langvinnar flúoreitranir lýsa sér í helti, aflöguðum tönn- um og beinum. Tennur misvaxa og fram kemur svonefndu gaddur. Eldgosin hafa dreift óhemju af flúor sem valdið hefur skæðum eitrunum í búfé. Fiúoreitranir voru rannsakaðar á Keldum í sambandi við Heklugosin 1947, 1970 og 1980. Einnig hafa komið fram langvinnar flúor- eitranir í kúm sem hefur verið brynnt að staðaldri með hveravatni. LOKAÖRÐ Magn snefilefna í umhverfí og fóðri er háð ýmsum skilyrðum svo sem efnasamsetn- ingu og sýrustigi jarðvegs, íjarlægð frá sjó, veðurfari og eldgosum. Hinir breytilegu þættir eru einkum veðráttan og eldgosin. Vegna þess að snefilefnin eru nauðsynleg fyrir líf og heilsu er brýnt að fylgjast vel með þeim í jarðvegi, gróðri og skepnunum sjálfum. Höfundur er lífefnafræðingur og starfar á Til- raunastöð Háskólans i meinafræði á Keldum. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 23. JÚNÍ1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.