Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 4
Ævistarf í íslenzkri tónlist JÓN LEIFS -mótunarár og mótbyr egar hlustað hefur verið á eitthvert tónverk í fyrsta skipti geta menn lagt tvær spumingar fyrir sjálfa sig: Hefur tónlistin skilið eftir ein- hver varanleg hughrif? Langar mig til að hlusta aftur á þetta tónverk? Sé unnt að svara báðum þessum spum- ingum játandi, má segja að þar með séu hafnar beinar viðræður við tónskáldið. Þess háttar viðræður verða í reynd oftast til þess að áhuginn vex, því að sálræni mælikvarð- inn á gæði er til muna jákvæðari og trygg- ari leið á vit hins óþekkta, heldur en sá, að menn spyiji sjálfa sig, hvað hrífi þá að bragði og fyrirvaralaust. Bráð hrifning er reyndar harla óáreiðanleg sökum þess, að það sem jafnan fellur vel í geð, er um leið hið gamalkunna — það sem menn þekkja hvað bezt. Algengust viðbrögð manna við tónlist Jóns Leifs (1899-1968) eru víst þau, að hún fellur mönnum ekki í geð undireins, en á hinn bóginn er í því sambandi hægt að svará tveimur ofangreindum spurningum skilyrðislaust játandi. Sá sem hlustað hefur á einhveija af tónsmíðum Jóns, mun að öll- um líkindum aldrei gleyma því. Vandkvæðin eru þau helzt, að það eru svo örfáir sem hafa haft tækifæri til að hlusta á tónlist hans. Þeir eru aftur á móti fleiri sem hafa heyrt á hann minnst, að minnsta kosti í föðurlandi hans, íslandi. Þegar norrænu músíkdagamir voru haldnir í Helsingfors árið 1964, var hljóm- sveitarforleikurinn Hekla fluttur. í blöðun- um var þá gert gys að tónverkinu og sú slúðursaga komst á kreik, að tónskáldið hefði sett fram þá kröfu að fjörutíu slag- Jón Leifs 1959. Þessi mynd af Jóni Leifs er sennilega tekin í Þýzkalandi árið 1917. Hann var þá 18 ára og hafði verið í Þýzkalandi um eins árs skeið. Jón Leifs nýtti allan sinn listræna sköpunarmátt til þess að lýsa í tónlist sinni lífsskilyrðum þjóðarinnar í landinu, sögulegum bakgrunni hennar og stoltri sjálfsvitund. í verkum sínum horfði hann gjarnan aftur til sögulegs uppruna, til Eddukvæðanna og íslendingasagna, til hnökrótts mynsturs rúnanna, hins hrjúfa hljómblæs norrænnar menningar og þeirrar tónlistar sem á rætur sínar beint hjá alþýðunni. Ritgerð úr sænska tónlist- artímaritinu Tonfallet eftir CARL-GUNNAR ÁHLÉN verksleikarar væru til staðar á hljómsveitar- pallinum við flutning verksins, en að hann hafi svo orðið að láta sér nægja tíu. Sann- leikurinn var sá, að hann hafði farið fram á að fá til flutningsins fjörutíu söngvara, þar sem í verkinu er kórkafli ad libitum, en sá kafli var felldur niður. Hvað sem því líður, þá voru gagniýnendur lítt hrifnir af verkinu og höfðu helzt á orði, að það væri ekki „í takt við tímann“, en það má reynd- ar til sanns vegar færa. Á þeim tíma, vel að merkja. Hinn 25. maí 1989 var Hekla flutt í fyrsta sinn opinberlega á Islandi. Á efnis- skránni voru að auki fimm önnur hljómsveit- arverk frá blómaskeiði listrænnar sköpunar á æviferli Jóns Leifs — árunum frá því um 1950 og fram til 1966. Hljómleikamir í heild voru helgaðir minningu tónskáldsins í tilefni af því að níutíu ár voru þá liðin frá fæðingu Jóns Leifs, en hann fæddist 1. maí 1899. Það var bandaríski fiðluleikarinn Paul Zukofsky sem stjómaði Sinfóníu- hljómsveit Islands á þessum minningartón- leikum. Jón Leifs andaðist fyrir 22 árum. EldfjallÍTónum Háreystin er mjög orðum aukin; Hekla glymur ekki hærr en hvert annað tónverk sem samið er fyrir hefðbundna sinfóníu- hljómsveit. Tæplega gat það heldur verið ætlan tónskáldsins að gefa einungis til kynna í músíkkinni, hve hátt drynur í gjós- andi eldfjalli. Hvernig á þá eiginlega að lýsa eldfjalli í tónum? Menn þurfa ekki að vera búsettir í Vest- mannaeyjum til þess að komast í skilning um, að gjósandi eldljall sýnir þeim eða því sem í námunda er, enga miskunn. Maðurinn stendur gjörsamlega máttvana andspænis mikilvirkni þess, og það murkar lífíð úr þeim sem búa þar nærri. Dag og nótt skýt- ur það gneistum, hristir sig, skekur og dryn- ur. Á hvaða andartaki sem er getur glóandi hraunið gleypt mann eða askan kæft allt kvikt. Það er þessa vanmáttarkennd sem Jón Leifs vill túlka í tónverki sínu, smæð manns- ins gagnvart náttúrunni. Þegar þessi tónlist sleppir loks tökum sínum á áheyrandanum eftir þijár svefnlausar vikur má vera að manni verði litið á klukkuna: Flutningur verksins hefur þá ekki einu sinni tekið tíu mínútur! Samt er það einungis síðasti þriðj- ungur hljómsveitarforleiksins sem á að lýsa sjálfu gosinu. Má ekki kalla þetta hreint meistaraleg tök — þennan hæfíleika tónskáldsins við að meðhöndla hugtakið tíma? Hvaða ófrávíkj- anlega lögmál skyldi það svo sem vera sem mælir svo fyrir, að allar náttúrulýsingar í tónum þurfí endilega að vera einhveijir þægilegir sveitasælutónar? í augum ferða- manna er náttúra íslands vissulega bæði áhrifamikið og heillandi sjónarspil hrikalegr- ar fegurðar, en íslendingum sjálfum er þessi sama náttúra hins vegar vægðarlaus kaldur veruleiki og náttúrufar Iandsins býr yfir stöðugri ógn við tilveru manna. Jón Leifs nýtti allan sinn listræna sköpun- armátt til þess að lýsa í tónlist sinni lífsskil- yrðum þjóðarinnar í landinu, sögulegum bakgrunni hennar og stoltri sjálfsvitund. í verkum sínum horfði hann gjaman aftur til sögulegs uppruna, til Eddukvæðanna og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.