Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Úr sögu Grundarstígs

Frá Kafteins-Gunnu

til Thorsbræðra

fyrri grein um Grundarstíg var fjallað um götuna milli

Spítalastígs og Bjargarstígs, en nú verður haldið

áfram að lýsa fólki og húsum við þessa hljóðlátu

götu í Þingholtunum í Reykjavík, sem sumir Reyk-

víkingar vita ekki einu sinni hvar er. Margir lista

menn komu við sögu í fyrri greininni en

þeir bjuggu ekki síður í suðurenda götunnar

eins og nú verður frá greint. Þar var reynd-

ar innan um og saman við annað skemmti-

legt fólk, en sumt ærið sérkennilegt.

Síðari hluti.

Bak við hús Thorsbræðra

var var stórt hesthús og

ikki skorti þjóaustulið,

Þar voru hestasvdnn,

einkabílstjórar,

sendisveinar og

vinnukonur. En í Sílóam

bjó Einar Benediktsson,

skáld, um tíma í pínulitíu

herbergi, þar sem ekkert

komst fyrir nema rúmið

hans. Þar lá hann oft illa

drukkinn.

EftirGUÐJÓN

FRIÐRIKSSON

ÞJÓFAFÉLAGIÐ

Á LITLA-BERGI

Á Grundarstíg 11 er mikið og myndarlegt

stórhýsi en þar var áður bær sem hét Litla-

Berg eða Syðsta-Berg. Þar var upphaflega

torfbær, reistur af Birni Bjarnasyni árið

1851 en seinna kom þar svo steinbær. I

dálitlu koti hjá Litla-Bergi bjuggu tvær

kvensur árið 1876, þær Níelsína Hansdóttir

og Guðrún Halldórsdóttir, kölluð Kafteins-

Gunna af því að hún hafði komist í náin

kynni við sjómenn af útlendum skipum. Þær

Níelsína og Kafteins-Gunna voru í kunnings-

skap við fleiri konur í bænum, sem misjafnt

orð fór af, svo sem Siggu tólfræðing, Gunnu

hálffullu og Gunnu Bergmann og skutu

stundum skjólshúsi yfir þær á Litla-Bergi.

Af þessum konum öllum er kostulegur

þáttu í Islensku mannlífi eftir Jón Helgason

ritstjóra. Eitt sinn var Níelsína á Litla-

Bergi yfirheyrð vegna óupplýsts stulds í

Veghúsum í Skuggahverfi, sem Veghúsa-

stígur er kenndur við. Segir svo frá þeim

atburði hjá Jóni:

„Saffg Níelnínu þótti grunsamleg og var

afpáðif að pra þjéfaleit hM hennj: vepu

lépegluhjenap eappins, Mmím Ápnason

eg Jón Sepgfipðinpp, senip jmm epinia

al MteBepgi: Pm §ta!lsystup vofu M heim

kemnap eg epugðu§t heleup illa viff hnýfmi

legpeglujijenanna: 8e?ðu þ»p allmitónnaðr

súg að þjonum réttvísinnaP, Og SÍÖkkti KaB^

eins-Gunna fyrir þeim ljósið svo að þeir

fengu ekki komið fram fyrirætlun sinni, því

að eldspýtur voru ekki við höndina. Pór þá

annar lögregluþjónninn til  bæjarfógetans

og fékk leyfi hans til þess að fresta þjófaleit-

inni til morguns, þar sem talið var, að bæði

þyrfti að rífa móhlaða og sundra heyi, ef

til hlítar skyldu kannaðir allir felustaðir á

Litla-Bergi. En ekki þótti ráðlegt að láta

konurnar leika lausum hala um nóttina, því

að við búið var, að þær bæru 'þá á brott

þýfi, er vera kynni í fórum þeirra. Voru því

menn settir til að vaka yfir þeim og gæta

þeirra um nóttina. En ekki er þess getið,

hvernig samkomulagið var í kotinu þá nótt.

Morguninn eftir var gerð rækileg leit.

Fannst þá koffort grafið í öskustó undir

hlóðunum, og var í því kjöt og nokkuð af

fatnaði, sem teitarmenn ætluðu, að þær

Níelsína og Gunna ættu ekki.

Við þennan fund féll Níelsínu allur ketill

í eld. Hún sá sér þann kost vænstan að

kannast við stuldinn í Veghúsum, og kvað

hún Kapteins-Gunnu hafa opnað skemmu

Ásbjarnar (Sæmundssonar) með verkfær-

um. Gunna sagði aftur á móti, að Níelsína

hefði leitast við að ginna sig til þjófnaðar

og lést sjálf lítið hafa komið við sögu. Smám

saman játuðu þær þó á sig þjófnað á eigi

færri en þrettán stöðum. Höfðu þær nálega

alltaf leitað fanga í hjöllum og skemmum

og einkum beitt þeirri aðferð að krækja í

fatnað út á milli hjallarimla. Vildi þó lengi

við brenna, að þær kenndu hvor annarri um

þær ávirðingar, er á þær sönnuðust."

Eins og áður sagði er nú stórhýsi á Grund-

arstíg 11 þar sem áður var Litla-Berg og

kofi þeirra Níelsínu og Kafteins-Gunnu. I

stórhýsinu þjuggu fyrr á öldinni ekki ómerk-

ari menn en Magnús Sigurðsson banka-

stjóri Landsbankans, Magnús Jónsson dós-

ent og alþingismaður og Friðrik Magnússon

kaupmaður en sá síðastnefndi var með efna-

gerð í húsinu og framleiddi þar Evu-vörur.

I kjallaranum á horninu voru verslanir, svo

sem verslunin Skálholt á þriðja áratugnum.

Áfast við stórhýsið á Grundarstíg 11 er

lítið og mjótt tvílyft hús. Þar bjó þýski lista-

maðurinn Dieter Rot, er hann var búsettur

á íslandi, og hafði mikil áhrif á íslenska lista-

menn. Hartn er nú meðal þekktari lista-

manna í Evrópu.

Á Grundarstíg 12 er nýlegt stórhýsi og

sjoppa niðri. Þarna var áður lítið verslunar-

hús sem dansk-þýski gyðingurinn Oben-

haupt reisti árið 1916 en íbúðarhús hans,

sem nú hýsir Borgarbókasafnið, er rétt fyr-

ir neðan. í verslunarhúsi Obenhaupts versl-

aði lengi Ágúst Thorsteinsson kaupmaður

en síðar Steinunn Pétursdóttir.

HÚSJÓNSTRAUSTA

Á Grundarstíg 15 eru tvö samhliða hús,

tvflyft steinhús norðar og einlyft múrhúðað

timburhús sunnar. Stór gluggi er á efri hæð

steinhússins og þar blasa við höggmyndir

inn um gluggann og utan á húsinu er fag-

Syðsti hluti Grundarstigs. Brána húsið er nr. 19. Þar bjuggu Stephensenar, enda var

það kallað Viðey. Fjær sést timburhúsið Skáli. Þar var aður Siggukot.

Lengst til vinstri er stórhýsið á nr. 11 þar sem áður var Litla-Berg. Þar gerðu þær Nielsína og Kafteins-gunna garðinn

frægan. Mjón húsið við hliðiaa var aðsetur listamannsins Dieter Rot meðan hann bjó á íslandi. Þá kemur hás Ríkharðs

Jónssonar myndhb'ggvara og stendur vinnustofa hans enn óhreyfð þó að Ríkharður sé fyrir löngu genginn til feðra sinna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16