Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Blaðsíða 2
I í víðáttu blámans etta ljóð er eftir Ruben Darío, eitt merkasta skáld Rómönsku Ameríku og upphafsmann módernisma í þeirri álfu og með vissum hætti einnig á Spáni. Sá módemismi lýsti sér ekki aðeins í endursköpun á listrænum búningi Hid örlögbundna Þýð.: Berglind Gunnarsdóttir og Sveinbjörn Beinteinsson Friðsælt er tréð sem finnur ekki til farsæll steinninn, hann kennir engra meina. Þyngsta böl og þjáning hörð er líf þrautin sú mest og skyldan verst að hugsa. Að vera til en vanta skil og átt að varast það liðnajafnt og hitt sem kemur. Komu dauðans kvíða fyrr en veit kvalinn aflífi, birtu þess ogskuggum. Aðskorta allan skilning, jafnvelgrun. Skammt þaðan frá sem líkams yndi blómstrar bíður ein gröf með greinum dauðafölum. Hulið með öllu hvert á svo að fara hvaðan var komið ekki séð né vitað. Um suður-ameríska skáldið RUBEN DARÍO Eftir BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR skáldskapar heldur einnig í afneitun á hefð- bundnum skilningi í trúmálum, heimspeki og stjómmálum fyrir og um síðustu alda- mót. Dario sagði eitt sinn sjálfun „Listin er ekki samsafn af reglum heldur samræmi duttlunganna." Með þeim orðum skildi hann e.t.v. á milli hefðbundins skáldskapar og módernisma í spænskumælandi heimi. y Kvæðið Hið örlögbundna orti Darío á þeim árum þegar lífið og dauðinn voru far- in að vega salt í vitund hans; fyrst kemur hið óhamda, blossandi líf, síðan angistin gagnvart dauðanum í kyrm, köldu alveldi sínu. Ruben Darío lifði sjálfur ekki langa ævi en þegar hann dó hafði hann reynt til hlítar flestar kenndir. Hann fæddist árið 1867 í bænum Metapa í Nicaragua og ólst að mestu upp hjá ömmu sinni og afa, en foreidrar hans skildu þegar hann var barn. Hann hóf ungur að ýrkja og þótti undrabarn í þeim efnum. Fyrstu kynni hans af stórborgarlífi voru þegar hann fór til Santiago, höfuðborgar Chile, og þar gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, tvítugur að aldri. Þessi bók hét einfaldlega Azul, eða Blámi, en titilinn sótti hann í skrif Victors Hugos sem hann hafði lesið og hrifist af („L’art c’est l’azur“). Þar með var ekki aftur snúið fyrir honum. Á næstu árum fór hann vítt og breitt um Rómönsku Ameríku, og bjó m.a. fimm ár í Buenos Aires, en aldamótaárið 1900 fluttist hann til Parísar, en þ'eirri borg bast hann sterkum böndum. Ekki lét hann þar við sitja heldur fór nokkmm ámm síðar til Madrídborgar þar sem hann starfaði á vegum utanríkis- þjónustu Nicaragua. Þá var þessi spænsk- og indíánaættaði sveitapiltur löngu orðinn heimsmaður og nafntogað skáld. A þessum tíma var hann stöðugt í ferðum á milli Rómönsku Ameríku og Evrópu sem þá var miðstöð menningar og lista í heiminum. Darío var alla tíð maður fullur mótsagna sem átti í stöðugu stríði við sjálfan sig og umhverfi sitt, og hann fór í margvíslegar áttir í skáldskap sínum. Hann var mjög áberandi í listalífi síns tíma og varð með sínum hætti einkennisskáld þessa tímabils í spænskri bókmenntasögu og iífi. I fyrstu bók sinni er hann undir áhrifum frá rómantísku stefnunni en í þeirri næstu, Prosas profanas, eða Vanhelgum kvæðum, rýfur hann böndin við náttúruna þótt ástin hafi verið og verði honum enn mikið yrkis- efni. En ljóð hans fyllast nú af framandi tónlist, nýjum, kliðmjúkum bragarháttum og „exótískum“ fyrirbærum, kentárum, svönum og grískum guðum og goðsagna- hetjum. Hann er ekki strangt til tekið skáld Ameríku heldur miklu fremur Evrópu, og hann hefur orðið fyrir áhrifum af frönsku skáldunum, svo sem Verlain. Brennandi sólar Mið-Ameríku gætir lítt í ljóðum hans. Vorið og haustið eru fremur ættuð frá Evr- ópu og litirnir sem honum eru hugleiknast- ir, blár litur Miðjarðarhafsins og bleikur og grænn litur sveitanna í Frakklandi, minna ekki á landslagið í Nicaragua. og fleira verð- ur framandlegt í ljóðum hans: Austurlönd sveija sig í ætt við goðsögur og ævintýrin um Sindbað sæfara og Aladdinlampann. Og Grikkland ljóða. hans verður eins og á klassískum tíma, samkvæmt hugmyndum endurreisnarmanna. Darío orti aðeins fáein pólitísk ljóð, þar á meðal kvæðið Til Roose- velts þar sem hann deilir á forsetann, „frum- stæðan og nútímalegan, einfaidan og flók- inn“, fyrir að seilast til yfirráða í suðuráif- unni. „Hann var kurteis eins og indíáni," sögðu mennimir í stórborginni Madríd og Sevilla um indíánablendingana sem komu frá spænsku nýlendunum í Ameríku. Þá „kurt- eisi“ má greina jafnt í kveinstöfum sem fögnuði ljóða Daríos; Hún á rót sína í særðu stolti og langvinni og þögulli þrá undirokaðs kynþáttar eftir sjálfstæði. En hún felur held- ur ekkert neitt sem máli skiptir, breiðir enga hulu yfir kjama ljóðanna. Að vera einlægur er að vera sterkur í nekt sinni skín stjaman skærast. S agði Darío sem sjálfur þótti ákaflega persónulegur í ljóðum sínum. Einlægnin er styrkur ljóða, samkvæmt honum, stjaman skín fegurst í nekt sinni, eða a.m.k. meðan hún klæðist ekki öðru en birtu sinni. Ruben Darío miðlar okkur sælu og angist lífsins í ljóðum sínum, fögnuði ástarinnar og þeirri nautn sem skynfærin miðla; þar er hið holdlega og dýrslega nátengt guðlegu eðli mannsins. Vandi hans felst fyrst og fremst í því að hafa glatað eðlisávísun dýrsins, vera slitinn úr tengslum við dýrið eða náttúmna í sjálfum sér. í skáldskap hans era hlæjandi greifynjur, safírblá vötn og svanurinn og Leda, þar era lofsöngvar til holds og ástar, en einnig blóð píslarvottanna og skuggi Satúrnusar á geð- veikrahælunum og spítölunum. Innst inni býr í skáldinu leynd ógn og ótti við hið óþekkta; dauðinn stendur því jafn nærri og lífíð. Þannig verður náið samspil á milli ákafrar leitar líkamans að unaði og þungbærrar sál- arangistar mannsins, og þar í felst ef til viil sérkenni og kraftur þessa merka skálds. Það vora fáir sem dýrkuðu lífíð jafnt og hann og fáir sem óttuðust jafnmikið hrörnun og dauða; þau örlög mannsins að verða að engu. Jafnvel í léttustu ljóðum hans leynist þráður harmsins og í yngstu Ijóðunum er iíka að finna skírskotun til lífsgleðinnar: „Skammt þaðan frá sem líkamans yndi blómstrar ...“, segir í áðurgreindu kvæði. Á Spáni hafði Ruben Darío mikil áhrif á þarlend skáld og um hann sagði Federico García Lorca á sínum tíma af þeirri ást og virðingu sem einungis miklum skáldum er gefíð að finna til kollega sinna, en Darío var raunar fyrirrennari hans: „Hann kenndi gömlu meisturunum og unglingunum af þeirri alheimsvisku og örlæti sem skortir svo mjög hjá skáidum í dag ... í langan tíma hefur ekki fyrirfundist í spænskri tungu önnur eins veislugleði orðanna eða þvílíkur brothljómur samhljóðanna, slík birta og form og hjá Ru- ben Darío.“ Þótt táknmál ljóða hans hafi síðan þokast fjær má finna í mörgum þeirra algildan sann- leika um kenndir mánns og tímabils. Octavio Paz frá Mexíkó sagði um hann: „Hvort sem menn líkjast honum eða ekki stendur hann nærri nútímaskáldum. Hann lagði granninn." „Það era ekki til neinir skólar, aðeins skáld," sagði Ruben Darío eitt sinn og það virðist eiga bærilega við um hann. Stefnurn- ar koma og fara, þær lifa sinn tíma og deyja síðan, en skáldið deyr ekki á meðan einhver man ljóð þess. Modernisminn sem skóli og stefna lagðist af með Ruben Darío. En hann lifði stefnuna samt af. Þótt Darío sjálfur hafi lifað með svo bráðum hætti sem raun ber vitni uppskar hann ríkulegan ávöxt í ljóð- um sínum. En slíkt er vitaskuld enginn leik- ur. Það skapar heldur ekki alltaf snillinga að ofgera sér í lífinu, eða þarf kannski snill- ing til þess? Það skyldu þeir athuga sem gefa meiri gaum að bóhemískum lifnaðar- háttum listamanna en hirða minna um það sem býr í verkum þeirra. Þeir sem ragla leikn- um saman við alvöruna og fá út úr því slétta tölu. Af því menn vita aldrei hvenær leikur- inn breytist í dauðans alvöru eða alvaran í tóman leik. Og það er ef til vill ekki fyrr en menn læra að sjá hið skáldlega í aðstæðum sínum, hvort sem þær markast af eymd eða velsæld, að það skiptir máli hvemig menn haga lífí sínu. Sá maður er sæll sem nær að bera höfuðið hátt þrátt fyrir allt það sem beygir hann og lætur hann lúta lágt. Menn eiga þar ýmissa kosta völ. Ruben Darío var maður sem gerði listina að lífi sínu og með vissum hætti lífið að list, eða reyndi það að minnsta kosti, og hann greiddi sitt verð fyr- ir það. Það var fyrri heimsstyijöldin sem batt enda á þann heim sem hann tiiheyrði og koilvarpaði mörgu fyrir honum og ýmsum öðrum. Síðustu árin sem hann lifði var hann illa farinn af víndrykkju og hinu ljúfa lífi, sem þá hafði snúist upp í andhverfu sína, og átti auk þess í miklum fjárhagsþrenging- um. Hann flýr að lokum frá París, sem fyrr- um hafði staðið honum hjarta næst, og snýr loks aftur til Nicaragua, uppgefinn til sálar og líkama. Þar deyr hann fljótlega eftir komu sína þangað árið 1916, fjörutíu og níu ára að aldri. En Ruben Darío lifir sig í ijóðum sínum; þau eru á sinn hátt vitnisburður, ekki aðeins um samtíma hans, heldur líka um það besta í manninum sjálfum. Og þar skiptir ef til vill mestu sú hvatning sem hann beinir til komandi kynslóða og æsku heimsins: að hún í'ari „í einu stóru vængjataki með árroðann til leiðsagnar/áfram inn í víðáttu blámans, ávallt afram!" Hcimildir: Historia de la litcratura hispanoameriamo: Jcan Franco og greinar cftir Jamie Torres Bodet og f. Rosales. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.