Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 2
Um Luis Buííuel Um þessar mundir sýnir Sjónvarpið í hverjum mánuði kvikmynd eftir spænska meistarann Luis Bunuel (1900-1983). Þetta eru sex af 32 myndum hans, og hafa tvær þeirra þegar verið sýndar. Hér gefst gullið tækifæri til að Innan skamms og síðan í hverjum mánuði mun Sjónvarpið sýna kvikmynd eftir spænska meistarann Bunuel. Hann sneiddi hjá tilfinningasemi, en skapaði yfirþyrmandi og óútskýranlega dulúð. rifja upp eða kynnast verkum kvikmynda- höfundar sem vafalítið er meðal sérstæð- ustu og frumlegustu listamanna þessarar aldar jafnframt því að vera helsti merkis- beri súrrealismans í kvikmyndagerð. Að Skera Upp Sálarlífið Árið 1929 hittast tveir ungir menn, Bunu- el og Salvador Dalí og ákveða að semja handrit að kvikmynd, sem síðar fær nafnið Andalúsíuhundur (Un chien andalou). Þeir gera það með þeim hætti að segja hvor öðrum drauma sína, festa þá niður á blað og hafna öllu rökrænu, sálfræðilegu og menningarlegu samhengi. Dalí hafði dreymt að maurar skriðu upp úr lófa sér. Draumur Bunuels varð að einu magnaðasta opnunar- atriði kvikmyndanna: Kona situr á svölum og horfir á tunglið. Maður, (sem Bunel leik- ur sjálfur), brýnir rakhníf. Þunnt ský rekur fyrir tunglið, þannig að það virðist skipta því í tvennt. Maðurinn með rakhnífínn geng- ur að konunni, glennir upp annað auga hennar og ristir það sömuleiðis í tvennt. Næstum hálfri öld síðar eru þeir Buftuel og Jean-Claude Carriére staddir á hóteli í Madrid. Buftuel vaknar eldsnemma á morgn- ana og rifjar upp drauma næturinnar. Stundum drekkur hann löturhægt Dry- Martini samkvæmt eigin uppskrift til að örva hugarflugið. Tveimur tímum síðar kem- ur Carriére niður, Buftuel segir honum AUGNARÁÐ SKORDÝRA- FRÆÐINGSINS Á unga aldri hafði Buftuel mikinn áhuga á skordýrum, og hann talaði oft um að sú bók sem hann tæki með sér á eyðieyju yrði Skordýrin eftir vísindamanninn Fabre. Eftir að hann fór að gera kvikmyndir lét hann svo um mælt að sumar persónurnar í mynd- um hans, sem oft eru helteknar kynferðis- legri þráhyggju og sérvisku, vektu áhuga sinn á sama hátt og ranabjalla eða sporð- dreki. Markmiðið væri ekki að vekja mærð- arlega hluttekningu með þeim og bjóða síðan upp á lausnir á borð við glötun eða sálu- hjálp, heldur að skilja forsendur þeirra. Það er einmitt í krafti þessa að því er virðist kalda hlutleysis „skordýrafræðingins" sem mynd eins og Tristana snertir manri svo djúpt. Og þetta kalda hlutleysi er ekki einungis að verki við persónusköpunina, heldur einn- ig í myndrænum stíl Buftuels, þar sem hnit- miðaður einfaldleiki situr í fyrirrúmi. Hann hafnar öllum sérstæðum sjónarhornum og fagurfræðilegri lýsingu. Þótt hann væri mikill tónlistarunnandi og aðdáandi Wagn- ers, var honum uppsigað við tónlist í kvik- myndum og hélt því fram að yfírieitt gegndi hún aðeins því hlutverki að bjarga á auðveld- an hátt atriðum sem annars hefðu ekkert tilfinningalegt gildi. Þá sjaldan hann notar tónlist, er hún ekki bakgrunnstónlist sem leitast við að falla að myndinni, heldur sjálf- stæður þáttur, í kontrapunkti, þ.e. í hróp- legri andstöðu við myndina, eða með ákveðna merkingarlega skírskotun, (sbr. stef úr Valkyrju Wagners sem hljómar í síðústu mynd hans, Girndin á sér óljóst takmark (Cet Obscur Objet du Désir). En einmitt þessi einfaldleiki, sem um sumt minnir á stíl heimildarmynda, gerir Ungar Myndir Gamals Manns Sjónvarpið sýnir nú fimm síðustu myndir meistarans gerðar á árunum 1969 til 1977 ásamt einni ívið eldri, Dagbók herbergis- þernu (Le Journal d’une femme de chambre), frá 1963. Þeim ma'skipta í tvo hópa. Þijár þeirra, Dagbók herbergis- þernu, Tristana og Girndin á sér óljóst takmark, eru byggðar á skáldsögum höf- unda sem stóðu honum nærri. Uppbygging þessara mynda er tiltölulega hefðbundin, þótt Bufiuel breyti ýmsum formerkjum í skáldsögunum, svo að þær öðlist nýja vídd. í hinum þremur, Vetrarbrautinni (La Voie Iactée), Ismeygilegum töfrum borgara- stéttarinnar, (Le Charme discret de ia bourgeoisie) og Vofu frelsisins (Le Fan- tome de la liberté), býr hann til laustengda atburðaflækju sem í Vetrarbrautinni er á hugmyndasögulegum grunni, en sem stjórn- ast í hinum tveimur af rökvísi draumsins: martraðarlegri endurtekningu eða gersam- lega splundraðri atburðarás. í þessum myndum má finna öll meginvið- fangsefni Bufiuels. Tristana, eina spænska myndin í hópnum, sýnir hversu nátengdur hann var ætíð föðurlandi sínu, þótt hann væri útlagi meir en helmingi ævinnar vegna andstöðu sinnar við Franco. (Raunar hafa sumir viljað túlka myndina sem svo að aðal- persónan Tristana sé persónugervingur Spánar, og þeir tveir menn sem takast á um hana og limlesta á óbeinan hátt séu fulltrúar andstæðra afla í borgarastríðinu.) Vetrarbrautin sýnir hversu kaþólsk trú og hinar ýmsu kennisetningar hennar voru honum ætíð hugstæðar, þó að sjálfur segði hann: „Ég er enn trúlaus, Guði sé lof.“ Fulltrúi trúleysingja í Vetrarbrautinni er Sade markgreifi sem Bunuel dáði á sama hátt og aðrir súrrealistar. í ákaflega skemmtilegri sjálfsævisögu sinni lýsir hann því hvernig mikil kynferðisleg bæling í upp- vexti varð til þess að hann varð opnari fyr- ir hamslausum kynjamyndum ástalífsins. Og það er umhugsunarefni að þeir tveir kvikmyndahöfundar sem lengst hafa skyggnst inn í afkima sálarlífsins og kyn- hvatarinnar, Buftuel og Hitchcock, hlutu Augnaráð skordýrafræðingsins: Buiiuel um þrítugt á Ijósmynd eftir Man Ray. Hverjum klukkan glymur; Catherine Deneuve í Tristönu. Eftir YIÐAR VÍKINGSSON draumana, og í sameiningu finna þeir þeim stað í kvikmyndahandriti. Andalúsíuhundurinn var fjármagnaður með peningum frá móður Buftuel, en nú eru þeir Bufiuel og Carriére að leggja drög að kvikmyndum sem eru gerðar innan „kerfís- ins“. Ogþað er ekkert sem segir að venjuleg- um kvikmyndaáhorfanda beri skylda til að kaupa sig inn á bíó til að horfa á drauma einhvers annars. í flestum tilfellum er því þannig varið, að sá sem vill segja frá draum- um sínum, ætti í rauninni sjálfur að borga sálfræðingi fyrir að hlusta á þá. En örfáum kvikmyndahöfundum hefur tekist að færa sér svo í nyt hið draum- kennda eðli kvikmyndalistarinnar að þeir geta skapað yfírþyrmandi og óútskýranlega dulúð, sem hittir á þann hátt í mark í undir- meðvitundinni, að enginn annar miðill getur leikið það eftir. Þessi dulúð, sem að mati Bufiuels var kjarni sérhvers listaverks, er gersneydd allri tilfínningasemi, móðursýki og tilgerð. Og þótt Bufiuel liafí varað við oftúlkunum á verkum sínum, er freistandi að leggja svo út af opnunaratriði Andalúsíu- hundsins að í því sé falskri innlifun á borð við að glápa á tunglið hafnað og augu manns opnuð í orðsins fyllstu merkingu (þ.e. með rakhníf) fyrir innri veruleika hlut- anna. honum kleift að skapa draumkenndan fárán- leika á mun áhrifameiri hátt en ef hann hefði beitt móðursýkislegri tilgerð. Jafnt draumar sem veruleiki eru í myndmáli Buftu- els blátt áfram, rétt eins og sofandi manni finnst ekkert eðlilegra en sú della sem hon- um er fyrir hugskotssjónum í svefni. í mynd- um hans frá Mexíkó þar sem hráslagalegt þjóðfélagsraunsæi var oft í fyrirrúmi, kom hann gjarnan draumsýnum fyrir mitt í þeim atriðum þar sem lýsingin á veruleikanum var sem óþyrmilegust og náði þannig fram hughrifum sem mögnuðu hvort tveggja upp. í síðari myndum slnum (þ. á m. þeim sem Sjónvarpið sýnir) hætti hann hins vegar að draga glögg skil milli draums og veruleika. Draumar, hugsýnir og veruleikinn eru fílm- uð á nákvæmlega sama hátt og mynda frá- sagnarfléttu þar sem t.d. eina persónu dreymir að aðrar persónur dreymi á svipað- an hátt og í Þúsund og einni nótt þar sem í miðri sögu hefst ný saga og í þeirri sömu- leiðis enn ein, og þannig koll af kolli. En frásagnarhæfileikar Bufiuels og skopskyn eru með þeim hætti, að áhorfandinn fyrtist aldrei við þótt hann sé leiddur á villigötur, heldur lætur sannfærast af „röksemda- færslu“ draumanna í myndunum á svipaðan hátt og hann meðtekur eigin drauma. báðir strangt uppeldi í kaþólskum sið og gengu í jesúítaskóla, meðan öðrum sem kennt var að það væri jafn eðlilegt að svala kynhvötinni og að drekka vatn, tekst ekki að gera ástalífið áhugaverðara á hvíta tjald- inu en það að drekka vatn. Að lokum er svo súrrealisminn alls staðar nálægur sem aflgjafi í þessu myndum. Halldór Laxness sagði í Skáldatíma um súrrealismann í bókmenntum að hann væri nú álíka fornfálegur og maður með lús í skegginu. Súrrealisminn í málaralist hefur goldið þess hversu margir hafa apað hann eftir. Þannig ganga hugmyndir Magritte og Dalí aftur í öðru hvoru tónlistarmyndbandi, og það sem eitt sinn veitti nýja sýn á heiminn, virkar nú sem klisja. Súrrealismi Buftuels virðist enn mjög í takt við tímann sbr. það að sá kvikmyndahöfundur sem nú er mest í tísku, David Lynch, leitar á mjög áþekkar brautir. Fyrir Buftuel var þó súrrealisminn fyrst og'fremst siðferðileg afstaða, en ekki ein- ungis leið til að vísa á bug því siðferðis- mati sem fyrir var. Og þessi afstaða sem blasir við í öllum myndum hans er kannski það sem áhorfendur þeirra munu lengst bijóta heilann um. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.