Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Blaðsíða 3
IPCTáHf H @ ® ® ® B H n E E ® S Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Forsídan Myndin er af Jóni E. Guðmundsson, hinum þjóðkunna brúðuleikhúsmanni og leikbrúðu- smið. Hann hefur skorið út úr birki skúlptúrinn á myndinni, sem hann nefnir „Stjórnandi hend- ur“ og ekki nóg með það, heldur hefur Jón gefið Reykjavíkurborg listaverkið. Ljósm.Lesbók/Sverrir. Necharev var hinn fullkomni og endanlegi byltingarmað- ur, sem gerðist mannleg ófreskja eftir eigin formúlu. í uppskrift hans segir m.a. svo: „Bylt- ingarmaðurinn er glataður maður. Hann sjálfur skiptir engu máli, tilfinningar hans, smekkur ogtengsl við aðra.“ Necharev var lýst sem valdasjúklingi gæddum ægilegum krafti. En byltingin étur börnin sín og Necharev endaði ævina á ömurlegan hátt, þegar hann var svelt- ur til bana af löndum sínum. íslandslist blómstrar ekki bara hér, heldur utan landstein- anna og sífellt er algengara, að íslenzkir mynd- listarmenn geri strandhögg erlendis, eða setjist þar að um tíma eða til frambúðar. Nú segir frá Gallery Islandi í Hollandi, frá sýningu Helga Arnar í Svíþjóð, sýningum Guðrúnar Kristjáns- dóttur í Svíþjóð og Finnlandi og loks fá sýn- ingu Nínu Gauta í París í vetur. RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR Úr Ijóðabréfi til Natans Ketilssonar - brot - Sælu, bið ég, hljóttu hér, hryggðin niður falli í strá, sjáðu miðann, sem að þér sendir iðuljósa gná. Sjálfur veiztu eg þér ann, eiða þarf ei leggja við. Þér ég skildar þakkir kann þitt fyrir síðast tilskrifið. Um ógeðfelldu orðin þar, út sem skipti höndin þín, aldrei meiri undrun var inntakandi sálu mín. Hvernin gaztu, — er það eitt undrun stærstu gegnandi, — sjálfur mér það sárið veitt, sem ei græða ert megnandi? Hver útbjó þig hreysti með, er hafðir aldrei fyrri þú, mig álengdar svona séð sárkvalda að fengir þú? ÖII þín töpuð elskuhót óskar þú mig kvelji hér, þínum vilja þvert á mót það skal gæfan stærsta mér. Hefði eg þénað himninum og hatað skemmdarráðin þín, ó, hvað glöð í andanum aftur liti sálin mín. Ektaskapar æru og trú allt veðsetti fyrir þig, af einni tröppu á aðra þú til ófarsældar leiddir mig. Ó, hvað sæla eg áleit mig, — enginn mun því trúandi, — þá fékk ég líða fyrir þig forakt lýða og hinna spé. Sá minn þanki sannur er, þó svik þín banni nýting arðs. Ó, hvað hefir orðið þér 'agnið tálbeitt Kiðjaskarðs. Þrátt þó sé ég, betur fer, — bý ég þeim að meinunum, — eta tamt er orðið þér af forboðnu greinunum. Síðan neyttir þeirra þú og þínum breyttir tryggða stig, ef aldrei veitti víf þér trú, veit ég eitt það gleddi mig. Nafni leyna mun ég mín, muntu vita það með sann. Enn sem fyrri er ég þín, ástum bundin geðs um rann. Þú miunt spyrja: auðs hver. Eir? eg til gegni: það er sú, er ævilangt, ef ekki meir, ófarsæla gjörðir þú, — hver þér framar öllum ann, og ill þú skaptir forlög sín og sem gleyma aldrei kann ódauðlegum svikum þín. Rósa Guðmundsdóttir, oft nefnd Vatnsenda-Rósa, fæddist í Fornhaga í Öxnadal 1795 og dó á ferð í Húnaþingi 1855. Rósa átti víða heima, en lengst af á ýms- um stöðum í Húnaþingi, þar á meðal á Vatnsenda í Vesturhópi. Hún átti frægt ástarævintýri með Natani Ketilssyni, sem er lokið þegar hún yrkir Ijóðaþréfið. Natan var ekki við eina fjölina felldur, mikill ævintýramaður, og var síðar myrtur. Löngum hefur það verið okkur íslendingum gleði- gjafi er nafnfrægir út- lendingar, sem sannan- lega er eitthvað í spunnið, hafa látið svo lítið að heimsækja landið. Sér- staklega þykja slíkar heimsóknir vel lukkaðar ef útlendingurinn lætur hafa eftir sér eitthvað fallegt um land og þjóð, SS. að náttúra landsins sé engu lík, þjóðin gestrisin með afbrigðum og stelpurn- ar okkar með ólíkindum fallegar. Slíkir smekkmenn eru óðara teknir í guða tölu og látnir fylla flokk manna sem gjarna eru kallaðir íslandsvinir sem þykir dýrmætur eiginleiki allra útlendinga. Að vísu er flestum ljóst að íslandsvinátta þessi hefur á stundum dregið dám af aum- ingjakærleik en slíka smámuni látum við okkur í léttu rúmi liggja. Nú á dögunum kom í heimsókn til okkar erlendur maður sem átti við okkur sérstakt erindi og brýnt sem mér þykir vart hafa verið nægur gaumur gefinn enda þjóðin upptekin af mörgum sínum vanda eins og þeim hvor væri betri Þorsteinn eða Davíð, hvort Guðmundur G. Þórarinsson kæmist á þing og öðrum tímamótamálum. Hinn erlendi maður, sem hér um ræðir, hefur lengi haft þungar áhyggjur af þeirri þróun sem tækni stórveldanna í veröldinni og hugsunarháttur hefur leitt af sér og er nú að breyta samfélögunum, sem mestu ráða, í slíkt víti að lýsingar fyrri manna á helvíti verða í samanburði við það eins og griðastaður eða orlofsheimili. Maðurinn heitir John Papworth, guðfræð- ingur, heimspekingur og hugsuður, breskur maður sjötugur að aldri en samt sem áður með allra yngstu mönnum sem ég hef kynnst. Kunnastur hefur Papworth líklega orðið fyrir að vera upphafsmaður hreyfingarinnar Fjórði heimurinn „Hið smáa er fagurt" (Small is beautiful). Nú ritstýrir hann geysigóðu tímariti sem heitir Forth World Review þar sem samtök- in Fjórði heimurinn kynna hugmyndir sínar. Tímarit þetta er lítið (í anda einkunnarorð- anna fyrrnefndu) og ljótt við fyrstu sýn en fagurt af innihaldi sínu, öfugt við flest íslensk tímarit sem falleg eru sem jólatrés- toppar við fyrstu sýn en missa allan glans þegar innihaldið er lesið. En hver er hann þessi fjórði heimur? Er ekki nóg að eiga þá þijá? Fjórði heimurinn er hugtak sem Papworth og skoðanasystk- ini hans hafa gefið smáþjóðum heimsins og þjóðarbrotum sem þeir telja að hafi mikils- verðu hlutverki að gegna á vorum dögum. Hugmynd þeirra er sem sé að stofna til samtaka þessara þjóða til að þær geti stað- ið gegn frekjulegri yfirráðastefnu stórþjóð- anna sem tekið hafa völdin á þjóðarheimil- inu með yfirgangi. Samtök smáþjóða eiga að kenna þessum risum betri siði, verða þeim fyrirmynd um breytta hætti svo að lífvænlegra verði á heimilinu. Eg átti því láni að fagna að hlusta á einn fyrirlestur Papworths eitt kvöld í marsmán- uði og hef ég sjaldan eða aldrei orðið vitni að jafnglæsilegum málflutningi. Þessi eld- hugi hreif alla fundargesti með sér og allir fundu glöggt að fjallað var um grundvallar- lögmál alls lífs á jörðinni, þá hættu sem nú steðjar að öllu eðlilegu lífi og þær úrbætur sem ekki verður lengur slegið á frest. I máli þessa glóðheita hugsjónamanns kom það skýrt fram að risaþjóðunum hefði tekist að skapa fyrstu ógeðslegu menning- una sem veröld okkar hefur kynnst, menn- ingu þar sem ljótleiki, sóun, mengun og mannhatur leika aðalhlutverkin. Einkum gerði hann harða hríð að stórborgunum sem risaþjóðirnar lögðu grunninn að. Sýndi hann fram á það að slíkar tröllabyggðir ættu lítið skylt við samfélag manna eins og hugtakið samfélag vaéri frá öndverðu hugsað, raunar hrein andstæða þess, mannfjandsamlegar og ógnun við allt eðlilegt og heilbrigt líf mannanna og þá samkennd milli fólks sem ætti að hefja okkur hærra en dýr merkurinn- ar. Aðspurðurtaldi Papworth Reykjavík enga undantekningu. Hún væri miklu líkari flótta- mannabúðum en samfélagi sem fólk gæti gert sér að góðu. Hins vegar taldi hann okkur íslendinga sérstaka lukkunnar pam- fíla eð eiga alkalískemmdir sem hann taldi beinlínis ómissandi fýrir stórborgir. Benti hann fundargestum á að líkast til myndu alkalískemmdir fyrr en varði leggja t.d. kirkjuskrímslið á Skólavörðuholtinu í rúst og fleiri óvætti úr steinsteypu sem síður en svo gerðu höfuðborg okkar vistlegri og mik- ill fengur væri að jöfnuðust við jörðu. Mátti glöggt finna að Papworth öfundaði okkur talsvert af slíku umhverfismeðali sem hann taldi alkalí vera. í hnotskurn eru hugmyndir þeirra, sem treysta á mátt fjórða heimsins, afar einfald- ar. Ogæfa heimsins er sú mest að við höfum lent {tröllahöndum. Risar hafa tekið völdin og allur hugsunarháttur gengur út á risa- stærðir. í slíkum samfélögum er lýðræði orðið skrumskæling upphaflegu hugmynd- arinnar um völd lýðsins. Hann hefur glatað völdunum í hendur einhverra hrikalegra bákna þar sem steindauðir þrælar starfa með þarfir báknsins einar í huga en ekki þegnanna. í öðru lagi hafa völdin færst til einhverra hagsmuna- og valdaklíka sem engin leið virtist að henda reiður á, hvað þá að sigrast á. Fulltrúar fólksins, sem það fær að kjósa með jöfnu millibili, virðast fremur vera athyglissjúkir fjölmiðlafíklar en þjónar þeirra er trúðu þeim fyrir lífi sínu og kjörum. Við slíkar aðstæður situr lýður- inn með hendur í skauti og starir á hrylling- inn eins og bíómynd og getur lítt að gert. Risabáknin eiga nú sök á slíkum sjúkdómum manns og náttúru að vandséð er nú þegar hvort þeir verða nokkru sinni læknaðir að fullnustu. Smáþjóðirnar eru vitaskuld í sífelldri hættu. Þær standast ekki tröllin, apa vitleys- una upp eftir þeim og glata þjóðmenningu sinni um leið og villimennska í alis kyns myndum verður eitt megineinkenni þeirra. Boðskapurinn er einfaldur. Þeir sem nú á elleftu stundu vilja breyta lífinu á jörðinni manninum og öllu iífi í hag verða að snúa bökum saman og í sameiningu ráða bug á risabáknum ómennskunnar og reisa síðan á rústunum smærri einingar sem einhver leið er að sjá yfir. Þannig munu menn eignast virkt lýðræði í stað hryggðarmyndarinnar sem við nú köllum lýðræði, kærleikur milli manna mun dafna í stað mannhaturs og ofbeldis sem nú blasir við og samband manns og náttúru mun breytast í vináttu í stað haturs. Fyrir þessu brýna verkefni vilja þeir Fjórðaheimsmenn treysta smáþjóðunum sem enn eru ekki heillum horfnar. Við eigum að verða spámenn og lærifeður. Við eigum að bjarga heiminum frá glötun, sagði John Papworth, ekkert minna. Og svei mér þá ef mér finnst það ekki verðugt verkefni. Á leið minni heim eftir þessa eldmessu varð mér hugsað til þess að það er víst ár og dagur síðan ég hef hlustað á ræðumann sem hefur haft eitthvað að segja sem skipti raunverulega máli. Samt er ég alltaf að hlusta á stjórnmálaniennina okkar. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. APRÍL1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.