Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Li'l'i    I   í i  • . ..  ¦  '  i   ; I  i > i
*,:•   .-* '
¦,?;
Höskuldsstaðir í Laxárdal. Auður djúpúðga hafði gift Þorgerði sonardóttur sína Kolli, sem verið hafði í fylgdarliði hennar
og fylgdi henni í heimanmund Laxárdalur allur. Sonurþeirra var Höskuldur, faðir Hallgerðar langbrókar og Olafs pá, og
bjó hann á Höskuldsstöðum. Sonur Ólafs pá og Þorgerðar, dóttur Egils Skallagrímssonar, var Kjartan, ein aðalpersónan
í Laxdælu.
Myndin er eftir Collingwood.
Þeim var ek verst...
Lítið eitt um Laxdælu
M
„Hvað Laxdælu varðar
tel ég, að meginþráður
sögunnar sé sann-
sögulegur og enginn vafi
er á því, að aðalpersónur
sögunnar voru til.
Hinsvegar er
höfundurinn ekki að
skrifa sagnfræði. Hann
leitar víða fanga og lætur
hið skáldlega og
rómantíska fá að njóta
sín fram yfir það, sem
yant er í flestum öðrum
íslendingasögum."
eðal þeirra fornsagna okkar, sem vakið hafa
athygli og fengið nokkra umfjöllun er Lax-
dæla saga. Er það að verðleikum, því að
sögunni má hiklaust skipa í flokk með okk-
ar best rituðu íslendingasögum svo sem
Njálssögu, Egilssögu og Gunnlaugssögu
ormstungu og hefur Laxdæla saga þó að
nokkru leyti sérstöðu á meðal annarra forn-
rita. Fyrstu kaflar sögunnar greina frá ætt
og uppruna landnámskonunnar og kven-
skörungsins Auðar djúpúðgu, en hún var
dóttir Ketils flatnefs, sem hafði verið ríkur
hersir í Noregi. Svo segir í Landnámabók,
að eftir fall eiginmanns síns, Ólafs hvíta
konungs í Dýflinni, fór Auður með Þorsteini
rauð syni sínum til Suðureyja. Þorsteinn
gerðist þar mikill herkonungur og vann
meðal annars hálft Skotland, en Skotar
héldu ekki sætt þá, sem Þorsteinn gerði við
þá og féll hann þar í orrustu, Auður var þá
EftirBenedikt
Benediktsson
á Katanesi, er hún spurði fall sonar síns.
Lét hún þá gera knörr í skógi á laun og fór
síðan að leita íslands. Hefur hún sennilega
ekki átt annarra kosta völ, en fara úr landi.
Þorsteinn rauður hafði átt sjö börn með
konu sinni Þuríði, systiir Helga magra, sex
dætur og einn son. Á leiðinni til íslands
giftir Auður tvær dætur hans en hinar fjór-
ar, þegar til íslands kemur. Auður kom að
landi á Vikarsskeiði, sem er líklega það
sama og síðar var kallað Hafnarskeið, vest-
an Ölfusárósa. Þaðan fór hún til Helga bjól-
an bróður síns, sem Landnáma og Kjalnes-
ingasaga segja búsettan á Hofi, en Lax-
dæla saga á Esjubergi á Kjalarnesi. Helgi
bauð henni til sín með helming liðs síns,
en Auður hafði haft á skip sínu tuttugu
frjálsa karla auk kvenna. Auður vildi ekki
tvístra liði sínu og fannst lítilmannlega boð-
íð. Fór hún þá til Björns austræna bróður
síns, sem bjó í Bjarnarhöfn á norðanverðu
Snæfellsnesi. Þekkti hann skaplyndi systur
sinnar og bauð henni til vetursetu með allt
Sælingsdalstunga í Sælingsdal. Þar bjuggu Guðrún Ósvífursdóttir og Bolli Þor-
leikssson eftir víg Kjartans Ólafssonar, segir í Laxdælu. Eftir víg BoIIa hafði
Guðrún bústaðaskipti við Snorra goða á Helgafelli og bjó hann síðan í Tungu á
meðan hann lifði.
Mynd: Collingwood.
fplk.^ittj ogJ4 hýn, þa.ð. y,Qrjð, efth; hélt
Áuður ferð sinni áfram og nam ekki staðar
fyrr en við botn Hvammsfjarðar. Hún lét
þar bæ reisa, er síðan heitir í Hvammi og
bjó þar. Landnám Auðar náði allt frá
Skraumuhlaupsá í Hörðudal að Dögurðará
á Fellsströnd.
Auður djúpúðga er sannkölluð drottning
landnemanna í Dölum. Hjá henni sameinast
mildin og umhyggjan fyrir fylgdarliði sínu
og krafturinn og kjarkurinn, sem hún sýnir
eftir fall sonar síns. Hún deilir síðan út landi
til samfylgdarmanna sinna með móðurlegri
umhyggju. Þegar Auður stofnar til sinnar
síðustu veislu, er hún heldur brúðkaup Ól-
afs feilan, yngsta barns Þorsteins sonar síns,
þá er síðasta umsjá hennar í veisluskálanum
sú, að hyggja að því, að alþýðu manna
skorti ekki munngát. Gekk hún síðan út úr
skálanum og andaðist næstu nótt. Laxdæla
segir svo frá, að um Auði hafi verið orpinn
haugur og hún lögð þar í skip, en í Sturl-
ungabók Landnámu stendur, að hún var
grafin í flæðarmáli, sem hún hafði fyrir
sagt, því að hún vildi eigi liggja í óvígðri
moldu, er hún var skírð. Hér kemur líklega
fram sú trú, að úthafið helgist af vatni Jór-
dans, þar sem frelsari kristinna manna var
skírður.
Þegar sannleiksást Sturlu er höfð í huga
og að Landnáma er skrifuð sem sögulegar
staðreyndir, er eðliiegra að fara eftir því,
sem þar stendur. Systur Auðar, þær Þórunn
hyrna kona Helga magra og Jórunn manri-^
vitsbrekka, komu einnig til íslands. Öll
munu þau systkin hafa tekið kristna trú,
nema ef til vill Björn austræni, enda er tal-
ið að hann hafði dvalið miklu skemur vestan
hafs en systkini hans. Auður djúpúðga nem-
ur hér land árið 890 eða í nánd við það,
en bræður hennar nokkrum árum fyrr.
Höfundi Laxdælu er einkar ljúft að grein-
ar frá ættfræði og ættartengslum og virð-
ast þær frásagnir vera byggðar á traustum
heimildum. Þannig er þess nákvæmlega
getið hvaða mönnum Auður djúpúðga giftir
sonardætur sínar fjórar, sem koma með
henni til íslands. Einnig er getið gjaforðs
dætra Óiafs feilan. Frá Olafi er annars lítið
sagt í sögunni nema að hann bjó í Hvammi
og gerðist ríkur maður og höfðingi mikill.
Það sama má segja um son hans Þórð gelli,
sem átti frumkvæði að skiptingu landsins í
fjórðunga og setningu fjórðungsdóms. Syst-
ursonur Ólafs feilan var Þorsteinn surtur,
sem fann upp sumaraukann. Laxdæla segir
frá því, að Þorsteinn var að flytja sig búferl-
um frá Þórsnesi að Hrappsstöðum í Laxár-
dal, þegar hann drukknaði á Breiðafirði.
Var hann þá að flýja yfirgang frænda sinna
Barkar digra og Þorgríms föður Snorra
goða, sem mikið koma við sögu í Gísla sögu
Súrssonar.
Sá maður sem einna mestrar virðingar
naut í fylgdarliði Auðar til íslands hét Koll-
ur og var hann hersir að nafnbót. Auður
gifti honum Þorgerði sonardóttur sína og
fylgdi henni í heimanmund Laxárdalur allur
og settu þau bú saman fyrir sunnan ána.
Var Kollur síðan nefndur Dala-Kollur. Son-
ur hans, Höskuldur, tók við búi, er faðir
hans andaðist. Var bærinn við hann kennd-
ur og nefndur Höskuldsstaðir. Þorgerður
móðir hans var þá enn á besta aldri. Fór
hún til Noregs og giftist þar öðru sinni.
Hét hann Herjólfur og var auðugur og mik-
ils virður. Sonur þeirra var Hrútur, sem
talsvert er frá sagt í sögunni. Hrútur virð-
ist hafa verið afbragðs maður á margan
hátt. Um skeið er allstirt á milli þeirra hálf-
bræðranna; sem kemur til'af því að Höskuld-
ur vill ekki gjalda Hrúti móðurarfinn, sem
hann virðist þó eiga fullt tilkall til. Eftir
nokkur vígaferli hefur Hrútur sitt mál fram
með fulltingi Jórunnar konu Höskuldar, en
hún var dóttir Bjarnar landnámsmanns í
Bjarnarfirði á Ströndum. Alkunn er frásögn-
in í Njálu um samband þeirra Gunnhildar
kóngamóður og Hrúts og álög þau, sem hún
leggur á hann að skilnaði. Ekki munu þau
álög hafa náð til nema fyrstu konu Hrúts,
sem var Unnur dóttir Marðar gígj'u, en frá
Hrúti og Unni er vandlega sagt í Njálu.
Barnalán Hrúts með tveim seinni konum
sínum virðist hafa verið mikið. Alls eru í
Landnámu nefnd tuttugu börn Hrúts. Lax-
dæla greinir svo frá: „Sextán sonu átti
Hrútur og tíu dætur við pessum tveim kon-
um. Svo segja menn að Hrútur væri svo á
þingi eitt sumar að fjórtán synir hans væru
með honum. Allir voru gjörvilegir synir
hans."
Af börnum Höskuldar stendur Ólafur pái
lang fremst. Hann er víða nefndur í sögum,
enda er mikil ætt frá honum komin.
í Kristnisögu er Ólafur talinn meðal
helstu höfðingja á Vesturlandi, þegar Þor-
valdur víðförli boðaði hér kristna trú. Hös-
kuldur átti Ólaf ekki með konu sinni, heldur
með hertekinni ambátt, sem hann keypti á
ferð sinni úti í Noregi. Svo vel leist honum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16