Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Jafetshús á horni Bræðraborgarstígs og Túngötu stendur enn með góðum sóma
og sömuleiðis skúrinn fyrir ofan (tv.) þar sem forðum voru sett upp leikrit og
Gvendur dúllari skemmti. í steinviðbyggingu á bláhorninu hefur um áratuga-
skeið verið rekin sjoppa. Stóra steinhúsið á neðra horninu er Holtsgata 1. Þar
var lengi verslunin Aldan.
Bræðraborgarstígur 35 og 37. Efra húsið var kallað Tómasarhús eftir Tómasi
Jónssyni skútuskipstjóra en neðra húsið er Bergskot.
Ur sögu Bræðraborgarstígs
Þar skemmti
Gvendur dúllari
imburhúsið nr. 18, sem var rifið fyrir nokkrum
árum, var ýmist kallað Miðhús eða Guðmundar-
hús, þar bjó á síðustu öld Þórður Þórðarson
sem kallaður var Þórður kæfa en síðar Guð-
mundur   Guðmundsson,    kallaður   Gvendur
strolla. Gvendur strolla vann í físki, tuggði
mikið skro svo að tóbakstraumarnir láku
niður úr munnvikunum og var í'skógörmum,
alltof stórum sem hann dró á eftir sér. Enn
síðar bjó á nr. 18 Guðmundur Guðjónsson
skósmiður og organisti, faðir Olivers prent-
ara og tónskálds.
Á Bræðraborgarstíg 19, á hinu horninu,
stendur steinhlaðið hús með brotnu þaki og
virðist heldur lágt undir blokkinni sem gnæf-
ir yfir. Þetta er Miðdalur og hann byggði
einn af sérkennilegustu íbúum götunnar,
„Þegar Guðmundur
dúllaði settist hann
niður, krosslagði
fæturna, hallaðist fram á
vinstri olnbogann, stakk
fingri í vinstra eyrað og
tók svo til. Um leið og
karl söng var neðri
skolturinn á sífelldu iði,
og flngurinn titraði í
eyranu".
EftirGUÐJÓN
FRIÐRIKSSON
Jón nokkur Guðmundsson, sem allir Reyk-
víkingar þekktu undir nafninu Jón smali.
Hann var einn af vatnsberum bæjarins allt
þar til vatnsveitan kom 1909. Guðmundur
Bjarnason bakari minntist Jóns smala einu
sinni í viðtali við Vilhjálm S. Vilhjálmsson
og sagði þetta m.a. um karlinn:
„Sagt var, að Jón hefði eitt sinn verið
að draga sig eftir stúlku, sem var hjá Hall-
dóri Daníelssyni bæjarfógeta og ráðist í að
byggja steinhúsið til þess að ganga betur í
augu henni, en hún vildi hann ekki samt,
og fékk hann aldrei konunnar. Hann leigði
Miðdal, en hafði sjálfur herbergi í húsinu.
Hann vann að vatnsburði fyrir fólk og
gegndi ýmsum erindum fyrir það. Hann
hafði kerru og tunnu á og man ég til dæm-
is að hann stundaði vatnsburð fyrir Halldór
Kr. Friðriksson, Halldór Daníelsson og
Sveinbjörn. — Jón hafði og mikla kartöflu-
Miðdalur á Bræðraborgarstíg 19 er steinhlaðið hús með brotnu þaki og virðist
því ekki hafa verið ætluð mikil framtíð þegar blokkin var byggð yfir. Þetta hús
reisti Jón smali, einn af vatnberum bæjarins.
Blómsturvellir á nr. 31 er lítið timbur-
hús sem stendur nú í skugga gríðarmik-
ils grenitrés. Fyrir ofan sést í gaflinn
á Jafetshúsi.
garða við Miðdal og seldi kartöflur. Hann
var frábær dugnaðarmaður og samvisku-
samur, en samansaumaður, má t.d. nefna
það, að hann átti heima hjá sér stóran og
myndarlegan klæðaskáp, sem hann hafði
þó ekkert við að gera. Tók hann þá upp á
því að leigja fólki afnot af skápnum og tók
nokkra aura fyrir hver föt. En þó að Jón
væri samansaumaður, þá var ágætt að heim-
sækja hann, og gaf hann þá alltaf portvín.
Hann átti sjakket, sem ég sá hann aldrei í
og hann átti sæmilegt húsgagna. Það var
siður hans að halda veislu um hver jól og
hafði þá kaffi og kökur auk víns til veit-
inga. Menn komu oft fram við Jón eins og
hann væri hálfgerður fáráðlingur, sem ég
álít að hann hafi alls ekki verið. Hins vegar
virtist eins og honum stæði alveg á.sama
hvernig menn komu fram við hann, aðeins
að hann hefði eitthvað upp úr sér."
Því má bæta við að Jón smali gekk jafn-
an með hattkúf og hafði rauðan vasaklút
bundinn yfir hattinn og undir hökuna. Þeg-
ar Jón smali í Miðdal á Bræðraborgarstíg
19 lést haustið 1916 fylgdu margir af helstu
borgurum bæjarins honum til grafar. Kom
þá í ljós að hann hafði arfleitt Fiskimanna-
sjóð Kjalarnesþings að öllum eigum sínum
en sjóður sá var ætlaður til styrktar ekkjum
drukknaðra manna.
ÞORSTEINN PÁLSSON
ÆTTAÐURAF
BRÆÐRABORGARSTÍGNUM
Húsið á Bræðraborgarstíg 20 reisti Pétur
Bjarnason skipstjóri upp úr aldamótum og
Sveinn Sveinsson húsið nr. 21 rétt fyrir alda-
mót. Á nr. 23 eru Eiðsstaðir og var þar
upphaflega steinbær, reistur árið 1884. Þar
bjó lengi Jón Guðmundsson skútukarl, sem
þekktur var af mikilli aflasæld, og kona
hans, Þórunn Einarsdóttir frá Skólabæ í
Suðurgötu. Dóttir þeirra var Ásta og hún
reisti steinhúsið á nr. 23A ásamt manni
sínum, Þorsteini Árnasyni vélstjóra. Þau
voru amma og afi Þorsteins Pálssonar, al-
þingismanns og er hann því ættaður af
Bræðraborgarstígnum í móðurætt.
Á nr. 24 var reistur myndarlegur torfbær
árið 1883 sem kallaður var Holtastaðir eða
Pálmabær eftir eiganda sínum Pálma
Pálmasyni. Núverandi hús nr. 24 var kallað
Kristinshús og þar bjó Þórbergur Þórðarson
rithöfundur í kjallaranum um skeið á árun-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16