Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 5
 •1 Það er 9. júlí, 1361 og við vitum það eitt, að fréttaritarinn hét Snjólfur og var þann dag stadur á Grund í Eyjafirði og húnvetnski annálsritarinn fékk skilmerkilega sögu í hendur, því hrikalegir atburðir höfðu orðið. góða grein fyrir Smið og ferli hans á ís- landi. Bardaginn á Grund var háður nóttina eftir Seljumannamessu aðfaranótt 9. júlí 1361, skömmu áður þann 18. júní var Smið- ur að tugta Sunnlendinga, þá lét hann á Lambeyjarþingi, skammt frá Breiðabólstað í Fljótshlíð, hálshöggva Árna Þórðarson sem var einn helsti höfðingi sunnanlands og var ásamt þremur öðrum hirðstjórum í nokkur ár fyrir 1360. Það fer ekki hjá því að hin heiftarlegu viðbrögð Norðlendinga á Grund verði rakin til aftöku Árna Þórðarsonar. Fáorðir annálar geta andláts Kristínar Þórðardóttur árið 1375* 2 3 4 * 6 7 * * * * 12, Kristínarnafnið er þá nær óþekkt á íslandi utan hvað það var þekkt sem tökunafn í nunnuklaustrunum. Nafnið var hinsvegar áberandi í norsku konungsættinni. Næsta kona sem ber Krist- ínamafnið á íslandi er Vatnsfjarðar-Kristín dóttir Bjöms Jórsalafara og Sólveigar Þor- steinsdóttur. Ekki er fráleitt að telja Vatns- fjarðar-Kristínu bera nafn Kristínar Þórðar- dóttur. E.Bj. telur föður Áma hirðstjóra Þórðarsonar vera Þórð Kolbeinsson sem 22. febrúar 1375 er staddur á Fellsmúla á Landi þar sem hann kaupir af Ólafí Þorsteinssyni jörðina Fellsmúla ásamt miklu lausafé fyrir Höfðabrekku og Kerlingardal í Myrdal.13 Ólafur Þorsteinsson er þekktur úr heim- ildum, systir hans er vitað að var Sólveig kona Bjöms Jórsalafara en synir Ólafs vom Árni mildi Skálholtsbiskup og Hallur sem átti fyrir konu Ragnhildi dóttur Eiða-Páls Þorvarðarsonar. Ég tel fullvíst að Kristín Þórðardóttir hafí veri kona Þorsteins Kolbeinssonar og systir Áma hirðstjóra Þórðarsonar, böm þeirra em Ólafur sem er að taka við ættar- eignum af afa sínum þegar hann selur Fellsmúla. Það gerist trúlega í kjölfar þess að móðir hans Kristín hefur dáið í ársbyijun 1375. Sólveig er dóttir Þorsteins og Kristínar, kona Bjöms Jórsalafara, hún er einhver víðförulasta kona sem sögur fara af á fyrri öldum, hefur kannað lönd allt frá Græn- landi í norðri til Jórsala í suðri (Jersúsal- em). Sem frekari staðfesting á ættfærslu Sólveigar er að Auðkúlueígnir hálfar komu fram í eigu þeirra Kristínar dóttur Sólveigar og Þorleifs Ámasonar, en hálfar Auðkúlu- eignir keyptu þau af Ásgeiri Ámasyni sýslu- manni og konu hans Guðfinnu Þorgeirsdótt- ur.14 Hér er þá komin skýringin á því að Þor- steinn Kolbeinsson, sem hefur verið fluttur fyrir löngu úr Hunaþingi á eignir móður sinnar á Rangárvöllum og hefur búið á Fellsmúla, er staddur í orrahríðinni á Grund. Hann er að hefna mágs síns Árna Þórðar- sonar auk þess sem hann er að beijast gegn óbilgjörnu erlendu valdi sem ætlar að svínbeygja íslendinga. Það liðu 14 ár þar til eftirmálum bardag- ans á Grund var ráðið til lykta. í anná- lsbroti frá Skálholti er sagt við árið 1375:16 „Þing id mikla í Eyafirði í Spaldhaga komu þar saman sundlendingar um Smids mal. var Smidr orskurdadr bota madr af Þorsteine Eyiolf syni a alþingi.“ Fátækleg annálsbrot, stutt frásögn í sögu Lauretiusar og brot úr máldögum gefa litla mynd af manninum Þorsteini Kolbeinssyni. Þó ræð ég af því sem ég hef raðað saman að hann hafi verið á ýmsan hátt eftirtektar- verður, trúlega glæsimenni og hvers manns hugljúfí eins og sonarsonur hans Árni mildi Ólafsson. Hann hefur verið hugprútt hraust- menni sem ekki þoldi yfirgang og órétt- læti, þess vegna var hann staddur í Grundar- bardaga. Hann hefur verið mikill trúmaður, það má ráða af viðbrögðum hans við bann- setningu Lauretiusar biskups. Þorsteinn- Kolbeinsson hverfur okkur sjónum þar sem Snjólfur fréttamaður lýkur kvæði sínu16: kilpr herdi haugg hialm gridr taugg vel huors ok hrein rett holld sem bein med þunga þraut þegn falla laut hiors neytti hagr. her falli bragr. Moðurætt Þorsteins Kolbeinssonar er að hluta þekkt, hann var Oddaveiji, langafi hans var Filipus Sæmundsson á Stórólfs- hvoli. Faðir Þorsteins var Kolbeinn Bjarna- son sem kallaður var Auðkýlingur. Eins og hér var vikið að fyrr var Kolbeinn herraður 1301. Hann var drepinn 1309 fyrir það að hafa látið kveða „flím“ um Oddaveijann Karlamagnús Magnússon Andréssonar17. 1310 segir Gottskálksannáll frá því að Karlamagnús hafi verið veginn af Þórði Kolbeinssyni.18 * Synir Kolbeins Auðkýlings og Guðrúnar Þorsteinssonar voru auk Þorsteins Benedikt á Auðkúlu og þá var Þórður sonur Kolbeins og líklega sonur Guðrúnar. Faðir Kolbeins Auðkýlings var Bjarni bóndi á Auðkúlustöðum, einn af stórbænd- um Húnvetninga um 1260 og einn þeirra sem sóru Hákoni gamla Noregskonungi skatt árið 1262. Föðumafn Bjama er hvergi nefnt, og ekki auðséð hverrar ættar hann hefur verið. Tannsonareki Það er líklegt að þeir sem sóru Hákoni konungi skatt 1262 hafi verið af ættum þeirra sem höfðu farið með goðorð á íslandi. Lúðvík Ingvarsson gaf út árið 1986 rit sem heitir „Goðorð og goðorðsmenn". Rit Lúðvíks er eitt merkasta rit sem gefið hefur veirð út um þetta efni og hlýtur að teljast til grundvallarrita sem skrifuð hafa verið um þjóðveldið. Hjá Lúðvík kemur fram að hann telur að goðorð það sem Sturlunga kennir við Mel í Miðfirði hafí verið hið forna goðorð Víðdælinga15. 1210 á Þorgils Kálfsson á Mel goðorðið en skömmu seinna er það komið í eigu Snorra Sturlusonar ásamt heimildum á Mel í Miðfirði. Lúðvík telur að Þorgils hafi dáið barnlaus og því hafi Snor- ri komist að Mel. Ég tel að Bjarni á Auðkúlustöðum hafi verið kominn af þeim Melmönnum en af öðrum ættlegg en Þorgils Kálfsson. Föður- ætt þeirra Melmanna, Snorra Kálfssonar og Bjarna skálds Kálfssonar, er ókunn. Ekki fer hjá því að föðumafn Snorra og Bjama vísi til Kálfs skálds Mánasonar sem Landnáma getur um og segir afkomanda Hólmgöngu-Mána sem nam land út á Skaga á þeim slóðum sem þeir bræður Þorsteinn og Benedikt Kolbeinssynir áttu mikil reka- ítök. í Þorgils sögu og Hafliða, þar sem segir frá sættum þeirra Þorgils Óddasonar og Hafliða Mássonar, segir:20 „gaf Þorgils Hafl- iða virðulegar gjafar, stóðhross fimm saman og fíngurgull og feld hlaðbúinn er honum hafði gefíð Sigríður dóttir Eyjólfs Snorra- sonar goða austan frá Höfðabrekku er átt hafði Jón Kálfsson.“ Sú tilgáta hefur verið sett frám að Melmenn hafi verið sonarsynir Jóns Kálfssonar og Sigríðar á Höfðabrekku. Lúðvík Ingvarsson hafnar tilgátunni með þeim rökum að þá hefðu þau Snorri Kálfs- son og Ólöf Þorgilsdóttir Oddasonar verið fímmmenningar og ekki mátt eigast sam- kvæmt ákvæðum festaþáttar Grágásar.21 Ekki er hægt að hafna rökum Lúðvíks en hins vegar gátu Melmenn verið af Jóni Kálfssyni komnir og þá annarri konu en Sigríði Eyjólfsdóttur. Éins er ekki endilega af sögunni að ráða að Jón hafi búið á Höfða- brekku. Ég tel að Jón Kálfsson hafi verið fyrri maður Sigríðar Eyjólfsdóttur, en seinni maður hennar ókunnur hafi búið á Höfða- brekku. Þeir Benedikt og Þorsteinn Kolbeinssynir hafa samkvæmt fornum skjölum átt ásamt öðrum hlut í rekum norður á Skaga sem heita Tannsonareki og Ólöfarpartar. I skjali sem talið er frá 1320 en ég hefi hér fyrr talið líklegt að væri a.m.k. áratug yngra, segir:22 „Þesse ero riett hualskifti j uijkum ath ollom hual sie skift j helminga tekr annann lut uijkalond enn odrum hlut skal skifta j þria stadi. tekr einn benedikt oc þorsteinn. annann hafnarlond oc kalld- rane ath helmingi huort. hinum þridja hlut skal skipta j þria stadi. tekr einn hlut uyka- lond annan hafnarlond. þridia bryniolfr oc er þad tannsona reki.“ Mannsnafnið Tannur er nær einstætt í, fornum bókum og Tannsona er getið í Sturl- ungu. Þegar Sturlunga segir frá deilum Miðfirð- inga og Víðdælinga þá eru taldir upp þeir sem helst koma þar við sögu m.a. segir:23 * „Sá maður var í Miðfírði er Tannur hét, son Bjama Kálfssonar. Hann var orðillur og orti og níðskár. Engi var hann mannasætt- ir.“ Ennfremur segir. „Þá hófu Víðdælir það spott er þeir kölluðust gera meri úr Miðfírð- ingum. Ög var Þorbjörn Bergsson hryggur- inn í merinni en Gísl bróðir hans gregurinn en synir Gísls fæturnir, Ólafur Magnússon lærið en Tannur Bjarnason arsinn. Hann sögðu þeir skíta á alla þá er við hann áttu af hrópi sínu.“ Þá segir Sturlunga frá því að í herför Sturlu Sighvatssonar á hendur Órækju frænda sínum að menn Sturlu hafi drepið Rögnvald son Tanna Bjarnasonar.2J Mér er nær að halda að Tannsynir þeir sem rekinn á Skaga er kenndur við hafí verið synir Tanns Bjarnasonar og að Bjarni á Auðkúlustöðum hafí verið einn eða annar Tannsona. Eins og fyrr er getið þá var Tannur son- ur Bjarna Kálfssonar, líklega þess sem nokkrum sinnum kemur við sögur í lok tólftu aldar. í Sturlu sögu getur Bjarna í hópi stuðningsmanna Einars Þorgilssonar.25 Þá segir frá því i Prestasögu Guðmundar Araonar að Bjarni nokkur Hallsson hafi mætt á mannamóti „og margir Miðfirðingar með honum“.26 Það er líklegt að hér sé um misritun eða mislestur að ræða og hér hafi Bjarni Kálfsson verið á ferð. Sverris saga segir frá því að Bjarni Kálfs- son hafi verið með Bárði Guttormssyni og er tilfærð eftir hann ein vísa.27 Ekki er ósennilegt að Bjarni hafi verið einn heimild- armanna Karls ábóta Jónssonar þegar hann ritaði Sverris sögu. Þegar litið er á vitnisburð Sturlungu um kveðskap Tanns Bjarnasonar sem var níðskárr og orðillur og þá einu vísu sem tilfærð er eftir Bjarna Kálfsson og er kerkn- isvísa, þá koma í hugann örlög Kolbeins Auðkýlings sem var drepinn fyrir að hafa látið kveða flím um einn af fyrirmönnum landsins. Kannski Kolbeini hafí kippt í kyn- ið og hann hafi ort flímið sjálfur. Rekinn Ólöfarpartar, sem þeir bræður Kolbeinssynir eiga hlut í, gætu verið kennd- ir við Ólöfu Þorgilsdóttur konu Snorra Kálfs- sonar á Mel. Og hefðu þá komist í eigu Bjarna á Auðkúlu eftir dauða Þorgils Kálfs- sonar. Þegar ég dreg saman niðurstöður þessara bollalegginga, þá er Þorsteinn Kolbeinsson kominn af Kálfi skáldi Mánasyni í beinan karllegg á þennan hátt. . A. Kálfur skáld Mánason orti kvæði um Knút Danakonung helga Sveinsson sem dó 1086. Sonur Kálfs Mánasonar Jón. B. Jón Kálfsson, seinni kona hans Sigríð- ur Eyjólfsdóttir á Höfðabrekku í Mýrdal. Sonur Jóns með fyrri konu Kálfur. C. Kálfur Jóiisson ? á Mel í Miðfirði. Kona hans gæti verið af ætt Odds Ófeigs- sonar en í Bandamanna sögur er Snorri Kálfsson sagður afkomandi Odds. Synir Kálfs, Snorri goðorðsmaður á Mel giftur Ólöfu Þorgilsdóttur Oddasonar og Bjarni skáld. D. Bjarni skáld Kálfsson bóndi í Mið- firði, líklega kaupmaður og dvaldi um tíma með Bárði Guttormssyni föður Inga kon- ungs Bárðarsonar. Sonur Bjarna hefur ver- ið Tannur skáld. E. Tannur skáld Bjarnason bóndi í Mið- firði, synir Tanns Rögnvaldur, drepinn í Kópavík 1236, og Bjami bóndi á Auðkúlu- stöðum. F. Bjarni bóndi Tannsson ? á Auðkúlu, fylgismaður Gissurar Þorvaldssonar, einn þeirra manna er sóru Hákoni gamla Noregs- konungi skatt 1262. Tvígiftur, synir, með fyrri konu Árni bóndi í Asi í Hegranesi og fylgdarmaður Gissurar Þorvaldssonar. Með seinni konu Kolbeinn Auðkýlingur. G. Kolbeinn Auðkýlingur Bjarnason ridd- ari og bóndi á Auðkúlu. Hann hefur aldrei verið jarl á íslandi, heldur mun annar mað- ur tengdasonur Égils Sölmundarsonar í Reykholti hafa haft jarlsnafnið sem viður- nefni. Kona Kolbeins var Guðrún Þorsteins- dóttir Halldórssonar frá Stórólfshvoli. Synir þeirra Benedikt á Auðkúlu og Þorsteinn. Þórður var sonur Kolbeins en ekki er víst að hann hafí verið sonur Guðrúnar. H. Þorsteinn Kolbeinsson bóndi á Holta- stöðum og síðar á Suðurlandi, Fellsmúla eða Stórólfshvoli. Kona Kristín Þórðardóttir systir Árna hirðstjóra Þórðarsonar. Börn þeirra Sólveig kona Björns Einarssonar Jór- salafara og Ölafur. Höfundur er formaður verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði. 'Flateyjarbók VI. b. útg. 1945 prentv. Akraness bls. 357. 2Byskupa sögur III. b. Isl.sagnaútgáfan Laurentiusar saga bls. 109-111. 3Sturlunga saga útg. Svart á hvítu bls. 751. 4ísl. æviskrár V. b. T-Ö bls. 210. *ísl. fornbr. 11. b. bls. 453. 6Biskupa sögur III. b. Laurentiusar saga bls. 113/ 7ísl fombr. II. b. bls. 492. •ísl. fombr. II. b. bls. 766-67 Nr. 489. •ísl. fornbr. II. b. bls. 835 Nr. 518. ’°ísl. fornbr. III. b. bls. 276. Nr. 231, bls, 279, 284. "Saga tímarit Sögufélagsins árg. 1974. Árni Þórðarson, Smiður Andrésson og Grundar-Helga. ,2ísl. ann. Gustav Storm Gottsk.ann. bls. 363. 13ísl. fornbr. III. b. bls. 291-93. Nr. 237. "ísl. fornbr. III. b. bls. 292-93. Nr. 353. “Jsl. ann. Gustav Storm. Skálh.ann. bls. 229. »ísl. ann Gustav Storm. Flateyjarann. bls. 410. 'Tísl. ann. Gustav Storm. Flateyjarann. bls. 391. '"ísln ann. Gustav Storm. Gottsk.ann. bls. 342. ,9Goðorð og goðorðsmenn LI. III. b. bls. 280-305. '"'Sturlunga saga, Svart á hvítu. I. b. bls. 46. 2,Goðorð og goðorðsmenn LI. III. b. bls. 300-301. »ísl. fornbr. II. b. bls. 492. 23Sturlunga saga, Svart á hvítu. I. b. bls. 247-48. 2,Stulunga saga, Svart á hvítu. I. b. bls. 379. “Stulúnga saga, Svart á hvítu. I. b. bls. 72. 26Stulunga saga, Svart á hvítu. I. b. bls. 116. *TFlateyjarbók III. b. bls. 212. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. ÁGÚST 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.