Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Skagenmálararnir
sögðu hipp hipp húrra
agen er lítið þorp á nyrsta odda Danmerkur, þar
sem Skagerak og Kattegat mætast. Þetta er
fallegasta náttúrusvæði Danmerkur, túristar
koma þar í þúsundum á hverju ári. Vindurinn
feykir sandinum fram og aftur svo landslagið
Myndir
Skagenmálaranna bera
með sér rómantískt
viðhorf og svipmót löngu
liðinna daga. Þeir settust
að á Skagen um 1830 og
tímabilið nær fram til
1920. Málverkin sem þar
urðu til, hafa sérstöðu í
norrænni myndlist.
Eftir ASGEIR
HVÍTASKÁLD
er sífellt í breytingu. En staðurinn er fræg-
ur í listasögunni því þar lifðu og störfuðu
hinir svokölluðu Skagenmálarar. Frá 1830
til 1920 máluðu þeir myndir sem áttu eftir
að verða ógleymanlegar. Nálægð hafsins
og hinn áhyggjulausi lifnaðarháttur gaf
þeim innblástur, en fyrst og fremst var það
hið sérstaka ljós sem dró þá þangað. Hvítar
sandstrendur, blátt haf og heiður himinn
gefur sterka birtu, en það er eitthvað alveg
sérstakt við ljósið. Sagt er að það komi svo
mikil birta frá hafinu. Algeng mótív voru
stúlkur á ströndinni í sumarkjólum og fólk
við dagleg störf. Einkenni myndanna er
sólskin og gleði. „Hipp, hipp, húrra", er elsk-
að málverk um allan heim, þar sem lista-
mennirnir sjálfír skála á gleðinnar stund.
Áhrifaríkt málverk sem hefur sjálfstætt líf.
Vegna þessara málverka er litla þorpið
Skagen miðpunktur bæði fyrir listamenn
og almenning. Þangað hjólaði ég, inn á
milli sandhólanna, ákveðinn í að upplifa
þessa heimsfrægu birtu. Dekkin sukku í
sandinn og svitinn lak af beru bakinu. Sólin
bakaði hvern vöðva.
Það var stór hópur af málurum sem hélt
til á Skagen en þeir sem eru minnisstæðast-
ir eru; P.S. Kröyer, Christian Krohg, Micha-
el Ancher og Viggo Johansen. Christian
Krohg var norskur málari, frægur fyrir að
mála hinn óbreytta vinnandi mann og hús-
mæður við dagleg störf. En það hafði aldr-
ei verið gert á þessum tíma. Michael Anch-
er kom frá Bornholm og giftist stúlku frá
Skagen sem átti einnig eftir að vera dugleg-
ur málari; Anna Ancher. Kaupmannahafn-
armálarinn Viggo Johansen málaði líka góð-
ar myndir. Listmálarinn og skáldið Holger
Drachmann  var  eftirminnilegur  persónu-
Anna Ancher á
leið heim afakrin-
um; eftir mann
hennar, Michael
Ancher.
leiki. En allra frægastur varð Kröyer, flest-
ir þekkja myndir hans „Sumarkvöld á Skag-
en" og „Hipp hipp húrra".
Ég nálgaðist Skagen og djöflaðist yfir
sandhólana. Hjólið rann til í sandinum svo
ég datt kylliflatur. Það sást engin skógur
bara lyng og runnar, bert eins og á ís-
landi. Andvari kom frá hafinu. Sand skóf
yfir gamla atburði. Leyndardómur fortíðar-
innar lá undir fótum mínum. Hvað sandur-
inn geymir getur aðeins fantasían gefið liti
og form. Um þessa hóla höfðu málararnir
ráfað í leit að mótívum.
Rétt fyrir utan Skagen stendur gömul
kirkja niðurgrafin í sandinn. í gegnum árin
hefur sandi blasið yfir hana svo aðeins kirkj-
uturninn stendur upp úr. Furðuleg sjón. Á
hverjum sunnudegi þurfti að moka frá aðal-
dyrunum svo hægt væri að messa. Að lokum
gafst fólkið upp og kirkjan sökk í sandinn.
Enn þann dag í dag þjónar turninn sem
sjómerki.
¦ Skagen er eldgamall bær sem hefur ætíð
verið í hættu vegna sandblásturs og storma.
En sandfuglinn kemur samt hvern morgun
í fjöruna og fólkið hefur ekki flúið enn.
Höfn kom ekki fyrr en 1907 og fyrir þann
tíma drógu fiskimennirnir báta sína á land
með handafli upp í sandfjörurnar. Þeir biðu
eftir lagi og drógu bátana undan bröttum
bárunum, eins og á íslandi í gamla daga.
í dag eru 14.000 manns búsettir á staðnum.
Þarna eru mörg málverkasöfn og hús gömlu
meistaranna eru varðveitt.
Ég kom þeisandi inn á gamlar steini lagð-
ar göturnar, sandurinn hristist af dekkjun-
um. Þetta er lítill bær, með litlum gulum
húsum. Ég sá bakarí, búð slátrarans, osta-
búð, vínstofur, ilmurinn laumaðist ofan í
maga. Alls staðar voru þessi litlu gulu
múrsteinshús með rauðum leirþökum; göm-
ul skipstjóra- og stýrimannahús. Eitthvað
alveg sérstakt andrúmsloft snerti mig.
Ég gekk um málverkasalina á stuttbux-
unum, innan um hina túristana. Þeir tóku
ljósmyndir af hverju málverki lá við, en ég
vildi lifa mig inn í verkin, taka ljósmyndir
í huganum og geyma minninguna þar. Þarna
voru myndir af fískimönnum, hauststorm-
um, börnum að leik á ströndinni, yfirgefnum
bátum. Sá stórt málverk af fiskimönnum
sem ekki komust á sjó því stormurinn rass-
skellti hafíð; litlu húsin stóðu í skjóli í trjá-
görðum sínum. Ég gat séð í svip þeirra
hvað þeir voru að hugsa. Konur á strönd-
inni, konur á akrinum, konur við störf. Einn-
ig voru margar myndir af sjálfum málurun-
um við vinnu sína. Ég sökk inn í málverk-
in, lifði mig inn í atburðina. Fannst eins og
ég þekkti þetta fólk og þennan glaða lifnað-
arhátt og samheldni.
Það sem umhverfíð hafði upp á að bjóða
á þessum tíma fönguðu málararnir með
penslum sínum og olíulitum; handa okkur
sem erum eftirlifandi, stórkostlegt, æðislegt.
Ef maður hugsar um það þá er það merki-
legt að þarna á safninu er fólkið á málverk-
unum nákvæmlega eins og það var fyrir
100 árum. „Þar sem enginn eldist", eins
og Drachmann segir í söng sínum.
Loks kom ég að stóru myndinni þar sem
aílir Skagenmálararnir skála standandi við
langborð. Þetta var „Hipp, hipp, húrra".
Að vísu var þetta ekki frummyndin; hún er
í Listasafni Gautaborgar. Það lá við að ég
heyrði hlátursköll þeirra og fyndi ilminn frá
trjágarðinum. Málverkið kallaði á hið glaða
líf. Eg gleymdi mér algjörlega, hvarf aftur
í tímann, heyrði raddir og ...
Michael Ancher kom fyrstur. Hann kom
árið 1874 til að mála sjómennina. En hann
varð hrifinn af birtuni og gjöfulum mótívum.
Hann staldraði við, skálaði með fiskimönn-
unum, heyrði sögur um skipsströnd og
storma, og fékk innsýn í líf þeirra. Sjálfur
bjó hann hjá kaupmanninum sem var stuðn-
ingsmaður listarinnar. I húsi kaupmanns-
fjölskyldunnar þjónaði til borðs 15 ára göm-
ul stúlka sem hét Anna. Hún átti eftir að
veða kona hans.
í bréfi til vinar síns í Kaupmannahöfn
segir hann svo frá:
„Hvað það gleður mig að þú að lokum
hefur valið Skagen fyrir þitt vinnustúdíó
næsta sumar. Hefðir þú bara vitað hversu
nálægt óskalandi málarans þetta Túle er,
þá hefðir þú aldrei hikað svo lengi. Vatn í
„Hipp, hipp, húrra" eftir P.S. Kröyer, eitt fræga
Að kvöldlagi á ströndinni. Málverk eftir Kröyer ai
Málverk eftir Kröyer: Skúta á siglingu í siifurslei
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12