Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 5
innskotið er ekki nauðsynleg afleiðing þess sem á undan hefur gengið og hefur engar afleiðingar í för með sér, stendur það utan við þá atburðarás sem saga er.“ [...] „Við getum því bætt eftirfarandi við skilgreiningu Aristótelesar: Ekkert innskot er fyrirfram dæmt til að vera innskot til eilífðarnóns, því hver atburður, jafnvel sá allra ómerkileg- asti, býr yflr þeim möguleika að geta seinna orðið orsök annarra atburða, og breytist á þann hátt í sögu, ævintýri. Innskotin eru eins og jarðsprengjur. Meirihluti þeirra springur aldrei, en svo kemur sá dagur að smáatriði skiptir sköpum fyrir þig.“ Ódauðleikinn er með öðrum orðum ekkí skáldsaga í hefðbundnum skilningi, þó að hún hafi bæði atburðarás, sögumann og persónur. Samkvæmt skilgreiningum Kund- eras sjálfs er bókin vissulega skáldsaga, en þá ber líka að meta hana í ljósi hugmynda hans. ÍMYNDAFRÆÐIN Eitt lykilhugtak í lýsingu Kunderas á nútímanum er ímyndafræðin, en með þessu hugtaki vill Kundera gera því skil að í Evr- ópu nútímans skiptir síbylja fjölmiðlanna meira máli en raunveruleikinn, hugmynda- fræðin eða hugsunin: „ímyndafræðin er raunveruleikanum yfirsterkari." ímynda- fræðingarnir hafa mikið vald í upplýsinga- þjóðfélaginu, enda ráða þeir sjálfu almenn- ingsálitinu að mati Kunderas. En hveijir eru þeir? Það liggur beint við að líta svo á að blaðamenn hljóti að vera mestir ímynda- fræðingar nútímans, enda segir Kundera að þeir hafi ákveðið vald, sem grundvallist ekki á réttinum til að spyija, heldur á réttin- um til að krefjast svara. En um leið segir hann einnig að blaðamennirnir séu háðir ímyndafræðingunum: „Imyndafræði! Hver var fyrstur til að búa til þetta stórkostlega nýyrði? Páll eða ég? Það má einu gilda. Það sem máli skiptir er að nú skuli loks vera til orð sem nær yflr fyrlrbæri sem gengur undir svo mörgum ólíkum nöfnum: auglýsingastofur; fjölmiðl- aráðgjöf ráðamanna; hönnuðir sem ákveða hvernig nýr bíll á að líta út eða hvemig á að útbúa leikfimisal; tískuhönnuðir og tísku- kóngar; hárskerar; átrúnaðargoð hvers kon- ar sem ákveða hvað sé fallegt útlit og hvað ekki og allar greinar ímyndafræðinnar taka mið af.“ Hugmyndir Kundera um ímyndafræðina má skoða í beinum tengslum við þá stefnu heimspekinnar sem hefur verið kölluð síðmódernismi, en hann byggist á þeirri skoðun að í nútímaþjóðfélaginu hafi menn rekið sig á ákveðin endamörk þróunar, þann- ig að þau gildi, sem þjóðfélagið og þróunin hafi hingað til stuðst við, séu „fallin úr gildi“. Evrópa er með öðrum orðum þreytt. Hún hefur náð hámarki þróunar sinnar og menn sjá ekkert skynsamlegt framhald. Raddirnar sem boða lausn á vandanum eru margar, en engin ein rödd er trúverðug, engin hug- myndafræði nógu sterk til að grundvalla nýtt þjóðfélag, og á meðan svo er, haslar tæknin sér völl á öllum sviðum tilverunnar. Þetta kann að vera skopmynd á ástandinu, og menn eru að sjálfsögðu ekki sammála um hversu illt sé í efni, en í Ódauðleikanum má finna skáldlega útfærslu á þessum vangaveltum: „Skoðanakannanir eru gríðarlega mikil- vægt stjórntæki fyrir hið ímyndafræðilega vald, tæki sem gerir því kleift að lifa í fullu samræmi við fólkið. ímyndafræðingurinn dengir sífellt spurningum yfir fólk: Hvernig er ástandið í efnahagsmálum Frakka? Er kynþáttahatur ríkjandi í Frakklandi? Er kynþáttahatur af hinu góða eða hinu illa? Hver er merkasti rithöfundur allra tíma? Er Ungveijaland í Evrópu eða Pólýnesíu? Hver ráðamanna heimsins er mest kynæs- andi? Raunveruleikinn er heimsálfa sem við förum sjaldan til nú orðið og fólk er rétti- lega ekkert of hrifið af henni, og því er skoðanakönnunin orðin að eitthvers konar æðri raunveruleika, eða með öðrum orðum, hún er orðin að sannleika. Skoðanakönnun- in er þing sem situr stöðugt og gegnir því hlutverki að framleiða sannleika, segjum lýðræðislegasta sannleika sem um getur. Þar sem vald ímyndafræðinganna verður aldrei í andstöðu við þing sannleikans lifir það í stöðugum sannleika, og enda þótt ég viti mæta vel að öll mannanna verk eru fallvölt veit ég ekki hvaða afl gæti hnekkt þessu valdi.“ ÓDAUÐLEIKINN Kundera „les‘ ódauðleikann úr alls konar fyrirbærum úr ýmsum áttum, enda er hann mjög næmur lesandi. Handarhreyfing Agn- esar í upphafi sögunnar er leit að ódauð- leika og það sama gildir um viðleitni Láru til að tengjast fólki og hlutum, en meira um þær systur að neðan. Ekki síst felst ódauðleikinn í hinni aldagömlu evrópsku tónlist, sem er mesta kíaftaverkið skapað úr hljóðum: „Evrópa: stórfengleg tónlist og homo sentimentalis. Tvíburar sem liggja hlið við hlið í vöggu.“ Samkvæmt Kundera er það tónlistin sem hefur gert Evrópumann- inn næman, og líka gert það að verkum að hann tilbiður tilfinningar og hið tilfinninga- næma sjálf. í þessum tilflnnjngum og í þessu sjálfi má einnig sækjast eftir ódauðleikan- um, t.d. bendir Kundera á, hvernig fólk er stundum meira upptekið af eigin tilfinning- um gagnvart listaverki en af verkinu sjálfu. Það er erfitt að átta sig á því, hvort ódauð- leikinn sé góður eða vondur, en hann er fyrir hendi og mikilsráðandi í lífi Evr- ópubúa, hvort sem þeir reyna að fá hlut- deild i honum eða komast hjá því. Þeir fyrr- nefndu skilja síðan að hann er ekki annað en blekking yfírborðsins, þeir síðarnefndu að hann er samt sem áður ráðandi vald. Listamaðurinn sem sækist eftir ódauðleika finnur hann eða ekki, listamaðurinn sem sækist eftir nafnleynd verður fyrir honum eða ekki; vald mannsins er hverfult, vald ódauðleikans er óhagganlegt: „Maðurinn getur bundið enda á líf sitt. En hann getur ekki bundið enda á ódauðleika sinn.“ Það eru kaldhæðnisleg örlög að maður hefur engin áhrif á orðstír sinn, sem ræðst af því hvað umhverfið eða eftirkomendur manns gera úr manni og geta notað mann í, eins og Hemingway og Goethe rabba um í ríki hinna dauðu. Með ódauðleikanum reyn- ir Kundera að ná utan um margt í einu. Ódauðleikinn er „annað svið“ þar sem hug- myndir hans „hrannast upp og leita skipu- lags“, og þannig tekst honum að búa til miðdepil í útleitinni skáldsögu. Kundera býr jafnvel til nýja sálarfræði út frá ódauðleik- anum og skoðar persónur sínar frá þessum sjónarhóli. Ódauðleikinn tengist lífshvötinni en líka drambseminni; ódauðleikinn tengist metnaði en líka fýsn: „Hreyfingin sem tjáir þrá eftir ódauðleika hefur aðeins tvo viðmiðunarpunkta: sjálfið hérna, og sjóndeildarhringinn þarna, í fjarska; og hugtökin eru aðeins tvö: hið al- gera sjálf og hinn algeri heimur. Hreyfingin hefur því ekkert með ástina að gera, því annað fólk, náunginn, hver sá maður sem stendur á milli tveggja ystu pólanna (heims- ins og sjálfsins), er fyrirfram dæmdur úr leik, ekki tekinn með í reikninginn, sést ekki.“ ÁSTIN Systurnar Agnes og Lára eru fulltrúar tveggja manngerða, sem miða líf sitt ýmist við „sjálfið hérna“ eða „sjóndeildarhringinn þarna“. Það mætti e.t.v. tala um hina Ijóð- rænu manneskja og hina prosaísku mann- eskju, þar sem önnur leitast við að skræla allt óviðkomandi í burtu frá kjarnanum til að láta hann birtast hreinan og tæran, á meðan hin bætir sífellt við kjarnann til að láta hann vaxa saman við umhverfið. Þessi skipting hefur skemmtilega hliðstæðu innan rnálvísinda, þar sem er talað um tvær aðferð- ir til að búa til (nýja) merkingu, annað- hvort að búa til nýjar smellnar myndir og myndhverfingar eða að tengja orðin í nýjum keðjum, annaðhvort að skella orðunum ofan í hvert annað eða skipa þeim hlið við hlið. Kundera segir: „Það eru til tvær aðferðir til að rækta einstakt sjálf: samlagningaraðferðin og frá- dráttaraðferðin. Agnes dregur allt utanað- komandi og aðfengið frá sjálfí sínu til að komast að innsta kjama þess (hún tekur þá áhættu að ekkert standi eftir þegar hún er búin að draga allt frá). Lára beitir alger- lega öfugri aðferð: hún bætir fleiri eiginleik- •um við sjálf sitt, til að það verði greini- legra, auðveldara að afmarka það, þéttara í sér og reynir svo að samsama sig því öllu (hún tekur þá áhættu að týna eigin sjálfi í þessum eiginleikum samanlögðum).“ Þessi sálarfræði Kundera tengist svo aft- ur ímyndafræðinni og ódauðleikanum þann- ig að á sama hátt og ekki er pláss fyrir neinn sannleika vegna ímyndafræðinnar og ekki pláss fyrir neitt sjálfstæði gagnvart ódauðleikanum, er ekki heldur pláss fyrir ástina þegar persónan er þanin út á milli sjálfsins hérna og sjóndeildarhringsins þarna; persónan getur valið hið algera sjálf eða hinn algera heim eins og Agnes og Lára, en hefur í rauninni ekki kost á að finna fótfestu þar á milli og tengjast öðrum með ástarböndum: „Það er kjánaleg blekking að halda að ímynd okkar sé bara það sem sýnist og að undir því leynist hið eiginlega sjálf okkar, óháð augnaráðum heimsins. ímyndafræð- ingarnir sanna miskunnarlaust að þessu er öfugt farið: sjálf okkar er bara það sem sýnist, óhöndlanlegt, óskýranlegt, ruglings- legt, og að það eina sem er raunverulegt og næstum því of auðvelt að höndla og út- skýra, er ímynd okkar í augum annarra. Og það sem verra er: þú ræður engu þar um. Þú reynir fyrst að byggja sjálfur upp ímynd þína, síðan að hafa áhrif á hana, hafa stjórn á henni, en allt til einskis: ein illkvittin setning nægir til þess að breyta þér í vesæla skopmynd um alla framtíð.“ LlSTIN í Ódauðleikanum koma bæði ritlistin (Hemingway, Goethe o.fl.) og málaralistin (aðallega Rubens) fyrir, en þegar Kundera fjallar um listir er það í þessu sambandi fyrst og fremst tónlistin sem hann á við, vegna það að tónlistin (Beethoven, Mozart, Bach o.s.frv.) er hápunkturinn í almennri listasögu Evrópu undanfarnar þijár aldir. En um listina gildir að dómi Kundera al- mennt, að hún geti ekki þjónað því hlut- verki sem henni er ætlað, að gefa mönnum ’mynd' af sjálfum sér. Ástæðan felst í brengluðu sjálfsmati þess er leitar að ódauð- leika og í tilfærslu allra hugmynda í ímynda- fræðinni. Það er þetta sem Kundera á við, þegar hann segir um Bettínu, sem hefur lagt stund á tónlistarnám og ætti að vera fær um að skilja hvað var nýtt og fagurt við tónlist Beethovens: „Engu að síður er mér spum: var það tónlistin sjálf sem hreif hana tónanna vegna? Eða hreifst hún af því sem tónlistin stóð fyrir, það er að segja þeirri grautarlegu afstöðu og hugmynda sem Bettína og kynslóð hennar stóðu fyrir? Ef grannt er skoðað, er þá til sannur listunn- andi, hefur hann nokkurn tímann verið til? Er það ekki bara blekking? Þegar Lenín lýsti því yfir að hann héldi langmest upp á Áppassionötu Beethovens, hvað var þá í uppáhaldi hjá honum? Hvað heyrði hann? Tónlistina? Eða háttstemmdan djöfulgang sem minnti hann á eigin sálarsveiflur sem helguðust af blóði, bræðralagi, hengingum, réttlæti og hinu algera? Heyrði hann tónlist- ina eða var hún einungis leið hans til að hverfa á vit draumóra sem komu hvorki list né fegurð við?“ Ef hægt er að skrifa þetta á reikning höfundarins, gerist hann aftur talsmaður siðmódernismans, því þá er það aðdáunin sem máli skiptir, en ekki nautnin. Það sem sýnist, en ekki raunveruleikinn, hann hefur ekkert gildi fyrir neinn lengur. ÁSTIN OG LlSTIN Þá er komið að því, sem Kundera upp- götvar í og með Ódauðleikanum og að þeirri gildru, sem heimurinn að mati hans er lent- ur.í. Bókin fjallar þegar fljótt er á litið um viðleitni manna til að láta ástina fullkomn- ast í listinni, viðleitni sem má rekja aftur til rómantísku stefnunnar. Þar sem mannlíf- ið er tilviljanakennt og brotakennt reyna rómantíkusar að nálgast fullkomnunina í listinni, og það reyna þeir fyrir tilstilli ástar- innar, hinnar fullkomnu tilfinningar. Upp- götvun Kundera felst í því að jafnvel þeir sem reyna að komast út úr blekkingunni sem felst í þessu, jafnvel prósaiskir menn og rithöfundar sem skrifa útleitnar skáld- sögur, neyðast til að trúa á ástina og listina sem skapandi og sameinandi afl í lífinu: “Ástin er til handan ástarinnar." Gildran felst í því að treysta á ódauðleikann og taka ekki dauðann með í reikninginn. Ekki skal því haldið fram, að Kundera sé meðvitaður um slíkan boðskap, aðeins að verkið tali fyrir sig. Það má vel vera að höfundurinn uppgötvi þennan sannleika gegn vilja sínum, enda eru mótsagnirnar í bókinni jafn margar og raddirnar. Lesandinn getur t.d. reynt að finna samnefnara fyrir þessar tvær fullyrðingar: „Ijað er merki þess að þeir sem skapa (styttur, ljóð, symfóníur) séu virðingarverð- ari en þeir sem stjórna (þjónum, embættis- mönnum, þjóðum). Að sköpunarverk séu mikíTvægari en vald, listin sé mikilvægari en stjómmálin. Að listaverk séu ódauðleg, en styrjaldir og valdapot ekki.“ „Styijöldin og menningin eru hinir tveir pólar Evrópu, himinn hennar og helvíti, dýrð hennar og skömm, en það er ekki hægt að skilja þær að. Þegar úti verður um aðra, verður líka úti um hina, þær hverfa saman. Sú staðreynd að ekki hefur komið til styijaldar í Evrópu undanfarin fimmtíu ár tengist á dularfullan hátt því að undanfar- in fimmtíu ár hefur enginn Picasso komið fram á sjónarsviðið." Hvort sem okkur líkar eða ekki er bæði dauðleikinn og ódauðleikinn yfir okkur, og við höldum áfram að lifa í þeirri von, að hin mörgu stef og þemu lífs okkar eigi eft- ir að smíða fullkomið tónlistarverk — á öðru sviði. Höfundur er kennari í norrænum fræðum og bókmenntafræði við háskólann í Óðinsvéum og var sendikennari í dönsku við Háskóla Is- lands 1984-90. Hann hefur ötullega kynnt danska menningu á Islandi og íslenska menn- ingu í Danmörku. CHRISTINA LUNDBERG Tómarúmið Jakob S. Jónsson þýddi Þetta djöfuls tómarúm aftur og enn „Tómarúmið" sögðu heimspekingarnir véfréttirnar hróðugir á svip Hve margir þeirra höfðu gist það sjálfir? Séð bolabítsskoltana giefsa hlakkandi blóðsprengd augu stríðþandar taugar einsog maðkar vildu þeir vildu þeir skríða út burt upp um alla veggi í asaflýtinum hnýttu þeir hnút á sig sjálfa Altekinn vældi viðvörunarmerkið Þögninni síðar náð með ýmsum hætti Stundum en bara stundum með nýju fangi orða Snertingin Eins og stjórnandi í hægu verki eftir Villa Lobos snertir þú mig mjúklega sveipandi Ákveðið, en vart merkjanlega leikur hönd þín eftir boglínum líkama míns í slíkri hársbreiddar nánd að bæði finnum við hörundsló mína rísa í ástúðar svari til að taka við þér Og er þú loks veitir mætti þínum sem hefur allan tímann slegið undir fulla útrás Er ég viðbúin Lauf Við róandi sláttinn sofnar þú í móðurlífi mínu. Umlukinn þar sé ég þig loks öðlast ró og hræðslan í unaði horfin Þá flétta ég með ívafí hljóðstrengja úr adagíettói upphafstóna fímmtu sinfóníu Mahlers bylgjandi net úr laufi í hár þitt. Hvert þeira hvíslar með vindhviðu hverri með hverri hreyfíngu þinni orðin sín ein „ég eíska þig“. Einnig vindurinn á greinilega við þig orð. Veikur skrjáfandi kór við tónlist sem þú einn hefur heyrt Fylgir þér leggir þú við hlustir Umvafínn svo vil ég þú haldir áfram þinn. veg Frjáls Og kannski hittumst við aftur nema það hafí þegar gerst einhver staðar nær lokum þeirrar fímmtu. Með stígandi þunga Höfundur er listfræðingur og starfaði um árabil við Sænska sendiráöið á Islandi. Þýðandinn starfarviö leikhús í Norrahamm- ar í Svíþjóð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. OKTÓBER 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.