Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 12
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter' F yr sta sumar þorsksins amkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar á þorskseiðum í ágúst sl. er þorskárgangurinn 1991 talinn lélegur (og þar með sjötti lélegi árgangurinn í röð). Þetta kann að hljóma undar- lega þegar haft er í huga jákvætt mat stofnunar- Afföll á þorskhrognum og þorsklirfum eru gífurleg. Fjöldi þeirra helmingast 1-2 sinnum í viku hverri. Eftir KONRAÐ ÞÓRISSON innar á árferðinu í sjónum í sumar. Stað- reyndin er hins vegar sú að fyrsta sumarið í lífi hvers þorsks er mjög viðburðaríkt og allt sumarið vofir yfir hættan á því að fá of lítið að éta og hættan á að verða étinn. Samspil margra ólíkra þátta ræður því hve mörg þorskseiði lifa þær hremmingar af. Til þess að góður þorskárgangur verði til er því ekki nóg að árferði í sjónum sé hagstætt, heldur verður hvert einstakt vaxtarskeið í lífi þorskungviðisins að hitta á réttan stað og stund hvað varðar fæðu og jafnframt þurfa áhrif rándýra að vera í lágmarki. Eftirfarandi yfirlit er að mestu byggt á íslenskum rannsóknum, en erlendar niður- stöður eru þó einnig notaðar þar sem þarf, til að fylla upp í myndina. SVIFIÐ I SJÓNUM Lirfur og seiði þorsksins teljast til svif- dýra sjávar. Til svifdýra telst einnig átan, sem er aðalfæða þeirra. Útbreiðsla svifdýra breytist stöðugt vegna strauma og vinda, en þau hafa hins vegar sjálf takmárkaða sundhæfileika. Hvert þroskastig þorskungviðisins þarf ákveðna stærð af fæðu. Fyrst étur það egg og lirfur átunnar, síðan ungstigin og að lokum fullorðna átu. En jafnvel þótt bæði þorsklirfur og áta lendi saman á ákveðnum stað, er voðinn vís ef vöxtur átunnar og þorsksins er ekki samstíga. Þá er átan annað hvort of lítil eða of stór sem fæða fyrir þorsklirfurnar. Það flækir svo málið enn frekar að margar dýrategundir éta hrogn, lirfur og seiði þorsksins. Ef árgang- urinn á að ná meðallagi í fjölda mega fyrstu þroskastig þorsksins ekki lenda í stórum stíl í t.d. marglyttuflekkjum eða smáfiska- torfum. - Samskipti þorskungviðis og marglyttu eru einmitt ágætt dæmi um flókið samspil lífveranna í svifinu. Fyrsta mánuðinn eftir að þorsklirfurnar klekjast út étur marglytt- an þær, en seinni hluta sumars leita þorsk- seiðin hins vegar stundum skjóls undir marglyttum, til að verða ekki ránfiskum og ránfuglum að bráð. Þroskaferill Þorskseiðis Áður en lengra er haldið, verður þroska- ferill þorsksins fyrsta sumarið rakinn í stuttu máli (sjá mynd). 1. Hrognin eru u.þ.b. 10 daga að klekj- ast út (við 7 gráðu hita). 2. Fyrsta mánuðinn eftir klak er ungvið- ið nefnt lirfa og fyrsta vika lirfustigsins er nefnt kviðpokastig. Kviðpokastigið er sá tími, sem „nesti” liifunnar úr hrogninu endist. Að því loknu verður þessi örsmáa (5 mm) lirfa að afla sér fæðu sjálf. 3. Um það bil mánuði eftir klak byijar þorsklirfan að myndbreytast í þorskseiði (fær ugga, eiginlegt roð, flóknari meltingarveg o.fl.) 4. I september lýkur svifstiginu og seið- in leita til botns. Enda þótt þorskurinn hrygni víða í fjörð- um og flóum landsins, eru hrygningar- stöðvarnar við suðvesturhornið mikilvæg- astar. Hér á eftir verður miðað við þorsk sem hrygnir milli Selvogsbanka og lands. Eftir hrygninguna berast hrogn, og síðar lirfur og seiði, með straumum vestur fyrir Reykjanes og norður með Vesturlandi. Seiðin leita síðan botns á Vestfjarðamiðum og út af vestanverðu Norðurlandi. Á myndinni er sýnd í stórum dráttum atburðarásin fyrsta sumarið í lífi hins dæmigerða þorsks. Reynt er að hafa tíma- setningar, stærðir og fæðu í lýsingunni sem næst meðallagi, en tölur yfir afföll eða dánartíðni eru hins vegar ágiskanir sem byggja að mestu leyti á erlendum rann- sóknum. Eldri fiskur er hafður með á myndinni til að loka hringnum í lífsferlinu. i 25. aprfl 2.5 milljónir r1 5 Hrognin svífa um f cfstu 20-30 roðáúí- mctrum sjávar. Fóslrið fær alla næringu úr hrogninu sjálfu. 5. maí 560 þúsund Erfið LÍFSBARÁTTA Nokkrir þeirra þátta sem geta haft áhrif á afföll af hrognum, lirfum og seiðum þorsksins eru: 1. Ef vorhrygning rauðátu verður of snemma (eða of seint), miðað við þorsk- klakið minnka möguleikar þorsklirfanna til að afla sér fæðu. Þar sem eldri fískar hrygna fyrr en þeir yngri, stendur hrygningartími þorsksins lengur yfir ef margir árgangar eiu í hrygningarstofnin- um. Á undanförnum áratug hefur ár- göngum í hrygningarstofni þorsks verið að fækka (eldri árgangur uppveiddir) og það er ekki óhugsandi að með því að fækka árgöngum séum við að rýra möguleika þorsksins til að nýta til fulls hagstæðustu aðstæður í sjónum þegar þær bjóðast. Einn- ig má nefna að hvert einstakt hrogn úr stórum hrygnum er stærra en hrognin úr smærri hrygnum. Norskar rannsóknir hafa sýnt að úr þessum stóru hrognum klekjast ekki bara stærri, heldur einnig lífseigari þorsklirfur. 2. íblöndun ferskvatns úr Ölfusá og Þjórsá skapar ákjósanleg skilyrði til fæðu- náms fyrir þorsklirfur. Vestan við ósa þeirra verður snemma vors mikill þörunga- gróður og þar af leiðandi mikið af átu. Mikil áraskipti eru hins vegar í rertns) þessara áa á hrygningar- og klaktím, þorsksins og líklegt er að lítil útbreiðsla á ferskvatnsblönduðum sjó með landi minnki ætismöguleika þorsklirfanna. Ríkjandi vindáttir hafa einnig áhrif á útbreiðslu ferska lagsins næst landi. 3. Duttlungar náttúrunnar geta auðvit- að skammtað mismikið af átu, en jafnvel þótt nóg sé af átu getur dreifing hennar skarast of lítið við útbreiðslu þorsklirfa og seiða, þannig að þau hittist lítið eða ekki. 4. Hliðstætt gildir um rándýr sem lifa á þorsklirfum og seiðum. Áhrif þeirra á þorskárganginn ráðast ekki eingöngu af heiidarfjölda, heldur er skörun á útbreiðslu rándýrs og bráðar afgerandi, þ.e. í hve miklu magni og hve lengi þau eru sam- ferða um sjóinn. 5. Að lokum má nefna sjúkdóma, nátt- úruhamfarir (storma) og mengun sem hugsanlega áhrifavalda. Hrognin klckjast út. Lirfan cr mcö slóran kviöpoka, scm s6r hcnni fyrir næringu fyrstu vikuna. Lirfan byrjar aö éla. Fæöa: lirfur og egg rauöátu og Ijósátulirfur. 12.-17. maí 92 þúsund Myndbreyting úr lirfu í seiði Fæöa: smáar krabbaflær. 5.-15. júní 2500 seiði §fí??r^N 5“~ "0-gúppu" sciöi. Fæöa: Ijósáta, rauöála (ig loðnulirfur. Seiöin fara að lcita til botns m og cftir þaö cr gcrl ráð fyrir aö aflöll séu 25% á ári. ^ ) “iöj^kar þriggjaára Þriggja ára kemur þorskurin inn f veiðina og þá cr gcrt ráö fyrir aö afRíllin tvöfaldísl. Sjö ára vcrður svo þorskurinn kynþroska og koma þá væntanlega tveir þorskar úr þessum systkina- hópi inn til hrygningar á Selvogsbanka. Efla Þarf Rannsóknir Að sjálfsögðu er þessi upptalning ekki tæmandi en þó ætti að vera Ijóst hve at- burðarásin frá hrognum til seiða er flókin. Eftir áratuga rannsóknir margra þjóða erum við margs vísari um þorskstofnana í Norður-Atlantshafi en mikið vantar þó enn á þekkingu okkar á hrognum, lirfum og seiðum. Ýkjulaust má kalla íslenska þorskstofn- inn fjöregg þjóðarinnar, slíkt er mikilvægi hans fyrir þjóðarbúið. Og þar sem við sitj- um ein að þessum gjöfula stofni er okkur bæði ljúft og skylt að gæta hans af um- hyggju. En okkur ber einnig skylda- til að rannsaka þetta fjöregg okkar sem og aðra nytjastofna, með bestu aðferðum og tækj- um, sem fáanleg eru á hverjum tíma. Sú vitneskja sem þannig fæst, skilar tilkostn- aðinum áreiðanlega til baka aftur. Til dæmis er mikilvægi þess augljóst að geta spáð fyrr og af meiri nákvæmni um stærð þorskárganga. Skilningur á því, hvaða þættir ráða úr- slitum um afdrif þorsklirfa og seiða, er okkur bráðnauðsynlegur, en til þess að öðlast þann skilning verðum við að stór- auka rannsóknir á þessu afdrifaríka skeiði í lífi þorsksins. Höfundur er fiskifraeðingur og starfar í Hafrann- sóknarstofnun. ..iniÍÐíidum j*» 'iJK|2íííJ j| -bi9Í iíuin u Frr/'jlxt i.iMifn i MsTuufcsi* 1 oíwí <im »m thiíi r)XÞi íöBPi iWBjBi f.8Qí £86í U8ei pgai 1 ‘dfWi 'Bf'fri V 8*51 rdrftli l ájáwrtá^BBassaÉdialfifc

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.