Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 28
N óbels höfundurinn Sigrid Undset igrid Undset (1882—1949) er einn af þremur norskum rithöfundum sem fengið hefur Nóbels- verðlaunin í bókmenntum og sá síðasti fram til þessa. Hinir voru þjóðskáldið Bjömstjeme Bjöm- son 1903 og Knut Hamsun 1920. Verðlaunin Síðasta myndin, sem tekin var af Sigrid Undset áður en síðari heimsstyrjöldin brauzt út. Með stríðinu og einkum þó hernáminu í Noregi urðu mikil þáttaskil í lífi skáldkonunnar og jafnframt persónulegt áfall þar sem sonurinn Anders, sem var í andspyrnuhreyfingunni, féll. í Kristínu Lavransdóttur skrifar hún um lífsleyndardóminn eins og hún hafði lifað hann sjálf. Og því varð þetta næstum 1.400 síðna verk og síðar einnig 1.200 síðurnar um Olaf Auðunsson á einn eða annan hátt tímalaust verk. Eftir GIDSKE ANDERSON fékk Sigrid Undset árið 1928, fyrir stór- brotnar lýsingar sínar á lífi fólks á norræn- um miðöldum, eins og bókmenntaverðlauna- nefnd Nóbels í Svíþjóð orðaði það forðum. Þar var vísað til tveggja stórra sagnabálka hennar frá þrettándu öld í Noregi; þriggja bóka um Kristínu Lavransdóttur og fjögurra bóka um Ólaf Auðunsson. Þessar miðaldaskáldsögur, einkum Krist- ín Lavaransdóttir, voru þá þegar orðnar heimsfrægar. Samkvæmt erfðaskrá Alfreds Nobels eiga bókmenntaverðlaunin að renna til höfunda sem skrifað hafa „the most out- standing work of an idealistic tendency” — „farmúrskarandi verk sem fela í sér mannúð og hugsjónir”. Það var lítill vandi að fella bækur Undset undir þessi einkunnarorð, en það var trúlega fremur hin mikla frásagnar- list Sigrid Undset en boðun hugsjóna henn- ar sem hreif lesendur um heim allan. Bæk- ur hennar höfðu verið þýddar á öll helstu heimsmálin áður en hún fékk Nóbelsverð- launin og eftir 1928 hafa þær komið út á nánast öllum tungumálum heims. í dag, sjötíu árum síðar, er Kristín Lavransdóttir enn lesin alls staðar í heiminum af nýjum og nýjum kynslóðum. Utan Noregs er Kristín Lavransdóttir trúlega eina verk Undset sem enn er lesið. í Noregi er annað uppi á teningnum. Það hef ég haft aðstöðu til að sjá vegna þess að ég gaf út ævisögu Sigrid Undset árið 1989. Eg hef fengið bréf frá öllum Iands- hornum í Noregi, frá eldri og yngri, konum og körlum, sem sýna að lesendahópur Sigrid Undset vex á þessari sjónvarpsöld okkar. Bækur hennar eru lesnar. Og þetta á ekki aðeins við um miðalda- skáldsögurnar. Hún skrifaði 36 bækur; mið- aldaskáldsögurnar eru aðeins einn hluti þess sem hún skrifaði, samtímasögurnar frá Kristjaníu og Ósló frá aldamótunum til fjórða áratugsins eru annar hluti, bókmenn- talegar ritsmíðar og greinasöfn um sagn- fræði eru þriðji hlutinn. Þetta er umfangs- mikið lífsverk og það er greinilegt að ný kynslóð lesenda í Noregi hefur uppgötvað það. Engin af bókum hennar er afstöðulaus. Verk Sigrid Undset búa yfir tilfinningaiegri og vitsmunalegri auðlegð sem við getum endalaust sótt í. Þau búa yfír mikilli frásagn- arlist, djúpri og raunsærri þekkingu á villu- ráfandi mannsálinni á öllum tímum og í öllum löndum, lærdómi og mjög sjálfstæðri kunnáttu um sögu og bókmenntir ásamt beinni þekkingu á náttúrunni og skilningi á þýðingu hennar fyrir fólkið. Kynslóð Stórbrotinna Höfunda Hver var svo Sigrid Undset? Það segir þó nokkuð að hún er fædd sama ár og Virginia Woolf og James Joyce og þremur árum á undan D.H. Lawrence og Karen Blixen. Enginn þessara rithöfunda hafði persónuleg áhrif á hana, bókmennta- lega séð, nema Lawerence sem hún var mjög upptekin af á íjórða áratugnum. Engu að síður tilheyrða þau sömu kynslóðinni; þau eru samtímamenn hver á sínum stað í Evrópu: Og þó að skriftir þeirra ættu ekki að á þróast mjög ólíkan hátt áttu þau að minnsta kosti eitt sameiginlegt: þau voru börn Evrópu sem var í djúpri kreppu og þau voru öll afar meðvituð um það. Viðfangsefni Sigrid Undset eru eindregið norsk en hún er um leið eindreginn Evrópu- búi á sama hátt og James Joyce er Evrópu- búi í hinum áköfu og sérkennilegu írsku þemum sínum. Uppeldi Sigrid Undset stuðlaði að víðsýni hennar. hún ólst upp í evrópsku umhverfi, bæði í Noregi og á Norðurlöndum. Faðrinn, Ingvald Undset, var heimsþekktur fornleifa- fræðingur, járnöld Evrópu var sérgrein hans en norræn og evrópsk forsaga aukagrein. Hann varð að ferðast um alla Evrópu til að stunda fornleifarannsóknir. Móðirin, Charlotte Undset, var dönsk. Hún lét sig vinnu manns síns miklu varða, kunni bæði þýsku og frönsku og bjó yfír mikilli þekk- ingu á norrænni og evrópskri menningu. Sigrid Undset fæddist 20. maí 1882 í Kalundborg í Danmörku á glæsilegu æsku- heimili móðurinnar við torgið í litla bænum. Sigrid var elst af þremur dætrum þeirra hjóna. Hún kom fyrst til Noregs tveggja ára gömul þegar foreldrarnir þurftu að flytja þangað vegna sjúkdóms föðurins og hann varð að hætta frekari vísindaferðalög- um um Evrópu. Sigrid Undset ólst þannig upp í Kristjan- íu en svo hét höfuðstaðurinn Osló á þeim tíma. Fyrstu ellefu ár ævi hennar voru mótuð af hinum alvarlega sjúkdómi föður- ins, en þau mótuðust jafnframt af víð- feðmri sagnfræðiþekkingu hans og menn- ingu. Sigrid litla var ekki gömul þegar hún byijaði að kynnast leyndardómum fornleifa- fræðinnar, Islendingasagnanna og nor- rænna þjóðkvæða. Þegar hún var ellefu ára dó faðirinn, aðeins fertugur að aldri. Móðirin stóð eftir ein og bar ábyrgð á þremur dætrum, eigna- laus að kalla. Bernska og æska Sigrid Und- set var merkt af þessum harmleik fjölskyld- unnar. Hún varð þannig að víkja frá sér öllum hugmyndum um háskólamenntun. Eftir gagnfræðapróf tók hún eins árs við- skipta- og ritaranámskeið, og sextán ára gömul var hún ráðin sem ritari í stóru verk- fræðifyrirtæki sem var í þýskri eign í Kristj- aníu. Atti það við hana? Um það var ekki spurt, hún varð að vinna fyrir sér til að Heimili skáldkonunnar, Bjerkebæk, var dæmigert, norskt timhurhús og búið húsgögnum að þeirrar tíðar hætti. \j v-l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.