Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 3
MBatfg M O R G U ;N B L A D S I N 8 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndlistarmenn fjalla ekki oft um miklar, þjóðfélags- legar hræringar, en þó á það sér stað. Ein slík mynd er á forsíðunni: Bornholmer-brúin (Bomholmer Briicke), eftir austur-þjóðveijann Trak Wendisch, máluð 1989, þegar opnast hafði á milli Austur-og Vesturhluta Þýzkalands og fólk flykktist yfír þessa brú. Myndin ertáknræn fyrir fjörbrot átthagafjötr- anna, sem kommúnisminn grundvallaðist meðal ann- ars á. Freud og kenningar hans hafa haft gífurlega mikil áhrif á mannskilning og menningu Vesturlandabúa á þessari öld. Hér fjallarPéturPétursson, lektor, um framlag Freuds til félagsfræði og mannfræði, sem ekki var síður merkilegt en sálgreiningin. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, heilsar uppá lesendur í þessu fyrsta tölublaði Lesbókar á árinu 1992 með greinaflokki, sem heitir „í auga óreiðunnar" og birt- ast mun einu sinni í mánuði. Hér fjallar Einar m.a. um endalok kommúnismans og ástæðumar fyrir falli hans. Dularklæði eru nú boðorð dagsins í auglýsingaheiminum, segir Hannes Sigurðsson, listfræðingur, sem skrifar um þá stefnu sem sjá má í erlendum blöðum og lýsir sér í því, að reynt er að draga neytandann á tálar með því að spyrða saman ákveðinn lífsstíl og vöruna sem ver- ið er að auglýsa. DAVÍÐ STEFÁNSSON Konan sem kyndir ofninn minn Ég fmn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum her og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Ég veit, að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu Ijóð. Ég veit að þessi kona er vinafá og snauð af veraldlegum auð, að launin, sem hún fær, eru last og daglegt brauð. En oftast er það sá, sem allir kvelja og smá, sem mest af miídi á. Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Davíð Stefánsson fæddist í Fagraskógi við Eyjafjörð 1895 og kenndi sig löngum við þann bæ, en átti heima á Akureyri og lézt 1964. Hann vakti almenna athygli með Ijóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, 1919, og varð eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar um sína daga. Þúsundáraríkin að virðist vera lögmál, að hvaðeina sem maðurinn skipuleggur og byggir upp, úreldist í tímans rás; verði einhverskonar eyðingu að bráð. Allt er í heiminum hverfult og kenningar jafnt sem þjóðfélög eiga sér upphaf, ris og síðan hnignun. Við þessu virðist engin leið að sporna. Þetta lögmál birtist í stóru og smáu. Einstaklingar eiga sér blómaskeið, en Elli kerling sér um að jafna um þá, ef ekki verð- ur annað til þess áður. Atvinnugreinar og byggðalög og jafnvel heil lönd, blómstra á einhveijum tímabilum, unz þróunin kippir undan þeim fótum. Eitt merkilegasta dæmið um menningar- legt ris, sem náði langt uppfyrir afganginn af veröldinni, er úr Grikklandi hinu foma. Sú reisn hrundi til grunna; sumir segja vegna þess að þjóðfélagið var grundvallað á þrælahaldi. Endingarbeztu þúsundáraríkin voru eins og flestir vita í Kína og Egypta- landi hinu foma, en sagan geymir fleiri merkileg dæmi um afmörkuð menningar- skeið þjóða, sem síðan hafa glutrað öllu niður, oft reyndar vegna þess að aðvífandi óvinaherir jöfnuðu allt við jörðu. Hitt gerist þó ekki síður, að það sem vel var vandað og lengi átti að standa, molnaði og hrundi innan frá. í því sambandi er oft minnst á Rómaveldi, sem segja má að hafi verið þúsundáraríki, ef talið er frá því borg- ríkið Róm hóf útþensluna með bandalagi við Latveija um miðja 4. öld og þar til aust- rómverska ríkið lognast útaf 1453. Ýmsar kenningar hafa orðið til um það, hversvegna þetta herveldi missti að lokum máttinn í baráttu við ýmsa miklu vanþróaðri þjóð- flokka, sem sóttu að þeim. Var það vegna úrkynjunar yfirstéttanna, eða var það lang- varandi blýeitrun, sem bæði gerði menn ófrjóa og slappa eins og sumir vísindamenn hafa haldið fram? Rómveijar sem einhvers máttu sín, borðuðu af blýdiskum. Hnignun og fall Rómaveldis verður hug- stætt nú þegar annað af tveimur mestu stórveldum heimsins er ekki lengur til á landakortinu. Ekki eru nema örfá ár síðan Bandaríkin og Sovétríkin voru þeir pólar, sem heimurinn snerist um. Þeirra var mátt- urinn og dýrðin á landi, í lofti og á legi. Hjá þeim var- og er reyndar enn - sá eyðing- armáttur, sem getur útiýmt mannkyninu margoft og ekki var fyrirsjáanlegt neitt, sem gæti raskað uppskiptingu heimsins og ógn- aijafnvæginu, nema þá kjarnorkustyijöld milli ofurveldanna. í stað risaveldisins, sem stjórnað var frá Kreml virðist Ríkjasamband Evrasíu vera það sem við tekur. Eftir að öll súpan varð gjaldþrota: Marxismi, Lenínismi, Stalínismi - og jafnvel sósíalismi er orðinn heldur bragðvont orð, vilja þessar mörgu og ólíku þjóðir ekki vera undir einu þaki, ef svo mætti segja. Fyrir Sovétríkjunum hefur farið líkt og Rómvetjum, að veldið molnar innan frá - meira að segja svo að það hefur kostað ótrúlega fá mannslíf miðað við svo afdrifa- ríka og skjóta breytingu. Ástæðan er þó varla úrkynjun, heldur að hrikalegasta villu- kenning vorra tíma var höfð að grundvelli. Það er rétt sem Einar Már rithöfundur segir í grein hér í Lesbók, að dauðameinið er ekki sízt hrokinn, sem alltaf hefur fylgt kommúnistum - einnig íslenzkum lærisvein- um - hroki, sem talar um „sögulega nauð- syn“ og annað álíka yfirlætislegt. Kommúnisminn átti að gera heiminn að skárri stað, en eftirmælin verða þau, að heimurinn er mun skárri staður nú þegar aðeins fáein lönd eru eftir sem fangabúðir kenningarinnar. Ógnin fólst ekki sízt í því yfirlýsta markmiði að leggja undir sig heim- inn og við getum séð fyrir okkur nú, að kannski hefðum við þá verið flutt hreppa- flutningum frá Sovét-íslandi af „sögulegri nauðsyn" og einhver önnur þjóð flutt nauð- ug hingað. Heimsyfirráð kommúnista jafnt sem nasista og fasista, hefðu gert veröldina að einu allsheijar Gúlagi. Tilraunin með mannkynið, sem átti að verða þúsundáraríki eins og Þriðja ríki Hitl- ers, hefur lognast útaf eftir 69 ár. Nýjar aðst'æður kunna að leiða af sér óteljandi átök milli þjóða, sem helzt vilja eiga sem minnst saman að sælda, en var haldið sam- an með leynilögreglu og hervaldi. Þó heim- urinn hafí kannski skroppið saman, svo við fáum nú samdægurs fregnir og myndir inn í stofu af því sem gerist, þá er síður en svo að þjóðernishyggja fari minnkandi. Hvert þjóðarbrot vill helzt mynda ríki út af fyrir sig; það ættum við íslendingar að skilja. Gerska ævintýrið, sem breyttist í mar- tröð, vekur þá spumingu hvað verði um hitt ofurveldið, Bandaríkin. Við vitum að samkvæmt lögmálinu koma þær frænkur, Hnignun og Afturför í heimsókn og setjast upp. Að lokum neita þær með öllu að fara. Spurningin er aðeins hvenær það gerist. Þetta volduga ríkjasamband er sem betur fer hvorki byggt á villukenningu né Gúlagi og gæti því enst eitthvað lengur en þeir sem nú eru ofar moldu. Sumir þykjast sjá þau merki hnignunar í Bandaríkjunum, sem síð- ar muni leiða af sér fall. Þeir benda á til dæmis, að ólæsi fari vaxandi og einnig að lágstéttir verði sífellt fyrirferðarmeiri; ekki er það sízt spænskumælandi fólk sem lend- ir á þeim bási. Hinum spænskumælandi, sem nefndir eru Hispanics þar í landi, fjölgar svo að Bandaríkin verða að ölum líkindum tvítyngd á næstu öld. Hitt má benda á til mótvægis, að þjóða- brot í Bandaríkjunum eru ekki með neina sjálfstæðistilburði og yfirleitt kemur ólíkum þjóðernum vel saman þar og sambúð hvítra og svarta virðist fremur fara skánandi. Kalifornía eða Texas eða önnur fylki hafa ekki orðað það að segja sig úr bandalaginu; Bandaríkjamenn, hvaðan sem þeir eru, virð- ast jafnan mjög stoltir af því að vera „Amer- icans“. Meðan svo heldur fram, eru minni iíkur á að Bandaríkin liðist í sundur. Hvort þau verða eitt af þúsundáraríkjunum er þó mjög ólíklegt af þeirri ástæðu að allar breyt- ingar í heiminum gerast nú svo hratt; kannski samsvarar ein öld þúsund árum í fornöld. Þúsundáraríki geta ekki grundvallast á fangabúðum, né því að leggja undir sig lönd og þjóðir. Trúlega heyra þau sögunni til. Meira og minna laustengd ríkjasambönd eða bandaríki, gætu hinsvegar átt framtíð fyrir sér. Nú bendir allt til þess að eitt slíkt sé að verða til í gömlu Evrópu, sem er út af fyrir sig kraftaverk eftir allt sem á undan er gengið. Kannski er eitthvað að draga úr þjóðrembunni, sem hefur löngum blómstrað þar meira en víðasthvar annarsstaðar. Hvort Bandaríki Evrópu verða til og hvort slíkt samband lifir lengur eða skemur, veltur ekki sízt á því, hvort fólk í þessum heims- hluta hugsar um sig sem Evrópubúa, eða áfram sem Þjóðveija, Frakka og svo fram- vegis. Yert er einnig að minnast þess, að fyrir svo sem tveimur áratugum voru framtíð- arspámenn nokkuð sammála um, að tími gömlu Evrópu væri liðinn. Sól hennar er hnigin til viðar, sögðu þeir og rökstuddu með því, að til að mynda iðnaðurinn í Evr- ópu mundi ekki hafa roð við hinum banda- ríska og ennþá síður þeim japanska. Fyrst færu peningarnir þangað, síðan hæfist at- gervisflóttinn. Nú er komið í ljós að þessir spakvitringar hafa spáð skakkt í spilin. Evrópa er á uppleið og sameinuð í banda- ríki yrði hún risaveldi. Það er hinsvegar óráðin gáta hver verður framvindan í Kína, elzta þjóðríki heimsins. Sú staðreynd að Kínveijar eru ein þjóð, mun halda þeim saman eftir að núverandi fangabúðakerfí kommúnismans er liðið undir lok. Því er ekki ólíklegt að á 21. öldinni verði fjögur risaveldi í heiminum: Bandaríki Norður Ameríku, Bandalag Evrasíuríkja, Bandaríki Evrópu og Kína. Kaldhæðnir framtíðarspá- menn bæta við, að þau verði síðan öll í eigu Japana. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JANÚAR 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.