Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						1*>

Nútíma enska:

Eyðiland lágkúru,

klisju og kláms"

Karl Breta-

prins. Eftir að

hafa lesið yfir

arkitektum um

hnignun bygg-

ingarlistar,

hefur prinsinn

af Wales enn

komið á óvart

með skörulegri

ádrepu um

afturför

enskunnar.

g tók boðinu um að vera verndari verðlaunaveit-

ingarinnar sem kennd er við Thomas Cran-

mer, einfaldlega vegna þes, að það sem oft

er nefnt „arfleifð okkar" skiptir mig máli. Ein-

hverjir munu telja að slík afstaða lýsi óþarfa

áhyggjum. Og ég hef reyndar orðið áþreif-

anlega var við — það, að taki maður af

skarið og tali um þýðingu arfleifðar okkar

og það sem læra má af forfeðrum okkar,

standi ekki á ásökunum um, að maður sé

haldinn eftirsjá eftir litauðugri fortíð, sem

ekki komi okkur lengur við. Þetta hefur

þvingað mig til þess að íhuga þá nærri

því ofsafengnu þráhyggju eða meinloku

sem fellst í hugtakinu „nútímalegur", að

vera „nútímamaður". Óttinn við að vera

álitinn gamaldags virðist svo magnaður

og þrúgandi, að hinum eilífu sannindum

og gildum, sem liggja eins og rauðir þræð-

ir um hinn margslungna vef mennskrar

tilveru er kastað burt á þeim forsendum

að þau hefti framfarirnar. Gott og vel, ég

óttast ekki þá ásökun að veratalinn gamal-

dags, og það er þessvegna sem ég stend

hér í þessum ræðustóli, klæddur tvíhneppt-

um jakka og með uppbrot í buxum, tilbú-

inn að lýsa yfír þeirri staðreynd að ég trúi

því að Bænabókin sé lifandi og glæstur

hluti þeirrar tungu sem er arfleifð allra

enskumælandi manna og sem slík einn

þátturinn í þeirri voldugu samhljóman.

Minnist þið þessarar ágætu setningar

Alan Bennetts í „The Old Country?" - „Ég

ímynda mér, að þegar flett verður upp í

næstu bænabók, þá muni þeir ekki skrifa

Hann, með stórum staf, stóru h-i. Guð

verður hafður með litlum staf til þess að

enginn af tilbiðjendum hans þurfí að finna

til minnstu vanmáttarkenndar.

Prinsinn af Wales hélt

ræðuna þegar veitt voru

skólaverðlaun, sem

Spectator og

Bænabókafélagið standa

að veitt voru í tilefni 500

ára afmælis Thomasar

Cranmer. Verðlaunin

eiga að stuðla að því að

skólanemendur kynni sér

og lesi Bænabókina, en

prinsinn notaði tækifærið

til að minna á vandamál

nútíma ensku og gæti

sumt af því sem hann

segir eins átt við

íslenzkuna.

Eftir KARL

BRETAPRINS

Ég hefði viljað hefja mál mitt með hljóm-

sterkri setningu úr King James Biblíunni:

„Hlýðið orðum mínum."

Nýja Biblíuþýðingin er ekki hljómandi

skipun, heldur „gefíð mér hljóð."

Þarna kann auðmýktin að virðast meiri,

en skáldskapurinn er horfinn, og mér

finnst að við hljótum að spyrja okkur að

því, hvort við getum orðið alþýðlegri með

því að draga úr skáldskapnum. Er ekki

viss tegund af yfirlæti fólgin í þeirri ætlan?

Það kann að vera rétt, að nú á dögum

sé meira um illa læst fólk en áður fyrr,

þótt ég efist um að svo sé. Flest fyrri tíð-

ar fólk var alls ekki læst. En setjum svo,

að þetta væri satt. Hver í ósköpunum

ákvað þá, að besta lesefnið fyrir þá, sem

eru illa læsir, sé það sem er skrifað af

hinum sem eru illa skrifandi. Skáldskapur

er fyrir alla, jafnvel þótt ekki sé nema

fáeinar hendingar. En lágkúran er ekki

fyrir neinn. Lágkúran er opin öllum, —

það er eyðimörkin líka.

Bænabókin hefur verið Englendingum

og enskumælandi fólki andlegt forðabúr í

fjórar aldir. Þetta er bænabók ætluð öllu

samfélaginu, valin og samansett á þann

hátt, að hún fullnægir öllum. Þegar

Cranmer setti bænabókina saman leit hann

bæði til fortíðar og nútíðar eins.og þýðend-

ur King James biblíugerðarinnar. Þetta

var á tímum mikilla breytinga, siðskipt-

anna, og hann samdi bænabókina í anda

málamiðlunar. Ýmsum samtíðarmönnum

hans þótti bókin bera afturhaldskeim, öðr-

um þótti hún um of róttæk, en bænabðkin

hefur staðist tímans tönn. Hún hefur lifað

breytingar á kirkju og ríki, sem hefðu

úrelt hverja þá helgisiðabók, sem hefði

verið byggð á minna næmi fyrir hinni djúpu

þörf manneskjunnar fyrir lifandi hefð og

stöðugleika.

Cranmér kaus að nota „tungutak allra

tíma" við gerð bænabókarinnar, en ekki

„mál eins tímaskeiðs". Þannig hefur

Bænabókin lifað með því að verða hluti

almennrar málvitundar. Orð og setningar

úr helgimálinu hafa orðið arfur enskrar

tungu með stöðugri endurtekningu um

aldir, — með guðsdýrkun innan kirkjunnar

og með hverjum og einum í einrúmi bænar-

innar. Nemendur í skólum ensku kirkjunn-

ar voru látnir læra altarisbænir úr Bæna-

bókinni utanað, en utanbókarlærdómur er

mjög fyrirlitinn af skólastefnumönnum nú

á dögum, en hugir venjulegra manna og

kvenna urðu fyrir sterkum áhrifum, þegar

menn lærðu bænirnar utanað og sóttu

messur, þar sem allir helgisiðir voru úr

Bænabókinni. — Enda þótt fólk hefði sjálft

ekki slíkt vald á málinu, að það gæti beitt

hljóðfalli og hrynjandi á sama hátt og

Cranmer, þá geymdust bænirnar í minni

vegna þess að fólk þekkti þær. Heima og

heiman, á sjúkrahúsum, á orrustuvellinum,

í einrúmi, í félagsskap, í þrengingum og

í velgengni, minntist fólk þessara orða og

þau veittu huggun og von, þegar mest

syrti að í lífi manna.

Bænabókin minnir okkur á mennskan

veikleika í „margvíslegum og óvæntum

breytingum hér í heimi", og einnig á þá

huggun sem felst í „náðarmeðulunum og

voninni um dýrðina". Hér á við að minn-

ast orða Orwells, þegar hann benti á í

„1984", að auðveldasta leiðin til þess að

þurrka út alla sögu og alla hugsun er að

þurrka út málið, sem sagan og hugsunin

kyggjast á. Og svo bjó hann til nýlenskuna

„Newspeak" handa heimi hinnar kommún-

ísku martraðar. Lítið á þessi orð — „Eigi

dirfumst vér, miskunnsami Drottinn, að

nálgast hið helga borð að eigin verðskuld-

an, heldur í trausti voru til þinnar miklu

miskunnar." Berið háttvísina í orðum

Cranmers saman við hrátt orðfæri Nýju

Bænabókarinnar, þar sem miklum tíma

er varið til að útlista fyrir Guði almáttug-

um það, sem hann hlýtur sjálfur að vita:

„Drottinn vor, Jesús Kristur, einkasonur

Drottins, föður vors, lamb Guðs, sem berð

burt synd heimsins, miskunna þú oss. Þú

situr við hægri hönd Guðs föður almátt-

ugs, meðtak þú bænir vorar — o.s.frv.

Það hryggir mig eins og efalaust ykkur

alla, að við komum hér saman til þess að

lofa verk Cranmers á tímum þegar verk

hans hefur verið skekkt og bjagað í þeim

vafasama tilgangi að gera það auðskiljan-

legra. Við virðumst hafa gleymt því, að á

hátíðlegum stundum þurfum við á sérstökú

og hátíðlegu tungutaki að halda: tungu-

taki sem er hafið yfír daglegt málfar. Við

hrósum „fegurð heilagleikans" en við

gleymum „helgi fegurðarinnar". Ef við

hvetjum til notkunar á hversdagslegu, útj-

öskuðu og margtuggnu málfari, þá hvetj-

um við til hversdagslegrar, útjaskaðrar og

útþynntar heimsmyndar.

Ef enska er töluð á himnum (sem er

mjög líklegt, sé tekið mið af útbreiðslu

enskunnar með hverju ári), mun Guð áreið-

anlega hafa ráðið Cranmer sem ræðurit-

ara. Englar af lægri gráðum eða stigum

munu líklega nota Nýju-bænabókina og

Nýju-biblíuþýðinguna sem minnisgreina-

mál.

Útgefendur Endurskoðuðu útgáfunnar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12