Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 2
Guðinaþyrstir“ ú, þegar straumur bóka og ritgerða um Kól- umbus og innrásir Spánverja í ríki Suður- Ameríku koma hver af annarri er ástæða til þess að íhuga orsakir og tilgang landkönn- unnarferða Kolumbusar og þeirra sem eftir fylgdu. Útþensla, verslun og vöruskipti hefj- ast þegar sjálfsþurftarframleiðslan nægir ekki lengur af ýmsum ástæðum, t.d. mann- fjölgun í kjölfar góðæra. Heimalandið nægir ekki til að framfleyta íbúunum, auðtekin bráð, ránsferðir og verslun og síðan nýlendustofn- anir, dæmi um slíkt eru nýlendustofnanir Hellena við Miðjarðarhaf. Framleiðsla vara og vöruskipti þegar nóg er framleitt og meira en þörf er fyrir og jafn- framt skortur á hráefnum eða öðrum vörum. Tvennt fór saman þegar Evrópumenn hófu ferðir vestur yfir hafið, leit úrkosta vegna mannfjölgunar og eftirsókn eftir góðmálmum og öðrum þræði boðun kristni meðal heiðingja. Útþenslan kom niður á öðrum þjóðflokkum. En hvernig var ástandið og skipulag þeirra ríkja sem Spánveijar kynntust í innrásunum? Skömmu eftir innreið Cortesar og manna hans í borgar-eyjuna Mexico-Tenochtitlan hélt Cortes ásamt flokki manna sinna upp hin 114 þrep aðal-pýramídans. Þar var hof Huitzilopochtli, æðsta guðs Azteka. Þegar inn í hofið kom, gaus á móti þeim þefurinn af blóði storknum veggjum, og gólfi hofsins ,og meðfram veggjunum og við altarið mátti líta brennandi mannahjörtu í glóðarkerum. Skömmu síðar guldu Spánveijar nokkurt afhroð í vopnaviðskiptum við hersveitir Azt- eka. Þeir settust um borgina og þá breyttist viðbjóður þeirra í skelfingu, þegar þeir heyrðu sigri hrósandi bumbuslátt stórtrumbunnar, blástur homa og lúðra og máttu horfa á nokkra félaga sína dregna upp hofsþrepin. Þeir sáu presta Azteka leggja þá á ölturin, skera til hjartans með hnífnum úr hrafntinnu og fóma guðum sínum kvikandi hjarta þeirra. Líkömum þeirra sem fórnað var guðunum var kastað niður hofsþrepin, og þar fyrir neðan voru líkin sundurlimuð og limimir settir til hliðar fyrir trúarlegt mannát, bolnum og innyflum var kastað fyrir villidýr sem fóðruð voru á leifum þeirra fómuðu. Húðin var fleg- in af og andlitshúðin með skeggi sömuleiðis. Það hlutu hermenn Azteka til minja um hand- töku Spánveijanna. Þessi kafli er tekinn úr bók eftir Ingu Clendinnen: Aztecs: An Interpretation. Cambridge 1991. Tilgangur höfundar er að draga upp mynd af mexíkönsku þjóðféiagi og útlista þýðingu trúarlegra helgisiða, en þeim tengdust alltaf mannafórnir. Spánveijarnir sem fórnað var guðum Az- teka voru þeir síðustu í langri sögu fómarat- hafna, trúariegra mannfóma, sem hafði stað- ið allt frá því í upphafi 15. aldar. Árið 1487 var mikil trúarhátíð haldin af herra eða „lög- sögumanni" Azteka, sem þá var Ahuizotl, í tilefni stækkunar pýramídahofsins. í fjóra daga voru þúsundir ánauðugra manna og fanga undirokaðra þjóða neyddir til að klífa upp þrepin og inn á fómaröltumn, þar sem þeim var fórnað í augsýn sigri hrósandi Azt- eka og höfðingja sigraðra þjóðflokka og einn- ig höfðingja fjandsamlegra þjóða, sem hafði verið boðið til athafnarinnar undir fölsku yfir- skini. Það var talin nauðsyn á að fórna guðun- um mannahjörtum ár hvert. Víðast hvar í indíána samfélögum voru mannfómir iðkað- ar, oft ung böm sem var „blótað“ til árs og friðar og þó einkum til þess að tryggja jarðar- ávöxt. Regnguðinn Tlaloc var saddur með því að skera smáböm á háls. Fóm mannshjartans stóð í sambandi við dýrkun himnaguðanna í tilefni landafunda Kólumbusar fyrir 500 árum hefur oft verið rætt um grimmd hvíta mannsins og allskonar óhæfuverk á innfæddum. Ekki er hægt að réttlæta það, en hitt er annað mál, að óheyrileg grimmd ríkti meðal Aztekanna, sem stanzlaust fórnuðu guðunum fólki. Mannfórnir Azteka: Efst sker prestur- inn hjartað úr manni með steindálki. Guð myrkursins, einn af guðum Azteka. Gyðja vatnsins hjá Aztekum. Tré- gríma með ífelldri mósaík úr turk- is og skeljum. Hárflétta gyðjunnar er einkennandi fyrir hárgreiðslu Aztekak venna. Hnífar eða dálkar, sem Aztekar notuðu til að skera lyörtun úr mönnum við fórnarathafnir. Hnífs- blaðið er úr tinnu, skaftið úr tré og lagt mósaík. og sólarguðsins.. .Bemal Diaz del Castillo lýsir þessum athöfnum á 16. öld. Frásögn hans er staðfest með fomleifarannsóknum á pýramídanum mikla, þar kemur í ljós að fóm- færingarnar vom endurtekning og endurlífg- un sköpunarsögu Azteka. Rannsóknir annarra hofa og helgistaða benda allar til þeirrar miklu þýðingar sem fórnimar höfðu í heims- mynd og hugmyndum Azteka, fórnaröltum, fómarsteinar og aðrar leifar benda ótvírætt til athafna sem skyldu seðja guðina og tryggja jarðarávöxt. Aztékar trúðu því að þeir yrðu að tryggja sólarappkomuna úr heimum myrkranna. Þetta þarfnaðist mennsks blóðs. „Blóma styrjaldir" vora styijaldir Azteka nefndar. Hermönnunum var innprentaður hugsunarháttur og trúarlegur skilningur á hlutverkum þeirra sem fómarlamba og dýr- legasti dauðdagi sem þeir gátu hlotið var að fórna sér undir hrafntinnuhníf fórnarprests- ins. Hermaðurinn hlaut frægð í samræmi við þá tölu fanga sem hann hafði tekið, en þeim var öllum fórnað guðunum. Með fómardauð- anum öðluðust þeir eilíft samlíf með sólar- guðnum, en engir aðrir. Afstaðan til kvenna var sú, að konan væri fædd til óhamingju. Nokkrar konur hlutu þó störf sem hofs-hórur og fáeinar hlutu eilíft iíf við fómfæringar á vissum tyllidögum. Kvenguðinn var hin hryllilega jarðargyðja, jarðmóðirin. Hof jarð-móðurinnar var hálfgert jarðhýsi, myrkt og skreytt höggormsmyndum og höfuðkúpum. Bernal Diaz lýkir þeim vist- arveram við gin helvítis. Guðirnir vora grimm- ir, ófreskjur eða djöflar í augum Spánveija, guðir sem þyrsti í blóð. Höfðinginn var ákall- aður sem: „Herra vor, böðull vor, dómari vor“. Trúarbrögð Azteka vora engin réttlæt- ing samfélagsins eða grundvöllur pólitísks ástands, þau vora undirgefni undir vilja gráð- ugra guða. Fórnarathafnirnar táknuðu það að maðurinn var aðeins einn hluti jarðargróð- urs og náttúru. Eins og maísinn var fæða mannanna, þörfnuðust guðirnir blóðs og holds mannanna. Heimildimar að lýsingunni í þessari bók era frá fyrstu hendi, meðal heimildamlanna var sonarsonur síðasta valdsmanns Azteka. Heimildimar að fomleifarannsóknum er að finna m.a. í „The Great Temple of Tenochtitl- an“ gefið út af California Press 1987. í Mexico (City) voru fjögur hverfí sem umluktu helg- ustu vé Azteka og þar voru áttatíu hof og hús, þar sem 200.000 hermenn, prestar, iðn- aðarmenn, kaupmenn og erfiðismenn höfðu aðsetur. Þessi hluti stóð á eyju sem var tengd landi með vegum og brúm. Borgin stóð í dal, en þar var ræktun stunduð á hjöllum í hlíðunum, framleiðslan nægði fyrir milljón manns. Samfélagið var þraut-staðlað, ræktun landsins og framleiðslan var skipulögð út í ystu æsar, tímatalið var mjög fullkomið og listiðnaður stóð á háu stigi. En hugarheimur- inn og heimsmyndin var öllu dekkri í augum fólks af öðra menningarsvæði. Hermennirnir vora agaðir til að mæta fórnardauðanum, sem var fullkomnun og tilgangur lífs þeirra. Sum- ir telja að allir ungir menn hafi hlotið þjálfun sem hermenn. Þó sinnti meirihluti ungra manna öðru hlutverki, sem var vinna myrkr- anna á milli. Þróuð samfélög Indíána í Suður-Ameríku á þessum tímum minnti nokkuð á hugmyndir manna sem egypskt og assírísk samfélög, stöðluð þrælasamfélög í víðtækri merkingu hugtaksins þræll. Samfélög þessara þjóða í Mexíkó og Perú era nefnd „býflugnasamfé- lög“ af perúíska höfundinum Mario Vargas Llosa. Myndin sem Clendinnen bregður upp af heimsmynd og trúarlegum hugarheimum Azteka.er vægast sagt ákaflega framandi og í augum manna, sem byggja á vestrænum arfí og hegðun er þessi framandi heimur ógeðfelldur. Hin algjöra stlöðlun og hugmynd- in um þátt mannsins í tilverunni sem hlið- stæðu við býfluguna eða kalkúnana (húsdýr á þessum slóðum) í augam hinna grimmu guða. Maðurinn gat aðeins réttlætt tilvera sína sem þjónn guðanna, þjónn sólarinnar og sólguðsins, sem krafðist blóðs. Öðrum þræði var þetta félagslega uppbyggt samfélag, vel- ferðarkerfi sem tryggði þegnunum fram- færslu-öryggi. Skáld Azteka lýstu stöðu mannsins: „Heimurinn er líkastur málaðri bók þar sem allt hefur sinn stað og hlutverk og við menn eigum okkur einn stað í þeirri bók guðanna, meðan við dveljum hér á jörðu.“ Síðan koma Spánveijarnir inn í þennan annarlega heim. Vissulega þekktu þeir grimmd og voru sjálfir grimmir, en þeim of- bauð grimmd guða Azteka og það var engin furða þótt þeir þættust sjá djöfulinn sjálfan og ára hans í skara hina heiðnu goða, sem nærðust á mennsku holdi og blóði. Áhugi klerka á að leiða þetta fólk frá þeirri hroða- legu villu sem þeir töldu það lifa í er var mjög auðskiljanlegur. Auk þess tóku sumir þjóðflokkar sem Aztekar höfðu undirokað Spánveijum sem frelsurum, þótt það kunni að hljóma annarlega eftir margra alda áróður prótestanta gegn spænskri kirkju og nýlendu- stefnu. Nú þegar 500 ár era liðin frá ferð Kólumbusar vestur yfir hafíð á leið til Ind- lands og Kína, að því er hann sjálfur áleit, era skoðanir mjög skiptar um þýðingu og árangur ferðar hans og síðar landnáms Spán- veija og Portúgala í Suður-Ameríku. Clendinnen hefur með ritinu sýnt hinn óskaplega fjölbreytileika mennskra samfélaga og menningar. Það er á valdi hvers og eins að bera saman kristinn menningarheim og goðheim Azteka og þeir sem telja útþenslu evrópskra þjóða í Suður-Ameríku hafa orðið þeim þjóðum, sem þar byggðu lönd til mikill- ar bölvunar hljóta að verða að gera sér ljósan þann heim, sem Spánveijar kynntust fyrstir Evrópumanna. Þess ber að minnast að í þess- um heimshluta blómgaðist síðan kristin menn- ing um aldir, listir og ekki síst bókmenntir. Ósættanlegar andstæður þverfrábrugðinna menningarheima eins og þær voru við komu Spánveija veldur dómsdegi annars heims. Endanlegt uppgjör og réttlæting er fásinna. Siglaugur Brynleifsson tók saman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.