Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunblašiš


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbók Morgunblašsins

						N
m: t
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100.
Rómverska skáldið Hóras telja fræðimenn ng
bókmenntamenn að hafi verið vandaðasta
skáld Rómverja og þótt Iengra sé jafhað. Nú
hefur Helgi Hálfdanarson þýtt ljóð Hórasar
á íslenzku og heitir bókin J. skugga lárvið-
ar". Þetta er bókmenntaviðburður og af því
tilefni skrifar Siglaugur Brynleifsson um
þetta rómverska skáld.
Myndin er af málverki eftír Sígurð Þóri, myndlist-
armann, og verður meðal annarra á sýningu, sem
hann opnar í Norræna Húsinu í dag. Síðan Sigurð-
ur Þórir sýndi síðast, hefur hann dvalið um tíma
í Englandi, en yrkisefhi hans er enn sem áður
fólk; bæði samband manns við náttúru og sam-
band manna á meðal, ekki sízt karls og konu.
JON ÞORLAKSSON
Riode
Janeiro
þar sem Sykurtoppurinn og Kristsmyndin gnæfa
yfir, þar sem hálf milljón manna sólar sig í einu
á fögrum sumardegt á Copaeabana, þar sem lík-
amsræktarfólkið og upparnir þjálfa sig á Ikamena,
þar sem sumir búa í pappakössum á gangstéttum
og börnin eru rekin út tíl að betla og fara síðan
að ganga sjálfala. Frá öllu þessu og mörgu fleira
í Ríó segir Oddný Sv. Bjðrgvins.
Til Bjarna
Thorarensen
1.  Tinda fjalla eg sé alla undir snjá;
til sín kallar Þorri þá.
Gamlan salla Gerðufalla grefur Bægisá
inter ultima
2. Bág er tíðin, bylur hríðin búkum á,
slær óhlífinn Þorri þá;
sálar híðin særir kvíðinn sinnisveikum hjá,
inter intima
3. Allt er dofið á mér krofið ofan í tá;
afl er rofið fótum frá;
Eymstrum klofið ennishofið einn ber dimman skjá
inter extrema
4. Dæmið galda dauða valda dólga frá,
mínum alda meiðslum á,             *•
gigtin falda, kalda, kólíka mig þjá
inter alia
5. Fyrirgefíð fulu kvefí fyllta skrá,
þerrið nefíð ei þar á!
Leggið bréfið loks og stefið leppadruslum hjá
inter infímat
Jón Þoriáksson, (1744-1819) venjulega kenndur við Bægisá, var frá
Selárdal við Arnarfjörð. Varð stúdent frá Skálhaltsskóla og síðan prest-
ur, lengst á Ytri-Bægisá á Þelamörk. Merkur Ijóðaþýðandi, þýddi
m.a. Paradísarmissi Miltons og höfðu þýðingar hans mikil áhrif á form
og Ijóðmál íslenzkra 19. aldar skálda.
B
B
bók um Heiðar Jónsson snyrti, sem
kom út fyrir jólin og kemur á
margan hátt skemmtilega á óvart,
er eftírfarandi málsgrein:
„Ég man ekki eftir að hafa
nema einu sinni verið beittur of-
beldi á mínu heimili, og það var
þegar ég stóð einhverju sinni og
sagði í símann: „Eg þarf að passa í kvöld."
Um leið sá ég stjörnur, því að Bjarkey gaf
mér einn léttan á vangann og tilkynntí mér
að ég passaði ekki mín eigin börn. En ég
heyri oft hjá karknönnum að þeir líta á sig
sem ólaunaðar barnapíur ef þeir þurfa að
vera heima. Konur taka aldrei svona til orða."
Það er rétt hjá Heiðari að konur taka ekki
svona til orða þegar þær eru að tala um sjálfa
sig, en fæstar eru eins skarpskyggnar og
eiginkona hans. Maður heyrir harðsvíruðustu
jafnréttissinna spyrja mennina sína hvort
þeir geti passað tiltekin kvöld og sömu konur
tala jafnvel um að mennirnir þeirra séu dug-
legir við að hjáipa til heima. Hjálpa hverjum?
Venjur eru lífseigar hvað sem breyttum
þjóðfélagsaðstæðum líður og tungumálið býr
yfir þeim gaJdri að geyma hughrif sem okkur
fer með tímanum að sjást yfir. Ef til vill er
það sérviska, en ég hef lengi undrast það,
að konur sem Iáta sig miklu varða að leið-
rétta ranghugmyndir ura hlutverk kvenna, til
dæmis í skólabókum og auglysingum, skuli
ekki ergja sig yfir orðum eins og, ólétt, ófrisk,
þunguð og vanfær. Mér er það óskiljanlegt
að konur skuli sætta sig við svo neikvæða
orðnotkun um storkostlegasta undur tilver-
unnar. Sýnu eðHlegra er að segjast eiga von
á baroi, vera barnshafandi eða með barni.
Baráttan fyrir jöfnum rétti kynjanna tekur
á sig ýmsar myndir og tungumálíð endur-
speglar oft viðhorf sem við vitum ekki að við
höfum. Rétt eins og undirvitundin sé að tala
af sér. Þegar ég var ung húsmóðir og las
dönsku blöðin, kom mér undarlega fyrir sjón-
ir skilgreiningin á dönskum húsmæðrum. Þær
voru ýmist skilgreindar sem útivinnandi eða
„hjernmegaaende" sem Iíklega mætti þýða
sem heimaverandi. Þá tíðkaðist það ekki hér
á landi að bæta þessari skýringu aftan við
husmóðurtitilinn, enda var fremur óalgengt
að konur ynnu niikið utan heimilis. I dag er
skilgreiningm líka talin óþðrf, en núna af því
Frelsi til að velja
að það telst til tiðinda að þær geri það ekki.
En íslenskan sýnir þó húsmóður- og foreldra-
hlutverki þá virðingu að hér er talað um
heimavinnandi húsmæður, ea ekki heimaver-
andi, þótt lítið fari fyrir virðingu í umræðum
manna í milli þegar þá vinnu ber á góma.
Ég þekki margar konur sem jafnréttisbar-
áttan hefur brunnið mjög á á líðnum árum.
Það er einkar forvitnilegt að fylgjast með
hvernig þær ala syni sína upp. Hvernig þær
eru oft viðkvæmari fyrir þeim en dætrum
sínum, gera ekki til þeirra sömu kröfur, eru
snortnar af því að finna að þeir hafa vissa
þðrf fyrir þær sem feðumir geta ekki upp-
fyllt og stoltar yfir þeim sérstöku tilfinninga-
tengslum sem þessi þörf fæðir af sér. Þetta
er auðvitað ekki einhlítt, en ég verð æ sanh-
færðari um að það sem oftast er skilgreint
sem jafnrétti kynjanna verður ekki til sem
afleiðing af uppeldi hinna jafnréttissinnuðu
mæðra. Mikiu fremur að það verði eðlilegt
framhald af þvi að ungt fólk er árum saman
hlið við hlið í námi eða útí á vinnumarkaðn-
um, með sðmu möguleika og sömu tekjur
(vonandi), ákveður saman hvort eða hvenær
það eignast börn og hvernig það kýs að nýta
hæfflerka sína og menntun.
Þrátt fyrir mikla asókn kvenna ekki síður
en karla í góða menntun finnst mér maður
ennþá rekast á önnur viðhorf til menntunar
dætra en sana af hálfu margra foreldra. Það
þarf ekki mikla skarpskyggni til að greina
þann blæbrigðamun, einkum hjá feðrum. Þeir
gleðjast yfir góðum árangri barna sinna af
báðum kynjum, hafa metnað fyrir þeirra hönd,
en metnaðurinn er sýnu meiri og alvarlegri
fyrir hönd sonanna. Þeir eru montnir af dætr-
um sínum en stoltir af sonunum. Þeir líta það
ekki sömu augum að sonurinn flosní upp úr
námi og dóttirin, jafnvel þótt hún sé betri
námsmaður. Svona hlutir eru aldrei sagðir
berum orðum og eru kannski ekki einu sinni
meðvitaðir, en blasa engu að síður víða við.
Því fer fjarri að allir hafi sama skilning á
hvað sé jafnrétti milli kynja. Besta skilgrein-
ing sem ég hef heyrt er slagorðið „Einstakl-
ingsfrelsi er jafnréttí í reynd", en þá er eftir
að sættast á skilgreiningu um hvað sé ein-
staklingsfrelsi í reynd. Hjón eða fólk í sam-
búð virðast stundum telja það endurspeglast
í hnífjafnri verkaskiptingu á heimili og met-
ast af mikiHi nákvæmni um hvort geri meira
af húsverkum og hvort sinni börnunum oft-
ar. Það er vitanlega saklaust meðan það
skemmir ekki heimilisfriðinn, en er engan
veginn vitnisburður um að meira jafnrétti ríki
á því heimili en öðrum. Þá væri samvinna svo
sjálfsagður hlutur að engum dytti í hug að
tala um hana, hvað þá að líta á hana eins
og reikningsdæmi sem þyrfti að gera upp.
í kvennabaráttunni hefur mikil áhersla
verið lögð á sjálfsvirðingu, sem ekki sist fæl-
ist i fjárhagslegu sjálfstæði og því að geta
séð fyrir sér sjátfur. Þess vegna gætí engin
kona með sjálfsvirðingu verið á framfæri
karlmanns. Arangurinn af þessari baráttu
blasir við. Tvær fyrirvinnur eru nú á flestum
heimilum, en það virðist hins vegar ekki hafa
bætt kjörin mikið. Núna þarf tvær fyrirvinnur
þar sem ein dugði áður til að geta framfleytt
fjölskyldunni og margar konur (eða karlar)
sem vildu svo gjaman vera l'aunalausir fram-
kvæmdastjórar og foreldratæknar heima hjá
sér fremur en illa launaðir starfskraftar úti
í bæ, hafa ekki efni á þvi. Það er ekkt lengur
um val að ræða.
Sjálfstæði er mikilvægt hverjum og einum
og eins hitt, að geta séð fyrir sér sjálfur,
hvoru kyninu sem maður tilheyrir. Hins veg-
ar er það f mínum huga alveg jafn tengt
sjálfsvirðingu að geta séð um sig og geta séð
fyrir sér. Mér finnst að það hljóti að vera
jafn eftirsóknarvert fyrir karlmann að geta
séð um sig sjálfur og vera ekki upp á umðnn-
un kvenna kominn með nauðsynlegustu bjarg-
ráð, eins og það er fyrir konu að geta fram-
fleytt sér. En ekki verður þess oft vart að
talað sé með lítilsvirðingu um bjargarlausan
karlmann. Mikiu fremur að það þyki „sjarmer-
andi" þegar karlmaður talar um það eins og
lýsandi dyggð að hann rati ekki í skápana í
eldhúsinu, kunni ekkert að elda, nema hvað
hann sjái am grillið á sumrin (nágrannarnir
geta þá líka fylgst með og dáðst að leikn-
inni), þvottavélinni komi hann aldrei nálægt,
enda sé þvottahúsið umráðasvæði konunnar.
Það er greinilegt þegar maður hlustar á karl-
menn gefa sjálfum sér svona einkunnir að
þeim þykir þetta nokkuð glúrin frammistaða
og síst af öllu særir það sjálfsvirðmgu þeirra
að vera algjðrlega háðir umönnun kvenna.
Þeir geta klætt sig sjálfir og matast hjálpar-
laust og una því glaðir við sitt.
Það þykir ekki einu sinni hallærislegt, að
strákar, sem Ieika sér að hinum flóknustu
tölvukerfum, gera við reiðhjólin sín eða vél-
hjólin sjálfir og kunna jafnvel betur á mynd-
bandstækið en foreldrarnir, ráði ekki við að
þvo af sér fþróttaföt eða gallabuxur í sjálf-
virkri þvottavél. Til þess þarf að kunna á
einn takka á þvottavélinni og hitastillingu.
Vita að hvítt og mislitt er ekki þvegið saman
og ekki á sama hita. Flóknara er það nú ekkL
Konur bera mesta ábyrgð á að hakfa lífi í
þessum hjálparleysissjarma; Tíl dæmis tíðkast
það ef kona skreppur til útlanda að manni
hennar og börnum sé boðið í mat hingað og
þangað, meðan engum kæmi í hug að bjóða
konunni þótt maðurinn færi burt. Ég hygg
að það séu ekki karlar sem hvetja til þessa.
Fremur konur.
Raunverutegt jafnrétti, sömu laun fyrir
sömu vinnu og frelsi til að vetja, varð fyrst
mögulegt með öruggum getnaðarvðrnum.
Fyrst þá gat kona skíputagt sitt líf á sama
hátt og kari. Og við erum alltaf að velia án
þess endilega að veita þvf athygli. Við veljum-
ekki einungis námsbrautir og starfsvettvung,
heldur veljum við Iífi okkar farveg með vali
á notkun orða um það sem við erum að gera
og með viðbrögðum gagnvart litlu atvikunum
í hinu daglega lífi. Með því mótum við um-
hverfi okkar meira en við erum okkur kannski
meðvituð um.
Um leið og það hlýtur að vera mikilvægt
fyrir konu að geta séð fyrir sér og karl að
geta séð um sig, er ekki endilega nauðsyn-
Iegt fyrir þau að gera það. Þau geta valið
aðra verkaskiptingu ef það hentar þeim. Lyk-
ilatriðið er að þau velja sjálf og bera ábyrgð
á þvf valt.   JÓNtNA MICHALESDÓTTIR
LESBÓK MORGUN8LAÐSINS  29. FEBRÚAR 1992  3?
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12