Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 8
Helgi Pjeturss skiptir þeim hnöttum, þar sem þróast hefur Iíf, í frumlifs- og framlífshnetti. Jörðin er einn af frumlífs- hnöttunum. Enginn fæðist af móð- ur nema einu sinni M eð kenningum sínum afneitar Helgi Pjeturss tilvist annarrar víddar austrænnar heim- speki. Hann skiptir þeim hnöttum, þar sem þróast hefur líf, í frumlífs- og framlífs- hnetti, þar sem hnöttur vor elur menn sem í þessari grein er samantekt um dr. Helga Pjeturss og kenningar hans um lífið í alheimi, sem hann kynnti fyrst með ritgerð í ritröðinni Nýallárið 1919. Kjaminn í þessum kenningum er sá, að lífið á jörðinni sé frumtilvera, en síðan endurfæðist einstaklingamir á öðmm hnöttum. Eftir BENEDIKT BJÖRNSSON Helgi Pjeturss, 1916. eftir andlát hér á jðrð lifa líkamlegu lífi á ððrum framlífshnöttum. Þessi fullyrðing er hluti af kenningu um heiminn, en hún hefur eftirfarandi sérstöðu innan heimspekinnan 1. Hún leiðir af sér að heimurinn sé ein órofa heild, samsvarandi því að lífkerfið á hnetti vorum er ein heild, þrátt fyrir breytileik lífs mismunandi svæða á honum. Allt líf er á stjömum og bundið efni. Aðrir lífheim- ar eru ekki til. 2. Kenningin flytur líffræðina til annarra stjama alheimsins. 3. Kenningin er um samband lífsins í al- heimi. Dr. Helgi Pjeturss skóp eftirfarandi hugtök um iífið: lífgeislan, mangan, lífs- sambandið milli stjamanna, eðli svefns og drauma, framvindustefnumar tvær; lifs- ste&a og helstefna og stillilögmálið. 4. Enginn einstaklingur lífir fósturskeiðið og fæðist af móður nema einu sinni, en lík- amnast í framlífí á annarri stjömu eftir andlát hér á jörð. Þessa sérstæðu heimspeki nefnir Helgi ís- lenska heimspeki. Þó að til hafi verið menn fyrr á tíð sem- trúðu á líf á öðrum stjömum er Helgi þó umdeilanlega fyrstur manna hér á jörð sem setur fram heildstæða kenningu um samband lífsins í alheimi og tengir það við líkamlegt framlíf einstaklingsins á öðrum stjömum. Hvað Er Heimspeki? í sinni víðtækustu mynd er heimspeki til- raun mannsins til að skilja heiminn og gera sér grein fyrir stöðu sinni í honum. Heimspeki er því samsafn af ósönnuðum fullyrðingum sem heimspekingurinn byggir á mistraustum grunni og þvi sem hann telur vísindalegar staðreyndir. Heimsmynd heim- spekingsins er því eins og mósaíkmynd, þar sem mikið af reitunum vantar, en hann fyllir upp í myndina með þvi sem hann teiur lík- legt. Heimspekingurinn byggir kenningar sín- ar á grunni þekkingar og frumlegri heimspeki. Enginn er alfræðingur. Fæstir ná víðtækri þekkingu í nema 1-2 greinum vísinda og heimspekingar verða þvi að byggja á staðhæf- ingum annarra og kenningum úr ýmsum greinum sem viðurkenndar eru á tíð hans. Heimspekingurinn getur þó verið í þeirri aðstöðu að vísinda- og fræðikenningar sem njóta viðurkenningar á hans tíma samrýmist ekki heimsmynd hans og hann hafni þeim. { þeirri aðstöðu var dr. Helgi Pjeturss í sumum grundvallaratriðum. Skulu nefnd hér þrjú dæmi: 1. Flóðbylgjukenning Jeans o.fl., sem fram undir 1950 var grundvöllur skoðana um stjammyndun heimsins, gerði líf ólíklegt annars staðar en hér á jörð. 2. Það grundvallaratriði afstæðiskenningar- innar að mestur hugsanlegur hraði væri ljóshraðinn (þ.e. 300 þúsund km á sek.) samrýmist.ekki íslenskri heimspeki. 3. Ýmislegt í kenningum sálfræðinga var andstætt skoðunum dr. Helga Pjeturss, t.d. sú staðhæfing Sigmunds Freuds að fjarhrifa gætti ekki í draumum. Dr. Helgi Pjeturss andmælti þessum skoð- unum. Ég tel að á árunum 1902-1922 hafi dr. Helgi Pjeturss mótað kenningu sína um heim- inn þó síðar hafi hann skiiið sumt fyllri skiln- ingi. Hann hafði yfirgripsmikla menntun, t.d. jók hann mikið grundvallarþekkingu á ís- lenskri jarðfræði. Auk norðurlandamálanna hafði hann vald á ensku, þýsku, frönsku og latínu og hafði lagt stund á fom-grísku tO þess að geta Iesið rit Fom-Grikkja. Þróun heimsmyndar hans er merkilegt rannsóknar- efni, hvemig þekking hans á ritum annarra heimspekinga og vísindamanna eykst, hvemig heimspeki haiis sjálfs, ályktanir og líffræði- legar kenningar um samband lífsins í alheimi og reynsla mótast og hve ofumæmur hann var. Hann reyndi að koma kenningum sínum á framfæri með greinum í blöðum og tímaritum og með útgáfu ritverksins Nýall. Hann skrif- aðist á við heimsþekkta menn, t.d. H.G. Wells. Hann varð fyrir vonbrigðum með undir- tektir og skilningsleysi og áleit að Iífíð hér á jörð stefndi til alhruns, nema skilningur á líf- inu yltist til muna og betra samband en tek- ist hefði með trúarbrögðunum næðist við menn á öðrum stjömum. Frummyndafræði Platóns í Ljósi Íslenskrar Heim SPEKI ! Nýal árið 1919 er önnur mikilsverð stað- hæfing, sem leiðir af hinni fyrri. Hún er þessi: Frummyndimar í frummyndafræði Platóns eru á öðrum hnöttum. Hlutdeild þeirra ítilver- umyndum þess hnattar er þáttur í eðli heims- ins. (Sjá Nýal 1. bindi, bls. 44-46). Hugtakakenning Platóns getur fahið að skilningi íslenskrar heimspeki um samband vitunda í alheimi. Að skilja eitthvað hér á jörð er oftast það sama og að átta sig á því sem vitað er á öðmm hnöttum. Hugtökin eru veruleiki og að lifa af líkamsdauðann, segir Platón. Þau eru veruleiki af því að til er vit sem veit og af því að til em menn sem hugsa, ekki aðeins á þessari jörð. Þau em gefin í huganum, segir Platón. Bamið hefur því lík- lega erfðir til að skilja hin einföldustu hug- tök. Til þess að skilja þetta þarf að vita af Iífssambandinu. Hugtökin þarf að flokka í einföld og samsett hugtök. Dæmi um einfalt hugtak er dæmi Platóns um fingur tvo mis- stóra. Dæmi um samsett hugtök er t.d. lífs- sambandið milli stjamanna sem byggir á mörgxim einingum þekkingar. Öll umræða um hugtök verður misvísandi nema samræmdur skilningur sé á hugtökun- um. Þau eru homsteinar í röklegri hugsun. Ég tek dæmið um misskilið hugtak, það er hugtakið um endurholdgun. Endurholdgunar- hugtakið er skilið af flestum í sambandi við þann misskilning guðspekinga að menn fæð- ist aftur og aftur af móður hér á jörð. Sam- kvæmt íslenskri heimspeki lifir enginn fóstur- skeiðið nema einu sinni. Þessi kenning ætti því að heita endurfæðingar- eða endurburðar- kenningin. Skilningur íslenskrar heimspeki á hugtakinu endurholdgun er að menn endurlík- amnist = endurholdgist á annarri stjömu þá er menn andast á þessari jörð. Sambandsfræði Ég nefni hér tfl þriðju staðhæfingu dr. Helga Pjeturss sem snertir vemleikann. A grandvelli kenningar eðlisfræðingsins Faradays að hvert atóm hefði áhrif á allan heiminn útfærði dr. Helgi Pjeturss þá kenn- ingu heimspekilega. (Tilvitnun = Nýall frá 1919, XVII. kafli, bls. 36-37, útg. 1919.) „Vér getum haldið áfram og sagt: eigi ein- ungis hefir hvert ódeili áhrif á allan heiminn, heldur einnig hver samögn (molecule), hvert efnasamband, hver líkami. Eigi aðeins hin mikla sól, stjómandi hnattkerfis vors, geislar áhrifum út um allan heim, heldur má segja hið sama um hinn minnsta hnött sólhverfis- ins, og hina minnstu hræringu, sem í sólhverf- inu á sér stað, hvort sem hún gerist í lifandi líkama eða líflausum. Og vér getum farið lengra en Faraday, hinn mikli uppgötvuður íleiðslurafmagnsins (electric induction), virð- ist hafa gert. Vér getum sagt, að hveiju áhrif als á alt miða. Hver minsta hræring, sem verður í heiminum, hver minnsta efniseind, leitast við að framleiða sjálfa sig um allan heim, breyta öllum heiminum í sig. Frá hverri vera, hinni stærstu og margbrotnustu til hinn- ar smæstu og einföldustu, stafa geislar, sem miða að því að framleiða sjálfa þessa vera. Þetta er undirstöðulögmál. Það stendur ennþá dýpra en lögmálið um aðdráttarsam- band hnattanna. Og það nær alla leið upp; best getum við glöggvað oss á því með því að rannsaka vora eigin meðvitund.“ Þessi staðhæfing er afar merkfleg því hún snertir sjálfan grann veruleikans. Við mat á fi*amangreindri staðhæfingu hefi ég eftirfar- andi í huga: 1. Ég skilgreini að sá veraleiki sem við skynj- um byggi á þremur þáttum. Þeir era eftirf- arandi: Orka — efni og hugsun. Ég kalla þetta hinn þríeina grunn veruleikans. (Hugtakalega er orðið þættir of stíft þó ég noti það hér, annað kæmi til greina, svo sem að greina heiminn í fasa.) 2. Hina síkviku víxlun efnis og orku, skv. orkuskammtakenningunni. 3. Regla skoska eðlisfræðingsins J.G. Bells frá 1964 og tilraunir franska vísinda- mannsins Allans Aspects og samstarfs- manna hans frá 1982 um hegðun tvíbura- ljóseinda, gefa til kynna að tími og fjar- lægðir innan alheimsins geta orðið að engu. 4. Orkudeili era granneiningar efnis. 5. Skilgreina verður hugtakið geisiun sem endursköpunarviðleitni geislandans. Sumt er háð tíma og fjarlægðum, annað ekki. Dæmi: Maður hugsar til einhvers. Hann geislar ekki aðeins hugsun sinni. Henni fylgir allt hans sjálf. Á þessum grandvelli um efni og orku vík ég aftur að staðhæfíngu dr. Helga Pjeturss. „Frá hverri vera, hinni stærstu og margbrotn- ustu til hinnar smæstu og einföldustu, stafa geislar sem miða að því að framleiða sjálfa þessa vera.“ Við má bæta sem tilraun til skýringan „Öllgeislun lífvera hversu vítt sem hún hefur náð um veröld alla er óaðskiljanlegur hluti geislandans, og þess vegna er hver og ein lífvera þáttur íeðli heimsins og eilíf staðbund- in tibrist hennar eins óhjákvæmileg og geislar hennar sem æða um geimdjúpin eða hafa bundist í öðrum efnisþáttum heimsins. “ Því meir sem þekking vex sjáum við hversu þessir þættir veraleikans eru samtvinnaðir. 011 framvinda byggir á víxlun efiiis og orku og hugsunin verður meiri áhrifavaldur þegar þekking á hveiju sviði vex. Á þessum granni byggist saga heimsins. Það verður skiljanlegt að þegar maður hér á jörð verður ófær um að vera miðstöð ævigeislunar sinnar, er heim- snauðsyn að efna honum nýjan líkama. LÍFIÐ OG MAÐURINN Tfl þess að reyna að skilja lífið þurfum við að skflgreina stöðu þess í efiúnu allt frá fyrsta sjáanlega vísi til lífs til þess æðsta sem við þekkjum. Dæmi: Hvað þurfti til að efnið færi að hugsa: Tiltölulega fá framefni era byggingar- efnið í hinum margbrotnustu sameindum sem era undirstaða frumunnar.' Framur mynda með sér félag og af þróast maður sem hugs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.