Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Hugleiðing um óbundið
mál Steins Steinars
grein þeirri er hér fer á eftir mun ég fjalla vítt og
breitt um óbundið mál Steins Steinars. Ég geri mér
ekki vonir um að finna greinum Steins stað innan
ákveðinnar bókmenntastefnu enda ekki ætlunin með
þessari umfjöllun. Að mínu viti er óbundið mál
Steins ekki þannig vaxið sem bókmenntir að
þörf sé á túlkun þar sem ákveðin stefna er
höfð til viðmiðunar. Steinn Steinarr var merk-
ur frumkvöðull nýjunga í módernískri ljóða-
gerð en hinar stuttu greinar hans eru ekki
að því er ég best fæ séð skrifaðar í anda
módernisma þó einhversstaðar komi fram efi
um sjálfsvitund höfundarins og hugmyndir
Steins'um sjálfan sig sem mann án ákveðins
tilgangs komi engu síður fram í óbundnu
máli hans en ljóðunum.
Sé athyglinni beint að öðru og viðameira
efni og undirrituð efist í raun ekki um gildi
bókmenntafræða, má líka spyrja sig að því
tii hvers bókmenntatúlkun sé og jafnvel hvað
hún sé. Ef hlutverk hennar er eingöngu það
að finna einhverja stefnu sem passar við ein-
hvern texta, þá hljóta bæði fræðin og textinn
eða að minnsta kosti annaðhvort að vera
nauðstatt í blindgötu og verr farið af stað
við að túika en heima setið.
Hvað sem þessu líður mun ég hér á eftir
reyna að bregða Ijósi á það óbundna mál sem
eftir Stein Steinarr liggur.
Það sem Steinn Steinarr lét eftir sig af
lausamáli er ekki mikið að vöxtum. Um er
að ræða nokkrar ósamstæðar greinar, rit-
dóma og fleira, sem birtist á árunum 1940-
1958 í Hádegisblaðinu, Helgafelli, Alþýðu-
blaðinu og Þjóðviijanum. Einnig ýmislegt sem
aldrei fór á prent, oft brot sem ekki hefur
verið lokið við eins og upphaf ferðasögu og
upphaf erindis um daginn og veginn.
I óbundna málinu koma allir bestu kostir
skáldsins vel fram og list hans og málfar
nýtur sín til fullnustu. Textarnir eru allir
stuttir og margir myndu vísast kalla þá rýra
að efni en Steinn gerir hversdagslegustu
hluti, brot úr samtölum sem hann heyrir fyr-
ir tilviljun úti á götu og fleira sem fyrir augu
og eyru ber í amstri hvunndagsins, þannig
úr garði að lesandinn hrífst og finnst það
jafnvel stórmerkilegt.
Steinn er óragur við að segja skoðun sína
umbúðalaust á mönnum og málefnum. Ýms-
ir sem nutu mikillar virðingar á sinni tíð og
Eftir ÞORDISI
GÍSLADÓTTUR
„í minni sveit var svo
fallegt útsýni
að við þurftum ekki á
skáldskap að halda
gera enn, eins og Sigurður Nordal og Helgi
Hjörvar, fá það óþvegið.
I greinunum ómar óneitanlega sami tónn
og í ljóðunum. Það sem gengið hefur í ber-
högg við skoðanir almennings hefur vafa-
laust ekki verið form ljóðanna fyrst og fremst
eins og oft er látið. ínntakið er vel til þess
fallið að hrista upp í almenningsálitinu og
það á einnig við um óbundið mál skáldsins.
Kaldhæðnin sem oft skín í gegn í ljóðunum
er einnig til staðar að hluta til í óbundna
málinu, Steinn bregður gjarnan um sig hjúpi
háðs og glettni en oft skín í gegn að þetta
er varnarhjúpur. Undir niðri býr eitthvað sem
vel mætti kalla hlýju. Steinn er og léttlyndari
í óbundna málinu en ljóðunum, meira ber á
spauginu. Hann talar alltaf í fyrstu persónu
í greinum sínum og er fundvís á hið spaugi-
lega í hversdagslífi Reykjavíkur. Þegar hann
fjallar um „ástandið" og sjálfan sig í Hádegis-
blaðinu 1940 segir hann:
Það eru annars ljótu vandræðin með kven-
fólkið okkar, síðan brezki herinn komst í
spilið. Guð hjálpi mér, að slíkt skuli geta
skeð.
Ég hef að vísu ekki úr háum söðli að detta
í kvennamálum, og þær fáu kærustur sem
ég hef eignazt um dagana, hafa í raun
og veru alltaf verið í hers höndum, hvern-
ig sem á því stendur. (Kvæðasafn og grein-
ar. bls. 249.)
Sé kveðskapur og óbundið mái Steins enn
borið saman má athuga formála Kristjáns
Karlssonar að ritsafninu Kvæðasafn og
greinar. Þar segir:
Annars er málfar ljóðanna ekki það sér-
kennilegt og sérvizkulegt nema í vísvituðum
stælingujn að það brjóti í bága við algengan
smekk. I þeim skilningi er það sígilt. Það
hefur meira almennt gildi en persónulegt eða
þjóðlegt; í raun og veru bregður <5ft fyrir
persónulegri tón oghrynjandi í pistlum Steins
í óbundnu máli. (Kvæðasafn og greinar bls.
VIII.)
Máli sínu til stuðnings tekur Kristján dæmi
úr áður óprentuðum pistli Steins um Reykja-
vík og bendir á að af honum megi margt
læra um stíl, málfar og lífsviðhorf höfundar-
ins. Hann bendir m.a. á hvernig Steinn beit-
ir svo meistaralega fyrirvara og eykur þann-
ig þunga merkingarinnar. Undirrituð er
vissulega sammála Kristjáni en meira sé ég
í óbundnu máli Steins. Það er eitthvað við
stílinn sem minnir á köflum á annan stílsnill-
ing, þó mótun þess meistara hafi verið öllu
innlendari en mótun Steins, nefnilega Þór-
bergur Þórðarson. Sá fyrrnefndi er ekki allt-
af jafn einlægur og Þórbergur en því má
ekki gleyma að hinn síðarnefndi sagði ekki
alltaf alla söguna þó oft vildi hann láta sem
svo væri.
Steinn er ekki jafn persónulegur og Þór-
bergur en leið hans til að færa samtöl sem
„hleruð" eru úti á götu og umbreyta hvers-
dagslegri orðræðu og dægurþrasi í skáldleg-
an búning, minnir óneitanlega töluvert á
aðferðir Þórbergs. Báðir láta líka ýmislegt
flakka í hálfkæringi til að skemmta sjálfum
sér og lesandanum. Þetta leiðír hugann 'að
því hvers vegna Steinn hafi ekki skrifað
meira af óbundnu máli, persónulegur stíll
hans hefði notið sín vel í lengri verkum.
Upphafið og jafnvel öll greinin „Haust-
harmur" minnir mikið á Þórberg þegar hann
beitir skemmtistíl sínum og einnig dettur
undirritaðri Þórbergur í hug þegar Steinn
segist hafa uppgötvað skáldskapargáfuna í
sér sem ungur maður liggjandi á gólfinu á
Hverfisgötu 16 og hafí þá kveðið vísuna
„Kvenmannslaus í kulda og trekki". Reyndar
minnist Steinn í annarri grein, „Haustharm-
ar", á Þórberg, segir sér hafa liðið eins og
Þórbergur segir „að algengt hafi verið hér á
iandi sumarið 1912". (Kvæðasafn og greinar
bls. 242.)
Hannes Pétursson segir Stein umfram allt
vera skáld hinna smærri forma og því nái
hann svo góðum tökum á smágreinum (Við
opinn glugga bls. 5). Ég er sannfærð um að
þó Steinn hafi einbeitt sér að smærri formum
sé hann ekki endilega míníatúristi. Mörg ljóða
hans eru að vísu knöpp og myndrík en efni
þeirra sem og óbundna málsins er víðfeðmt.
Stíll einstakra greina Steins er nokkuð
misjafn þó þær beri ákveðinn heildarsvip. í
greinunum „Haustharmur", „It's a long way"
og „Sjö gegn Þebu", notar hann það sem
mér finnst vel að kalla megi „Steinslegan
skemmtistíl". í greinunum um Þorvald Skúla-
son, „Svar til Jóhanns Briem", „Hin íslenzka
lestrarbók Sigurðar Nordal", „Svar til Björns
Sigfússonar" og fleiri ritdómum er hann
málefnalegur í gagnrýni sinni og mjög
hnitmiðaður. í afmæliskveðju til Jóhannesar
úr Kötlum og greininni „Kalevala" notar
hann aftur skemmtistíl sem þó er ekki jafn
kaldhæðinn og í fyrrnefndum greinum heldur
fremur hlýlegri.
Áður óprentuðu þættirnir, „Vestur á firði",
„Um skáldskap", „Upphaf erindis um daginn
og veginn" og „Reykjavík" eru vel skrifaðir.
Steinn er skemmtilegur og fyndinn á sinn
sérstaka og persónulega hátt en textarnir
eru listasmíð sökum stílsins og þeirrar sýnar
sem höfundurinn hefur á viðfangsefni sín.
Reykjavík hefur tæpast verið lýst á einlæg-
ari hátt en Steinn gerir:
En hún er að einu leyti frábrugðin Lond-
on, París og Róm, hún á sér enga sögu.
• Hún varð skyndilega til úr ekki neinu og
að því er virðist án nokkurs tilgangs,
hvorki góðs né ills, hvað svo sem það á
að þýða.
Og við hittumst hér á svona glannalegum
morgni, erum börn þessarar borgar, raun-
ar stjúpsynir og tökubörn, en það skiptir
ekki miklu máli, því að Reykjavík er öllum
góð, hvernig svo sem þeir eru til komnir.
Hún hefur að vísu ekki gefið okkur neitt
sem auga sér eða hönd á festir. En hún
hefur gert okkur að mönnum, drykkfelld-
um og peningalausum mönnum með ofur-
lítið brot af samvisku heimsins í hjörtun-
um. Hún veitfi okkur þegnrétt í mannheim-
um. (Kvæðasafn og greinar bls. 313.)
Ef flokka á greinar Steins um daglega líf-
ið og jafnvel dóma um bækur og myndlist
líka undir einn hatt, myndi ég kalla þær
frjálsar esseiur.  Stíllinn og efnismeðferðin
eru persónuleg og listræn án þess að vera
mjög rökföst umræða.
Hjá Steini verða atburðir og upplifanir í
hvunndagslífinu uppsprettur íhugunar.
Heimspeki og sálfræði teldu efniviðinn
kannski fánýtan og ómerkilegan við fyrstu
sýn en þegar betur er að gætt er svo ekki.
Esseiur Steins gefa hversdagsleikanum dýpt
sem við höfðum ekki áður veitt athygli. Og "
hvað er smávægilegt og hvað er merkilegt?
Stílleg rök stjórna framvindu texta Steins
fremur en fræðileg og hann kann að koma
á óvart. Fyrstu persónu frásögn skapar ná-
lægð, eins konar trúnaðarsamband við le-
sandann.
Þegar Steinn fer ómildum orðum um
ákveðnar persónur og segir frá hnyttnum
tilsvörum sínum eða annarra, nálgast hann
anekdótuna eða örsöguna æði mikið. Þar er
ekki um að ræða fléttu eða ákveðna þróun,
t.a.m. í greinunum „It's a long way " og
„Sjö gegn Þebu".
Umfram allt finnst mér Steinn Steinarr
vera skemmtilegur og hlýlegur stílisti sem
kann vel að fara með kaldhæðni og skop.
Stundum heyrist talað um ákveðinn biturleika
í ljóðum Steins. Sé hann á annað borð fyrir
hendi finn ég ekki þann biturleika í óbundnu
máli hans þrátt fyrir að skáldið sé langt frá
því að vera mildur í máli um ýmsa menn og
málefni.
Það er hverjum lesanda mikils virði að
eiga trúnað Steins og óbundið mál hans, þó
lítið sé í blaðsíðum talið, varpar skemmtilegu
ljósi á eitt af okkar betri skáldum.
Höfundur stundar MA-nám í ísl. bókmenntum
við Háskóla íslands:
Heimildir:
Hugtök og heiti í bókmenntafræði; Jakob Benedikts-
son ritstýrði. Rvík 1983.
Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar, formáli eftir
Kristj4n Karisson, Rvík 1982.
Steinn Steinarr: Við opinn glugga. Hannes Pétursson
ritstýrði og skrifaði fomiála, Rvík 1961.    .
(Fyrirsögnin á greininni er sótt í guein Steins, „Um
skáldskap", bls. 304 í Kvæðasafni og greinum.)
•  •
Ari í Ogri
Athugasemd
í Lesbók Morgunblaðsins þann 22. febrúar
sl. birtist grein eftir Bryndísi Sverrisdóttur
um Ara í Ogri og Spánverjavígin. Við þessa
grein vil ég gera athugasemd. Ekki er hægt
að segja að þessi afrek Ara Magnússonar
sýslumanns í Ögri hafi verið honum til sóma.
En þótt einkennilegt megi virðast, var hann
í fullum rétti, enda staðfest á Alþingi, að
hann hefði unnið þarft landhreinsunarverk.
í bókinni „Frá yztu nesjum", 5. bindi,
segir svo um Ara: „Hann var með skipunar-
bréf frá konungi og samþykkt frá Alþingi,
þar sem Ara er skipað, að þeir sem færu
um landið með ránum, yfirgangi og öðrum
óþverraskap, skyldu réttdræpir hvar sem
þeir fyndust".
Samkvæmt þessu er það ljóst, að aðförin
að Spánverjum var verk, sem Ari þurfti
beinlínis að leysa.
Jón Veturliðason.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12