Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						GUÐRÚN EGILSON
Ástkæra
ylhýra
Sem niðandi lind
Ég man þig
í nekt míns hugar.
Þú rannst mér í blóð
og ristir
í rót ungs hjarta.
Og kliður þinn tær
hann kenrídi
kvöl mín' og gleði.
Þú seiddir fram ljóð
er sungu
í samruna okkar.
Ef hljómfallið þitt
mun hjaðna
í hringiðu sjóa
sem lykjast um þig
og lokum
í logndjúpi grafa
þrýtur lj'óð
þornar æð
þagnar sál.
Höfundur er framhaldsskólakennari.
ÁSGEIR J. JÓHANNSSON
Vorþrá
Þegar vorsins ljóðaleikur
lætur óma þíða strengi,
þegar frjómagn fyrstu grasa
fer að lita tún og engi,
er sem þúsund klukkur kalli:
komdu vinur útí bláinn,
leggðu frá þér vanaverkin;
veturinn er löngu dáinn.
Framundan er sól og sumar
sjáðu, lífið herðir tökin,
enn á vori landið ljómar,
lítum hátt og réttum bökin.
Gleymum stormi, kulda og klaka,
komum vinir útí bláinn.
leiðir okkur langa vegu
Ijósið bjart og ferðaþráin.
Höfundur er umsjónaramður í skóla og býr
í Hafnarfirði.
Leiðrétting
Það kemur fyrir aftur og aftur að rugling-
ur verður á Ragnheiðum og Ragnhildum.
Nú hefur það enn einu sinni gerzt. Ljóðið
Vormenn íslands, sem birtist í Lesbók 30.
mai. sl. er eftir Ragnhildi Kolka, sem rang-
lega var nefnd Ragnheiður. Þetta leiðrétt-
ist hérmeð og eru höfundur og Iesendur
beðnir velvirðingar.
Haagensen klæddi, sig í einkennisbúninginn á hátíðum og heilsaði þá fyrirmönnum virðulega, svo sem biskupi og stiftamt-
manni. Teikning: Arni Elfar.
Oh höj, Halldóra mín!
Eftir GUÐ JÓN FRIÐRIKSSON
hér segir af kaftein
Haagensen
Einhver kostulegasta persónan í
Brekkukotsannál Halldórs Lax-
ness er karl sem heitir Kafteinn
Hogensen. Eins og fleiri persónur
í þessari sögu er Hogensen tekinn beint út
úr reykvískum veruleika á síðustu öld og
hefur Eiríkur Jónsson bent á að Nóbels-
skáldið hafi meðal annars við samningu
sögunnar notfært sér grein eftir Klemens
Jónsson um einkennilegt fólk í Reykjavík
sem birtist í Blöndu á sínum tíma. Hér verð-
ur nokkuð fjölyrt um þennan Hogensen sem
í raun og veru hét Kristján Jónsson og bjó
lengst af í litlu koti við Vesturgötu sem hét
Merkisteinn.
Árið 1870 bjuggu í Merkisteini hjónin
Kristján Jónsson, 64 ára, og Halldóra Jóns-
dóttir, 70 ára. Þar að auki var í kotinu sjö-
tug húskona og er þá allt heimilisfólkið upp
talið. Merkisteinn stóð þar sem nú er Vestur-
gata 14. Guðbrandur Jónsson prófessor
skrifaði skemmtilega lýsingu á Kristjáni sem
birtist í Fálkanum 1935. Hann segir að
kotið hafi legið þétt við Hlíðarhúsastíginn
(Vesturgötuna) og veggir þess verið svo
lágir að þeir sem fóru með byrðar um göt-
una hafi haft það fyrir sið að hvfla sig við
þá. En við það var Kristjáni meinilla enda
sárt um eigur sínar. Vestur af kotinu var
kálgarður sem karlinum var einkar annt um
enda var það ekki að sökum að spyrja.
Strákarnir í Vesturbænum gerðu það að
sérstökum leik sínum að stela úr honum
rófum til að stríða Kafteín Haagensen. Fékk
hann orð fyrir að vera geðillur og lúskra
rækilega á þeim strákum sem hann náði í.
Kristján Jónsson eða Haagensen hafði
það fyrir atvinnu í Reykjavík að tjarga hús
á sumrum en moka snjó á vetrum. Hann
var því daglaunamaður en talinn einn af
hinum kynlegu kvistum bæjarins. Á yngri
árum hafði hann hins vegar stundað sjó-
mennsku á Vestfjörðum og verið þá um
einhverja hríð leiðsögumaður á dönskum
herskipum við landið. Þetta hafði stigið
honum svo mjög til höfuðs að hann taldi
danska menningu og siði langt yfir allt ís-
lenskt hafið. Því var það að hann tók upp
ættarnafnið Haagensen því að Jón faðir
hans hafði verið Hákonarson. í Reykjavík
klæddi hann sig upp á stórhátíðum og tylli-
dögum og fór þá í heiðbláan en nokkuð slit-
inn einkennisfrakka með gylltum hnöppum
sem hann hafði komist yfir á freigátunum.
Á höfði bar hann svokallaðan blankhatt.
Buxurnar, sem hann klæddist með þessari
múnderíngu, voru hins vegar alla vega litar
en sumar með borðaleggingum. Þóttist hann
maður með mönnum, er hann var svo bú-
inn, og fyllilega jafnoki annarra höfðingja
í höfuðstaðnum. Gekk hann fyrir þá á nýárs-
dag og sumardaginn fyrsta til þess að óska
þeim heilla á hinu nýbyrjaða ári eða sumri.
Haagensen talaði þá eingöngu dönsku, að
því er hann hélt, én mönnum var þó ekki
vel ljóst hvaða tungumál það væri því að
það var hrognamál mikið. En stórhöfðingjar
bæjarins, svo sem stiftamtmaður og biskup,
brugðust vel við og gaukuðu að Haagensen
einhverjum smápeningum þó að ekki væru
ferðirnar beinlínis hugsaðar sem betliferðir.
Vist Kristjáns Jónssonar á dönsku her-
skipunum, eða eins og hann kallaði það
„til orlogs", hafði verið aðalviðburðurinn í
lífi hans enda hélt hann henni mjög á lofti.
Meðal annars hafði hann stöðugt á lofti
orðin „hive" og „heise" þó að þau ættu
ekki alltaf við það sem hann var að lýsa.
Hann gortaði mjög af yfirburðum herskipa
yfir kaupför og sagði um hin síðarnefndu
að á þeim væri ekki hægt að gera nema
„stagvending" og „kovending" en á herskjp-
um mætti einnig gera „snarvending" og
„omvending". Ef menn efðust um frásagnir
hans brást hann reiður víð og sagði að þeir
hefðu ekkert vit á þessu og skyldu ekki þar
um tala því að þeir hefðu aldrei verið „til
orlogs" og „Befalingsmand" og „staaet til
Ansvar for et stort Orlogsskib með fuld
Besætning".
Kafteinn Haagensen var hávaxinn á
þeirra tíma mælikvarða eða nær 190 senti-
metrar en hins vegar mjór og renglulegur.
Halldóra, kona hans, var hins vegar svo
smávaxin að vel mátti kalla hana dverg.
Guðbrandur Jónsson segir:
„Það var því harla hjákátleg sjón að sjá
þau hjónin ganga saman því að það var á
að líta eins og fullorðinn maður leiddi
krakka, enda leiddi hann hana eins og
krakkar eru leiddir. Hann var kloflangur
og stórstígur, en hún var smástíg og tindil-
fætt og alltaf langt á eftir honum. Þá var
siður að menn færu til altaris að minnsta
kosti einu sinni á ári og þegar Halldóra
gamla gekk innan var hún með gamla skaut-
ið (skúplu) og rósaklúta um höfuð, háls og
herðar. Var það þá alveg óborganleg sjón
að sjá þegar Haagensen teymdi Halldóru
sína inn kirkjugólfið."
Þegar Haagensen kom heim í kot sitt til
máltíða kallaði hann til Halldóru: „Oh höj",
Halldóra mín, nú skulum við „til at skaffe""
og nú verður þú að „skynde dig". Ef honum
leiddist hins vegar biðin, kallaði hann: „And-
skoti ertu lengi, Halldóra mín, þú hefðir
þurft að vera á freigátu til þess að læra
að flýta þér. Þú hefir aldrei „til orlogs"
verið, en til „orlogs maa man rappe sig".
Annars kom þeim hjónum vel saman og það
var orðtak Haagensen við kerlingu sína
„hive og heise, Halldóra mín."
Kafteinn Haagensen var viðskotaillur,
eins og áður sagði, er gert var at í honum
sem oft bar við. Reykháfurinn á kotinu í
Merkisteini var heldur lélegur. Á þekjunni
var op og þar sett yfir botnlaus mjöltunna
sem strompur. Einn höfuðhrekkur stráka í
Vesturbænum var að byrgja strompinn þeg-
ar Halldóra gamla var að sjóða. Var þá
skellt pokadruslu yfír strompinn. Strákarnir
lögðu síðan á hraðan flótta bak við nágrann-
akotin því að þeir voru dauðsmeykir við
Haagensen. Síðan fylgdust þeir með þegar
hjónin komu út, súreyg af reyknum sem
fyllt hafði kotið. Þótti það sérstaklega
skringileg og ófögur sjón þegar þau Kristján
og Halldóra stauluðust upp á þekjuna til
að ná burtu pokanum. Dundu síðan yfír
strákunum óþvegnar skammir frá Haagens-
en.
Kristján Jónsson, öðru nafni Kafteinn
Haagensen, varð fjörgamall maður og blind-
ur að lokum. Eyddi hann síðustu árum sín-
um sem niðursetningur í Melkoti við Suður-
götu sem einmitt er fyrirmyndin að Brekku-
koti í Brekkukotsannál. Mun hann hafa lát-
ist þar skömmu eftir 1880.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12