Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1992, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1992, Blaðsíða 12
I Hítardal Saga lands og þjóðar verður í aldanna rás samofin og því hlýtur hver og einn að taka sinn bagga, skila honum næstu kynslóð. Það er meira en orðin sjálf sem þú lest þegar þú segir: Þetta land átt þú. Landið er móðir og faðir, óskir og Hítardalur varð snemma ríkur kirkjustaður og eftirsótt prestakall. Kirkjan átti allar jarðir í sókninni. þar bjó merkispresturinn Jón Halldórsson, sem skráði sögur biskupa, presta, skólameistara og skrifaði auk þess annála. Eftir GUNNAR FINNBOGASON vonir og allt sem þú átt. Með þessi orð að leiðarljósi verður reynt að segja sögu Hítar- dals, en stiklað verður á stóru og reynt að rýna í framtíðina. Fyrst er getið um Hítardal í Landnámu og sagt frá Þórhaddi, syni Steins mjöksigl- anda er nam Hítardal til Grjótár hið syðra en hið ytra til Kaldár og á milli Hítarár og Kaldár til sjávar. Á 12. öld verður Hítardalur höfuðból og þá leggst af Húsafellsnafnið, en svo nefnd- ist áður helsta býli dalsins og var sann- nefni, því að æði mikið móbergsfell liggur þvert í dalnum og undir fellinu hefur bær alltaf staðið. Víða er Hítardals getið í sög- um. Þar gerist Bjamar saga Hítdælakappa. Vinátta var með Birni og Gretti Ásmundar- syni og segir í Grettis sögu að Grettir hafi hafst við í þijá vetur í Grettisbæli — „og reyndu þeir margan fræknleik". Þá kemur Hítardalur oft við sögu í Sturlungu. Þar var á fóstri Sturla Sighvatsson með Þorláki Ketilssyni — „er bjó í Hítardal virðulegu búi og var göfugmenni mikið“. Á fyrri tímum var gróðursælt í Hítardal, en þar hefur mikill uppblástur átt sér stað, en nú er þar uppgræðsla hafin af miklum þrótti. Hítardalur varð snemma ríkur kirkjustað- ur og eftirsótt prestakall. Kirkjan átti allar jarðir í sókninni: Hróbjargarstaði, Velli, Moldbrekku, Syðriskóga, Ytriskóga, Helga- staði og Hítardal, 12 jarðir í næstu þremur sýslum, Hvalseyjar hálfar með æðarvarpi og lunda- og dúntekju, hálfan reka á Gömlu- eyri, allan reka á Vigdísarstöðum, afrétt fyrir allan geldfénað á Langavatnsdal og laxveiði að hálfu í Haffjarðará. Auk hlunn- indanna fylgdu kirkjujörðunum 55 kúgildi og leigur eftir þau voru 1.110 pund smjörs. Prestakallið var hægt, einni kirkju að þjóna og fámenn sókn. Vinnufólk og staðarfólk var margt, oftast yfír 20 manns. Nú er fátt sem minnir á þetta höfðingja- setur og þennan kirkjustað. Nútíminn hefur haldið innreið sína, túnrækt mikil og afurð- ir góðar. Kirkjugarðurinn með öllum leiðun- um er horfínn en þar komin græn flöt. (Nú er þar reyndar heimagrafreitur.) Enn eru til þrír legsteinar (með sínu latínuletri) sem staðist hafa tímans tönn, en þó verið færð- ir til. Sá elsti var yfír sr. Sæmundi Odds- syni, d. 1687. Þá er ónefndur sá prestur í Hítardal, sem lengst mun minnst verða. Hann hefur hlað- ið sér minnisvarða, sem ekki brestur svo lengi sem íslensk saga er til. Þetta er sr. Jón Halldórsson, sem var prestur í Hítardal 1691-1736. Hann var mikill og góður sagn- ritari, gagnrýninn og vandvirkur. Hann Séð heim að Hítardal og yfir bæinn og túnið í átt til sjávar. skráði biskupasögur, prestasögur, skóla- meistarasögur, annála og enn fleira. Margt er óprentað af ritum sr. Jóns. Hér var það áreiðanlega happ mikið að sr. Jón skyldi hljóta þetta fámenna en tekjugóða presta- kall. Hann þá ekki biskupsembætti og naut sagnfræðin þess, en einn sona hans varð biskup og hinn mesti sagnfræðingur. Það var Finnur (1704-1789). Hann reit á latínu kirkjusögu íslands, Historia ecclesiastica Islandiæ. Þar naut sonur föður síns. Við eigum sr. Jóni skuld að gjalda. Upp úr miðri 19. öld verða nokkrar breyt- ingar á kirkjusóknum og prestaköllum í landinu en orsakir þess verða ekki raktar hér. Árið 1875 er Hitardalssókn lögð niður og sameinuð Staðarhraunssókn. Hítardals- kirkja er svo lögð af 1884 og þá flyst Hítar- dalsklerkur að Staðarhrauni. Síðasti prestur í Hítardal var Jónas Guðmundsson (1876). Hlunnindi Hítardalsprestakalls verða eign Staðarhraunskirkju, en kirkjujarðasjóður á Hitardal og er hann gerður að leigujörð. Á 20 árum verður Hítardalur argasta kot, en 1919 er jörðin seld leiguliða og allt frá 1910 hefur jörðin verið í ætt hans og nú orðin stórbýli. Þegar allt þetta er haft í huga verður fyrsta spuming, sem fram kemur á varir okkar, þessi: Hversu mikið fé á Hítardals- kirkja inni hjá ríkinu, þar sem konungsvald og landsjóður hrifsuðu tii sín eigur kirkjunn- ar á síðustu öldum? Það er erfítt að segja, en’ víst er að hér er um mikla fjármuni að tefla. Erkibiskup og síðar konungur tóku sér veitingarvald yfír Hítardalsstað, enda var prestakallið eitt af þeim ríkustu og eftir- sóttustu á landinu. Nú yrði farið fram á að skila Hítardal einhveiju af þessum auði í eitt skipti fyrir öll. Síðan yrði hafíst handa að reisa kirkju- staðinn Hítardal til vegs og virðingar. Fyrst yrði kirkja reist og nefnd Jóns- kirkja og er þá kominn minnisvarði um sr. Jón Halldórsson. En Hítardalur er ekki í alfaraleið, heldur innsti bær í dal, og áður var það ókostur, sem ekki þarf að fjölyrða um, en nú verður það fremur kostur og gefur kirkjuferðunum gildi — að koma á fallegan stað, þar sem rými er nægt til allra átta með fjölbreyti- legu landslagi. Fólk kemur í kirkju og tekur þátt í messugjörðinni og jafnvel meira en það — það kemur til að hittast og tala sam- an, og ungt fólk kemur til að sjást. Það fínnur brátt hraunbolla, gjótur eða brekkur með blágresi og maríustakki, og þá ljómar sú mynd sem í hugskoti fæðist og landið fær mál, ástarmál. Kirkjuferðir voru fyrrum samkoma öðrum þræði en guðsþjónusta að hinu leytinu. En á síðustu áratugum, þar sem þéttbýli eða bæir hafa orðið til, er kirkjuferðin nú sem hraðferð í kirkju og úr, en ekki lengur samkoma. En kirkja í sveit hefur margt að bjóða, ferðina á staðinn og það að sjá aðra, talast við, syngja saman, neyta einhvers, vera í návist fólks án þess að flýta sér, guð leitar mannsins og maður- inn leitar guðs. Eftir messu býður Hítardalskirkja öllum kirkjugestum að veiða í Hítarvatni og Hít- ará. Harðir vellir og hólar eru víða á leið og nægja öllum til leikja, og ef fólk er nógu hugmyndaríkt má vera að ungdómurinn taki sér fyrir hendur að leika úti einhveija þætti, t.d. úr Bjarnar sögu Hítdælakappa, úr Bárðar sögu Snæfellsáss, o.s.frv. I ágústmánuði er beijatíð. Kirkjugestir og börn lesa ber sér til gagns og ánægju. Ekki hefur hér verið minnst á fjölmargt, sem tengt er Hítardal en sagan geymir í hólfum sínum. í Hítardal varð hið mesta manntjón, sem orðið hefur í húsbruna á íslandi, en þar brunnu inni 72 menn. Þetta gerðist 30. september 1148. í þeirra hópi, sem fórust, voru 7 prestar og Skálholtsbisk- upp Magnús Einarsson, sem var þá á heim- leið eftir visitazíu-ferð á Vesturlandi. Síðar á 12. öld varð til vísir að munklífi eða klaustri í Hítardal og er það álit sumra sagnfræðinga, að klaustrið hafi átt að stofna til minningar um þetta stórslys. Þá bjó í Hítardal goðorðsmaður og ríkur höfðingi, Þorleifur beiskaldi Þorleiksson. Hann bjarg- aðist úr eldinum og lést árið 1200. í Hítar- dal væri verðugt að reisa hús, sem minnti á þessa atburði. Ef til vill mætti nefna hús- ið Beiskalda. Slíka byggingu þarf að nýta sem best bæði sumar og vetur. Að sumarlagi verða ferðamenn og gestir tíðförulir í Hítardal. í tísku er og hollt er fyrir fólk að fara í göngu- ferðir. Þar má ganga á Bæjarfell, í Söng- helli, að Nafnakletti, á Háheiðarkoll eða Grettisbæli, á Hrútaborg, í Stefningardal og Rauðsdal. Þá eru ákjósanlegar leiðir inn í Fjalli, t.d. að gagna á Hítarhólm eða vest- ur í Hnappadal, jafnvel yfír Svínbjúg og inn í Hörðudal eða þá inn á Þórarinsdal og nið- ur Langavatnsdal. Alls staðar má velja um stuttar eða langar gönguleiðir, erfiðar eða auðveldar. Listamenn munu sjálfsagt eiga erindi í Hítardal, því að landslag allt vekur þar skap- andi anda í blíðu og stríðu. Einnig má gera ráð fyrir fundahöldum og ráðstefnugestum, því að staðurinn er í ákjósanlegri fjarlægð frá Reykjavík, þar sem loft er hreint og í kyrrðinni sú hvíld, sem nærir þreytta sál. Þá má líka hugsa Sér að í nýbyggingunni í Hítardal væru höfð námskeið eða skóli til styttri eða lengri tíma. E.t.v. kæmu stúdent- ar úr guðfræðideild háskólans þar saman til að iðka bænalestur og vera í einrúmi. Þá væri aftur orðið mannmargt í Hítardal eins og var fyrr á dögum. Þar í jörð liggja jarðneskar leifar sr. Jóns Halldórssonar til hinsta dags, en í grasinu uppi leikur lífið í undursamlegum tilbrigðum, því að gróður og guð eiga landið. Við byggjum það aðeins stundlegan tíma. 12 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.