Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 5
I bókaforlaginu Þjóðsögu við Þingholtsstæti, þar sem Hafsteinn vinnur að stóru og metnaðarfullu verki: 10 binda ritröð um íslenzka þjóðmenningu. Þama hefur hann teikniborð og ævinlega fer hann í hvítan slopp á vinnustað. Ljósm.Þjóðminjasafnið/Edda Sigurjónsdóttir. En nng Islænders Udbytte ai et Knrsns paa Fagskolen "r ^Wroffi,„to| toWisttni hmpmwvt tkmtH i f < tt* f ttfvv* fsi Ktrs rtt- Síður úr tímariti danska prentiðn- aðarins, „Det grafiske fag“, frá árinu 1939, þar sem fjallað er sér- staklega um verk Hafsteins Guð- mundssonar, bókarkápu, bækling, verðlista og reikningseyðublöð. Þessi heiður hefur ekki svo vitað sé hlotnast öðrum íslendingum í þessu fagi. í tímaritinu segir m.a. svo: „Á sumamámskeiðinu íár var einkum einn nemandi, sem vakti athygli kennaraliðsins, að hluta vegna skilnings á grundvallar- atriðum ogaðhluta fyrir hæfileika til að gæða verkefnin persónuleg- um svip. Þetta var ungur prentari frá Islandi. “ Þess má geta einnig, að í framhaldi af þessu, í janúar 1940, ritaði Valtýr Stefánsson lof- samlega grein um Hafstein og verk hans í Morgunblaðið. 'rMMÍÍiinÍt^níJfWÍH»U»r^!3»pi^rnírn«Ií)IimI»«IníTCíinl|I{iíírít?ChII" KNirvt >*MN |—iw, r* K.HÍI lil ra iiritarf »1 n*r<l Sj«»rfi<^ eMrf* rwwn. Kf. 4 »»n m Kotlurit. Im* Jn mit< Ijf**- •■t t » —t,inmi. DuukxJk 33» í því nafntogaða prentverki sem kennt var við Gutenbergshus. Það vildi svo til, að þar mætti hann til vinnu 2. september, sama dag og Þjóðveijar réðust inn í Pólland og síðari heimsstyijöldin braust út. Allt í einú varð allt með öðrum brag, líka í Danmörku. Það varð samdráttur og mönnum var sagt upp vinnunni. Það var því litið homauga, að nýr maður, þar að auki útlendingur, væri ráðinn, en þvi mun hafa ráðið meðmæli eins kennara á námskeiðinu. Hafsteinn var í Gutenbeigshus í mánuð; var þá sagt upp, en fékk um leið að vita á afar vinsamlegan hátt, að hann væri velkominn þangað síðar. Og heim hélt Haf- steinn með síðustu ferð íslandsfarsins Drottning Alexandrine. Svona fór um sjóferð þá. Heim kominn gekk Hafsteinn beint að starfí sínu í ísafold, þar sem Gunnar Einars- son var prentsmiðjustjóri. „Okkur Gunnari kom vel saman og mér þótti hann að mörgu leyti ágætur maður, en ör í skapi“, segir Haf- steinn, „og einu sinni sinnaðist honum svo ákaflega við mig, að hann rak mig á stund- inni; sknfaði bara uppsögn á einhvem pappír- smiða. Ég gekk beint yfir í Prentsmiðjuna Acta, sem var spölkom frá, og fékk vinnu þar samstundis. En það var ekki liðinn nema dag- ur þegar Gunnar hringdi og spurði, hvort ég ætlaði ekki að fara að koma. Ég sagði sem var, að ég væri búinn að ráða mig. Hann tók ekki mark á því og hélt áfram að nauða í mér að koma. Og eftir fjóra mánuði í Acta lét ég undan og fór aftur á gamla staðinn í ísafold“. En það átti ekki fyrir Hafsteini að liggja að vera þar til langframa. Árið 1942 urðu þau tímamót, að hann tók að sér að verða prent- smiðjustjóri í Hólum, nýju prentverki sem ýmsir gallharðir vinstri menn stóðu að með Kristin E. Andrésson í broddi fylkingar. Þessi prentsmiðja átti fyrst og fremst að prenta fyrir forlögin Mál og menningu og Heims- kringlu, sem í raun voru sama tóbakið. Prent- smiðjan Hólar var til húsa í nokkrum sam- tengdum skúrum bakatil við Óðinsgötu 13. „Ég var prentsmiðjustjóri þama í 23 ár“, segir Hafsteinn, „og átti þar smáhlut í fyrstu, en seldi part af honum þegar ég byggði yfir mig íbúaðarhúsið. Yfirleitt hannaði ég útlit á öllum bókum, sem þama vora prentaðar og ekki aðeins bækumar, heldur teiknaði ég munstur, sem prentað var á kápupappír. Ég lagði mikla vinnu í smáatriði svo sem ramma og þess var gætt, að hafa þetta alltaf sitt með hveiju móti. Af þessu hafa sumir fengið þá hugmynd, að hér hafi verið um svokallað- ar viðhafnarútgáfur að ræða, en svo var alls ekki. Aðeins vildi ég vanda allt sem ég kom nærri. En vitaskuld var þetta ekki hlutverk prentsmiðjustjórans og var reyndar vanmetið. Svo fór að ég kvaddi Hóla.“ Heima hjá Hafsteini rennum við augum yfir bókakilina frá þessum áram. Ritraðir era þar bundnar í sérstaka liti og listræn tilfinn- ing og alúð Hafsteins lýsir af öllu þessu verki. En eftir Hóla-tímabilið urðu enn tímamót hjá Hafsteini. Nú var kominn tími til að reyna eitthvað á eigin spýtur og næst réðst hann í að reisa Prenthús Hafsteins Guðmundssonar vestur á Seltjamamesi. Það starfrækti hann í 8 ár ásamt útgáfustarfseminni, sem raunar hafði byijað með stofnun forlagsins Þjóðsögu árið 1954, meðan Hafsteinn var í Hólum. Fýrir utan bókina um Þorvald Skúlason, sem áður er getið, hefur Hafsteinn gefið út lista- verkabók um Kristínu Jónsdóttur og báðar þessar bækur hannaði hann. En fyrst gaf Þjóðsaga út þjóðsögur Jóns Árnasonar og síðan allar íslenzkar þjóðsögur Þar að auki bjó Hafsteinn til kennsluefni um týpógrafíu fyiir Iðnskólann og kenndi þar prentnemum í 20 ár; hætti því uppúr 1970. Með því starfi hefur hann haft veraleg áhrif á framvinduna í faginu, en þetta var of mik- il viðbót við fulla vinnu við prentsmiðjustjóm, útgáfu og bókahönnun. En metnaðarfyllsta verk Hafsteins er 10 binda ritröð um íslenzka þjóðmenningu, risa- vaxið verk, sem varla er hægt að ætlast til að einstaklingur kosti útgáfu á. „Ég hef veðsett allar eigur mínar“, segir Hafsteinn, „og í raun ráðizt í alltof mikið. Og til hvers? Ætli það sé ekki vegna þess að mér er umhugað um þessa tungu sem.við tölum og vil leggja mitt af mörkum til varð- veizlu hennar. Eg óttast að tungumál okkar, sem geymir menningararfleifðina, sé í hættu. Þessvegna geri ég þetta og af öllum mínum verkum þykir mér vænst um þetta og bækurn- ar hanna ég sjálfur. Nú er búið að vinna handrit að stærstum hluta heildarverksins, - búið að semja við höfunda, en því miður hafa tímamörk ekki alltaf staðizt hjá þeim. Þessvegna varð 7. bindi að koma út á eftir því 1. og síðan hafa 5. og 6. bindi komið út. Mig hafði dreymt um að koma út einu bindi á ári, en það hefur ekki getað staðizt. Umfjöllun um bækumar hefur verið lofsamleg, en salan hefur ekki orðið eftir því og það hefur valdið mér von- brigðum. Samt held ég að veralegur áhugi sé á íslenzkri þjóðmenningu og að hann fari ekki minnkandi." Mér þótti forvitnilegt að heyra hvað þessi „grand old man“ íslenzkrar bókagerðar segir um útlit bóka núna, þegar tölvan er orðin þarfasti þjónninn og ómissandi hjálpartæki. Nú þarf enginn lengur að standa í því að teikna fyrirsagnir eins og við Hafsteinn gerð- um báðir, ég í Vikuna og Hafsteinn á allskon- ar prentgripi. Svo koni letrasettið, stafir á plastþynnu, sem teknir vora upp og raðað saman; það var heilmikið framfaraspor og eftir það hættum við að mestu leyti að teikna fyrirsagnir. Nú er hægt með hjálp tölvunnar að halla letri og teygja það á hæðina eða þversum eftir vild. En hvemig lízt Hafsteini á þessa þróun? „I henni er hin ómælda hætta fólgin, en hún verður ekki skilgreind í fáum orðum. Mér finnst útlit bóka núna mjög tilviljanakennt. Fýrir því era ákveðnar forsendur að mínu viti. Ég verð að segja, að það sést illa að vel menntað fagfólk hafi unnið að þessu. Of oft finnst mér birtast í útlitinu fáfræði um Bók- ina og hlutverk hennar og textans. Það sem ég hef verið að gera er prótest, mótmæli gegn þessu. Þegar litið er á blöðin finnst mér týpógrafían í Morgunblaðinu bezt, en í tíma- ritunum fínnst mér allur þessi glanspappír þreytandi og ónauðsynlegur - svona álíka og maður gengi alltaf í kjól og hvítt. Mér þætti betra að sjá tímaritin að hluta til prentuð á mattan pappír.“ Hafsteinn á hluta af húsinu Þingholts- stræti 27 og þar er Bókaútgáfan Þjóðsaga til húsa. Þar hittir maður Hafstein á hvítum slopp; þann vinnuklæðnað hefur hann ekki lagt af. Og þar stendur hann við sitt teikni- borð og horfir fram á veginn Segir: „Mér finnst ég eiga mikið ógert. Einn af göllum mínum er sá að ég vil skipta mér af öllu, líka því sem mér kemur ekki við. Til dæmis Mý- vatnsöræfunum. Út af fyrir sig koma þau mér ekki við, en ég vil samt ekki að þau fari á kaf í sand. Umfram allt hef ég brennandi áhuga á hverskonar formkúnst, bæði í prent- list og myndlist. Og mér er ekki sama um það hvernig myndlistin þróast. Sumt af því sem nú er sett fram undir merki myndlistar er að mínum dómi eitthvað allt annað, en út í þá skilgreiningu fer ég ekki hér. Tökum til dæmis stuðlabergsdranga, sem dritað hefur verið út um allt í Viðey, vegna þess að útlend- ur frægðarmaður vildi standa að því.“ Gísli Sigurðsson kristIn jónsdóttir BjomTh.Björnsson ÞORVALDUR SKÚLASON Braoltyðjandi isleiukrar samt,mali5ta, Hafsteinn er einlægur unnandi myndlistar og hefur gefið út vandaðar lista- verkabækur um Kristínu Jónsdóttur og Þorvald Skúlason. Bækurnar hannaði hann sjálfur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.ÁGÚST1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.