Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						4-
MINNISPUNKTAR
AÐ NORÐAN
ólstöður, lengsti dagur ársins. Síðan fer jarðar-
möndullinn að halla sér á hinn kantinn. Eitt
hænufet á dag hét það í munni alþýðu. En nú
vitum við að þessi fet eru mislöng; afar stutt í
kringum sólstöður á vori og vetrarsólhvörf, en
löng í kringum jafndægrin.
Fannirnar á Öxnadalsheiðinni ná níður
á móts við veginn. Fylla sum gilin. Eru
eins og rúnaletur eða mannamyndir í hlíð-
unum, hverfa uppí þokuna, sem nú er að
læðast inn úr vestri. Dauðinn er hreinn
og hvítur snjór, segir Jónas Hallgrímsson
í hinu torræða ljóði sínu, Alsnjóa. Mér
finnst þetta líka; þessvegna leiðist mér
snjór og ég vildi helzt að ég þyrfti aldrei
að hafa hann undir fótum - og bíldekkjum.
En uppi í fjöllum er hann fallegur, ekki
sízt á haustin þegar fyrst hvítnar í fjöll.
Og á vorin þegar hann afmarkar gilin eins
og nú á Öxnadalsheiðinni. En daginn eftir
brast hann á með snjókomu um mestallt
Norðurland; sauðfé náði naumast til jarðar
þar sem verst var og ungar mófuglanna
hafa stráfallið. Sú hlið á Islandi sést ekki
á póstkortunum sem túristarnir kaupa. Þar
er himinninn alltaf skærblár. Og landið
er líká blátt, póstkortablátt.
Þegar eitthvað gerist í veðurfarinu sem
þykir óeðlilegt miðað við árstíma, halda
margir að það boði varanlegar breytingar.
í fyrra varð óvenjulegur sumarhiti, sem
raunar byrjaði um miðjan júní og stóð út
júlí. Annað eins sumar hafði víst ekki kom-
ið síðan 1939, sögðu hinir iangminnugu.
Samt var strax farið að gera því skóna,
að nú væri að hlýna svo um munaði. Það
væru gróðurhúsaáhrifin, bara sísona eins
Á sólstöðum voru Eyfirð-
ingar að byrja að bera ljá
í gras og taðan ilmaði í
sólinni.
Tveimur dögum síðar
náði sauðfé ekki til jarðar
fyrir snjó og vestar, í
Húnavatnssýlu, fórst
margt fé í þessu veðri.
Þannigerlsland
Grund í Eyjafírði. Kirkjan sem Magnús Grundarbóndi byggði af miklum metn-
aði er óhefðbundin að því leyti, að hún snýr frá norðri til suðurs.
og hendi væri veifað. Svo kemur vetrar-
kuldi á sama tíma ári síðar. Og þá er sagt:-
Þetta er einhverskonar stór breyting á
veðurfari; það er áreiðanlega að kólna.
En veðurfræðingar trúa ekki svona af-
dráttarlaust á varanlegar breytingar. Við
erum einfaldlega háð því hvar hæðir og
lægðir setjast að; hvort hingað er dælt
lofti úr suðri eða norðan af norðurpól. En
allar verulegar breytingar taka tíma, sem
fremur mælast í öldum en árum.
Vegurinn um Giljareiti á Oxnadalsheiði
þótti kvíðvænlegur á fyrstu árum bílaum-
ferðar um heiðina. Hann var mjór, kantur-
inn laus í sér og viðsjárverður og gljúfrið
Sól og blíða og bæirnir allt í kring: Eyfirzk búsæld á lengsta degi ársins. Bær-
inn fyrir miðju á neðri myndinni er höfuðbólið Grund.
Myndirnar tók greinarhöf.
I Gih'areitum, vegarkantur lagfærður með jarðýtu.
fyrir neðan. Nú er verið að koma þessum
vegi í viðunandi horf; um sólstöður var
búið að undirbúa hann undir varanlegt
slitlag að stórum hluta. Einhver ofurhugi
á jarðýtu var að snyrta upprótið neðan við
vegarkantinn. Mér sýndist ýtan allt að því
standa uppá endann stundum.
í smásögu sinni, „Slys í Giljareitum",
fjallar Þórir Bergsson um afleiðingar af
ábyrgðarlausu blaðri. Maðurinn í leigubíln-
um var að grobba sig af kvennafari um
borð í strandferðaskipi, sem fékk þær
hörmulegu afleiðingar að stúlkan hvarf
fyrir borð. Hann vissi ekki, að hún hafði
verið heitbundin einmitt þessum manni,
sem ók leigubílnum. Stund hefndarinnar
rann upp. Og um leið stund sjálfsmorðs-
ins. Kaldur og rólegur ók hann bílnum
framaf brúninni. Hann endastakkst niður
snarbratta hlíðina og hafnaði í ánni.
II
Eyjafjarðardalurinn er búsældarlegasta
sveit á Islandi; Borgarfjörðurinn kemst
ekki uppað hliðinni á honum og ekki held-
ur sveitir á Suðurlandsundirlendinu.
Hrunamannahreppur í Árnessýslu kemst
þó að minni hyggju næst því. I Eyjafjarðar-
sveit, áður Öngulsstaðahreppi og Hrafna-
gilshreppi, sem eru sinn hvorum megin
Eyjafjarðarár er allt sem til þarf: Tilkomu-
mikil náttúrufegurð, grasgefið undirlendi
og glæsilega byggt. Þar að auki er snyrti-
mennska í kringum bæi til fyrirmyndar.
Það gerist ekki betra annarsstaðar.
A lengsta degi ársins var heiðríkja og
fegurð á þessum slóðum; Kaldbakur sveif
í grænblárri móðu í norðrinu, en fjólu-
blárri slykju sló á Súlur. Á einstaka bæ
höfðu menn borðið ljá í gras, því hér virt-
ist fullsprottið og taðan lá og ilmaði eins

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12