Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						
Leiðirnar að
guðdómmim
erumargar
sumardaginn fyrsta fyrir tuttugu árum var
stofnað nýtt trúfélag á íslandi er kenndi sig
við hina fornu Æsi. Það öðlaðist opinbera við-
urkenningu ári seinna. Fyrstu árin vöktu fé-
lagsmenn og gerðir þeirra athygli fjölmiðla
og voru teknar mátulega alvarlega. Margir
töldu þetta algjört furðufélag sem stundaði
skrípalæti og drykkju. Eða félag um þjóðern-
isrómantík sm vildi endurvekja menningu
sögualdar.
Á undanförnum árum hefur hér eins og
annars staðar á Vesturlöndum risið upp mik-
ill áhugi á dulspeki og trúmálum. Sumir hafa
talið það gamlar lummur í nýjum fjölmiðlaum-
búðum frá Ameríku en margt hefur verið
grafið upp sem kenna má við heiðni, eins og
seiðmenning, kukl og stjörnuspeki. Lítið hefur
heyrst frá hinu íslenska Ásatrúarfélagi í þessu
andlega flóði. Ég bað því Jörmund Inga að
segja frá starfi og trúarlegum meiningum
ásatrúarmanna.
Hvemig stendur á því að frekar hljótt hef-
ur verið um Ásatrúarfélagið í fjölmiðlum hin
síðustu ár, var þetta bara sprell og bóla?
Bæði er það að áhugi fjölmiðla dvínaði og
við ákváðum að halda okkur frá þeim um
tíma til að ná áttum. Það er oft erfitt og
þreytandi að þurfa sífellt að tjá sig um hluti
eins og trúmál sem maður vill gjarnan vita
meira um sjálfur áður en er kennt öðrum.
Við vildum líka komast að því hvort hinn
miklu áhugi sem félaginu var sýndur væri
raunverulegur eða búinn til af blöðunum.
Sumir voru þess fullvissir að þetta væri bóla
og stofnun félagsins fjölmiðlasprell og ekkert
annað.
Nú hafíð þið verið að koma upp á yfirborð-
ið aftur. Hvað olli þessum sinnaskiptum?
Við teljum okkur hafa komist að því við
þetta þagnarbindindi, sem hefur nú reyndar
ekki. verið algert, hafi áhuginn fyrir félaginu
síst minnkað og t.d. hefur félagafjöldinn auk-
ist meira hjá okkkur en öðrum trúfélögum
en það er nú reyndar enginn raunhæfur
mælikvarði. Það ánægjulega er að mikið af
ungu fólki hefur bæst við og nýjar hugmynd-
ir kviknað. Meiri menn en við hafa staðnað
á skemmri tíma en tuttugu árum.
Er nokkur eining innan félagsins um hvað
þið standið fyrir og hvernig iðka á þennan sið
í dag?
Alls ekki, en það hefur alltaf verið gengið
út frá því að félagið skiptist í deildir eftir
skoðunum manna og trúariðkunum. Skárra
væri það nú að við sem játum trú á æsi alla
og ásynjur, auk álfa, vætta, stokka, steina
og fleiri guði skiptumst ekki í flokka eftir
skoðunum. Þegar hinir kristnu sem segjast
trúa á einn guð skiptist í fleiri fylkingar en
nokkur getur talið og talast varla við að auki.
Heldur þú að þessi aukni félagafjöldi teng-
ist auknum áhuga á andlegum málum og
Rætt við JÖRMUND
INGA Reykjavíkurgoða
um inntak hins norræna
siðar og Ásatrúarfélagið.
Eftir ÞORRA
JÓHANNSSON
Frá sumarblóti á Þingvöllum: Reynir Harðarson, lögsögumaður, Sveinbjörn allsherjar-
goði, Halla Arnar, "Freyja ásatrúrmanna" og Jörmundur Ingi, Reykjavíkurgoði.
Talið frá vinstri: Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoði, Ragnar Thorset skipstjóri
á Gaju og Jörmundur Ingi, Reykjavíkurgoði. Myndin er tekin þegar skipstióranum
var afhent stytta af Nirði. Styttan er eftir Jörmund Inga.
öðrum kostum í trúmálum síðari árin?
Bkki beinlínis, en þetta er þó af sömu rót-
um. Það sem ég meina er að ástæðan fyrir
því að ungt fólk leitar nú aftur til trúarbragð-
anna er að það hefur misst fótfestuna, fólk
finnur að það vantar eitthvað í líf þess. Eitt-
hvað sem því finnst það þekkja án þess að
vita hvað. Síðan leitar fólk til þeirra sem
hæst láta. Hér eru gefin út ógrynni af bókum
um dulræn efni, „heimsfrægir" indverskir
gúrúrar og alheimsfrelsarar halda námskeið,
kenna mönnum að slaka á og biðjst fyrir á
sanskrít sem þeir venjulega kunna þó ekki
sjálfir. Erlendir kraftaverkamíðlar, reiki-
meistarar, stjörnuspámenn, undrakristallar,
austurlensk klausturmatreiðsla, eitthvað sem
heitir Mikaelfræði og svo auðvitað gamlar
lummur eins og Edgar Casy og fleiri spá-
menn. Það má þó enginn skilja orð mín svo
að ég líti á allt þetta sem svindl og loddara-
skap, ef einhver treystir sér til að fínna svar-
ið við lífsgátunni í þessum fræðum þá er það
ágætt.
En þeir sem hætta sér aldrei út í eða gef-
ast upp í kraðakinu fínna sína eigin leið. Ef
þeim finnst þeir eiga samleið með okkur, þá
finna þeir okkur og það verða þeir reyndar
að gera því við stundum ekki skipulagt trú-
boð né reynum að snúa fólki.
Er félagið þá ef til vill þröngur hópur sér-
vitringa í leit að fornri og þjóðlegri rómantík
í anda nítjándu aldar?
Nei, en það hefði auðvitað getað litið út
þannig á tímabili. Staðreyndin er hins vegar
sú að hjá upphafsmönnum félagsins var þetta
fullkomin alvara frá byrjun og höfðum við
flestir reyndar talið okkur ásatrúar lengi fyr-
ir stofnun félagsins. Ég persónulega leit þó
í upphafí frekar á félagið sem hagsmunasam-
tök heiðinna manna.
Sem aðhyllast þá heiðni í víðustu merkingu?
Já, frekar en ég hafi séð það sem trúfélag
í þeim skilningi sem kristnir leggja í orðið.
Núna lít ég hins vegar á Ásatrúarfélagið sem
trúfélag en með öðrum formerkjum en hinir
kristnu.
Nú er ekki mikið vitað um helgisiði nor-
rænna manna til forna, hvernig vitið þið
hvernig blót eiga að fara fram?
Við höfum ákaflega lítið til að styðjast við.
Það er minnst á blót i okkar fornbókmenntum
en lítið á því að græða. Þegar við ákváðum
að halda okkar fyrsta blót reyndum við að
fara varlega. Láta blótsiði þróast hægt og
rólega. Raunin varð sú að siðirnir mótuðust
ört í byrjun og hafa lítið breyst. Nú er svo
komið að sumum félagsmönnum finnst að þar
eigi engu að breyta. Annað hvort höfum við
verið svona afspyrnu klár í upphafi eða fast-
heldni á siði eru innbyggð í öll alvöru trúar-
brögð. Mér fínnst það líklegri skýring en sú
fyrri. Annað er athyglisvert í þessu sambandi
að ásatrúarmenn erlendis hafa þróað með sér
keimlíkar athafnir án þess að vera í sam-
bandi við okkur.
En hvað er þá blót?
í mótvægi við sjálfa framsetninguna eða
athöfnina þá held ég að það hafí aldrei vafíst
fyrir okkur hver grundvöllur blótsins var. Ég
lít svo á að heimurinn sé tvískiptur í eðli sínu,
skiptist í uppbyggjandi öfl, æsi, og hin eyð-
andi öfl sem við köllum jötna. Mitt á milli
þessara afla er svo Loki sem beislar niðurrif-
söflin.
Ásatrú eða heiðni er í grundvallaratriðum
ekki annað en að gera sér grein fyrir þessari
tvískiptingu og skipa sér í lið ása. Það gerir
maður best, að mínu viti, með því að vera
sjálfum sér samkvæmur, lifa í sátt við náttúr-
una, umgangast hana með virðingu og hlíta
allsherjarreglu.
Heiðinn maðurtekur jafnan ábyrgð á sjálf-
um sér og öllum sínum gerðum. I blótathöfn-
inni sjálfri er hins vegar endurtekin hinn ei-
lífí hringur sköpunarinnar sem við sjáum í
allri tilverunni. Sólin kemur upp að morgni,
vermir jörðina og nærir, sest síðan að kvöldi.
Við sjálf og allt líf fæðist, lifir og deyr og
eins er með jörðina og alheiminn. Allt lætur
undan fyrir niðurrifsöflunum en það þýðir
hins vegar ekki að við eigum að gefast upp
fyrir þeim. Við berjumst áfram við hlið guð-
anna og það staðfestum við í blótinu í viður-
vist þeirra.
Eru þá öll blót eins?
í stórum dráttum já. Hringurinn sem er
myndaður af sköpun, viðhaldi, hnignun, enda-
lokum og nýrri sköpun er alltaf til staðar í
blótinu. En við erum stðdd á mismunandi
stöðum í hringnum eftir því hvaða blót er
um að ræða. Fyrsta blót ársins er hin fornu
áramót sem eru jafndægur á hausti. Það er
blót upphafsins, tilurð efnisins og hinnar
fyrstu reglu í alheimi. Annað blót er jólablót,
sköpun ljóssins. Hið þriðja er vorblót, sköpun
lífsins. Pjórða blótið er svo tileinkað hinni
æðstu reglu, meðvitundinni og mannlegri
hugsun. Það er haldið á Þingvöllum við Öx-
ará á Þórsdegi, þá níu vikur eru af sumri.
Síðan lokast hringurinn aftur við fímmta blót-
ið, endalokin og endurnýjunin fellur saman
við fyrsta blótið. Hringnum er lokað.
En þetta sem hér er lýst er aðeins eitt lag,
lögin eru miklu fleiri. Til að mynda er haust-
blót uppskeruhátíð, jólablótið er hátíð hinnar
ósigrandi sólar, vorblótið er hátíð frjóseminn-
ar og hins nýja gróðurs. Sumardagurinn fyrsti
er forn hátíðisdagur og hátíð barnanna. Mið-
sumarblótið að Þingvöllum er hátíð mannlegr-
ar hugsunar og þeirra reglna sem majinlegt
samfélag setur sér. Þá eru lögin endurnýjuð
á Lögbergi.
Út frá þessu má spyrja hvort svona forn
og heiðin náttúrutrú sé ekki tímaskekkja í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12