Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 3
Forsíðan Rembrandt hefur verið tekinn til endurmats í þá veru, að fjölmörg málverk honum eignuð, eru það nú ekki lengur. Þau eru eftir nemendur hans eða menn sem unnu á verkstæði hans og um það og fleira tengt málaranum mikla frá Leiden skrifar Bragi Ásgeirsson grein, sem birtast mun í jóla- blaði Lesbókar. Um teikningar og grafíkmyndir Rembrandts hefur hinsvegar ekki verið neinn vafi. Hér er eitt meistaraverk hans af því tagi: Sjáifs- mynd frá 1639. Eyðingin hljóða, sem Jón Helgason orti um, vinnur á göml- um listaverkum, t.d. í íslenzkum kirkjum. Þar er margt sem þarfnast viðgerða og nú hefur ungur Ísfirðingur, Gísli Þórólfsson, lært þá kúnst á Ítalíu að gera við gömul listaverk. Pálmi Guðmundsson á Akureyri hitti hann í Möðruvallakirkju. Dauði harmsögunnar, er heiti á grein eftir Þorstein Ant- onsson, rithöfund og segir hann þar, að hvar sem borið sé niður meðal íslendinga, sé harmsagan á næsta leyti, allt frá Jóni Arasyni til Jónasar Hall- grímssonar og Sigurðar málara. Nú ber hinsvegar svo við, þegar tekið er mið af íslenzkum nútímabók menntum, að harmsagan er dauð, segir Þorsteinn. Flóki lézt fyrir aldur fram fyrir 5 árum og nú er komin út bók um hann, sem Nína Björk Árnadóttir, ljóð- skáld, hefur skrifað eða safnað efni í, m.a. frá Braga Kristjónssyni bóksala, sem rifjar upp bóhe- mískt Reykjavíkurlíf á Laugavegi 11, sem þá var listamannakrá. II IMP* I - ® @ ® @ [ý] S1S! E ® 1U dl Œ1 ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. JÓN ARASON Niðurstigsvísur Djarfleg er mér diktan, drottinn minn, um sjálfan þig, þar sem æpa og ikta alla vega í kringum mig glæpa fjöldi og gleyming boðorða þinna. Maklegan angist mætti eg fá, ef eg minnist á sárleik synda minna. Þegar eg huggst að hefja, háleit brúðrin, kvæðið þitt, þá taka vondir að vefja villimyrkr um hjartað mitt. Valda slíku vélráð forna fjanda, nema þú dugir mér, dýrust drós og dagsbrún Ijós, höllin heilags anda ... Lofa mér, lausnarinn sæti að lesi eg af þér fræðið eitt, þú hefr svo margs kyns mæti manneskjunni gefið og veitt. Skepnan öll er skyldug yðr að kijúpa; þú virtist sjálfr að vitja vór fyrir verkin stór í dauðans gröf svo djúpa ... Jón Arason, 1484-1550, skáld, harðsnúinn baráttumaöur og síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, líflátinn ásamt sonum sínum í Skálholti. Sagt er að allir núlifandi íslendingar geti rakið ættir sínar til hans. Minningarorð um bókabúðir Iauglýsingum frá Mjólkursamsöl- unni er nú spurt í gríð og erg með hveiju mjólk sé best. Ýmsir verða fyrir svörum og nefna séríós og súkkulaði, rúgbrauð og reykta síld og fleira. En enginn hefur enn nefnt bók. Mjólk er best með bók? Auðvitað göngum við út frá því sem gefnu að mjólk sé góð, jafnvel þótt hún sé bæði gerilsneydd og fítusprengd. Ástæða þess að ég nefni þessa vöru í rabbi er sú að mér er til efs að auglýsingar séu ætíð til þess fallnar að auka hróður vörunn- ar, stundum geta auglýsingar orðið til þess að ég hætti að kaupa vöruna. Dæmi um slíka of-auglýsta vöru er ákveðin sáputegund. Syst- urdóttir mín kom nefnilega auga á lævísi heilaþvottarins eitt sinn er hún, þá aðeins 7 ára gömul, var með móður sinni í Hagkaupum að hlaða í innkaupakerru. Móðirin tók þessa sápu úr hillunni, sem þá var auglýst þannig í sjónvarpi, að fegurstu konur heims notuðu hana. Auðvitað átti það að segja fólki að ef maður notaði þessa sáputegund yrði maður fagur. En dóttirin skildi þetta á hinn veginn og sagði við móður sína um leið og hún skil- aði sápunni á sinn stað í hillunni: „En mamma, þessi sápa er aðeins fyrir fegurstu konur heirns." Hún var sko með þetta á hreinu. Annað dæmi er auglýsing um smjör-líki, sem á að vera svo fátæklegt af fítu að maður beinlínis grennist því meir sem etið er af því. í sjónvarpi birtist mynd af sílspikuðum manni sem stendur á vog og hristir skvap sitt og böðlast á voginni uns hann verður mjór og spengilegur. Þessi spikmynd hafði þau áhrif á mig að ég hvorki kaupi þetta grenningar- meðal né þigg það hjá öðrum. Mér býður við þvi. Þetta segi ég hér í góðri meiningu ef ske kynni að auglýsendur geri sér ekki grein fyr- ir hugsanlegum fælingum í auglýsingum. Ég trúi varla að ég sé einn í heiminum með þessi viðbrögð við sumum auglýsingum. Varðandi mjólkina góðu og allt auglýsingaflóðið í kring- um hana hef ég oft spurt sjálfan mig hvort nauðsynlegt sé að auglýsa svo sjálfsagðan lífselexír sem mjólk. Mér fínnst það álíka nauðsynlegt og að auglýsa andrúmsloftið, Gvendarbrunnavatn eða fírðblámann. Það sem ég brýt þó heilann um, og oftar, er hvað þetta stanslausa kynningarflóð kostar okkur sem drekkum mjólk? Af kynnum mínum af auglýsingastofum og prísum þeirra hef ég einhvemveginn á tilfinningunni að hér sé um að ræða nokkrar milljónir á mánuði, í hönnun og gerð auglýsinganna, sýningu þeirra í sjón- varpi, flutningi í útvarpi, á strætisvögnum og í blöðum og tímaritum. Fróðlegt væri að fá að heyra tölur og eins hvort og hve mikið hægt væri að lækka verð á mjólk ef þessum auglýsingum væri bókstaflega hætt. Og nú er ég enn fallinn í bókstafí. Nú er mikið rætt um bækur og mikilvægi þess að auka virðingu þeirra með skatti. Bækur eru bókaþjóð jafnmikilvægar og mjólk er fólki á öllum aldri. Áreiðanlega myndu fleiri kaupa fleiri bækur ef sama kostgæfni, árvekni og fé væri lagt í að auglýsa þær og mjólk. Ég tala nú ekki um ef auglýsingakostnaðurinn færi ekki í hækkun á verði þeirra og/eða ef þær væru niðurgreiddar eins og mjólk. Það eru hugrakkir menn, rithöfundarnir, sem nú skeiða fram á síður blaðanna á brokk- gengum Pegasusi til að mótmæla bókaskatti, þeim skratta. Og vonandi ber þessi háreisti árangur og vonandi tekst Friðriki að fínna aðrar leiðir til að laga hallann. Það hvarflar þó að manni, að verið sé á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum þessa dagana, að laga íslenskt viðskipta- og athafnalíf að evrópu- staðli. Ég kemst ekki hjá að álykta sem svo af öllu írafárinu sem gengur nú yfír hin fijálsu Vesturlönd Evrópu, að nú eigi að steypa allt í sama mótið, laga allt að sömu stöðlum, stika allt sömu reglum til þess að þjóna einhverri allsherjar stöðlun viðskipta- og peningalífs „e“-þessa og hins. Af hveiju hvarflar að mér að stöðlun rími við stöðnun? Þessi stöðlunarárátta er þegar sýnileg á ýmsum sviðum. Tökum bókabúðir sem dæmi. Þær eru nú svo gott sem dauðar, og heyra nánast sögunni til. Það er að segja bókabúð- ir eins og þær voru þegar maður gat farið inn í slíka búð og steingleymt sjálfum sér, stað og stund og komið út aftur, mörgum ólíkum bókum síðar. Nú er nánast sama hvar farið er inn í „bókabúð", hvort það er í Reykjavík, London, Gautaborg eða Frankfurt: alls staðar er sama tóbakið. Metsölubækur eftir Stephen King, Fay Weldon eða Victoriu Holt, blaður- skrudda um Díönu prinsessu eða nýjustu út- gáfur af ótal tölvuforritum fyrir leiki og ævin- týri. Ef spurt er um bók, sem kom út fyrir 10 eða 20 árum mætir manni undrandi spum- ingarmerki: Hvað er nú það? Hefur einhver lent í því í bókabúð í Reykjavík að spyija um Matthías Jochumsson og fá spumingu á móti: Hver er nú það? Jú, svo er nú komið og engu logið um það. Enda eru gömlu góðu bóksalamir nánast allir horfnir af sviðinu, þessir sem létu sér annt um viðskiptavini og leituðust við að finna fyrir þá það sem þeir báðu um. Nú er aðeins spurt hvort „varan“ seljist hratt og vel. Bóka- búðir em fullar af gjafavörum og glysi, sem fátt eða ekkert eiga skylt við bækur og unga afgreiðslufólkið, vafalaust illa launað, hefur enga burði til að leiðbeina fólki, bendir aðeins á nýjasta metsölulistann og segir: „Þessi er nú komin í fyrsta sæti, var í fjórða í síðustu viku.“ Metsölulistar em í raun teknir gildir sem gæðamat á bókum! Markaðshyggjan er að birtast í allri sinni ljótustu mynd. Sam- kvæmt lögmálum hennar á evrópska vísu er enginn gmndvöllur fyrir íslenskar bækur, markaðurinn er allt of lítill. Og ef út í það er farið á annað borð, skal engan undra þótt niðurstaðan verði sú að enginn markaðshag- fræðilegur gmndvöllur sé fyrir ísland yfír höfuð. Þða er allt of lítið. Mesta hættan sem vofír nú yfír litla ís- landi er ekki erlend áhrif, tímabundið afla- leysi eða halli á fjárlögum. Hættan er sú að við hættum að hugsa, starfa og lifa sem sjálf- stæð þjóð, sem þorir að taka sjálfstæðar ákvarðanir, og lætur ekki reglustikaðar stöðl- unarhugsjónir ættaðar frá Róm drepa hér allt í dróma reglugerða um allt milli himins og jarðar. Vemm minnug þess að heimurinn er stærri en Evrópa og að þegar brotnir em niður múrar milli landa innan þessa eða hins bandalagsins er verið að byggja aðra nýja utan um það bandalag. Vemm frekar fram- sýn og bijótum niður alla múra og horfum ekki síður til Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu en til Evrópu. íslendingar hafa byggt upp nútímalegt menningarþjóðfélag á fáum ámm þrátt fyrir að það hafí strítt gegn öllum hagfræðikenn- ingum og markaðsformúlum. Höldum því áfram. hrafn Hardarson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.