Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						------------_:------------------------:---——-------------------------'---------
Minningar frá
hernámsárunum
Eftir LEIF SVEINSSON
10. maí 1940 rann upp og spennan var í
hámarki, hvor skyldi verða á undan, Hitler
eða Chamberlain. Við bræðurnir sváfum sam-
an í kjallaraherbergi í Tjarnargötunni og var
Haraldur nokkru fyrr á fótum en ég og kom
niður á kasti miklu og tilkynnti mér, að það
væri búið að hernema landið.
„Hverjir voru á undan?" mælti ég spennt-
ur. „Þjóðverjar," svaraði Haraldur. Hélt ég
nú í skyndi niður í bæ, beint til Júlla skó í
Aðalstræti 9, en þar var allsherjar fréttamið-
stöð á þeim tíma og sóttu hana mörg stór-
menni, svo sem Oddur á Skaganum, Þórberg-
ur Þórðarson og Bogi Ólafsson menntaskóla-
kennari. Þegar hlé varð á samræðum í skó-
vinnustofu Júlíusar Jónssonar sagði ég: „Ansi
eru þýsku hjálmarnir líkir þeim bresku."
„Hvaðan kemur þú eiginlega," mælti Júlli
skó, „Bretar hernámu landið í nótt." „En
Halli bróðir sagði..."
Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo mennta-
skólakennara standa hjá Uppsölum, en bresk-
um þótti undarlegt, að heimamenn tækju á
móti innrásarliði með hendur í vösum.
II
Breskir lögðu undir sig fjölda húsa í
Reykjavík og úti á landi. I Reykjavík m.a.
Menntaskólann og timburgeymsluhús í Völ-
undi við Klapparstíg. Margar áletranir voru
krítaðar á bita austurhússins í Völundi, en
best þótti mér þessi: „The never dull moment
corner" (Glaðheimahorn). Vonandi hefur
borgarminjavörður myndað þessar áletranir
áður en húsið var rifið af Reykjavíkurborg.
Hernámsliðið var ákaflega duglegt við að
brenna hús og bar þar hæst Laugarnesspít-
ala (Holdsveikraspítalann) og Borðeyrarhús-
in. Þegar ég spurði vin minn fyrir skömmu,
hvers vegna Bretar hefðu ekki brennt mennta-
skólann, svaraði hann: „Það var ekkert bók-
hald þar."
Skömmu eftir hernám Breta hófst mikið
blómaskeið hjá Ijósmyndurum, því breskir
heimtuðu, að allir íslendingar yfir 12 ára aldri
gengju með nafnskírteini með ljósmynd. Fylg-
ir hér mynd af greinarhöfundi og nafnskír-
teini hans. I Hafnarfirði eru tíl allar myndir,
sem teknar voru af Hafnfirðingum í nafnskír-
teinum, svo menn geta hætt að hlæja að
Göflurum, þeir eru þar allir á vísum stað á
safni.
III
I lok maí hélt ég norður í Mývatnssveit til
sumardvalar í Vogum. Urðu þar fagnað-
arfundir með mér og leikfélögum mínum þeim
Hallgrími og Pétri Jónassonum og var fljót-
lega ákveðið að reyna að hrekkja hernámslið-
ið með einhverjum hætti. Tvær gamlar hagla-
byssur, skaftlausar, voru til í Vogum og höfðu
verið notaðar í eynni Varpteigum til að fæla
vargj burt þaðan. Hétu byssur þessar Júnka
gamla og Dóra. Fórum við með annan byssu-
ræfílinn upp ábraut (veg) og stilltum henni
upp aus^n við smáhæð á veginum, þannig
að hlaupið gein við þeim, sem þar ók um.
Skömmu eftir að við höfðum komið byssu-
hiúnk þessum fyrir, kemur Humberbifreið af
dýrustu gerð með hóp breskra liðsforingja
og snarstoppar við vígtól okkar
hrekkjalómanna ... Gengu þeir síðan heim
að húsi Sigfúsar Hallgrímssonar í Vogum og
inna hann eftir því, hvort bannað sé að halda
áfram í átt að Reykjahlíð. Sigfús, sem var
vel mæltur á enska tungu, tjáði þeim, að svo
væri ekki, heldur væri hér um strákapör að
ræða. Lauk þar með einu tilraun íslendinga
til að hefta framsókn breska hernámsliðsins.
IV
Haustið 1940 hóf ég nám í Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga við Vonarstræti, þar sem
nú er safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Fljót-
lega voru fest upp í skólanum fyrirmæli frá
ríkisstjórninni þess efnis, að nemendum væri
bannað að hafa nokkur samskipti við herná-
msliðið, ekki yrða á þá, hvað þá annað. Var
þessu vel tekið, því enginn áhugi var á við-
skiptum við þessa menn.
I 2. bekk í gaggó var mjög snjall nem-
andi, sérfræðingur í alls konar sprengingum
og við þær kenndur, Bombu-Loftur Loftsson,
nú verkfræðingur hjá SÍF. Engin áform hafði
Loftur um að hætta sprengingum, þótt bresk-
ir væru komnir til Islands. Fjölbreytni var
mikil í sprengingum Lofts, ýmist sprengt á
þurru landi eða undir íshröngli við Tjörnina.
Fengu sumir bændur góða skvettu, þegar
þeir gengu út úr gamla Búnaðarfélagshúsinu
í þann mund, sem neðansjávarsúla Lofts reis
þetta 5-6 metra í loft upp.
Þó barhæst, þegarLoftursprengdi áþurru
og herbíl með 20 manns bar að um leið. All-
ir stukku út úr herbílnum og lögðust á malbik-
ið í skotstöðu og vissu ekki hvaðan á þá stóð
veðrið.
Breskir reistu sandpokavígi, þar sem læk-
urinn rennur út Tjörninni. Stóð vígi þetta
allt þar til vorið 1942, að við nemendur fleygð-
um öllum pokunum í Tjörnina og var ekki
að því fundið.
— Febrúarveðrið
Hinn 28. febrúar 1941 um tíuleytið fórum
við bekkjarbræðurnir í gaggó austur eftir
Skúlagötu, því við höfðum frétt, að mikill
skipskaði hefði orðið í Rauðarárvík. Rúmlega
ökkladjúpur krapaelgur var á Skúlagötunni,
en við komumst þó eftir henni allri og allt
niður í fjöru. Þaðan voru við reknir tafar-
laust, því enn var verið að bjarga skipbrots-
mönnum úr portúgalska skipinu Ourem, sem
var með 500 tonn af sementi til H.Ben. &
Co. og 200 víntunnur til Áfengisverslunar
ríkisins. Áhöfn hins skipsins, Sonju Mærsk,
24 manna, hafði þegar verið bjargað. Sonja
Mærsk var í eigu hins kunna Dana, A.P.Möll-
er.
Fimm hraustmenni unnu það frábæra
björgunarafrek að láta draga sig í björgun-
arstól yfir í Sonju Mærsk, leggja síðan kaðla
á milli skipanna og í brúna á Ourem og fikra
sig eftir þeim yfir í það til þess að sækja
hina þjökuðu skipshöfn, einn á eftir öðrum.
Sá hét Hafliði Magnússon, er fór fyrir þeim
fimmmenningum. Hann er bróðir Ólafs K.
Magnússonar ljósmyndara Morgunblaðsins
og er Hafliði enn á lífi. Björgun Portúgalanna
lauk kl. 11.30 og tókst giftusamlega.
Jón Bergsveinsson, sem björguninni stjórn-
aði, rómaði mjðg kjark og dugnað þeirra, sem
að björguninni unnu.
Hermenn með vélbyssu við Herkastalann í Reykjavík. Tveir menntaskólanemar,
þeir Sveinn K. Sveinsson, nú verkfræðingur, og Guðmundur Þórarinsson, síðar
íþróttakennari, fylgjast með ásamt kennara sínum, Sigurkarli Stefánssyni frá
Kleifum í Gilsfirði.
Þau urðu örlög Ourem, að þeir Kristján
Bergsson og Garðar Þorsteinsson keyptu skip-
ið, létu gera við það og hét skipið síðan Hrím-
faxi.
Sonju Mærsk var einnig náð af strandstað
og vildu íslensk skipafélög gjarnan fá það
keypt, en það fékkst ekki og urðu öriög skips-
ins þau, að það fórst við austurströnd Skot-
lands 5. júní 1942.
Mjög minnisstæð var mér heimleiðin frá
strandstað, vestur Skúlagötu. Fyrir framan
Nýborg, hús Áfengisverslunarinnar, barðist
898 tonna skip^ Cler Miston, fyrir lífi sínu.
Veðurofsinn var svo mikill, að í verstu norð-
anhryðjunum hrakti skipið ískyggilega nærri
landi. Svo lægði aðeins og voru þá kyntir
allir katlar skipsins til þess að komast úr
þessari bráðu hættu. Þetta var eins og særð
hind, sem neytir síðustu krafta til að bjarga
lífi sínu. Aldrei hélt ég að ég myndi finna til
með skipi eins og lifandi veru. En Cler Mist-
on hafði betur í þessum hildarleik, Kári varð
að lúta lægra haldi.
I hinum 200 víntunnum var koníak, romm
og vermouth. 103 fundust, ýmist fullar, lekar
eða tómar. 97 hafa ekki komið fram ennþá,
og ætti að vera óhætt fyrir finnendur þeirra
að játa núna eftir 51 ár, sökin er löngu fyrnd.
VI
í maí 1941 vorum við nokkrir skólapiltar
fengnir til þess að telja bifreiðar í Reykjavík-
urumferðinni fyrir skrifstofu bæjarverkfræð-
ingsins. Við Tómas Helgason, nú háskólapró-
fessor, vorum staðsettir á Melavellinum gegnt
Háskólabyggingunni nýju. Töldum við bifreið-
ar frá kl. 8-23 og reyndust þær 1.440, 50%
íslenskir bflar, 50% breskir herbflar. Svipuð
var skipting milli fólks og börubifreiða. Á
grunni þessarar talningar voru Bretar látnir
taka þátt í viðhaldi Reykjavíkurgatna. Hinn
24. maí 1941 sökkti þýska orustuskipið Bi-
smarck flaggskipi Breta, ms. Hood, miðja
vegur milli Islands og Grænlands. Næstu
dagar á eftir voru hlaðnir slíkri spennu, að
aldrei mun úr minni líða, þeim sem lifðu. Öll
íslenska þjóðin fylgdist í ofvæni með eltingar-
leik Breta við þennan ógnvald. Hvar sem tveir
á fjalli fundist var ekki talað um annað:
„Skyldu þeir ná Bismarck, áður en skipið nær
höfn í Berst?" Beitiskipið Dorestshire veitti
því náðarhöggið méð tundurskeyti hinn 27.
maí 1941 eftir að flugvélar frá Ark Royal
höfðu laskað það mjög. Menn önduðu léttar,
þegar þetta ferlíki var að velli lagt. Verr
gekk að vinna á systurskipi þess Tirpitz, en
þó var það gert óvirkt síðar í stríðinu af áhöfn
dvergkafbáts frá Skotlandi.
Þann 22. júní 1941 gekk ég inn í stofuna
í Vogum í Mývatnssveit, þar sem ég dvaldi
um sumarið. Útvarpsfréttir hófust þannig:
.jÞjóðverjar hafa gert innrás í Sovétríkin."
Eg hljóp út á hlað og tilkynnti Vogungum
tíðindin og setti menn hljóða.
VIII
I júlí 1941 gera íslendingar samning við
Bandaríkin um hervernd. Verða þá þáttaskil
hér á landi og mun ég ekki fjalla um seinni
stríðsárin hér að sinni.
Nú gerumst við gamlir, sem munum eftir
dvöl í loftvarnabyrgjum í Reykjavík. Við sem
unnum í Völundi áttum að leita hælis í byrgi
í kjallara á Klapparstíg 16. Þýsk flugvél hafði
sést yfir Reykjavík, loftvarnamerki var gefið
og við starfsmenn upp í Klapparstíg 16. Sú
stund, sem þar var dvalið, var fljót að líða,
því Guðbrandur Jónsson prófessor skemmti
mönnum með sögum, þannig að aldrei varð
hlé á. Enskumælandi menn kalla slíkar uppá-
komur: „Non stop stories" og er ég hræddur
um, að ég hafi smitast af prófessornum, en
ég læt lesendur um að dæma um það. Lýkur
svo að segja frá hernámsárunum.
Höfundur er iögfræðingur í Reykjavík.
"'¦""".......'........'"y""°
~X-------  ' ¦....."",i','»"':¦"!"'«'J'I
VUMn  ^AJÍaa^
i-'i&ttifittrtfmitrt '"
s,
i.ii-jrfviittijíitimi í tuakjtfKib,
'-^œtv&^
50 ára gamalt nafnskírte'mi greinarhöfundar, útgefið af Agnari Short Sunderland flugbátur. Hann yakti mesta athygli allra vígtóla, sem Bretar komu með til
Kofoed Hansen lögreglustjóra,-15.2.,1942.                    íslands. Einn slíkur kostaðijafn mikið og nýbygging Háskóla íslands, er vígð var 17. júní 1940,
eða kr. 2.152.759,93.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12