TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Click here for more information on 16. t÷lubla­ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						[N
iT'fcTr
M'.'l
n ® s a a sí bj e s s ® m a a
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Steinsteypa
kemur fyrst fram sem byggingarefni á íslandi
1876, en upphaf steinsteypualdar má telja að sé
árið 1903, þegar nokkur steinsteypt stórhýsi rísa
í Reykjavík. Um sögu steinsteyptra húsa skrifar
Páll V. Bjarnason, arkitekt, og bendir á að jafn-
framt var steinsteypan notuð til að móta annað
tímabil nýklassíkur í byggingarlist hér á landi.
Súrssonar er til umfjöllunar og athugunar í grein
eftir Ársæl Friðriksson, kennara. Hann bendir
m.a.á að grái liturinn hafi sérstöku hlutverki að
gegna í sögunni. Sverðið Grásíða ert.d. undirrót
margrar ógæfu og Eyjólfur grái ber nafn með rentu.
Forsídan
í dag opnar Gunnar Örn listmálari sýningu á teikn-
ingum í listasalnum Portinu í Hafnarfirði og stend-
ur hún til 16. mai. Gunnar er einn fárra mynd-
listarmanna, sem flutzt hafa á brott úr höfuðstaðn-
um, en hann býr á Kambi í Holtum og hefur kom-
ið sér upp góðri vinnuaðstöðu þar. Teikningin á
forsíðunni verður á sýningunni og heitir Vorleikur.
¦ 1
Myndlistin
í heiminum hefur orðið fyrir verulegum áhrifum
af samdrætti í kaupmætti og efnahag - einnig hér
á íslandi. Verð á verkum íslenzku brautryðjend-
anna hefur fallið og úti í heimi fá dýrseldustu lista-
mennirnir ekki sama verð og áður. Um þetta skrif-
ar Bragi Ásgeirsson.
ttt—w *  m
KNUT HAMSUN
Sjóferð
Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti þýddi.
Um næturstund
ég stefni út fjörð,
og allt er hljótt
á himni og jörð
og allt er huliðs-
húmi vafið.
Nú vaggar ferjan
sér fram á hafið,
á hafið út, fram til eyðiskerja.
Hvað er, sem berst
með bylgjusogum?
Er það ómur
a/ áratogum?
Nei, það er hjartað,
sem hóhó dynur,
og barmur lýftist
sem bylgjan stynur. -
Æ, veslings hjarta, sem aldrei þagnar!
Hér sat hún áður -
nú er hún farin
og ég ræ aleinn
um auðan marinn.
Nú syrtir yfir
og sólin þrýtur
og stjörnur hrapa -
minn hugur flýtur
nú áralaus fyrir öllum vindum.
Knut Hamsun, 1859-1952, var einn af fremstu rithöfundum Norð-
manna á síðasta áratugi 19. aldar og fyrriparti þessarar aldar. Hann
vakti fyrst athygli með skáldsögu sinni, Sulti, en féll í ónáð hjá þjóð
sinni, þegar hann stóð með Þjóðverjum eftir hernám þeirra á Noregi
1940.
R
B
B
Þótt ég sé innfæddur Vík-
ingur, ætla ég ekki að
gerast svo ósvífin að nota
dálksentimetrana hér í
Rabbinu til þess að reka
einhliða áróður fyrir fé-
lagið mitt Víking. En ég
má til með að fara nokkr-
um orðum um stelpurnar í meistaraflokki
kvenna í Handknattleiksdeild Víkings, því
þeirra frammistaða er prýðisgott innlegg í
umræðuna um framsókn og frammistöðu
kvenna í íslensku þjóðfélagi undanfarin ár.
Ég var ung að árum og ekki ýkja há í
lofti (er það reyndar ekki enn) þegar ég
öslaði í gegnum Sogamýrina niður að Há-
logalandi, til þess að fara á handboltaæfing-
ar í gamla, lúna bragganum. Þegar ungl-
ingsstelpur á þessum árum, (svona 1963 til
1967) voru að stíga sín fyrstu skref í þess-
ari keppnisíþrótt, þá voru þær ekki aldeilis
teknar alvarlega, þær fengu svona að vera
með, en engum fannst neitt til um það sem
þær voru að gera, og það var með naumind.-
um að úrslit fengjust birt í fjölmiðlum í
helstu mótum unglinganna, sérstaklega
stelpnanna. Það var ósjaldan sem við stelp-
urnar komum saman á æfíngum á þriðju-
dags- eða miðvikudagskvöldum og bárum
saman bækur okar um það sem hafði birst
í blöðum af „afrekum" okkar frá liðinni
helgi. Þá fórum við með stækkunargleri
yfir íþróttasíður Moggans og Vísis, en urð-
um oftar en ekki fyrir vonbrigðum - því
reglan var nánast sú að ekki birtist orð.
Eftir því sem árin liðu, vandist maður
þessu, „stúlknahandboltinn" og síðar
„kvennahandboltinn" var einfaldlega „svo
lélegur" að það var „ekki í frásögur fær-
andi", þótt einhver mót hefðu verið haldin,
einhverjir úrslitaleikir verið leiknir, og ein-
hverjir sigurvegarar gengið af hólmi, með
örari hjartslátt, sigurbros á vör og þá tilfinn-
ingu að fyrst þetta tókst nú, þá væri ekki
Áf ram stelpur!
útilokað að eitthvað annað og stærra gæti
tekist, svona í fyllingu tímans.
Þetta breyttist nú sem betur fer eitthvað
til batnaðar, mig minnir svona upp úr 1970,
þannig að í Vísi og Morgunblaðinu gátum
við sem vorum í kvennahandboltanum yfír-
leitt séð einhverja umfjöllun um mót helgar-
innar í mánudagsblaði Vísis og þriðjudags-
blaði Moggans, en áfram voru yngri flokk-
arnir afgangsstærð, og þá var algjörlega
undir hælinn lagt hvort nokkrar frásagnir
birtust af keppnum þeirra. Alltaf var karla-
flokkunum gert mun hærra undir höfði og
þótti bæði rétt og sjálfsagt. „Strákarnir
höfðu snerpuna" „stelpurnar ekki". Strák-
arnir höfðu yfir tækninni að ráða" „stelpurn-
ar ekki". „Strákarnir réðu yfir hraða og
krafti" „stelpurnar ekki". „Strákarnir löð-
uðu áhorfendur í Höllina (þá var Hálogaland
liðið undir lok), „stelpurnar ekki". Við vorum
á allan hátt annars flokks verur, sem stund-
uðu íþrótt sína, sjálfum sér til ánægju, en
áttu um leið að gera það á þann veg, að
þeir sem máli skiptu, strákarnir og karlarn-
ir, fengju að vera í friði og óáreittir af þess-
ari tilraunastarfsemi okkar.
Hvað varðaði fjárútgjöld íþróttahreyfing-
arinnar til kvennaboltans var hið sama uppi
á teningnum. Ef stelpurnar endilega vildu
þetta eða hitt; vera með í þessu mótinu eða
hinu. að nú ekki sé talað um að leggja land
undir fót og fara í keppnisferðalag, þá svo
sem máttu þær það, ef þær stóðu sig nógu
vel í fjáröfluninni, til þess að standa straum
af kostnaðinum. Það var því algengt að
íþróttastelpur tækju að sér sölu á einni vöru-
tegund eða annarri með því að ganga í
hús, semdu við mömmu um að baka köku
fyrir kökubasar (þær myndarlegri bökuðu
sjálfar, en ég komst aldrei í þeirra hóp),
seldu happdrættismiða eða söfnuðu áheitum
og svo mætti lengi telja.
Þetta átti ekki bara við um áhugaleysi
félagsliðanna á kvenpeningnum í íþróttinni;
það sama átti við um unglingalandslið og
kvennalandslið. Þær sem voru valdar til
þess að æfa og keppa með landsliðunum
þurftu svo sannarlega að leggja á sig
ómælda vinnu til þess að keppnisferðin sem
framundan var yrði að raunveruleika. Þetta
var gert, að mig minnir, með nokkuð glöðu
geði, og tilhlökkunin og spennan var sá
drifkraftur sem gerði það að verkum að fjár-
söfnun hér og vinna þar var ekkert mál.
En sömu sögu var ekki og er ekki að
segja um strákana, sem jafnan sluppu við
svo til allt svona „vesen" enda þurftu þeir
að æfa svo mikið, til þess að snerpan, kraft-
urinn, hraðinn, tæknin og allt dótaríið, sem
við stelpurnar réðum hvort eð er ekkert
við, yrði enn meiri.
Það er vegna þessarar forsögu, sem ég
gladdist svo innilega þegar meistaraflokkur
Víkings í kvennahandboltanum tryggði sér
nú fyrir skömmu íslandsmeistaratitilinn,
annað árið í röð. En sömu stelpur unnu titil-
inn í fyrsta sinn í sögu félagsins í fyrra,
við ómældan fögnuð kvenna sem karla í
félaginu. Raunar hygg ég að stelpurnar
hafi vart getað fært kynsystrum sínum sem
yngri eru betri gjöf og livatningu en ein-
mitt þennan titil, sem er sá eftirsóknarverð-
asti hér á landi, fyrir þær og þá sem stunda
handknattleik. Það að stelpumar afrekuðu
þetta, og það meira að segja tvö ár í röð,
hefur gert það að verkum að strákarnir og
karlarnir eru farnk að meta kvennahand-
boltann 'og telja hann eiga rétt á sér. Enda
hafa Víkingsstelpurnar sýnt það undanfarin
ár að þær búa yfír þessu öllu, sem karlpen-
ingurinn taldi sig þar til fyrir skömmu hafa*
einkarétt á. Þær ráða yfir snerpu, hraða,
tækni, fallegu samspili, flóknum leikfléttum,
hörðum gegnumbrotum, fallegum línusend-
ingum og snaggarlegum hraðupphlaupum.
Þær eru sem sagt búnar að ná svo góðu
valdi á íþróttinni, að meira að segja karlarn-
ir gætu leitað í smiðju til þeirra, sem er
hreint ekki svo lítið. Nú er öldin önnur hvað
varðar fjölmiðlaumfjöllun um kvennahand-
boltann: Það má meira að segja fjalla nokk-
uð ítarlega um hann í blöðum, útvarpi og
það sem meira er, í sjónvarpi!
Auðvitað hefur kvennaboltanum fleygt
fram á undanförnum árum og stelpurnar
eru orðnar mun snarpari, teknískari, liprari
og skemmtilegri leikmenn, en fyrir segjum
10 til 15 árum. Þess vegna meðal annars
hafa þær unnið sig upp í það að fá þá
umfjöllun sem þær eiga skilið.
Þótt ég hafi einskorðað mig við kvenna-
handbolta í þessu rabbi mínu, þá hygg ég
að heimfæra megi margt af því sem gerst
hefur í kvennaboltanum á íslandi undanfar-
in ár, yfir á annars konar þátttöku kvenna
í íslensku þjóðlífi, í atvinnulífinu, stjórnmál-
um, menningu og listum. Gata kvennanna
hefur ekki verið jafngreið og karlanna, því
það hefur þótt sjálfsagt og eðlilegt að þær
legðu meira á sig, enda hvernig ætti annað
að vera í samfélagi þar sem karlar hafa
verið við stjórnartauminn á öllum sviðum?
En þær hafa sótt fram og haslað sér völl,
um það er óþarft áð deila. Þannig að þótt
hægt miði, miðar þó örugglega í rétta átt.
Því finnst mér full ástæða til þess að hrópa:
Áfram stelpur!
AGNES bragadóttir
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS     1.MAÍ1993     3
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
6-7
6-7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12