Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						White Star á Laugavegi 11
H
„í mínum augum var
þetta óárennilegur
staður. Svargrár
reykjarmökkur fyllti
saíinn og vínþefur vitin.
Ekki heyrðist mannsins
mál fyrir bláu
saxófónvæli, skvaldri og
glasaglamri. Hrindingar
voru alltíðar á gólfinu og
fyrir kom að hnefar
skullu á nösum."
EftirGUÐJÓN
FRIÐRIKSSON
úsakynnin þar sem nú er veitingastaðurinn
ítalía á Laugavegi 11 hafa löngum hýst fræg
kaffihús og veitingastaði, jafnvel örgustu
búllur þegar verst lét. Sögu veitinga á þessum
stað má rekja 70 ár aftur í tímann en hér
verður gerður að umtalsefni frægur og
alræmdur staður sem þar var á árunum
eftir 1930. Hann 'hét White Star og var
rekinn af dönskum manni sem Olsen hét.
Nýr bæjarbragur myndaðist í Reykjavík
eftir að vínbanni var aflétt árið 1923. og
sala á léttum vínum var leyfð á ný. Hinn
gamli hugsjónaandi Góðtemplarahreyfing-
arinnar hafði daprast. Þessu fylgdi dálítið
los í siðferðismálum en allsleysi fjölmargra
bæjarbúa, sem bjuggu þröngt og við at-
vinnuleysi langtímum saman, ýtti undir
hálfkæring og örvæntingu. Sumarið 1925
komu vínmálin til umræðu í bæjarstjórn
og var þá samþykkt tillaga frá Þórði
Bjarnasyni kaupmanni um að kjósa nefnd
til þess að athuga á hvern hátt væri hægt
að draga úr áfengisbölinu í bænum. Þórð-
ur sagði í framsögu fyrir tillögunni að
með Spánarvínunum hefði drykkjuskapur
mjög aukist, einkum meðal unglinga og
kvenna. Taldi hann ennfremur að ódrukkn-
um mönnum væri vart óhætt að ganga
um göturnar á næturþeli fyrir árásum öl-
vaðra manna og allir vissu að launsala á
víni væri mikil. Pétur Halldórsson tók
undir ummæli Þórðar og sagði að hér
væri að myndast nýr bæjarbragur sem
mjög styngi í stúf við það sem áður hefði
verið. Ölbruggun færi fram víðs vegar um
bæinn og sérstaklega væri hegðun manna
íölholunum við Laugaveginn óviðeigandi.
Ólafur Friðriksson gat þess í umræðunum
að tíðarandinn væri orðinn þannig að unga
fólkinu þætti beinlínis fínt að drekka.
Umræddar ölholur við Laugaveginn
voru staðir þar sem leyft var að selja hvít-
öl, kaffí og þess háttar en allir vissu að
þar var vín einnig haft um hönd. Þetta
voru staðir eins og Aldan í Traðarkots-
sundi, Fjallkonan á ýmsum stöðum við
Laugaveg og víðar, Litla kaffihúsið á
Laugavegi 6 og víðar.
Upphaf veitinga á Laugavegi 11 má
rekja til þeirrar frægu konu, Kristínar
Dalstedt, sem flutti matsölu- og kaffíhús
sitt, Fjalíkonuna, af Laugavegi 20B 1 þessi
húsakynni um 1922. Hún lét ásamt dönsk-
um eiginmanni sínum, Axel Dalstedt, inn-
rétta þar „mjög vistlegt og skemmtilegt
húsnæði" og fékk geysimikla aðsókn að
eigin sögn. Þau hurfu þó á braut árið
1927 en næstu ár var í húsnæðinu rekinn
veitingarekstur undir ýmsum nöfnum.
Árið 1930 var þar Kaffilindin og árið 1932
Kaffi- og veitingahúsið Minni-Borg.
Skömmu síðar mun fyrrnefndur Olsen
hafa tekið staðinn á íeigu og opnaði þar
Hvítu stjörnuna eða White Star og var
hann rekinn þar fram að jólum 1935.
Séra Emil Björnsson, síðar dagskrár-
stjóri Sjónvarpsins var um þetta leyti ungl-
ingur í vinnu hjá Thor Jensen á Korpúlfs-
stöðum og fór stundum í bæinn ásamt
öðrum vinnumönnum. Hann segir í ævi-
sögu sinni:
„Við fórum oftast í smáhópum í bæinn
með mjólkurbílnum eða öðrum flutninga-
bflum búsins og stukkum af sem næst
miðbænum. Þeir voru nær allir allmörgum
árum eldri en ég, tveir eða þrír jafnaldrar
mínir, og höfðu oftast tekið tappann úr
áður en lagt var af stað og voru með slurka
í hálsmjóum innan á sér. Menn reyktu líka
undantekningarlítið í þá daga, soguðu
reykinn sem allra dýpst niður í lungun og
blésu honum frá sér með samblandi af
mannalátum og fyrirlitningu. Þegar degi
tók að halla vildu einhverjir í hópnum líta
inn á White Star, alræmda knæpu á
Laugavegi 11. Ég var svo blautt skauð
og óframur sveitaunglingur að mig skorti
hug til að setjast þar við borð, hvað þá að
fá mér snúning, eins og hinir eldri og sval-
ari gerðu, heldur beið ég úti við dyr í
hópi þeirra, sem ekki hættu sér lengra,
þangað til einhyer félaga minna vildi fara
eða ég fór einn.
í mínum augum var þetta óárennilegur
staður. Svargrár reykjarmökkur fyllti sal-
inn og vínþefur vitin. Ekki heyrðist manns-
Ljósm.Lesbók/Knstmn
Hér hafa veríð veitingastaðir í um 70
ár,þó ekki samfleytt. Nú erþar veitinga-
húsið Italía en á kreppuárunum var
þarna ein alræmdasta búlla bæjarins,
White Star.
ins mál fyrir bláu saxófónvæli, skvaldri
og glasaglamri. Hrindingar voru alltíðar á
gólfinu og fyrir kom að hnefar skullu á
nösum og lögregla var kvödd til. Einkum
var slegist um dömurnar sem voru æði
glæfralegar. í flannaflegnum kjólum, el-
drauðar um kyssitauið og út á kinnar,
sumar með níðþrönga svarta hattá niður
að augum, eins og skaftlausum pottum
hefði verið hvolft yfir höfuð þeirra: lafandi
sígarettur út úr munnvikjunum; sitjandi
upp í fanginu á ölvuðum slánum, daðrandi
og dátt leikandi við þá. Það voru sem sé
ekki allir viðvaningar á þessu sviði þegar
herinn kom til landsins 7-8 árum seinna
og nýr fjörkippur hljóp í skemmtanalíf
höfuðborgarinnar.
Andrúmsloftið á White Star virðist mér
nú, eftir á að hyggja hafa verið dæmigert
fyrir millistríðsárin og krepputímana. Það
voru sömu örvæntingartilþrif og þegar
Víga-Barði og Húnvetningar, umsetnir í
Borgarvirki, köstuðu í blekkingarskyni út
síðasta mörsiðri sínu til umsátursmanna,
að dauða komnir af matarskorti, til að
láta líta út sem þeir hefðu gnótt matfanga.
Þetta var kæruleysi allsleysisins og
glannaskapur vonleysisins.
Fólkið sem skemmti sér á White Star í
gruggugu hóffari fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar, á atvinnuleysis- og kreppuárunum
miklu með feigðarboða nýrrar heimsstyrj-
aldar í brjóstinu, lét einnig slag standa.
Það hafði hvort eð er engu að tapa og ill-
skárra að sýnast vera eitthvað, þó maður
væri svo sem ekki neitt."
Þessi lýsing séra Emils Björnssonar
stemmir mjög við þá mynd sem skáldið
Steindór Sigurðsson gaf af White Star í
samtímalýsingu í bæklingnum LíSð í
Reykjavík 1936, en þá hafði staðnum ný-
lega verið lokað. Hann segir:
„Ófínast allra kaffihúsanna þótti White
Star... Þangað komu innlendir og útlendir
sjóarar sem þykja ófínir hjá betri borg-
urunum. Og þangað komu illa launaðar
vinnukonur úr fínu húsunum og formid-
dagsstúlkur af lakara tagi. Þar dönsuðu
þær við sjóara í svælu og reyk, - og gerðu
sig ánægðar með lífið..."
Skömmu eftir áramótin 1936 birtist
frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni
Illræmdasta knæpa bæjarins úr sögunni.
Þar sagði:
„Kafflhúsið White Star á Laugaveg 11
sem um langt skeið hefir verið talið óglæsi-
legasti samkomustaður bæjarins, hefir nú
hætt störfum. Kaffihúsi þessu mun hafa
verið lokað með valdboði fyrir jólin, sökum
þess að eigandinn, sem er útlendingur, var
orðinn gjaldþrota.
Uppboð hefír nú verið haldið á öllum
innanstokksmunum kaffihússins og er með
því lokið þeim ömurlega þætti úr opinberu
skemmtanalífí bæjarins^ sem fram hefír
farið á þessum stað. Án alls efa hefír
White Star að undanförnu verið afdrep
alls konar vandræðamanna og kvenna og
ein aðalmiðstöð átumeins sem fyrir tveim
áratugum var óþekkt í íslensku þjóðfé-
lagi. En því miður fyrir það átumein verð-
ur ekki tekið með því að White Star sé
afnumið. Það stendur nú orðið dýpri rótum
en svo, brýst aðeins út á nýjum stað, eða
fleiri stöðum. Bót á því verður sjálfsagt
ekki ráðin nema með löggjöf, einbeittri
og mannúðlegri í senn, og þá auðviteð
samsvarandi framkvæmdavaldi. Og það
ætti fljótlega að hefjast handa í þessu
efni."
Það var borin von að fyrir slíkt væri
tekið. Fleiri svipaðir staðir voru við Lauga-
veginn, þó að ekki færi eins mikið fyrir
þeim og White Star og niður í Hafnar-
stræti hafði Bar Reykjavíkur rutt brautina
fyrir helsta búllustræti höfuðstaðarins.
Eftir að White Star lognaðist út af var
innréttuð búð á staðnum og þar var lengi
verslunin Stálhúsgögn. Það var svo ekki
fyrr en um 1950 að Silli og Valdi innrétt-
uðu nýjan veitingastað í húsnæðinu í amer-
ískum straumlínustíl og var hann einfald-
lega kallaður Laugavegur 11. Þangað
lögðu leið sína um nokkurra ára skeið eink-
um listamenn og menntaskólanemar og
voru stundum sagðar hneykslissögur það-
an þó með öðrum hætti væri en á dögum
White Star.
GEIR G. GUNNLAUGSSON
Að vera
Að vera klæddur í holdsins hjúp
í heimsins stórbrotna veldi
oghorfa íhimnanna dimmbláá djúp
á dýrðlegu vetrarkveldi.
Þá Snnurðu best hvaðþín eining er
örsmá í stóru tafli,
því eldurinn sem ornar þér
er unn/nn úr freðnum skafli.
Höfundur er bóndi í Lundi í Fossvogi.
KRISTJAN J. GUNNARSSON
Hryðjuverk
Ég áttí mér
einskis ills von
þegar höglin
dundu á mér
saklausum
einsog öðrum
fórnarlömbum
hryðjuverka
útsynningsins.^
Gott að hafa
öryggisráðið
í bakhöndinni
sem dregur hettuna
upp yfir höfuð.
Höfundur er fyrrverandi námsstjóri.
EYJÓLFUR OSKAR
Sturla
Þórðarson
Dauðinn er orpinn orðum
Hmandi gróðurmold
sem hylur h'kama þinn
Við tínum í ágúströkkri
í skini handljósa, bognir,
dalfiska dökka
Og fínnum í lófunum iða
undarlegt framandi líf
ósæðar Hðinna daga.
Hrjóstur
Fjarri er nú söngur þinn
sólskríkja mín
í ókunnu hóteli, 8. hæð
og herbergið áíagahamur
Meðan maíkulið veltir
andvaka sporum um strætið
bæli. ég líkfjalir rúms
og hlusta sem gestur
á grafarann moka
yfir mig dröfnóttri þögn
Höfundur vinnur við litgreiningu og
hefur gefið út Ijóðabókina „Strengi veg-
hörpunnar" 1992.
10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12