Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						<ir*
M  O  R  G  U  N
L  A  Ð  S
StofnuÖ 1925
38. tbl. 30. OKTÓBER 1993-68. árg.
Þjóðfundarmálverk Gunnlaugs Blöndals í Alþingishúsinu. „Græðgin og hófleysi hafa um hríð verið hættulegustu óvinir okkar íslendinga", segir greinarhöfund-
ur. Vppá síðkastið hefur verið nóg um fréttir af því hvernig sú græðgi birtist. Um það eiga enn við orð Jóns forseta: Vér mótmælum allir.

i'
Islensk endurreisn
H
ugleiðingar mínar hér á eftir spretta úr um-
ræðu dagsins og þeirri skoðun að við íslend-
ingar séum í vanda staddir. Þrengingar okk-
ar eru samt ekki nema að hluta tilefhahags-
legar þótt sú kreppa sé ærin. Hættumerki
Mörg þau einkenni sem
von Weissáker lýsir og
telur að hrjái þýsku
flokkana eru einnig
áberandi hjá stjórnmála
flokkunum íslensku.
Flokkshagsmunir virðast
settir ofar þjóðarhags-
munum. Völd og veg-
tyllur fáeinna einstak-
linga skipta meira máli
en velferð almennings.
Eftir JÓNAS
PÁLSSON
má víða greina og einkenni um þáttaskil
eru til staðar á flestum sviðum þjóðlífsins.
í þessari grein er bent á nauðsyn þess að
líta á mál í samhengi og að fólki gefist
færi að meta í opinni og upplýstri umræðu
hverra kosta er völ. Á hvorttveggja skortir
enn verulega þrátt fyrir viðleitni fjölmiðla
sem ber að þakka.
Efni þessarar greinar mætti draga saman
á þennan veg:
1. íslensk þjóð geri nýjan sáttmála við
sjálfa sig, landið og hafið. Lýðveldið er
á vegamótum en framtíðarsýn okkar er
mjög óljós.
2. Flokkarnir íslensku hafa löngu geng-
ið sér til húðar. Nýskipan flokkakerfísins
er helsta forsenda fyrir varanlegum
umbótum í íslensku þjóðlífi.
3. Lýðveldinu þarf að setja nýja stjórn-
arskrá. Margt bendir til að núverandi
stjómskipan henti smáríki eins og ís-
landi fremur illa.
Um hvern þessara þriggja málaflokka
mætti skrifa langa ritgerð. A því eru ekki
tök enda óvíst að margir hafi áhuga á við-
fangsefninu eins og það er hér sett fram.
íslenska lýðveldinu sem nútimaríki hafa
eiginlega aldrei verið sett markmið nema
þau sem skáld óg hugsjónamenn settu franí
í upphafi þjóðfrelsisbaráttunnar. Þessir von-
ardraumar eru ef til vill best túlkaðir í ljóð-
um skáldanna um aldamótin síðustu og
skrifum ungmennafélagsmanna frá sama
tíma.
Heimsstyrjöldin síðari og hernám Breta
marka þáttaskil í sögu íslensku þjóðarinnar.
Landið komst í alfaraleið og atburðarásin
skolaði þjóðinni án eigin tilverknaðar inn á
vettvarrg nútímans. Sumir segja að síðan
höfum við sem þjóð aldrei verið fyllilega
með sjálfum okkur. Lýðveldið er stofnað
1944 að afstöðnu þjóðaratkvæði um sjálf-
stæðið meðan bæði Island og Danmörk voru
enn hersetin lönd. Næst kemur herverndar-
samningurinn og aðildin að Nato. Upp úr
því hefst barátta okkar fyrir stækkun land-
helginnar í 200 mílur. Þessir þrír þættir —
hernámið og herverndin, aðildin að Nato
og loks útfærsla landhelginnar — hafa mót-
að öðru fremur sögu okkar síðustu 40—50
árin. Á þessum tíma ,höfum við fremur
brugðist við atburðum og nýtt okkur að-
stæður til ávinnings en að mikið hafi reynt
á okkar eigin frumkvæði eða stefnumótun.
Við höfðum ekki heldur haft mikinn tíma
til að gera langtímaáætlanir eða setja okkur
fjarlæg markmið. Var þess eiginlega nokkur
þörf? Við vorum vön að vinna í skorpum,
nýjungagjörn, bráðlát og gráðug eins og
háttur er unglinga. Og með aðstoð tækninn-
ar og í skjóli alþjóðlegra aðstæðna tókst
okkur á furðu skömmum tíma að byggja
upp nútímalegt samfélag þar sem flestir
bjuggu við velmegun. En margt gekk þó á
misvíxl sem vonlegt var og hér verður ekki
rakið.
Stefnumið Til Lengri TÍMA
íslensk þjóð hefur lifað tvö blómaskeið;
annað á þjóðveldisöld, en í lok þess verða
fornbókmenntir okkar til, hitt á þessari öld
eða seinni hluta hennar. Á báðum þessum
tímabilum byggist velmegun fólks á grófri
rányrkju. I fyrra sinnið er gengið á náttúru-
gæði í ósnortnu landi og í seinna skiptið
var sjávarafla á landgrunninu ausið upp
með tilstyrk nýrrar tækni. Finna má mörg
hliðstæð dæmi þessa í mannkynssögunni.
En nú er svo komið að ekki verður öllu
lengra haldið á þessari rányrkjubraut,
hvorki hér á landi né annars staðar.
Stefnumörkun til framtíðar í atvinnu- og
efnahagsmálum okkar hlýtur að mótast af
'þessu grundvallarviðhorfi. Forðast ber hvers
konar sóun verðmæta og óhóf í tilkostnaði
sem svo mjög hefur einkennt atvinnulíf
okkar og fjárfestingar á síðustu áratugum.
Græðgin og hófleysið hafa um skeið verið
hættulegustu óvinir okkar íslendinga. Verði
-ekki fljótlega breyting á er næsta víst að
illa muni fara.
Öflugt atvinnulíf og nægar gjaldeyristekj-
ur eru undirstöður sjálfstæðs nútímaríkis.
Við íslendingar erum mjög háðir viðskiptum
við útlönd. Því er lykilatriði að tilkostnaður
innanlands sé sambærilegur við það sem
gerist hjá viðskiptaþjóðum. Efnahags- og
peningakerfi okkar verður að vera þannig
Sjá bls. 2.
I
iBJqiýlaniv ijjlaii uvrAv. ivtj I  .íób | j.;»^'£l  ííinnii  jjiiuni  -ijjinit): i . >
ivíj i;ii uimoiJ«Kifi.'  •  : |m lirty i; Tjri
nuJxovi  i  ri*j>i>i;36i  jJö^'U
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12