Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Jökullinn
inn og eld-
fjallið
Litið yfir og undir Mýrdalsjökul
Gömlu munnmælin um Kötlu eru
skemmtilegt dæmi um hvernig
náttúra og þjóðtrú ná saman. Þar
segir frá göldróttu flagði sem átti
töfrabrók. Brókin gerði þann þind-
arlausan á hlaupum sem í hana fór. Smali
notaði gripinn að kerlu forspurðri en hún
drekkti honum þá. Þegar upp komst hljóp
Katla, en svo hét kerlingin, upp á Mýrdalsjök-
ul og þar ofan í gjá mikla. Síðan sendir hún
vatnshlaup vfir byggðir neðan undir jöklinum.
Nútíma íslendingurinn veit betur; og þá
helst vegna þess að þekking á náttúrunni og
ný mælitæki hafa afhjúpað megindrætti eld-
fjallsins undir Mýrdalsjökli og þess sem und-
ir því er í jarðskorpunni.
Lega Kötlu og næsta regluleg gos í henni,
ásamt voldugum flóðum frá eldfjallinu, fá
margan íslendinginn til þess að hugsa til
Kötlugosa oftar en annarra eldsumbrota í
stóru eldfjöllum landsins. Og nú eru mörg ár
liðin umfram meðaltalshlé milli gosa í Kötlu.
FÁFARNAR SLÓÐIR
Mýrdalsjökull er ekki mjög stór, tæpir 600
ferkílómetrar eða eins og ferhyrningur með
tæplega 20 og 30 kílómetra hliðarlengd. Fyrr-
um var byggð a.m.k. á þrjár hliðar hans. Samt
virðist hann hafa verið afar fáfarinn. Það vek-
ur upp spurningu, sem reyndar er jafn auðvak-
in þegar menn virða fyrir sér aðra hveljökla
Eftir ARA TRAUSTA
GUÐMUNDSSON
lándsins, um hvort fyrri tíðar íslendingar hafi
í raun og veru forðast jöklana og þá af hverju.
Fáeinar sagnir eða heimildir um jökulgöngur
duga skammt til svara.
Líklega voru þeir Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson, er unnu að úttekt á landi og landshög-
um, með allra fyrstu mönnum til þess að kanna
efri hluta Mýrdalsjökuls og líta inn á hvel
hans. Það var árið 1755, örfáum mánuðum
fyrir ofsafengið Kötlugos. Ekki er unnt að
ráða leið þessara hugrökku könnuða en svo
sýnist sem þeir hafi a.m.k. komist í efstu drög
Kötlujökuls (Höfðabrekkujökuls); skriðjökuls-
ins sem fellur fram úr Kötlukverk niður á
Mýrdalssand og sést þaðan sem kolsvartur
bunki neðantil. Nokkru hærra, líklega upp á
jökulþakta hnjúkaröðina norðan Kötlu (Aust-
mannsbungu, 1375 m), komst séra Jón Aust-
mann við fjórða mann, árið 1823, að nýloknu
Kötlugosi. Segir hann svo í skýrslu sinni:
„Fýsi nokkurn til að njósna frekar um
Kötlugjá er ég, Jón Austmann prestur, falur
til að fylgja þeim þangað í eindreignu heið-
skýru veðri, þó með því móti að þeir hinir
sömu séu hvorki lífhræddir né framhalda mikl-
ir."
En væntanlega steig engin fæti á hábung-
una (um 1500 m), þótt ótrúlegt sé, fyrr en
árið 1874. Þar voru á ferð Bretarnir William
Lord Watts, duglegur landkönnuður sem gekk
yfir þveran Vatnajökul, og enn einn prestur-
inn, séra Wynne, og íslendingurinn Jón Magn-
aldsson. Um hughrif sín þarna uppi á víðáttum
jökulsins skrifar Watts:
„Hin kaldranalega snævarkvos [Kötludæld-
in, innsk. AT.G.], er virtist ná inn í sjálfan
Efst á Mýrdalsjökli (Háubungu) 1937; Guðmundur Einarsson frá Miðdál og Lýdía
Pálsdóttir í skíðaferð. I bókinni „Lífsganga Lydiu" sem Helga Guðrún Johnson
skráði, stendur undir þessarí mynd: „iVið Guðmundur nutum þess að vera saman
á fjöllum - þar blómstraði ástin; þar vorum við frjáls."
Fjarvíddarmyndir af yfirborði (efri myndin) og botni Mýrdalsjökuls, samkvæmt
hæðarmælingum úr rannsóknarferðum vísindamanna Raunvísindastofnunar til
þykktarmælinga ájöklinum. A myndinni afbotninum sést Kötlueldfjallið með öskju
í miðju en þar eru nokkrir smáhnúkar á botninum og alldjúp skörð, t.d. undir Sól-
heimajökli.
í að gera öræfaferðir að dægradvöl. Þótti
mörgum það fásinna og vitlaus tímaeyðsla.
Um tíma starfaði deild í Ferðafélaginu sem
hét Fjallamenn (stofnuð 1939).
Á þessum árum, nánar tiltekið 1937, fóru
þau tvö úr fámennum hópi fjallamanna á skíð-
um frá Fimmvörðuhálsi (sem tengir Eyja-
fjalla- og Mýrdalsjökul saman) upp á hábungu
Mýrdalsjökuls; þau Guðmundur Einarsson frá
Miðdal og Lýdía Pálsdóttir. Þau minntust
erfiðra sprungusvæða á leiðinni, stórkostlegs
útsýnis ofan af jöklinum og nálægðar Kótlu
einhvers staðar undir ísbreiðunum. Ferðin
þótti fremur glæfraleg pg var frá henni sagt
í blöðum þess tíma. Á ljósmynd sem þau
Guðmundur tóku með sjálfvirka lokubúnaði
vélarinnar sjást þau brosandi með íslenska
fánann á lofti, á hábungunni.
Á liðnu sumri réðst Lýdia, þá 82 ára að
aldri, enn til farar upp á hábungu jökulsins,
m.a. til þess að standa í sömu sporum og fyrr;
rúmri hálfri öld síðar. Að þessu sinni tók ferð-
in tvær klukkustundir frá jökuljaðri upp á
hábunguna og til baka, í stað nærri sólar-
hrings í fyrra sinnið. Og förunauturinn fyrr-
um, eiginmaðurinn, var látinn fyrir 30 árum
en £ hans stað komnir tveir yngstu synirnir
og sonardóttir, átta ára gömul. Þarna uppi
steig Lýdía af vélsleðanum og eitt sérkenni-
legt augnablik tengdi saman tvenna gjörólíka
tíma og minningarbrot nærri heillar mann-
sævi. Og aftur var tekin mynd og aftur glaðst
yfir útsýninu og spáð í Kötlu gömlu undir
ísfeldinum.
ÆVINTÝRAFERÐIR Á JöKUL
Með tilkomu vélsleða og sérútbúinna jeppa
hafa stóru jöklarnir opnast fólki enn betur
en áður. Nú eru reknar sleðaleigur á Vatna-
jökli, Snæfellsjökli og Langjökli, auk leigufyr-
irtækisins Snjósleðaferða sem gerir út á Mýr-
dalsjökli. Þar er unnt að finna ævintýrið í
alvöru jökláferð á nokkrum klukkustundum.
Liggur fólksbflafær vegur frá þjóðvegi 1
(Hringveginum), rétt hjá Sólheimum, upp að
skála  fyrirtækisins  við  jökulrönd,   skammt
Kötlugosið 1918; myndina tók Kjartan
Guðmundsson (frá Vík) úr suðri, líklega
2. nóvember. Gosmökkurinn er margra
kílómetra hár og gosefnin, auk vatns-
gufu og lofttegunda, eingöngu gjóska.
skrokk jökulsins, blasti nú við, hrífandi fögur
í birtubrigðum skins og skugga. Hinar svörtu
gjár sýndust ennþá kolsvartari í samanburði
við sindrandi mjallhsdtuna. En hvað aðstæð-
urnar geta breytt lit og yfirbragði landins!"
JÖKULFERÐIR 1937 OG1993
Á fyrstu áratugum þessarar aldar voru
fannir Mýrdalsjökuls enn afar fáfarnar. Mýr-
dælingar fóru á hájókulinn skömmu eftir
Kötlugosið 1918 en afar fáir menn, ef nokkr-
ir, fram á fjórða áratuginn. Þá þegar voru
komnir til sögu bæði karlar og konur, sem
leituðu til jöklanna í skemmtiferðir. Ferðafé-
lag íslands hafði þá verið stofnað fyrir nokkr-
um árum og úr röðum þess komu fjallamenn;
menn sem höfðu lært til verka við kletta- og
ísklifur, jöklaferðir á skíðum og áttu sinn þátt
Með tilkomu vélsleðaleigu við Mýrdalsjökul er unnt að kynnast sérstæðu umhverfi
Kötlu á auðveldan hátt. Samanlagður aldur ökumanns og farþega er 124 ár!
(Ljósm. Arí T. Guðmundsson.)
HRBMM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8