Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Tók bók og ölkrus
framyfir sverðið
Eftir ÓLAF
SVEINSSON
egar Noregur sagði skilið við víkingatímann,
gekk í garð tímabil hagsældar og framfara á
öllum sviðum. Ólafur kyrri ríkti í 27 ár, en
samt er saga hans sú stysta í Heimskringlu
Snorra. Áður var óþekkt að konungur tæki
bókina fram yfir sverðið. Skáld og sagnarit-
arar virðast aldrei hafa sætt sig fyllilega
við þá breytingu.
Konungurinn kemur! Konungurinn kem-
ur! Þannig hljómuðu köllin á milli stórbýla
austanfjalls þegar hirðin reið fram dalinn,
með íturvaxinn og hnarreistan konung í
broddi fylkingar. Það var allra manna sögn
að enginn hafi séð fegurri mann eða tígu-
legri sýnum. Hann hafði gult hár sem silki
og fór afar vel, bjartan líkama, eygður var
hann manna best, limaður vel, fámáljrur
oftast og ekki ræðinn á þingum. Hann var
glaður við öl, drykkjumaður mikill, málræt-
inn og blíðmæltur, friðsamur meðan ríki
hans stóð. Ólafur lagði ríka áherslu á góða
hirðsiði og klæðaburð og á hans dögum risu
upp ölstofur og framin kveðjusamsæti hin
mestu. Konungur fór um byggðir og með
athygli og áhuga virti hann fyrir sér upp-
skeruna á blómlegum ðkrum meðfram veg-
inum og þegar hann sat í hásæti sínu um
kvöldið, í veislusalnum, gat hann af þekk-
ingu rökrætt um búrekstur við landseta sína.
Þetta yar nokkuð sem bændur voru ekki
vanir. Áður fyrr tóku konungar hús á mönn-
um og sátu svo lengi sem eitthvað var að
hafa úr búrum bænda. Venjulega var dvölin
frekar stutt, því konungar fóru um héruð í
herleiðangrum sínum með hundruð manna
sem einnig þurftu sitt og gengu því birgðir
bænda fljótt til þurrðar.
Þess vegna voru konungsheimsóknir
sjaldnast vinsælar og þegar Olafur III fór
á yngri árum um héruð vítt og breytt um
landið og það var nokkuð oft, var honum
tekið með varkárni í fyrstu. En þjóðin fann
fljótlega að Ólafur kyrri var ekki líkur fyrir-
rennurum sínum í konungastétt. Hún hafði
virt, en borið óttablandna lotningu fyrir föð-
ur hans, Haraldi harðráða, sem hafði í Heið-
mörk og Raumaríki nokkrum árum áður
látið pína og drepa fjölda bænda sem ekki
vildu gangast honum á hönd. Vakti því
undrun þeirra að sonurinn Ólafur væri slík-
ur friðsemdar maður og öðlingur.
Hann kom á bæi með fámenna hirð, að-
eins eitt stórt hundrað manna og sýndi sann-
an áhuga á jarðyrkju og öðrum viðfangsefn-
um bænda. En Ólafur hélt fjölmennu fasta-
liði, því fjölmennasta sem um getur, hundr-
að hirðmanna og sex tigu gesta og sex tigu
húskarla, þeirra er flytja skyldu til garðsins
það sem til þurfti eða starfa aðra hluti þá
er konungur vildi. Bændur spurðu konung
hvers vegna hann hefði meira fastalið en
lög voru fyrir eða fyrri konungar höfðu
áður haft, þá er þeir fór í veislur þær sem
bændur gerðu fyrir konungum.
Ólafur svaraði: Eigi fæ ég betur stýrt
ríkinu og eigi er meiri ógn af mér en af
föður mínum þótt ég hafi hálfu fleira lið
en hann hafði, en engfin pynding gengur
mér til þess við yður, eða það, að ég vilji
þyngja kostum yðrum.
Ólafur kyrri fékk Ingiríðar Sveinsdóttur
Úlfssonar Danakonungs, eða réttara sagt
Ingiríðar Syeinsdóttur, en Sveinn var Ástríð-
arson, og Ástríður var dóttir Sveins Tjúgu-
skeggs. Olafur gat son við Þóru Jónsdóttur.
Sá var nefndur Magnús. Var sá sveinn hinn
fríðasti sýnum og mannvænlegur mjög.
Hann óx upp í hirð konungs. Þekkjum við
hann sem Magnús berfættan, föður Þóru
sem síðar var gefin til íslands, að Odda og
var hún móðir Jóns Loftssonar, læriföður
og fóstra Snorra Sturlusonar.
Ólafur kynnti sér til hlítar öll mál og kom
með nýjar hugmyndir, innleiddi nýja fata-
tísku og nýja byggingahætti og síðast en
ekki síst hreif hann bændur með lestrar-
kunnáttu. Enginn fyrirrennara hans hafði
Ólafur kyrri
Noregskonungur setti
punktinn aftan við
víkingaöldina. Hann ríkti
í 27 ár í Noregi og það
voru ár friðar og
framfara, enda var hann
maður réttlætis og
búsældar og drakk gjarna
öl með mönnum í stað
þess að fara með
vopnum. En Snorra hefur
þótt færra frásagnarvert
af honum en öðrum sem
voru meiri ribbaldar.
kunnað þá list að lesa og skrifa. Það höfðu
þeir eftirlátið skáldum, prestum og sagnarit-
urum. En Ólafur vildi lesa og skrifa sjálfur
í stað þess að láta skáldum eftir að yrkja
viðhafnarkvæði, um æru sína og dyggðir.
Konungur var brátt kallaður Olafur bóndi
vegna áhuga hans á bústörfum. Viðurnefni
þetta var ekki sagt í niðrandi merkingu,
Þvert á móti. Þetta var heiðursnafnbót. Síð-
ar varð hann þekktur undir nafninu Ólafur
kyrri. Stjórnarárin urðu 27 og þau rista
sýnilega ekki djúpt í Heimskringlu eða öðr-
um heimildum. Samt urðu þessi hæglátu
stjórnarfarsár að einskonar byltingu og varð
þetta tímabil eitt hið mesta breýtingarskeið
í sögu norsku þjóðarinnar.
Með Ólafi kyrra snéri þjóðin baki við vík-
ingatímanum og hélt inn í öld menningar
og hagsældar,- auðsæld sem þjóðin hafði
ekki kynnst fyrr. Það sem mestum þáttaskil-
um olli var að Ólafur kyrri var fyrsti konung-
urinn sem reyndi að jafna deilur og halda
frið og tókst það. Aldrei þurfti hann að lyfta
vopni öll stjórnarár sín frá 1066 til 1093.
Þar sem Ólafur kyrri gat bæði lesið og
skrifáð kom af sjálfu sér að hann sýndi
áhuga á að láta setja á blað gömlu lögin
og skrá venjur og hefðir sem höfðu verið
haldnar í heiðri á þingum vítt og breitt um
landið. Við eigum honum að þakka að Gula-
þingslög geymdust í heild. Þessi lög gefa
okkur einstakt tækifæri til að skyggnast í
aðstæður í Noregi á elleftu öld. Lögin fjalla
um mörg smáatriði og sýna þau með mynd-
rænum hætti daglegt líf fólks. Mest er um
vert, að þau lýsa heilbrigðri skynsemi og
hyggjuviti þjóðar, á því tímabili sem hér
um ræðir.
Á víkingatímanum og fyrri hluta miðalda
var þingstaðurinn, þar sem fólkið gat leitað
réttar síns. Þingstaðurinn var oftast mark-
aður með steinum og þar kom landslýður
meðal annars til þess að gera samninga.
Þar voru sagðir upp dómar þegar lög höfðu
verið brotin. Allir bændur voru skyldugir
að mæta á þingið, en samt var oft erfitt
að safna saman nægjanlega mörgum mönn-
um þótt þeir sem mættu ekki fengju sektir.
Tíðust hegninga voru bætur og þær voru
oftast greiddar beint manna á milli eða frá
ætt til ættar sem skaðabætur fyrir vöru-
eða líftjón. í vígasökum átti konungur að
fá hluta af bótum og þegar á leið jókst að
greiðsla kæmi sem bætur í venjulegum laga-
brotum og þar af leiðandi jukust tekjur
konunga sömuleiðis.
Þingið rannsakaði aldrei meinta glæpi.
Það sem var lagt til grundvallar voru útskýr-
ingar þær sem hlutaðeigendur gáfu. Það
var oft að þræli var stefnt og var hann nær
oftast dæmdur sekur því sjaldnast hafði
hann málsvara. Þræll var utan samfélagsins
því hann var eign húsbónda síns. Hann átti
ekkert og gat þess vegna ekki greitt bætur
ef honum varð á í messunni. Ef eigandi
hans vildi ekki greiða bætur fyrir hann
skyldi hann húðstrýkjast á baki. Ef þræll
lést af völdum húðstrýkingar áttu allir
bændur að greiða í sjóð sem gekk til eig-
anda hans til þess að bæta honum upp tap-
að vinnuframlag"þrælsins. Frekar var sjald-
gæft að húðstrýking hefði dauða í för með
sér, því það var dýrt fyrir hagsýna bændur.
Ambáttum mátti ekki refsa með húðstrýk-
ingu, en gera mátti annað. í Gulaþingslógum
stóð að væri ambátt væri staðin að þjófn-
aði, átti að skera af henni annað eyrað.
Stæli hún í annað sinn, átti að skera hitt
eyrað. Stæli hún í þriðja sinn átti að skera
af henni nefið. Kallaðist hún þá stúfkerling
og mátti hún stela að vild eftir það.
Dómstigin voru: sveitarþing, fjórðungs-
þing, fylkisþing og lögþing. Lögþingið eitt
gat búið til ný lög en þau urðu ekki virk
fyrr en reynsla var komin á að þau gðgn-
uðu. Lögþingið starfaði einnig sem dóm-
stóll og leið sjaldan verkefnaskort.
Mörg mál sem tekin voru fyrir, höfðu
komist í gegnum fyrri dómstig. Á lögþing-
inu sátu elstu og ríkustu bændur í landshlut-
anum. Þeir voru valdir af lægri dómsþrepum
og komu á milli 250 og 400 bændur, eftir
því hvert þingið var. Fjölmennt var þegar
lögþing var háð og þess vegna kom það
saman í hæsta lagi einu sinni á ári. Þegar
bóndi fór á lögþing var honum greitt fyrir.
Greiðslan var jöfnuð á bændur sem heima
sátu, þ.e. þingfararkaup.
Lögþingin voru: Gulaþing, Frostaþing,
Eiðsvallaþing og Borgarþing. Gulaþing náði
yfir Vesturland og þingstaður þess var í
Gula (Golu?), rétt fyrir sunnan mynni Sogns-
fjarðar (Eyvindarvík). Þrændalagafylkin
áttu fyrst þingstað í mynni Niðar, Eyrar-
þing, sem seinna var flutt að bænum Lög-
túni, á Frosta. Bændur Heiðmerkur, Rauma-
ríkis, Haðalands áttu þingstað við ána Mjörs,
að líkindum að Akri. Sá þingstaður var síð-
ar fluttur að Eiðsvelli. Að síðustu átti Borg-
arþing þingstað á Borg, rétt við Sarpsborg.
Á dögum Ólafs kyrra byrjaði norska þjóð-
félagið smátt og smátt að taka breytingum.
Á tímum víkinga hafði fjölskyldan/ættin
verið grundvöllur tilverunnar, en eftir að
kristni skaut rótum varð fjölskyldan að víkja
fyrir kirkjunni og trúarlegum fyrirmyndum.
Aður fyrr var látnir lagðir í haug í landar-
eign ættarinnar, en nú var bannað að haug-
setja menn. Þeir dauðu skyldu færast til
kirkju og grafast í vígðri mold. Reisa varð
kirkjur og halda þeim við og af þeim sökum
varð kirkjan miðpunktur og fundarstaður í
stað hauga og hofa heima á bæjum.
Á tímum Olafs jukust sífellt tengsl við
aðrar þjóðir. Fyrri víkingakonungar höfðu
álitið útlönd góða staði til rána og herfara.
En Ólafur lagði grunninn fyrir friðsamlega
verslun. Það leiddi af sér að borgarsamfé-
lagi óx fískur um hrygg þar sem hafnarskil-
yrði voru góð og sjóleiðir lágu um. Haraldur
harðráði hafði þegar lagt grunninn að bygg-
ingu Óslóar og árið 1070 stofnaði Ólafur
kyrri, Björgvin. Bæði í Ósló og í Þrándheimi
höfðu verið til strandverslanir áður en þær
voru byggðar upp sem kaupstaðir, en í
Björgvin var ekkert fyrir.
Að vísu hafði strandverslun verið hinum
megin við Voginn, en þessi nýi verslunar-
staður var reistur á allt öðrum stað. Ólafur
reisti hann á Hólminum þar sem nú er
„Bergenhusfestning". Af þessu má sjá að
konungur hefur unnið eftir fyrirfram gerðu
skipulagi þegar hann gerði greinarmun milli
býlis síns og kaupstaðarins og hóf að reisa
sérstaka borg. Þarna átti allt Vesturlandið
að fá ítök og verslun við fjarlæg lönd að
hefjast. Alveg frá stofnun var Björgvin
ætlað að verða höfuðborg Noregs og hafði
það fram yfír gömlu verslunarstaðina.
Fjðlgun borga í Noregi á dógum Ólafs
er einnig tengd trúarlegum atriðum, sem
kristnin færði með sér. Landinu var deilt í
kirkjusóknir og biskupsdæmi og gert var
ráð fyrir að biskupinn byggi í bæ. í dag
þykir okkur þetta fyrirkomulag augljóst, en
fyrir 900 árum áttu ekki allir landshlutar
höfuðstað sem talist gat heppilegt biskups-
setur.
Merkilegasta biskupsetur Noregs var
byggt á eyjunni Selju (Sælu), rétt sunnan
við Stað. Þar var hvorki bær né nothæf
höfn en í stað þess, var þar trúarsetur allt
frá tímum Haraldar hárfagra. Svo er sagt
að írsk konungsdóttir hafí flúið þangað frá
heimahögum sínum vegna sífelldra erja í
ættinni um heiðinn biðil hennar. Hét hún
Sunnifa og kom ásamt fylgdarliði á tveim
bátum. Hafði hún látið sig reka fyrir veðri
og vindum, áralaus, í trausti á að Guð
mundi bera þau að landi þar sem þau gætu
fengið næði til jruðræknilegTa athafna. Kom
annar báturinn að landi á Kinn, sunnan við
Flórey, en Sunnifa kom að landi við Selju.
Hjuggu þau hella nokkra inn í klettahengi.
Lifðu þau á fiskveiðum og dýrkuðu Guð
sinn í auðmýkt og bæn. En þegar Hákon
Hlaðajarl fór að þeim til þess að drepa þau
lét almættið klettana falla yfír þau og grófst
Sunnifa þar inni, í hellinum. í byrjun tólftu
aldar var þarna byggt Svartbræðraklaustur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12