Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						a
GUNBLAÐS
Stofnuö 1925
32. tbl. 24. SÉPTEMBER 1994 - 69. árg.
Konrad Maurer
og ferðasagan
í skókassanum
itneskju okkar um íslenzkt þjóðfélag síðustu
aldar eigum við ekki sízt að þakka erlendum
ferðamönnum sem skrifuðu ferðabækur og
höfðu með sér frábæra teiknara. Þeir brugðu
upp myndum frá hinum hálfdanska höfuð-

Konrad Maurer um það leyti sem hann kom til íslands. Hann var þá prófessor
í réttarsögu við Háskólann í Mtinchen, óþreytandi íslandsvinur, sem hafði lagt
stund á íslenzkar bókmenntir og talaði málið. Þessvegna hafði hann yfirburða
aðstöðu meðal höfunda ferðabóka.
stað og merkisstöðum úti á landi; oft var
farið á þekktar slóðir íslendingasagna. Allt
hefur það verið út gefið og er vel kunnugt;
myndir Collingwoods eru líklega bezt þekkt-
ar.
Fáir hafa búizt við því að ný ferðabók
um ísland ætti eftir að finnast og vera
gefin út þegar langt er liðið á 20. öldina.
Þetta hefur þó gerzt. Bókina verður þýdd
á íslenzku og hún kemur væntanlega út
áður en langt um líður. Til þes að gefa
örlitla hugmynd um hana, eru birtir kaflar
úr henni í þessari og næstu Lesbók.
Hér er um að ræða ferðadbók Konrads
Maurers, sem var hér í fyrstu og einu ís-
landsferð sinni fyrir 135 árum. Hann kom
í apríl 1858 og ferðaðist um söguslóðir sum-
arlangt og hélt utan aftur í október. Hann
hafði þá um 11 ára skeið verið prófessor í
réttarsögu við háskólann í Miinchen, en
þetta tvennt: Sérfræði í réttarstöðu og áhugi
á þjóðsögum og ævintýrum, kom honum í
kynni við Jón Sigurðsson, Guðbrand Vigfús-
son og fleiri íslendinga í Kaupmannahöfn.
Sú tenging varð til þess að hann lagði stund
á dönsku, en umfram allt íslenzku og ís-
lenzkar bókmenntir. Auk þess þjálfaði hann
sig í handritalestri og gaf út 1858 fyrsta
afraksturinn: Fyrstu útgáfu Gull-Þóris
sögu.
Maurer hafði sett sér það markmið að
komast til íslands. Hann ætlaði þá að fara
á fornfræga sögustaði og um leið að kynn-
ast íslandi samtímans. I inngangsorðum að
hinni nýlega fundnu ferðasögu segir hann
svo:
„Annars er mér ljúft að játa, að þessi
greinilegi áhugi fyrir fortíðinni var hvorki
það eina, né það mikilvægasta sem dró mig
til íslands. Við störf mín hafði ég óhjá-
kvæmilega kynnst margvíslegum síðari
tíma bókmenntum á íslandi og þá óvænt
uppgötvað, að andlegt líf eyjarinnar hafði
ekki slokknað sem hendi væri veifað á 14.
öld eins og oft er talið eriendis..."
Flestir þeir útlendingar sem réðust í ís-
landsferðá 19. öldinni voru náttúrufræðing-
ar, jarð- og eldfjallafræðingar. Konrad
Maurer er alveg sér á parti meðal höfunda
ferðabóka frá Islandi að því leyti, að hann
var mæltur á íslenzku og hafði staðgóða
þekkingu á þjóðháttum og bókmenntasögu.
Þar við bættist að áður en hann kom til
landsins var hann orðinn þekktur og vin-
sæll hér fyrir að rétta íslendingum hjálpar-
hönd í sjálfstæðisbaráttunni. Það gerði hann
með grein árið 1856, sem bar yfirskriftina
„Um landsréttindi íslands". Hún kom út í
Nýjum Félagsritum. Og það er einmitt í
bréfum til Jóns Sigurðssonar sem Konrad
Kurt Schier, prófessor íþjóðfræði, nor-
rænum bókmenntum og miðaldabök-
menntum við Háskólann í Munchen.
Hann talar íslenzku, vann fyrst nokkra^
mánuði í Hróarsdal í Skagafirði og nam
einn vetur sögu og bókmenntir í Há-
skóla íslands.
Maurer minnist á ferðasöguna og því þótt-
ust menn hafa vissu fyrir því að hún hefði
verið skrifuð og að handritið væri hugsan-
lega til ennþá.
í bréfi til Jóns Sigurðssonar, dags.10.
april, 1859 segir Maurer m.a. svo:
„Að ferðalýsingunni starfa ég í hjáverkum
eins og tími vinnst til. Ég óttast hinsvegar
aðþér væntið þar ofmikils. Það er sannar-
lega vandasamt að tengja saman reynslu
yfíriitsheimsóknar og það dreifða efni sem
býðst í bókum. Þar við bætist, að mig skort-
ir alla formlipurð og á það rót sína að rekja
til ákveðins ótta gagnvart efninu, því mig
langar til að koma því sem réttustu, nákvæ-
mustu og heilsteyptustu til skila, en við það
verður framsetningin þunglamaleg, hæg,
leiðinleg. Lofað get égyður aðeins því einu,
að einlæg ást til heimkynna yðar verður
undirtónn frásagnar minnar, og ég mun því
ekki láta hjá líða að geta þess af hrein-
skilni, sem á skortir í landinu."
Það er haft til marks um aðdáun Konrads
Maurers á öllu íslenzku, að hann hafði með
sér utan íslenzkan kvenbúning. Og þegar
hann kvæntist þýzkri konu ári síðar, hafí
hún skartað þessum búningi við brúðkaupið.
Það sem hér hefur verið upp talið um
Konrad Maurer, er byggt á fyrirlestri eftir
Kurt Schier, prófessor í norrænum fræðum
við Háskólann í Munchen. Hann er málinu
vel kunnugur því hann er búinn að skrifa
ferðabók Konrads Maurers á nútíma þýzku
og í fyrra afhenti hann Vigdísi forseta fyrsta
eintakið. Hann hafði þá áður fengið stór-
riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu.
Forsaga handritafundarins var sú að þýzk
kona, Kládía Róbertsdóttir Wiebel, hafði
verið að glugga í bréf frá Konrad Maurer,
sem varðveitt eru á Landsbókasafninu hér.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
l
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8