Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 3
l-ESBflg @ [0] n] [o] 0ig [b] [g 0 ig [s| □ [n] [g Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Konrad Maurer var prófessor í Miinchen, lærður í ísl. bókmenntum, talaði málið og var mikill íslands- vinur. Hann ferðaðist um ísland sumarið 1858, hélt dagbækur og skrifaði ferðabók, sem týnd- ist þar til að handritið fannst nýlega í skó- kassa. Af þessu tilefni er rætt við Kurt Schier, prófessor í Miinchen, um Konrad Maurer og birtur er á bis 4-5 kafli úr ferðabókinni í þýð- ingu Baldurs Hafstað. Glæpur og refsing er heiti á grein eftir Einar Má Guð- mundsson rithöfund um Svein Bjamason úr Alftaveri, sem fluttist til Vestmannaeyja og var dæmdur þar fyrir aðild að ráni. Hann afplánaði í tugthúsinu í Reykjavík og náði sér þar í konu, Hólmfríði frá Múlakoti, sem sat inni fyrir fjög- ur frillulífsbrot. Þau settust síðar að í Eyjum og Sveinn lauk ferli sínum sem hreppstjóri. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari hefur verið kynntur á nýstárlegan hátt. Kvikmyndafélagið AX hefur unnið myndband í samvinnu við kunnáttufólk og fjallar það einvörðungu um portrettmyndir Siguijóns. Þetta tókst svo vel, að myndbandið fékk í Bandaríkunum verðlaunin „Silver Screen Award“. STEINN STEINARR Heimurinn ogég Þess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyrr á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, því báðir vissu margt af annars högum. Svo henti lítið atvik einu sinni, sem okkur, þessa gömlu fjandmenn, sætti: að Ijóshært barn, sem lék í návist minni, var leitt á brott með voveiflegum hætti. Það hafði veikum veitt mér blessun sína og von, sem gerði fátækt mína ríka. Og þetta barn, sem átti ástúð mína, var einnig heimsins barn - og von hans líka. Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum, sáum það loks í Ijósi þess, sem skeði, að lífið var á móti okkur báðum. Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi né byrgjum kala neinn í hjörtum inni, því ólán mitt er brot af heimsins harmi og heimsins ólán býr í þjáning minni. Steinn Steinarr (skýrður Aðalsteinn og var Kristmundsson) f. 1908, d. 1958, var brautryðjandi í módernískri Ijóðagerð á íslandi. Fyrsta Ijóðabok hans kom út 1934, en mesta byltingarverk hans var Ijóðabálkurinn Tíminn og vatnið. Ellimörk Egils Isíðasta hefti Skírnis er ritgerð eft- ir bandarískan bókmenntafræð- ing, Jesse L. Byock, sem kennir fornbókmenntir í Kalifomíuhá- skóla. Ritgerðin nefnist Haus- kúpan og beinin íEgils sögu. Þar er því haldið fram, að hauskúpa sú hin mikla, sem sagan segir, að upp hafi verið grafin þegar kirkja var gerð á Mosfelli, hafi borið þess merki, að eigandi hennar hafi þjáðzt af sjúkdómi þeim sem kenndur er við Paget. Sagan sjálf ger- ir því skóna, að sá maður hafi verið Egill Skalla-Grímsson. Og því til stuðnings er í ritgerð þessari bent á tiltekin atriði í kveð- skap Egils og lýsingu sögunnar á eðlisfari hans. Þar er skemmst af að segja, að röksemd- ir höfundar fyrir þessari sjúkdómsgreiningu á hauskúpunni eru mjög svo sannfærandi. Um líkumar til þess, að þarna sé kominn „hjálmakiettur“ Egils Skalla-Grímssonar, gegnir kannski öðru máli. Það segir nokkuð um ástand fræðanna, að enn sveiflast álykt- anir fræðimanna frá því, að Egill hafi aldrei verið til, yftr í það að velta sjálfri hauskúpu hans fyrir sér og ráða af henni heilsufar hans og skapgerð. Ritgerðarhöfundur vitnar í 58. vísu Eglu um sjúkdómseinkenni Egils; en sú vísa er eignuð honum fjörgömlum. Hún hefst á þessa leið: Vals hefk váfur helsis; váfallr em ek skalla. Þetta skýrir hann á sama hátt og áður hef- ur gert verið: Hefk váfur helsis vals; ek em váfallr skalla, þar sem fleirtölumyndin váfur merkir riða, og helsi merkir annaðhvort klafi eða hálsfesti, en valr er hestur. Helsis valr þýðir þá hestur klafans eða hálsbandsins, sem er háls. Váfallr merkir háskalega hrös- ull; en skalla væri sjálfstætt þágufall (án fallvalds). Meiningin ætti þá að vera: Ég hef riðu i hálsinum; mér er hætt við að detta á skallann. Um þessa túlkun vísupartsins er það helzt að segja, að hún er ósennileg í meira lagi. Gamlir menn tina ekki hálsinum heldur höfðinu, eða eins og segir í Orðabók Menn- ingarsjóðs um sögnina að tina: „riða höfðinu í sífellu og ósjálfrátt." Og setningin „ek em váfallr skalla“ með þessum afkáralega þágufallslið nær naumast nokkurri átt, hvað sem öðru líður. Sé það hins vegar haft í huga, hvað Eg- ill var út undir sig þegar hann orti „fólgið", virðist eðlileg merking þessa vísuparts blasa við, því þá er hér á ferðinni orðaleikur ein- mitt af því tagi sem var eftirlæti Egils. Þá yrði röð orðanna þessi: Hefk skalla- váfur helsis-vals; ek em váfallr. Helsi merk- ir umfram allt klafi eða ok; en oks hestur merkir uxi (sbr. uxa-kenningarnar okbjörn og okhreinrí). Síðan er orðaleikurinn í því fólginn, að uxi nefndist í skáldamáli einnig öldungr, svo að hér stæði: Ég hef öldungs- hausriðu; mér er hætt við að detta illa. Til samanburðar nægir hér að minna á orðaleik Egils í 22. vísu Arinbjarnarkviðu, þar sem örlátur maður er kallaður „söku- nautr Sónar hvinna“. Þessi skýring á vísupartinum myndi vita- skuld engu breyta um niðurstöður þeirrar ágætu ritgerðar, sem hér er drepið á. En Egils vegna þykir rétt, að á hana sé bent. Reyndar birtist hún á prenti fyrir fjörutíu árum, en virðist að vonum hafa farið fram hjá ýmsum. Skapgerðar-afbrigði Egils og þeirra frænda virðist ef til vill ekki þurfa á þeirri skýringu að halda, að þau stafi af sjaldgæf- um sjúkdómi, enda þótt sams konar sér- kenni gætu af honum sprottið. Og það sem Egill barmar sér undan í síðasta kveðskapn- um sem honum er eignaður, er naumast mikið annað en býsna algeng ellimörk, svo sem fótfúi og þverrandi sjón og heyrn. Hann lítur með trega til liðinna daga, þegar hann naut gæfu og frama í vinfengi tiginna manna, sem kunnu vel að meta skáldskap hans. Nú er öldin önnur. Þetta er hinn venju- legi barlómur þeirra sem gerast ellihrumir. í framhaldi vísunnar, sem um var rætt, seg- ir: blautr eram bergis fótar borr, en hlust es þorrin. þar sem blautr merkir linur, og erum er sama og er mér; en bergis fótr (annars stað- ar haft bergifótr) kynni e.t.v. að þýða naut.n- arfótur (J. Fritzner segir að lýsingarorðið bergisamligr merki „begjærlig efter at nyde“), og bergifótar bo/’rþýddi þá að líkind- um: bergifótur sem bor; svo ad hér kveðst gamli seggur orðinn duglaus að glingra við kvenfólk og heyrnarlaus í þokkabót. Hitt er svo annað mál, að þessu liefur hann vafa- laust logið. HELGI HÁLFDANARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.