Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						¦+

Hita.rda.lur, einn af viðkomustöðum Konrads Maurers í íslandsförinni. Vatnslitamynd eftir Barböru Árnason.
Ur Ferðabók Konrads Maurers - Síðari hluti
Hávaði í Hofstaða-
seli og merkir
gripir í Hítardal
ennan dag, þann 3. ágúst, kemur Maurer frá
Hofsósi í Hofsstaðasel í Blönduhlíð.
í Hofsstaðaseli beið okkar allhávær hópur dan-
skra kaupmanna: Þeir hétu að mig minnir
Steinke og Klausen, Agent Holm frá Skaga-
„Yfirhöfuð voru dönsku
kaupmennirnir sem ég
hitti fremur lítið
spennandi, að hluta
einangraðir kontóristar
sem enga yfirsýn höfðu
yfir verslunina og
hugsuðu ekki um annað
en eigin hag; að hluta
ómerkilegt pakk frá
Kaupmannahöfn, sem
sent hafði verið hingað."
BALDUR HAFSTAÐ þýddi
strönd og Jonssen frá Kaupmannahöfn.
Auðvitað var strax farið að drekka. Brátt
upphófst leiðinda orðasenna milli Holm og
Steinke og úr varð hávaðarifrildi um versl-
unarmál. En seinna, þegar annar þeirra
hafði sig burt, róaðist allt. Það var spjallað
saman langt fram á nótt og íslensk ljóð
voru sungin að beiðni minni. Einn Dan-
anna var svo ókurteis að syngja danskt
stríðskvæði úr síðasta stríði. [...] Yfirhöfuð
voru dönsku kaupmennirnir, sem ég hitti,
fremur lítið spennandi, að hluta einangrað-
ir kontóristar sem enga yfirsýn höfðu yfir
verslunina og hugsuðu ekki um annað en
eigin hag; að hluta ómerkilégt pakk frá
Kaupmannahöfn sem sent hafði verið hing-
að af því að ekkert var hægt að tjónka
við það þar, og varð auðvitað að álíka litlu
liði hér og þar. Ég má þó ekki láta hjá
líða að geta þess að hinn ungi Velschow
í Grafarósi er undantekning. Þessi líflegi
og menntaði maður var einn af fáum Dön-
um á íslandi sem fordómalaust virtust vilja
kynnast landi og þjóð.
Miðvikudaginn 4. ágúst var farið seint
á  fætur  af skiljanlegum   ástæðum  og
nokkrir tímar fóru í skemmtilegt spjall í
þessum mislita söfnuði. Svo fór ég að skrifa
í dagbókina mína meðan fólkið sat þétt
við næsta borð og spilaði lomber. Stundum
var rekið upp öskur, annaðhvort við spila-
borðið eða annars staðar, og við þetta
bættist að farið var að spila á harmóniku.
Ég átti líka skemmtilegt spjall við hina
vinsamlegu og skilningsríku húsfreyju um
íslendingasögurnar. Þegar á daginn leið
var mikið um að vera. Fyrst kom Winkler
og þá þurfti að spyrja margs og segja frá.
Þá fór séra Björn [Þorláksson á Höskulds-
stöðum] á brott og með honum kaupmann-
askarinn; einnig Jón Jónsson af Vestur-
landi sem kallaður var Englendingur eða
enski af því að hann hafði eitt sinn ætlað
sér að læra ensku. Bróðir hans, Sigurður,
sem ég kynntist seinna í Flatey, fékk hins
vegar viðurnefnið landi. En brátt komu
aðrir gestir. Fyrst alþingismaðurinn Jón
Samsonarson frá nágrannabænum
Keldudal, athyglisverður áhrifamaður sem
ég hafði gaman af að skiptast á orðum
við. Síðan kom klausturhaldarinn Einar
Stefánsson á Reynistað með syni sínum
Stefáni, sem ég hafði kynnst í Reykjavík,
og dóttur sinni Katrínu [móður Einars
Benediktssonar], sem þá var heitmey en
er nú eiginkona félaga míns frá Kaup-
mannahöfn, Benedikts Sveinssonar sem
nú er dómari í landsyfirrétti. Með í för var
Magnús Blöndahl, góðkunningi frá Kaup-
mannahöfn. Hann var nýkvæntur dóttur
Konrad Maurer, hálfáttræður.
apótekarans á Akureyri og var hann nú
með henni á leið til foreldra hennar. Það
var mjög ánægjulegt að eiga aftur orð við
þennan opinskáa og trygglynda félaga.
Þar sem hann hafði farið löngu á eftir
mér frá Kaupmannahöfn bar hann mér
kveðjur og fréttir af félögunum þar.
HANDRITSGJÖFIN
Nú komum við að eystri kvísl Héraðs-
vatna. Við fórum yfir á ferju en hestarnir
voru látnir synda. Og áfram var riðið.
Þarna var yfir vatnasvæði að fara, að hluta
sjávarlón en að hluta árvatnið sem stóð í
gömlum farvegi. Fröken Katrín reið yfir
þetta allt með aðdáunarverðu jafnaðar-
geði. Ég var búinn að taka fram að Hegra-
nesið, sem tekur yfir allmikið svæði, stend-
ur á milli hinna tveggja kvísla Héraðs-
vatna og dregur nafn af viðurnefni fyrsta
landnámsmannsins. í þrengri merkingu á
nafnið reyndar við um klettóttan hrygg
sem gengur í sjó fram. Nálægt klettahæð-
unum þar sem sér til eyjanna og höfðans
úti á firðinum og landi hallar til austurs
var þingstaðurinn með útsýn yfir hið stór-
fenglega hérað, og dregur þingið nafn af
nesinu. Það var ekki beinlínis auðvelt að
átta sig á einstökum hlutum hins gamla
dómstaðar því enginn viðstaddra hafði
nokkurn tíma sýnt því áhuga. Fyrst fund-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12